Morgunblaðið - 14.03.2013, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.03.2013, Qupperneq 38
38 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 „Ágæta kirkja, „When a Man Lo- ves a Woman …“ syngja nokkrir góðir. Það gengur svo langt sem það nær. Það er sárara en tárum tekur hversu brotalam- arprósentan í sam- búðarmálunum er há. Það liggur í augum uppi að sum sam- bönd hafa reynst dauða- dæmd þegar í upphafi, önn- ur hafa farið fyrir mislítið fyrir ýmissa hluta sakir. Það er fræðilega útilokað að Guð helgi hvert einasta samband óháð kring- umstæðum. Skyndi- hjónaband í Las Vegas um glasagleðihelgi getur t.d. vart talist til varanlegrar blessunar og bindingar. Á heimasíðu þinni www.adventistar/Um okkur/ Hverju við trúum er að finna afgerandi afstöðu þína í þessum málum. Eftirfar- andi er þar að finna með vísan m.a. til Matteusarguð- spjalls 5.27-32: 23. Hjónabandið og fjöl- skyldan Hjónabandið var stofnað af Guði í Eden og Jesús staðfesti að það væri ævi- langt samband manns og konu í kærleiksríku sam- félagi. Hinn kristni vinnur Guði hjúskap- arheitið, ekki síður en mak- anum ... Varð- andi hjóna- skilnað kenndi Jesús að sá, sem skilur við maka sinn, nema vegna saurlifnaðar, og gengur að eiga annan, drýgi hór. Rétt er að þannig kemur þetta fram í Ritningunni. Í því sambandi er vert að minna þig á að í Jóhannesar- guðspjalli 20.23 segir eftirfar- andi: Ef þér fyrirgefið ein- hverjum syndirnar fyrirgefur Guð þær. Ef þér synjið ein- hverjum fyrirgefningar synj- ar Guð þeim. Mér er ekki kunnugt um að prestum kirkju þinnar hafi verið feng- ið vald til fyrirgefningar syndanna. Annaðhvort er að þú misskilur Ritninguna hrapallega eða þá hitt, að hér að baki liggur merking sem einhverra hluta vegna kemur ekki fram í þýðingunni. Tilgangur þessa erindis míns við þig er að vekja at- hygli þína á því hróplega ósamræmi sem felst í yf- irlýstri nálgun þinni í skiln- aðarmálum í ljósi t.d. afstöðu þinnar til syndafyrirgefning- arinnar. Það er fyrst að nefna að Jesús notar orðið „moicheia“, útötun, spilling, mengun, en ekki „porneias“, hórdómur. Í öðru lagi er í 32. versi notað „moichasthai“, sem er miðstig í þolmynd. Það þýðir á mannamáli, að konan var látin líta út fyrir að hafa drýgt hór þegar karlinn henti henni út, sem um leið gerði hana brottræka úr samfélaginu meðan karl- inn stóð eftir með pálmann í höndunum og gat snúið sér að þeirri næstu. Jesús er harður á því að hægt er að drýgja huglægan hór í eigin hjónabandi. Það lítur helst út fyrir að þú, kirkja góð, líkt og marg- ar aðrar kirkjur utan lands sem innan, fetir sama stíg og farísearnir á dögum Jesú, í því hvernig þeir níddust á kvenfólkinu í skjóli rangtúlk- unar á Ritningunni. Huggun er þó harmi gegn að þú hót- ar þeim hórdómsseku körlum og konum í síðara hjóna- bandinu ekki helvíti til eilífð- ar, en þú spilar eigi síður á djúpstæðar sektarkenndir og mikla óvissu í eilífðarvelferð- armálum. Ég hvet þig til að rann- saka Ritninguna betur og leyfa henni að tala fyrir sig sjálfa. Þá fyrst getur þú vænst trúverðugleika. Virðingarfyllst, ÓMAR TORFASON sjúkraþjálfari. Opið bréf til Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi varðandi skilnaðarmál Frá Ómari Torfa- syni Ómar Torfason Haustið 1940 byrjuðu Bretar á flugvall- argerð við Reykjavík. Flugbrautirnar voru gerðar úr steinsteypu. Suðaustan við af- greiðslu Flugfélagsins var klapparholt sem var sprengt sundur, mulið í mulningsvél og notað í steypu. Byrjað var að steypa flug- brautirnar snemma vors 1941. 