Morgunblaðið - 14.03.2013, Page 32

Morgunblaðið - 14.03.2013, Page 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Geðheilsustöð Breið- holts hefur að mark- miði að efla þjónustu við nærsamfélag Breiðholts og auka þjónustu við ein- staklinga sem eiga við geðraskanir að stríða og fjölskyldur þeirra. Þjónusta stöðvarinnar er samstarfsverkefni Heimaþjónustu Reykjavíkur og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Inn- an geðheilsustöðvarinnar er starf- andi geðteymi sem veitir þjónustu til einstaklinga sem greindir eru með geðsjúkdóma. Þjónusta geðteym- isins fer fram með heimavitjunum eða viðtölum á geðheilsustöðinni. Innan geðheilsustöðvarinnar er einnig starfræktur ráðgjafarsími sem fólk getur hringt í til að fá upp- lýsingar og ráðgjöf varðandi andleg veikindi eða vanlíðan og fengið upp- lýsingar um úrræði og meðferðir sem eru í boði í þjóðfélaginu. Geð- heilsustöð Breiðholts leggur áherslu á að veita gæðaþjónustu samkvæmt viðurkenndri þekkingu og starfar eftir batahugmyndafræði. Með henni er einstaklingum leiðbeint að vinna með tilfinningar sínar og að- stæður. Honum er mætt á jafnrétt- isgrundvelli ásamt því að virðing og viðurkenning er höfð að leiðarljósi. Hugarafl eru félagasamtök og virknistöð fólks sem glímt hefur við geðraskanir og aðstandenda. Unnið er ásamt fagaðilum og notendum á jafningjagrundvelli samkvæmt vald- eflingu hjá Geðheilsu-eftirfylgd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Markmið Hugarafls er að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustuna og miðla þekkingu sem gagnast hefur fólki til að ná bata. Hugarafl leggur áherslu á að vera sýnilegt í samfélaginu til að vinna á fordómum gegn fólki með geðraskanir. Unnið er saman að bata með því að deila lífsreynslu af geðröskunum. Reynslan er dýrmæt – batasaga Fyrir þremur árum lukkaðist ég til að finna bækling frá Hugarafli inni á geðdeild og ákvað að kanna málið. Á móti mér tók hópur fólks sem þekkti baráttuna við geð- sjúkdóma, fólk sem var hlýtt og reynslumikið. Ég fræddist um bata, valdeflingu og jafningjagrundvöll. Þessi hugtök hafa verið mér ómet- anleg aðstoð til að ná heilsu á nýjan leik. Ég þurfti að glíma við eigin for- dóma og skilgreina hvað fælist í orð- inu „bati“ fyrir mér. Bati er nefni- lega ekki eitt og sama fyrir alla. Ég skilgreindi bata í skrefum, til dæmis var mikið bataskref hjá mér að geta þvegið þvottinn minn sjálf og að það tæki ekki marga daga að koma mér í verkið. Einnig þegar sjálfvígshugs- anirnar gufuðu upp eða þegar sjálfs- víg var ekki lengur valmöguleiki. Bataskrefin voru ólík og misþung. Nú telst ég heilbrigð og mælist ekki með geðröskun á neinum prófum. Ég tel að geðraskanir séu sjúkdóm- ar sem hægt er að ná sér af að ein- hverju marki eða jafnvel að fullu, rétt eins og slæm magapest eða fót- brot. Áður en ég kynntist Hugarafli hafði ég ekki hugmynd um að hægt væri að ná sér eftir geðræn veikindi. Þó hafði ég stundað sjálfsvinnu og glímt við þunglyndi og kvíða í ára- raðir. Hafði sótt þjónustu til ýmissa sálfræðinga og geðlækna og hvergi fengið þau skilaboð að ég gæti náð mér og orðið heilbrigður einstakl- ingur á nýjan leik. Ég fékk hins veg- ar að heyra það að ég væri þunglynd að eðlisfari og ef ég væri dugleg að taka lyfin mín og tæki þau um ókomna framtíð gæti ég vonast til að halda þessum einkennum í skefjum. Slík skilaboð draga úr vonum og væntingum einstaklings sem er þá þegar að glíma við framtíðarsýnina og jafnvel skort á henni. Skilaboðin sem mér bárust þegar ég kynntist Hugarafli voru af allt öðrum toga og skiptu mig gríðarlegu máli. Ég fékk að heyra lífssögur einstaklinga sem voru komnir langt