Morgunblaðið - 14.03.2013, Síða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013
Kennileiti Gróttuviti hefur verið kennileiti í yfir eina öld, en viti var fyrst byggður í Gróttu árið 1897. Núverandi viti var reistur 1947, en vitavörður hefur ekki verið í Gróttu síðan 1970.
Ómar
Í norðrinu eru að
verða gagngerar breyt-
ingar. Ís- og snjóþekja
norðurhvelsins náði áður
óþekktu lágmarki á liðnu
ári. Vöruflutningar um
Norður-Íshafið hafa tí-
faldast á tveimur árum,
úr fjórum í 46 skip. Þeir
munu margfaldast með
aukinni bráðnun íssins. Í
náinni framtíð munu svo
umsvif á hafinu norðan Íslands stökk-
breytast með leit og vinnslu á olíu, gasi,
jafnvel málmum og steinefnum, á
Drekasvæðinu og við Austur-
Grænland. Í þessu felast tækifæri fyrir
Ísland sem við þurfum að nýta með
ábyrgð. Burðarásinn í stefnu minni um
norðurslóðir, sem Alþingi samþykkti
vorið 2011, var einmitt að Ísland byggi
sig undir tækifærin með því að takast á
við þær hættur sem fylgja.
Ávinningur og ábyrgð
Liður í því er að Ísland verði sterkur
hlekkur í keðju viðbragðs- og björg-
unarmiðstöðva sem óhjákvæmilega
verða til við umferðaræðar norðursins.
Miðstöðin á Íslandi þarf að verða til í al-
þjóðlegri samvinnu. Bak þeirri hugsun
liggja ekki síst þau rök að það þarf að
tryggja jafnvægi milli ávinnings og
ábyrgðar. Þau ríki, jafnvel fyrirtæki,
sem munu njóta góðs af umsvifunum,
hvort sem eru siglingar eða vinnsla,
þurfa að leggja sitt af mörkum til að
stuðla að öryggi á svæðinu. Án alþjóð-
legrar samvinnu verður einfaldlega erf-
itt fyrir Ísland að tryggja viðunandi
getu til að takast á við skelfilegar af-
leiðingar stórslyss á sjó eða alvarlegra
mengunarslysa. Alþjóðleg samvinna
um slíka miðstöð á Íslandi er því hagur
allra sem eiga hagsmuni í grennd við
okkur.
Það má rifja upp, að á síðasta hausti
fór fram vel heppnuð leitar- og björg-
unaræfing norðurskautsríkjanna við
Austur-Grænland. Hún undirstrikaði
hversu Ísland hentar að öllu leyti sem
slík miðstöð gagnvart flæmum suður af
landinu og til norðurs milli Íslands,
Grænlands og Svalbarða.
Styrkleikar Íslands
Styrkur Íslands felst í landfræðilegri
legu, náttúrulegum aðstæðum og
ákjósanlegum innviðum. Landið liggur
vel við siglingaleiðum um Atlantshafið
og Norður-Íshafið. Í námunda við Ís-
land eru stór strandsvæði þar sem lítill
eða enginn viðbúnaður eða innviðir eru
til staðar, t.d. við austanvert Grænland,
auk víðfeðmra hafsvæða norðan og
sunnan Íslands. Hér eru líka sterkar
grunnstoðir, bæði al-
þjóðaflugvellir og hafnir
sem hægt er treysta all-
an ársins hring. Við
Keflavíkurflugvöll er
feiknagóð aðstaða, sem
auk alþjóðlegs flugvallar
telur hafnarmannvirkin í
Helguvík, flugskýli og af-
bragðsaðstöðu til birgða-
halds og gistingar.
Í landinu er einnig úr-
valsatgervi og mann-
auður sniðinn fyrir starf-
semi af þessum toga. Eitt
af því besta við Ísland – og sem fáir
skilja fyrr en þeir komast í hann krapp-
an – er sú velþjálfaða úrvalssveit sem
við höfum á að skipa í björgunarliði
landsmanna. Og hún hefur þegar getið
sér gott orð á alþjóðavettvangi. Þar má
upp telja Landhelgisgæslu, Slysa-
varnafélagið Landsbjörg, Almanna-
varnadeild Ríkislögreglustjóra, Neyð-
arlínuna auk ýmissa stofnana, jafnvel
skóla, sem búa yfir mikilvægri þekk-
ingu og reynslu á þessu sviði.