12 hræri- vélar voru notaðar, 16 manna áhöfn var á hverri vél. Unnið var á tveim vöktum, frá kl. 5 að morgni til kl. 10 að kvöldi. 23. maí lenti fyrsta flugvélin. Völlurinn var vígður 4. júní. Vaktavinnan hætti 1. september. Bandaríkjamenn tóku að sér varnir Ís- lands, og komu hingað 7. júlí 1941. Loftvarnasveitin settist að við völlinn vestanverðan. Með tilkomu þessa liðs fékk flugvöllurinn nafnið Tripoli Airfield. Kan- inn fór til Keflavíkur, mældi upp álitleg- asta svæðið, á heiðinni ofan við Keflavík, svo var teiknaður flugvöllur á smjörpappír. Flugvallarteikningin var lögð ofan á nýja kortið og fundinn sá staður þar sem hægt var að gera flugvöll með lágmarksflutningi jarðefna. Ísaldarjökullinn bruddi klappir og ruddi á undan sér. Þegar jökullinn hop- aði, skildi hann eftir svokallaðan jökulgarð. Við svona garð var völlurinn gerður, við vinnu voru 1.800 menn úr mannvirkjasveit- um flotans auk 1.200 landhermanna. Vinna við völlinn (Meeks airfield) hófst í júní 1942 og var lokið í ágúst 1943. Keflavíkurflugvöllur var formlega opn- aður umferð, 24. marz 1943, með lúðrasveit og skrúðgöngu. Jökulgarðurinn lá yfir flóann upp á Kjal- arnes og yfir Hvalfjörð við Kiðafell. Utan við Álftanes eru sker sem vörðu garðinn fyrir haföldunni. Nyrsta bæjaröðin á nes- inu er á jökulgarðinum. Þar sem jökulgarðurinn var yfir Skerja- fjörð er dýpi u.þ.b. 3 metrar á meðal- stórstraumsfjöru. Þegar hafaldan brýtur niður svona garð flokkast efnið, stærstu steinarnir færast ekki úr stað, smæstu kornin enda uppi í fjöru. Flugvöllurinn í Reykjavík bindur mikið af verðmætu byggingalandi. Ýmsar lausnir hafa verið nefndar, flugvöllur á Hólmsheiði, innanlandsflug til Keflavíkur, flugvöllur á Bessastaðanesi (besti kost- urinn). Komið hefur fram hugmynd að breytingu á flugvellinum. Hugmyndin gengur út á það að austur- endi A/V-flugbrautar verði styttur um 700 metra og vesturendinn lengdur um 900 metra. Að sunnanverðu við brautina komi akstursbraut sem nái út að enda braut- arinnar. Hornrétt á vesturenda A/V- brautarinnar komi þverbraut, 800 metra löng. Nútímafarþegaflugvélar geta lent í hlið- arvindi sem er allt að 15 m/s, til að svo megi verða þarf brautin að vera snjó- og íslaus. Þess vegna er lagt til að framleng- ing A/V-brautar verði með snjóbræðslu. Fyllingu undir þverbrautina er hægt dæla upp, stærstu steinarnir liggja eftir á botn- inum og þeir notaðir í brimvörn. Kostur þess að nota þessa steina er sá að þeir eru ávalir og rífa síður viðkvæma flugvéla- skrokka en sprengt grjót. Fyrir nokkrum árum var flugbrautin á Akureyri lengd út í sjó. Samgönguráðherrann sagði frá því, í þingræðu að það kostaði 1.000.000 kr. á hvern lengdarmetra að lengja flugbrautina á Akureyri. Ef þessar upplýsingar ráðherrans eru uppfærðar, varðandi verðbólgu, öldu- og flóðhæð er kostnaður við að lengja A/V- brautina 2.400 millj. Kostnaður við gera nýja SV/NA-braut er 1.600 millj. Algeng- asti lægðaferill er fyrir sunnan land og af- leiðingin SA-átt. Öðru hvoru gerist það, að lægðirnar fara um Grænlandssund og valda snörpum SV-veðrum sem oft eru svo hvöss að öll flugumferð liggur niðri. Að jafnaði er þetta 1 sólarhringur á ári og 3 dagar sem nota þyrfti S/V-brautina úti í sjónum. Einhverjir munu segja að