Morgunblaðið - 14.03.2013, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þýsku kvikmyndadagarnir verða
alltaf vinsælli með hverju árinu, en
þetta er þriðja árið sem þeir eru
haldnir,“ segir Hrönn Sveinsdóttir,
framkvæmdastjóri Bíó Paradísar,
um samnefnda kvikmyndaveislu
sem hefst í dag og stendur til 24.
mars nk. Að dögunum standa Bíó
Paradís og Goethe-Institut í Dan-
mörku í samstarfi við m.a. sendiráð
Þýskalands.
„Að þessu sinni bjóðum við upp á
sjö nýjar myndir sem eru þver-
skurður af því besta sem þýskt bíó
hefur upp á að bjóða. Allt eru þetta
myndir sem vakið hafa eftirtekt og
farið víða á hátíðir og jafnvel hlotið
verðlaun,“ segir Hrönn og bætir við:
„Það er mjög gaman að geta boðið
upp á spennandi og góðar myndir
sem myndu að öðrum kosti ekki rata
til Íslands.“
Opnunarmyndin er Hannah
Arendt í leikstjórn Margarethe von
Trotta. „Hún er ein fárra kvenna í
heiminum í dag af þessari kynslóð
sem enn eru að gera spennandi og
áhugaverðar myndir,“ segir Hrönn,
en Trotta er rúmlega sjötug. „Í
þessari nýjustu mynd sinni varpar
hún upp svipmynd af stjórnmála-
hugsuðnum Hönnu Arendt, sem var
viðstödd réttarhöldin yfir nasist-
anum Adolf Eichmann 1961 og skrif-
aði í kjölfarið á ögrandi og áleitinn
hátt um helförina út frá hugmynd-
unni um illskuna. Þetta er mjög
áhugaverð mynd um eðli mannsins,
sem enginn ætti að láta framhjá sér
fara.“
Aðrar myndir hátíðarinnar eru
Barbara í leikstjórn Christians
Petzolds. „Hún fjallar um sam-
nefndan lækni sem árið 1980 vill yf-
irgefa alþýðulýðveldið. Í refsing-
arskyni er hún send frá Berlín í
lítinn smábæ. Þar reynir hún að að-
lagast nýju umhverfi og lætur sig
dreyma um betri framtíð, meðan
ástmaður hennar, sem býr vestan
múrsins, undirbýr flotta hennar.
Þetta er mjög góð og áhrifamikil
mynd.
Ósýnileg eða Die Unsichtbare í
leikstjórn Christians Schwochows er
áhrifamikil saga úr leikhúsi. Myndin
fjallar um eldraun ungrar leikkonu
sem tekst á við mjög krefjandi og
erfitt hlutverk sem fer að hafa áhrif
á líf hennar,“ segir Hrönn.
Sýn ungra leikstjóra
Aðspurð segir Hrönn allar ofan-
greindar myndir í dramatískari
kantinum, en hins vegar sé Hótel
Lux í leikstjórn Leanders Hauß-
manns hreinræktuð gamanmynd.
„Þetta er söguleg kvikmynd um
kabarettstjörnu sem flýr Þýskaland
nasismans en endar í Moskvu þar
sem hann fer að taka þátt í mun-
aðarlífi helstu leiðtoga kommúnista
á hinu alræmda Hótel Lux líkt og
enginn væri morgundagurinn.“
Að sögn Hrannar verða sýndar
þrjár myndir ungra leikstjóra, sem
séu mjög spennandi og ferskar. „Þar
er um að ræða Þetta er ekki Kali-
fornía eða This Ain’t California í
leikstjórn Martins Persiels sem
fjallar um þrjú ungmenni í A-Þýska-
landi sem uppgötva undur hjóla-
brettanna. Þetta er áhugaverð
blanda heimildaefnis og sviðsettra
atriða,“ segir Hrönn.
Gamanmyndin Stórar stelpur eða
Dicke Mädchen er í leikstjórn Axels
Ranisch. „Sú mynd sló hressilega í
gegn í Þýskalandi, enda skemmti-
lega biluð og leikstjórinn þykir bera
með sér ferskan andblæ inn í þýska
kvikmyndagerð. Myndin fjallar um
tvo menn sem eru að leita að móður
annars þeirra, sem er elliær,“ segir
Hrönn og tekur fram að segja megi
að mennirnir tveir finni hvor annan í
leit sinni allri.
„Dreptu mig eða Töte mich í leik-
stjórn Emily Atef fjallar um ung-
lingsstúlku sem langar til að deyja.
Hún kynnist dæmdum morðingja
sem hefur strokið úr fangelsi og ger-
ir við hann samkomulag um það að
ef hún hjálpi honum að komast yfir
landamærin þá muni hann drepa
hana. Á leiðinni kemur í ljós að ekk-
ert er sem sýnist og þegar samband
þeirra verður sífellt nánara vaknar
sú spurning hvort morðinginn muni
standa við sinn hluta samkomulags-
ins,“ segir Hrönn.