Það er þó ekki sístur kostur landsins
í þessu tilliti, að hér eru fjölbreytt tæki-
færi til margskonar þjálfunar fyrir erf-
iðar aðstæður, svo sem á jöklum uppi, á
hafís úti, í fjalllendi, tor- og illfærir veg-
ir í boði, auk þess sem óblítt veðurfar er
í fullmiklu framboði.
Að öllu samanlögðu er Ísland því
ákjósanlegur staður til að þjóna sem
miðstöð viðbragðs- og björgunarstarfa
fyrir víðfeðm flæmi umhverfis landið.
Skynsamleg skref
Næsta skref er að stjórnvöld vinni ít-
arlega greiningu á þeim möguleikum
sem við höfum til að styrkja innlendan
mannauð og viðbúnað í gegnum al-
þjóðasamvinnu. Í framhaldinu þarf að
kynna þá greiningu fyrir okkar helstu
erlendu samstarfsaðilum með frekari
samvinnu að leiðarljósi.
Eitt af grunnstefjunum í öllu okkar
starfi að norðurslóðum, ekki síst í sam-
skiptum við öflug grannríki í austri og
vestri, auk Evrópusambandsins, á því
að vera að koma Íslandi á framfæri sem
ákjósanlegum þætti í viðbragðsneti á
norðurslóðum.
Eftir Össur
Skarphéðinsson
» Að öllu samanlögðu er
Ísland því ákjósan-
legur staður til að þjóna
sem miðstöð viðbragðs-
og björgunarstarfa fyrir
víðfeðm flæmi umhverfis
landið.
Össur Skarphéðinsson
Höfundur er utanríkisráðherra.
Viðbragðsmiðstöð
á norðurslóð
Enn á ný sér Eft-
irlitsstofnun EFTA –
ESA – ástæðu til að
vanda um við Íslend-
inga vegna lagasetn-
ingar sem stofnunin
telur ekki vera ásætt-
anlega fyrir fram-
kvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins og í
ósamræmi við lög
sem gilda í ESB.
Skemmst er að minn-
ast kröfu ESA um greiðslu á
ímynduðum skuldum okkar við
Hollendinga og Breta þar sem
hverri íslenskri fjölskyldu skyldi
gert að greiða tug milljóna skv.
eindregnum vilja framkvæmda-
stjórnar ESB og túlkun á viðkom-
andi regluverki. Nú liggur fyrir
krafa ESA studd af fram-
kvæmdastjórn ESB um að ógilda
lagaákvæði samþykkt af Alþingi
árið 2009 sem hafa þann tilgang að
standa vörð um heilbrigði dýra og
lýðheilsu á Íslandi. Að vísu er
hvata þessa að finna í kvörtun
hagsmunaaðila á viðskiptasviði
hérlendis, sem vilja setja viðskipti
ofar lýðheilsu og dýrasjúkdómum,
en eftir stendur að fram-
kvæmdastjórn ESB leggst á sveif
með ESA og mun styðja hana í að
reyna að ryðja áðurnefndum laga-
ákvæðum til hliðar.
Staðið á hagsmunum Íslands
Með setningu hinnar svokölluðu
matvælalöggjafar ESB í byrjun
þessarar aldar (reglugerð (EB)
178/2002) voru lagabálkar um
framleiðslu og eftirlit með mat-
vælum sameinaðir í eitt, hvort sem
átti við um afurðir lagardýra eða
landdýra. Regluverk um sjávaraf-
urðir á Íslandi og hjá ESB hafði
verið samræmt fyrir þessa breyt-
ingu. Hinsvegar bjó Ísland við
annað regluverk um heilbrigði bú-
fjár og búfjárafurða, sem fól í sér
strangari ákvæði um viðskipti við
önnur lönd vegna betra heilsufars
búfjár og hreinni matvæla en al-
mennt hjá ESB. Við áðurnefnda
sameiningu lagabálka ESB um
matvæli í eitt kom ESB þeim
skilaboðum á framfæri að þeir við-
urkenndu ekki að mögulegt væri
að halda reglum aðskildum milli
sjávarafurða og búfjárafurða og
því yrðu Íslendingar að sætta sig
við að breyta reglum um matvæli
til samræmis við regluverk ESB
eða verða settir undir ákvæði um
þriðju ríki bæði er
varðaði sjávarafurðir
og afurðir búfjár.
Vegna hagsmuna
sjávarútvegsins var
ákveðið að láta undan
kröfu ESB um inn-
leiðingu á mat-
vælalöggjöf þess í ís-
lenskt regluverk með
tilteknum undantekn-
ingum.
