Morgunblaðið - 14.03.2013, Síða 24

Morgunblaðið - 14.03.2013, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Birting viðauka við grunnlýsingu sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka hf. Útgefandi: Íslandsbanki hf., kennitala 491008-0160, Kirkjusandi 2, 105 Reykjavík Íslandsbanki hefur birt viðauka við grunnlýsingu sértryggðra skuldabréfa sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað, NASDAQ OMX Iceland hf. Grunnlýsingin, dagsett 4. nóvember 2011, og viðaukar við grunnlýsingu, dagsettir 6. desember 2011, 24. október 2012 og 13. mars 2013 eru gefin út á ensku og birt á vefsíðu bankans, http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/sertryggd-skuldabref/ Skjölin má nálgast á pappírsformi hjá útgefanda, Íslandsbanka hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík næstu 12 mánuði frá 14. mars 2013. Reykjavík, 14. mars 2013 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Veltan á greiðslukortum erlendra ferðamanna sló met í janúar en hún var þá 4.686 milljónir króna. Til samanburðar var hún 3.052 milljónir í janúar 2012 á núvirði og samsvarar það 54% aukningu milli ára. Jafn- gildir veltan því að erlendir ferða- menn hafi eytt ríflega 151 milljón króna í vörur og þjónustu hér á landi í janúar síðastliðnum. Eins og sjá má á grafinu hér til hliðar lætur nærri að veltan af er- lendum greiðslukortum í janúar sé orðin meiri en af innlendum greiðslukortum erlendis. Það eru mikil umskipti frá til dæmis 2008 þegar veltan af innlendu kortunum var 4.337 milljónir og veltan af er- lendu kortunum 1.270 milljónir á þá- virði. Má í þessu samhengi geta þess að gengi evru var 96,65 krónur 31. janúar 2008 en var 171,84 krónur sama dag á þessu ári. Munar þar 77,8% á genginu gagnvart evru. Óttast offramboð á gistingu Þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi þannig mikinn byr í seglin og að vetrarmánuðirnir séu farnir að gefa ágætlega af sér, ólíkt því sem var, eru ýmsir fulltrúar hótelanna ugg- andi um að uppbygging sé of hröð. Unnur Halldórsdóttir, formaður stjórnar Ferðamálasamtaka Ís- lands, telur sig greina hættumerki um offjárfestingu í greininni. „Það berast margar fréttir um að það eigi að reisa hótel hér og þar. Við í stjórn samtakanna höfum sum hver reynslu af því að reka hótel. Við erum svolítið hrædd um að það sé að endurtaka sig sem gerðist á hús- næðismarkaði fyrir hrun þegar verktakar byggðu mikið í öllum sveitarfélögum. Þá var engin yfirsýn yfir það hversu mikið væri í píp- unum og hver væri þörfin. Nýting á hótelherbergjum í Reykjavík er léleg miðað við fjár- festinguna í greininni. Meðalnýt- ingin á hótelherbergjum í Reykjavík á árinu 2011 var 56%. Hún var tölu- vert hærri í öðrum borgum. Það ríkir hörð samkeppni um verðlagningu. Menn eru með því að pissa í skóinn sinn, enda minnkar þá framlegðin og arðsemin sem var nógu lítil fyrir. Það er mjög dýrt að halda hótelrekstri úti allt árið. Besta afkoman er líklega hjá þeim sem hafa opið á sumrin. Þeir fleyta rjómann en hafa lokað að vetri til. Innviðir í greininni eru heldur ekki búnir undir að anna fleiri hót- elum. Það er erfitt að fá kokka og þjálfað starfsfólk, til dæmis mennt- aða þjóna, til starfa á hótelum. Annað vandamál er ólögleg gist- ing en hún er orðin mikil að umfangi og eykst ár frá ári. Verkfræðistofan VSÓ sendi nýverið frá sér skýrslu um að það væri þörf fyrir 1.200 til 1.500 hótelherbergi á næstu árum. Í þeirri forsendu var ekki tekið mið af ólöglegri útleigu herbergja, þótt á sjöunda hundrað þannig herbergi séu auglýst í Reykjavík.“ Aukningin hefur komið á óvart Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það hafa komið sér ánægjulega á óvart hversu mikil aukningin sé í kortaveltu og fjölgun gistinátta í byrjun ársins. „Við áttum ekki von á svona gríðarlega mikilli aukningu eins og er til dæmis búin að vera í febrúar. Það er búin að vera mjög góð fjölgun ferðamanna í allan vetur og mjög ánægjulegt að fá þessa aukningu yf- ir háveturinn. Það er nauðsynlegt að jafna árstíðasveifluna í greininni, því hún hefur staðið fyrirtækjum fyrir þrifum. Það hefur víða verið þannig í gegnum tíðina að menn hafa haft það gott yfir sumarið en svo hefur öll hýran farið í að halda opnu yfir vet- urinn,“ segir Erna og heldur áfram: „Við þurfum að vanda okkur og gæta þess að hér verði ekki gullgraf- araæði áfram, þannig að hér fyllist allt af leyfislausum og svörtum fyrir- tækjum sem vilja taka þátt í upp- sveiflunni án þess að reynt sé nægi- lega að sporna gegn því.