Þess má að lokum geta að allar
verða myndirnar sýndar með ensk-
um texta. Allar nánari upplýsingar
um sýningartíma má finna á vefn-
um: bioparadis.is, en miðaverð á
staka mynd er 650 krónur.
„Þverskurður af því besta
sem þýskt bíó býður upp á“
Þýskir kvikmyndadagar haldnir í þriðja sinn 14.-24. mars
Illskan Barbara Sukowa í hlutverki sínu sem Hannah Arendt.
Vinir Stórar stelpur fjallar um vináttu tveggja karlmanna.
Peter Banks, gít-
arleikari og einn
stofnenda prog-
rokksveitarinnar
Yes, er látinn, 65
ára að aldri.
Dánarorsök mun
hafa verið
hjartaáfall.
Banks lést á
heimili sínu í
Lundúnum.
Banks lék með Yes á fyrstu tveimur
breiðskífum hljómsveitarinnar, Yes
og Time and a Word, en hætti eftir
það í hljómsveitinni vegna listræns
ágreinings. Steve Howe tók þá við
sem gítarleikari Yes og lék með
hljómsveitinni á frægðarárum
hennar. Banks lék með fleiri hljóm-
sveitum á ferli sínum, m.a. Flash og
Empire og gaf út fimm sólóplötur
svo fátt eitt sé nefnt.
Banks úr
Yes látinn
Peter Banks á sín-
um yngri árum.
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fim 14/3 kl. 19:00 aukas Fös 26/4 kl. 19:00 aukas Fös 17/5 kl. 19:00
Lau 16/3 kl. 19:00 8.k Lau 27/4 kl. 19:00 Lau 18/5 kl. 19:00
Sun 17/3 kl. 13:00 aukas Sun 28/4 kl. 13:00 Mán 20/5 kl. 13:00 aukas
Mið 20/3 kl. 19:00 aukas Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Fim 23/5 kl. 19:00
Fös 22/3 kl. 19:00 9.k Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Sun 26/5 kl. 13:00
Lau 23/3 kl. 19:00 aukas Fös 3/5 kl. 19:00 Fös 31/5 kl. 19:00
Sun 24/3 kl. 19:00 aukas Lau 4/5 kl. 19:00 Lau 1/6 kl. 13:00
Þri 26/3 kl. 19:00 aukas Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas
Fim 11/4 kl. 19:00 10.k Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Mið 5/6 kl. 19:00 aukas
Lau 13/4 kl. 19:00 aukas Fim 9/5 kl. 14:00 Fim 6/6 kl. 19:00
Sun 14/4 kl. 19:00 11.k Fös 10/5 kl. 19:00 Fös 7/6 kl. 19:00
Fös 19/4 kl. 19:00 aukas Lau 11/5 kl. 19:00 Lau 8/6 kl. 19:00
Lau 20/4 kl. 19:00 aukas Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 9/6 kl. 13:00 lokas
Sun 21/4 kl. 19:00 12.k Mið 15/5 kl. 19:00 aukas
Mið 24/4 kl. 19:00 Fim 16/5 kl. 19:00
Einn vinsælasti söngleikur heims, nú loks á Íslandi. Allt að seljast upp!
Gullregn (Stóra sviðið)
Fös 15/3 kl. 20:00 Fim 21/3 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00
Sun 17/3 kl. 20:00 Mið 12/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas
Þri 19/3 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00
Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.
BLAM! (Stóra sviðið)
Mið 3/4 kl. 20:00 frums Fös 5/4 kl. 20:00 3.k Sun 7/4 kl. 20:00 5.k
Fim 4/4 kl. 20:00 2.k Lau 6/4 kl. 20:00 4.k
Háskaleikrit sem var sýning ársins í Danmörku. Aðeins þessar sýningar!
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas
Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas
Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.
Ormstunga (Nýja sviðið)
Fim 14/3 kl. 20:00 Lau 23/3 kl. 20:00 Lau 13/4 kl. 20:00
Lau 16/3 kl. 20:00 Fös 5/4 kl. 20:00 Sun 14/4 kl. 20:00 lokas
Mið 20/3 kl. 20:00 Fim 11/4 kl. 20:00
Fös 22/3 kl. 20:00 Fös 12/4 kl. 20:00
Íslendingasagan sem er ekki eins leiðinleg og þú heldur. Aðeins þessar sýningar.
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Mið 24/4 kl. 20:00 19.k Lau 27/4 kl. 20:00 Fös 3/5 kl. 20:00
Fim 25/4 kl. 20:00 20.k Þri 30/4 kl. 20:00 Lau 4/5 kl. 20:00
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Örfáar aukasýningar í apríl og maí.