þetta séu náttúruspjöll. Svo er ekki. Ekkert jarðefni verður flutt inn á svæðið, aðeins flutt til innan fjarðarins. Hægt er að hugsa sér þann möguleika að fljúga til Keflavíkur þegar veður eru vond, það var oft gert áð- ur en Fokkerarnir komu til sögunnar. GESTUR GUNNARSSON tæknifræðingur. Flugvallarbreyting Frá Gesti Gunnarssyni Það varð ekki löng biðin á því að þitt rétta eðli kæmi í ljós. Uppgjafartónn þinn í stjórnarskrármálinu er vísir þess að þar fer blauður maður, sem ekki er treyst- andi til að standa vörð gegn ofurvaldi fjármagnsins og þeirra afturhald- safla, sem það styðja. Ertu virkilega svo skammsýnn, Árni, að þú sjáir ekki að sterkasta vopn þitt er að berja í gegn atkvæða- greiðslu á Alþingi um stjórnarskrár- málið og láta afturhaldsöflin standa frammi fyrir því, rétt fyrir kosningar, að greiða atkvæði gegn því á Alþingi, að þjóðin fái að kjósa um aulinda- ákvæðið og aukið lýðræði. Í kosningunum í haust kom skýrt fram vilji þjóðarinnar um þessi mál. Ég er sannfærður um að í komandi alþingiskosningum væri hver sá þingmaður, sem greiddi atkvæði gegn því að þjóðin fengi að segja álit sitt á þessu stærsta máli sem komið hefur til Alþingis, ekki hátt skrifaður frammi fyrir kjósendum. Með þessum aumingjadómi þínum kórónar þú feril Samfylkingarinnar. Hún gafst upp í ESB-málinu, hún klúðraði sjávarútvegsmálinu og nú ætlar hún undir forystu þinni að klúðra stjórnarskrármálinu. Að trúa afturhaldsöflunum um efndir á að afhenda hluta af valdi sinu til þjóðarinnar er barnaskapur og blinda, því á fjögurra ára tímabili verður þeim ekki skotaskuld úr því að heilaþvo þjóðina um að núverandi stjórnarskrá sé fullgóð fyrir hana. Það er ekki óeðlilegt að margir spyrji hvers vegna svo margir þing- menn séu á móti því að auka lýðræð- ið í landinu, sem allir þingmenn í orði kveðnu þykjast vilja efla. Svarið er ósköp einfalt. Þeir óttast það aðhald sem þeir fá frá þjóðinni þegar hún fær vald til að skipta sér af gjörðum þeirra, ekki aðeins á fjög- urra ára fresti heldur oft á ári ef valdhafar ganga í berhögg við vilja þjóð- arinnar. Í fréttunum í dag frá Sviss kom berlega í ljós hversu nauðsynlegt er að þjóðir geti í almennum kosningum stöðvað vald- hafa. Þar stöðvaði svissneska þjóðin í kosningum (þar er stjórnarskrá bundin heimild um að þjóðin getur krafist kosninga um mikilsverð mál) þá óheillaþróun að einstakir valda- menn gætu tekið sér ofurlaun, sem ofbauð öllum almenningi. Spáð er að þessar kosningar komi til með að hafa mikil áhrif innan ESB. Þetta vald er það aðhald sem þjóð- in verður að fá og er í því uppkasti að nýrri stjórnarskrá sem nú er til um- ræðu á Alþingi. Verði niðurstaðan sú að þetta mál komist ekki í gegnum þingið, svo kjósa megi um nýja stjórnarskrá jafnhliða næstu alþingiskosningum, þá er það núverandi stjórnarflokkum um að kenna, því í stjórnskip- unarlögum Alþingis eru ákvæði sem heimila forseta samkvæmt 71. grein flýtimeðferð mála og einnig geta níu þingmenn, samkvæmt sömu grein, krafist atkvæðagreiðslu ef auljóst er að málþóf er stundað til að stöðva framgang mála. Það hlýtur að vera erfitt og sárt fyrir þá þingmenn sem mest hafa á sig lagt við að rétta af þjóðarskútuna að sjá stærsta og mikilsverðasta mál þeirra renna út í sandinn. HAFSTEINN SIGURBJÖRNSSON eldri borgari. Árni Páll Frá Hafsteini Sig- urbjörnssyni Hafsteinn Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.