Matvælalöggjöfin
2009 - Alþingi sam-
mála
Þegar ég tók við sem sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra
að loknum alþingiskosningum árið
2009 ákvað ég að leggja frumvarp
um innleiðingu á matvælalöggjöf
ESB framþannig breytt að inn-
flutningur á hráum og lítt sölt-
uðum sláturafurðum, bæði unnum
sem og óunnum og hráum eggjum
væri áfram bannaður og háður
leyfi ráðherra hverju sinni að
fenginni staðfestingu yfir-
dýralæknis um heilbrigði afurð-
anna. Frumvörp þessa efnis höfðu
í tvígang verið lögð fram af for-
verum mínum í ráðherrastarfi án
þess efnis að innflutning skyldi
takmarka á þennan hátt. Eftir
mjög vandaða vinnu í sjávar-
útvegs-og landbúnaðarnefnd undir
stjórn Atla Gíslasonar varð frum-
varp þetta að lögum og samþykkt
einróma.
Athugasemdir ESA -
kröfur ESB
Seinni hluta árs 2012 gerði ég
mér grein fyrir því að viðbúið væri
að athugasemdir kæmu fram um
innleiðingu matvælalöggjafar
ESB. Þar kom tvennt til. Annars
vegar áhugi viðskiptaaðila á að
leita leiða til að koma á sem
minnstri takmörkun á innflutningi
landbúnaðarafurða og hinsvegar
áhugi ESB-sinna á að draga eftir
mætti úr takmörkunum á innflutn-
ingi á búfjárafurðum og lifandi
dýrum frá ESB til að draga úr
sérstöðu Íslands og auðvelda
samningsgerðina. Því skipaði ég
þann 7. desember 2011 starfshóp
sérfræðinga til að færa rök fyrir
þeim takmörkunum sem gilda við
innflutning hrárra búfjárfurða,
sem ESA hefur nú gert at-
hugasemdir við og leggja til svör
ásamt því að leita til Stefáns Más
Stefánssonar prófessors sem sér-
fræðings á sviði Evrópuréttar.
ESB-sinnar og forystumenn rík-
isstjórnarinnar vildu gefa strax
eftir gagnvart kröfum ESB. Sem
betur fer tókst mér sem ráðherra
að stilla því þannig upp að ekki
yrði auðvelt að gefa eftir. Það er
því áfram von um að ekki verði lát-
ið undan ásókn EES og ESB að
óreyndu eins og vilji ESB-sinna og
verslunarinnar stendur til.
Fæðu- og matvælaöryggi
í forgang
Rök framkvæmdastjórnar ESB
og ESA fyrir því að hnekkja laga-
setningu okkar eru að regluverk
ESB tryggi að ekki berist skaðleg-
ir sjúkdómar í menn og skepnur
með hráum búfjárafurðum frá
ESB-löndunum. Þetta er ofurtrú á
margslungið skráningar- og eft-
irlitskerfi ESB, sem kostar fram-
leiðendur og neytendur fúlgur
fjár. Málið er hinsvegar hversu
tryggt kerfið er en ekki umfang
þess. Þegar horft er til nýlegra
viðskiptasvika með kjöt á mark-
aðssvæði ESB þar sem hrossakjöt
verður að nautakjöti við sölu milli
aðila er ljóst að ótvíræð hætta er á
að skæðir sjúkdómar s.s. gin- og
klaufaveiki og svínapest geti borist
með innflutningi til landsins frá
löndum ESB sé okkur ekki heimilt
að hafa eftilit með honum eins og
gildandi lög kveða á um og valda
okkur ómældum skaða. Má þar
minna á gin- og klaufaveikif-
araldur sem kom upp í Bretlandi
fyrir nokkrum árum og að svína-
pest er landlæg í Mið-Evrópu í
villtum svínum og skýtur upp koll-
inum við og við í alisvínum á svæð-
inu.
ESB hefur sett þau skilyrði fyr-
ir framhaldi samninga um land-
búnað að gefið sé eftir varðandi
bann við innflutningi á lifandi dýr-
um og hráu ófrosnu kjöti. Ég hafn-
aði þeirri kröfu bæði sem ráðherra
og eins í utanríkismálnefnd. Í
þessum efnum þýðir ekkert að fá
að kíkja í pakkann hjá ESB, held-
ur standa í lappirnar og verja
framtíðarhagsmuni í fæðu- og
matvælaöryggi þjóðarinnar.
Eftir Jón
Bjarnason » Það er því áfram
von um að ekki
verði látið undan ásókn
EES og ESB að
óreyndu eins og vilji
ESB-sinna og versl-
unarinnar stendur til.
Jón
Bjarnason
Höfundur er alþingismaður.
ESB - ESA og innflutningur
á hráum kjötvörum