í bata en höfðu verið á sama stað og ég. Þar öðlaðist ég fyrirmyndir og gat stefnt að ein- hverju öðru en að vera sjúklingur til langframa. Þegar trú mín á framtíð- ina var sem veikust breytti það ótrú- lega miklu að vera í viðtölum hjá fagaðila sem lýsti yfir trú á mér. Það þekkti ég ekki áður. Þá gat ég hugs- að sem svo að þessi manneskja sæi nú eitthvað jákvætt hjá mér og að ég ætti þá einhverja von. Ég gæti treyst á hennar álit á meðan veik- indin höfðu áhrif á sýn mína. Ég hellti mér í starfið og lærði mikið af því. Nú er svo komið að ég hef verið í stigvaxandi bata í rúmlega 1½ ár og hefur aldrei liðið betur. Mér hefur tekist að hætta á öllum geðlyfjum og lært margar aðferðir við að höndla álag sem fylgir daglegu lífi. Ég tel mig vera heilbrigðari andlega en nokkru sinni á ævinni. Þetta var erf- ið og dýrkeypt reynsla en eftir á að hyggja hefði ég ekki viljað án henn- ar vera. Ég fann að mig langaði að nýta þessa reynslu í starfi og sótti því um nám í iðjuþjálfun við Háskól- ann á Akureyri haustið 2012. Nú skyldi látið reyna á batann og alla vinnuna. Niðurstaðan var sú að þetta tókst allt saman, ég spjaraði mig við aukið álag og flaug í gegnum prófin. Ég flutti því til Akureyrar og sæki nú námið sem staðnemi. Mér þykir óendanlega vænt um allt fólkið og reynsluboltana í Hug- arafli. Kynni mín af starfseminni tel ég hafa skipt lykilmáli í batanum sem og þrautseigja mín sem einstaklingur. Starf fólksins í Hug- arafli, hvort sem það er titlað fag- aðilar eða notendur geðheilbrigð- iskerfisins, er ómetanlegt. Leiðir til lausna Eftir Tinnu Ragn- arsdóttur og Svövu Arnardóttur » Geðheilsustöð Breið- holts og Hugarafl notast við valdeflingu og jafningjanálgun í þjón- ustu sinni við fólk með geðraskanir. Svava Arnardóttir Tinna starfar í Hugarafli sem not- endafulltrúi. Svava er nemi í iðjuþjálf- un við Háskólann á Akureyri. Tinna Ragnarsdóttir Undarleg fyrirsögn á enn undarlegri grein alþjóðastjórn- málafræðingsins Jóns Kristins Snæhólms, fyrrverandi aðstoð- armanns Vilhjálms Vilhjálmssonar, fyrr- verandi borgarstjóra, vakti athygli mína á þriðjudaginn var. Tit- ill greinarinnar er yf- irlýsing um að krepp- unni sé lokið … en bara í Kópavogi. Þar megi nú berja aug- um glæsta sigra núverandi meiri- hluta í bænum og hvetur Jón landsmenn til að aka um Kópavog til að fá það staðfest enda virðist hann halda að árangur mælist eingöngu sjónrænt nú til dags. Ég var hissa á þessum stað- hæfingum og komst svo að raun um að eflaust heldur Jón að svona greinar hafi einhver áhrif – á aðra en innmúraða. Kannski heldur hann að fólk ranki við sér og hugsi: „Já vá, kreppan er greinilega alls staðar nema í Kópavogi vegna kraftaverka- mannanna í bæjarstjórn sem tína kanínur úr höttum sínum dag eft- ir dag.“ Nei kæri Jón. Þinn veruleiki er einhver annar en okk- ar hinna. Núverandi meirihluti í Kópavogi byrjaði í besta falli ágætlega, en sérhags- munir og sundurlyndi innan hópsins létu fljótt á sér kræla. Að hveitibrauðsdögum liðnum hefur hver höndin verið upp á móti annarri því innan meirihlutans er klof- inn Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og framboð sem kallar sig Lista Kópavogsbúa. Að undan- skildum þeim síðastnefndu er þetta meira og minna sama fólkið og tókst næstum að setja bæj- arfélagið á hausinn með fádæma bruðli og vanvirðingu fyrir al- mannafé. Það er þessu fólki að þakka að hver og einn bæjarbúi skuldar nú um 1.400 þúsund krón- ur. Höfum það hugfast. Veruleiki Jóns Eftir Pétur Ólafsson Pétur Ólafsson » Titill greinarinnar er yfirlýsing um að kreppunni sé lokið … en bara í Kópavogi. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Kópavogi. Dauðinn er nátt- úrulega ekkert annað en dauðans alvara. Við höfum hann ekki í flimtingum þegar hann er okkur nærri, þótt við vissulega grínumst oft með hann þegar hann virð- ist í óræðri fjarlægð. Húmorinn verður að vera til staðar. Og ég er viss um að betra er að deyja úr hlátri en leiðindum. Enginn kemst af fyrir eigin rammleik Það eina sem öruggt var þegar þú leist dagsljós þessarar að mörgu leyti dimmu og köldu ver- aldar var að þú myndir ekki sleppa frá henni lifandi eða að minnsta kosti ekki fyrir eigin rammleik. Fyrr eða síðar munum við deyja. Það eru engar fréttir, það liggur nokkuð ljóst fyrir. Hvort sem við verðum bráðkvödd, deyj- um af slysförum, fyrir aldur fram, í svefni eða vöku, vegna illvígra sjúkdóma eða í hárri elli. Aðdrag- andann, daginn eða stundina veit enginn. Dauðinn er alltaf óþægi- legur og kemur einhvern veginn alltaf á óvart. Við skiljum hann ekki, verðum sorgmædd og eitt- hvað svo skelfing umkomulaus. Enn hef ég ekki hitt þá mann- eskju sem fer eitthvað auðveldlega í gegnum ævina. Verður ekki fyrir áföllum eða vonbrigðum. Öll miss- um við ástvini, berjumst við sjúk- dóma og ekki síst okkar eigið sjálf. Það dýrmætasta sem við eigum Flest þráum við að fá að njóta lífsins og það að fá að halda í það. Lífið er jú það dýrmætasta sem við eigum. En þegar við stöndum frammi fyrir dauðanum þá erum við eitthvað svo skelfing van- máttug. Tilvistarspurningar gerast áleitnar og svörin virðast oft fá. Reyndar erum við alla ævina að deyja og við það fær enginn ráðið, þrátt fyrir hvers kyns námskeið og góðar tilraunir til þess að halda lífinu í okkar hrörnandi líkama. Samt höldum við áfram að hrörna, uns við veslumst end- anlega upp og deyj- um. Eða þangað til við hættum því við síðasta andvarp. Því þá lýkur forréttinum og aðalrétturinn tekur við. Ég hef nefnilega þá óbilandi trú og er þess raunar fullviss að ævinnar ljúfustu og bestu stundir séu aðeins sem forréttur að þeirri lífs- ins veislu sem koma skal. Þar sem okkur býðst að sitja til borðs með sjálfum frelsaranum á hinni eilífu uppskeruhátíð yfir sigri lífsins. „Þá munum við sjá auglitis til aug- litis.“ Tárin verða þerruð og spurningunum svarað. „Dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, sársauki eða kvöl. Hið fyrra er farið. Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“ eins og segir í Opinberunarbók Jóhannesar. Enginn á meiri kærleika Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu? Ég lifi og þið munuð lifa! Þess vegna finnst mér svo gott og spennandi að fá að lifa í núinu, njóta í þakklæti hverrar stundar í ljósi þeirrar dýrðar sem koma skal. Því að dauðinn er síðasti óvinurinn sem að engu verður gjörður. Enginn á meiri kærleika en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Hvað þá svo þeir fái lifað um eilífð. En nú varir trú, von og kær- leikur. En þeirra er kærleikurinn mestur. Lifi lífið! Síðasti óvinurinn Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Enginn á meiri kær- leika en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Hvað þá svo þeir fái lifað um eilífð. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur. www.solning.is JEPPADEKK ER Í LAGI MEÐ BREMSURNAR? VIÐ GETUM AÐSTOÐAD! EINFÖLD ÁKVÖRÐUN VELDU ÖRYGGI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA TILBOÐ Á BREMSU- KLOSSASKIPTUM EF VARAHLUTIR ERU KEYPTIR HJÁ SÓLNINGU Aðeins kr. 2.000 SÓLNING NÚ Á 5 STÖÐUM Smiðjuvegi  544 5000 Hjallhrauni  565 2121 Rauðhellu  568 2035 Njarðvík  421 1399 Selfossi  482 2722 smurþjónusta rafgeymarsmáviðgerðir rúðuvökvirúðuþurrkurBremsuklossar Hjólastillingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.