“ Neysla ferðamanna slær met  Veltan á erlendum greiðslukortum var 54% meiri í janúar en í sama mánuði í fyrra  Neyslan jafngildir 151 milljón króna á dag  Ferðamálasamtök Íslands óttast offjárfestingu í greininni Kortavelta og ferðaþjónusta Heimild: Hagstofa Íslands. Unnið upp úr gögnum frá Greiðslumiðlun hf., Kreditkortum hf., Kortaþjónustunni ehf. Úttektir úr hraðbönkum og greiðslur í bönkum eru ekki meðtaldar í innlendri veltu en teljast með erlendri veltu frá og með ágúst 2007. Úttektum sem Kortaþjónustan ehf. innheimtir hefur verið bætt við erlenda veltu frá og með janúar 2008.Veltutölur eru núvirtar útfrá breytingum á vísitölu neysluverðs. 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Jan. Feb. 2007 Jan. Feb. 2008 Jan. Feb. 2009 Jan. Feb. 2010 Jan. Feb. 2011 Jan. Feb. 2012 Jan. 2013 Greiðslukort, heimili erlendis, milljónir kr. Erlend greiðslukort, innanlands,milljónir kr. 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 J. 2007 F. J. 2008 F. J. 2009 F. J. 2010 F. J. 2011 F. J. 2012 F. J. ‘13 Gistinætur á hótelum, fjöldi J. = Janúar F. = Febrúar 2. 21 0 1. 12 2 1. 29 0 2. 73 9 1. 27 0 1. 22 0 1. 94 7 1. 92 5 3. 0 67 2. 67 2 4. 33 7 4. 77 5 3. 21 7 2. 38 7 2. 70 5 3. 87 7 3. 79 7 2. 63 5 2. 62 1 4. 52 8 4. 47 7 3. 0 07 3. 24 7 5. 0 94 4. 84 7 4. 68 6 50 .9 81 65 .6 45 58 .4 49 77 .6 03 54 .7 21 72 .8 29 54 .8 65 77 .8 41 53 .5 98 79 .9 17 72 .3 0 8 10 3. 21 0 90 .2 72 Núvirt greiðslukort, heimili erlendis, milljónir kr. Núvirt erlend greiðslukort, innanlands,milljónir kr. Unnur Halldórsdóttir Erna Hauksdóttir Auknar álögur » Ríkissjóður hefur margvís- legar tekjur af ferðamönnum sem aukast með auknum álög- um, auk þess sem veikt gengi krónu eykur skatttekjurnar. » Ferðamenn sem leigja bíla- leigubíla greiða auknar álögur af eldsneyti og frá og með 1. janúar í fyrra hafa hótel þurft að greiða svonefnt gistinátta- gjald af gistináttaeiningum. » Þá mun virðisaukaskattur á hótelgistingu hækka úr 7% í 14% hinn 1. september næst- komandi og vsk. á bílaleigur hefur líka verið hækkaður. „Menn þurfa að setjast niður og horfa á alla innviði og móta stefnu um uppbyggingu í ferðaþjónustu. Hvernig þarf vegakerfið að vera til að bera alla þessa ferðamenn? Kallar aukin umferð á uppbygg- ingu vega? Ætlum við að taka á móti fjölda erlendra ferðamanna með leyfislausri gistingu þar sem peningarnir koma ekki einu sinni til landsins?“ segir Kristófer Oli- versson, framkvæmdastjóri Cent- er Hotels, um þörfina fyrir stefnu- mótun í ferðaþjónustunni. Að sögn Kristófers eru nú ríf- lega 600 gististaðir í Reykjavík til leigu fyrir erlenda ferðamenn á til- tekinni vefsíðu þar sem greitt er fyrir leiguna inn á svonefnda Pay- Pal-reikninga, en þá kemur and- virðið jafnvel aldrei inn í landið. Nái til alls samfélagsins „Ég starfaði á sínum tíma hjá Hagvangi og kom að stefnumótun fyrir stjórnvöld um það hvernig tekið skyldi á móti ferðamönn- unum. Það er kominn tími til að fara í aðra slíka stefnumótun sem er víðtæk og nær til allra þátta samfélagsins. Þar þarf meðal ann- ars að horfa á menntakerfið.“ Spurður hvort hann taki undir með Unni Halldórsdóttur, for- manni stjórnar Ferðamála- samtaka Íslands, um að innviðir ferðagrein- arinnar beri ekki þá hröðu upp- byggingu sem boðuð hafi verið í hótelgeiranum, kveðst Kristófer sammála henni um það. Til dæmis sé skortur á sérhæfðu vinnuafli, þar með talið kokkum. „Staðan er núna sú að það þarf að flytja inn vinnuafl í þessum geira. Ég hef sjálfur verið að leita að kokki. Þetta er ekki góður árs- tími til þess því öll veiðihúsin eru að tryggja sér kokka fyrir sum- arið. Það er skortur á þeim núna. Mér skilst hins vegar að nóg framboð sé á slíkum starfs- kröftum á Spáni um þessar mund- ir. Ferðaþjónustan kemur með mikið af erlendum gjaldeyri inn í landið. Við þurfum að vinna und- irbúningsvinnuna vel. Þetta er ein af okkar undirstöðugreinum og er auðlind sem við þurfum að nýta skynsamlega eins og aðrar. Við erum ekki að gera það á meðan svört atvinnustarfsemi viðgengst í greininni.“ Ferðaþjónustan þarf að flytja inn vinnuafl til að fylla stöður FRAMKVÆMDASTJÓRI KALLAR EFTIR STEFNUMÓTUN Kristófer Oliversson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.