Morgunblaðið - 14.03.2013, Side 28

Morgunblaðið - 14.03.2013, Side 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Frans I., nýkjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar, ávarpaði mannfjöldann á Péturstorgi skömmu eftir kjörið. Athygli vakti fyrsta skref til breytinga en hann lagði áherslu á að fá styrk frá fólkinu frekar en að biðja fyrir því. AFP Fyrsta ávarp nýs páfa Mikil spenna á Péturstorginu vegna páfakjörs en Jorge Bergoglio kardináli frá Argentínu var útnefndur Neanderdals- menn dóu út vegna þess að þegar þeir færðu sig frá Afríku til Evrópu þróuðu þeir stærri augu og sjónstöðvar í heilanum til að sjá betur um langar vetr- arnætur álf- unnar, að sögn bresks vísinda- manns, Eiluned Pearce. Sagt er frá rannsóknum hennar á vef BBC. Forfeður manna, sem héldu kyrru fyrir í hinni sólríku Afríku, höfðu minni þörf fyrir þess- ar stóru sjónstöðvar. Þar varð þess vegna meiri þróun í öðrum heila- stöðvum frummanna, ekki síst í framheilanum. Tegundin var því greindari en ella þegar hún breidd- ist síðar út til svæða utan Afríku. kjon@mbl.is Stóreygðir Neander- dalsmenn  Sjón þróaðist á kostnað greindar Gæti hafa litið svona út. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Samkunda kardinálanna 115 í Six- tusarkapellunni í Páfagarði kaus í gær Jorge Bergoglio, kardinála frá Argentínu, næsta páfa kaþólsku kirkjunnar. Hann er 76 ára, hefur tekið sér nafnið Frans I. og er fyrsti páfinn í yfir 1.000 ár, sem er ekki frá Evrópu. Nýr páfi hinna 1.200 milljóna kaþ- ólikka í heiminum þurfti tvo þriðju atkvæða samkundunnar eða minnst 77 atkvæði til að verða kjörinn. Að venju var sýnt með hvítum reyk úr strompi á húsinu þegar samstaða hafði náðst. Kardinálarnir eru úr öllum álfum heims en flestir frá Evrópulöndum, ekki síst Ítalíu. Fjölmörg nöfn voru nefnd til sögunnar. Benedikt 16. er þýskur og Jóhannes Páll 2. var pólskur. Lengi hefur verið rætt um að tími hafi verið kominn til að kjósa páfa frá landi utan Evrópu. Kirkjan á mjög í vök að verjast í Vestur-Evr- ópu, ekki síst vegna hneykslismála í sambandi við kynferðisofbeldi klerka gegn börnum. Sáralítið hefur verið um slík hneyksli sem og fjár- málahneyksli í Argentínu og nýr páfi virðist vera með hreinan skjöld. Hann hefur verið erkibiskup í Bue- nos Aires frá 1998 og varð kardináli 2001. Hann hefur lifað fábrotnu lífi, vaxið af virðingu sinni og sérstak- lega helgað sig fátækum. Margir segja að mikilvægast hafi verið að velja mann sem hafi mikla stjórnunarhæfileika. Mann sem sé nógu atkvæðamikill til að geta kné- sett suma af æðstu mönnum kúrí- unnar, ríkisstjórnar Páfagarðs sem þykja sumir vera hrokafullir og klaufskir. Einnig eru grunsemdir um spillingu og markvissa þöggun vegna áðurnefndra hneykslismála. „Óskeikull“ í trúar- og siðferð- isefnum Páfi er, auk þess að vera fulltrúi Guðs á jörðinni, einnig þjóðhöfðingi Páfagarðs, langminnsta sjálfstæða ríkisins í heiminum. Skráðir íbúar eru nú vel innan við þúsund og flat- armál ríkisins á við fjórðung Viðeyj- ar. En áhrif páfa eru mikil meðal sanntrúaðra, hann hefur frá því á 19. öld verið, samkvæmt kenningum kirkjunnar, „óskeikull“, þ.e. ófær um að hafa rangt fyrir sér, í mati sínu á málefnum trúar og siðferðis. En þessi óskeikulleiki hefur þó ekki dugað til að kaþólikkar á Vestur- löndum fari almennt eftir öllum fyr- irmælum hans, nefna má bann hans við getnaðarvörnum. Vilja öflugan stjórnanda  Arftaki Benedikts tekur við erfiðu búi Hvers vegna eru kardinálarnir læstir inni í kapellunni? Hefðin er frá 1268. Liðið höfðu þrjú ár án þess að þeir kæmu sér saman um nýjan páfa. Íbúar Rómar ákváðu að læsa þá inni og minnka matar- skammtinn. Næsti páfi ákvað að kardinálarnir skyldu framvegis verða læstir inni. Geta kardinálarnir haft samband við fólk utan salarins? Nei og tryggt er að þeir hafi ekki samband með farsíma eða fjar- skiptum af neinu tagi. Viðurlög vegna brota eru bannfæring. Hvernig er aðbúnaður þeirra á staðnum? Þeir hafa nú aðgang að ágætum svefnherbergjum. En fram til 2005 urðu þeir að sögn BBC að sofa á hörðum bekkjum og salerni var ekk- ert, þeir urðu að nota næturgögn. Spurt&Svarað Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, segir að Marskönnunarfarið Curiosity hafi fundið leiragnir með því að bora í grjót á plánetunni og bendi þetta til þess að vatn hafi eitt sinn verið fyrir hendi. Leir myndast í vatni sem hvorki er súrt né basískt. Liðsmenn NASA segja að upp- götvunin sé skref í áttina að því að sýna fram á að líf hafi fyrir millj- örðum ára getað þrifist á Mars en ekki sé hægt að fullyrða að svo hafi endilega verið. Sums staðar á plán- etunni hafi aðstæður þó hugsanlega verið hagstæðari en nú fyrir örver- ur. kjon@mbl.is Lifðu örver- ur á Mars?  Leiragnir fundust Fríar vinnustofur* Kertaskreytingar Skreyta Gestabækur Shamballa - Skartgripagerð Skreyta Mynda albúm (skrapp) Skartgripagerð með Premo leir *Þú greiðir aðeins fyrir efni Holtagörðum, s. 553-1800 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 www.facebook.com/fondurlist Föndur Föndraðu fyrir ferminguna Úrvalið er hjá okkur Föndur NÝTT GÓÐ GJÖF GENEVA S (iPod fylgir ekki). Verð 55.000,- Ármúla 38 | Sími 588 5010 | Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.