Tengdó (Litla sviðið)
Fim 14/3 kl. 20:00 10.k Sun 14/4 kl. 20:00 19.k Lau 11/5 kl. 20:00
Fös 15/3 kl. 20:00 aukas Fim 18/4 kl. 20:00 aukas Fim 16/5 kl. 20:00
Lau 16/3 kl. 20:00 11.k Fös 19/4 kl. 20:00 aukas Fös 17/5 kl. 20:00
Sun 17/3 kl. 20:00 12.k Lau 20/4 kl. 20:00 20.k Lau 18/5 kl. 20:00
Fim 21/3 kl. 20:00 13.k Sun 21/4 kl. 20:00 21.k Fim 23/5 kl. 20:00
Fös 22/3 kl. 20:00 14.k Mið 24/4 kl. 20:00 22.k Lau 25/5 kl. 20:00
Lau 23/3 kl. 20:00 aukas Fim 25/4 kl. 20:00 aukas Sun 26/5 kl. 20:00
Sun 24/3 kl. 20:00 15.k Lau 27/4 kl. 20:00 23.k Fös 31/5 kl. 20:00
Fös 5/4 kl. 20:00 16.k Fös 3/5 kl. 20:00 24.k Lau 1/6 kl. 20:00
Lau 6/4 kl. 20:00 17.k Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Sun 2/6 kl. 20:00 lokas
Sun 7/4 kl. 20:00 aukas Sun 5/5 kl. 20:00
Lau 13/4 kl. 20:00 18.k Fös 10/5 kl. 20:00
Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur!
Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)
Lau 16/3 kl. 13:00 Lau 16/3 kl. 14:30 lokas
Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri. Síðustu sýningar.
Mary Poppins –HHHHH – MLÞ, Ftíminn
Fyrirheitna landið (Stóra sviðið)
Fim 14/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30
Fös 15/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 23/3 kl. 19:30
Lau 16/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 5/4 kl. 19:30
Kraftmikið nýtt verðlaunaverk!
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 17/3 kl. 13:00 Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 21/4 kl. 13:00
Sun 17/3 kl. 16:00 Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 28/4 kl. 13:00
Sun 24/3 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 13:00
Sun 24/3 kl. 16:00 Sun 14/4 kl. 16:00
Eitt ástsælasta barnaleikrit á Íslandi!
Karma fyrir fugla (Kassinn)
Fös 15/3 kl. 19:30 Lau 23/3 kl. 19:30 Sun 7/4 kl. 19:30 Síð.s.
Lau 16/3 kl. 19:30 Fös 5/4 kl. 19:30
Fös 22/3 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30
Síðustu sýningar!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Sun 17/3 kl. 20:30 Síð.s.
Allra síðasta sýning!
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Lau 20/4 kl. 19:30 Frums. Fös 3/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn
Mið 24/4 kl. 19:30 Aukas. Lau 4/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn
Fös 26/4 kl. 19:30 2.sýn Mið 8/5 kl. 19:30 6.sýn Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn
Lau 27/4 kl. 19:30 3.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn
Frumsýnt 20.apríl!
Kvennafræðarinn (Kassinn)
Fim 18/4 kl. 19:30
Frumsýning
Mið 24/4 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30
Fös 19/4 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30
Lau 20/4 kl. 19:30 Lau 27/4 kl. 19:30 Fös 10/5 kl. 19:30
Eldfjörug sýning sem svara öllum spurningum um kvenlíkamann!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 16/3 kl. 13:30 Sun 17/3 kl. 16:30 Sun 24/3 kl. 15:00
Lau 16/3 kl. 15:00 Lau 23/3 kl. 13:30 Sun 24/3 kl. 16:30
Sun 17/3 kl. 13:30 Lau 23/3 kl. 15:00
Sun 17/3 kl. 15:00 Sun 24/3 kl. 13:30
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 14/3 kl. 20:00 Fös 15/3 kl. 23:00
Fös 15/3 kl. 20:00 Fim 21/3 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Homo Erectus - pörupiltar standa upp (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 16/3 kl. 21:00 Lau 23/3 kl. 21:00
Pörupiltar eru mættir aftur!
Hönnunarmars - um sköpunarkraftinn (Stóra sviðið)
Fim 14/3 kl. 9:30
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Örfá sæti laus
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » 528 5050
Stjórnandi: Baldur Brönnimann
Einleikari: Jennifer Pike
ModestMúsorgskíj: Nótt á nornagnípu
HafliðiHallgrímsson: Konsert fyrir fiðlu oghljómsveit, op. 46
Hector Berlioz: Draumórasinfónían
Stjórnandi: James Gaffigan
Einleikari:Deborah Voigt
Johannes Brahms: Serenaða í D-dúr, op. 11
Richard Strauss: Sjöslæðudansinn
Richard Strauss: Lokaþáttur úr Salóme
Hjördís Ástráðsdóttir kynnir verkin á tónleikum kvöldsins í
tali og tónum og hljómsveitarstjórinn er sérstakur gestur.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Draumórasinfónían fim 14. mars kl. 19:30
Voigt syngur Strauss fös. 22. mars kl. 19:30
-Örfá sæti laus
Tónleikakynning fim. 14. mars . kl. 18 í Hörpuhorninu