Morgunblaðið - 14.03.2013, Side 56

Morgunblaðið - 14.03.2013, Side 56
FIMMTUDAGUR 14. MARS 73. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. „Hélt að þetta væri löglegt“ 2. „Farðu bara, lífvarðatitturinn þinn“ 3. Erum íslenskir og eigum… 4. Magnús sagði upp hjá 365 »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Varla líður sá dagur að ekki sé fjallað um íslensku hljómsveitina Of Monsters and Men í erlendum fjöl- miðlum en hljómsveitin er nú á viða- mikilli tónleikaferð um heiminn. List- inn yfir væntanlega tónleika hljóm- sveitarinnar á árinu fer sístækkandi, eins og sjá má á vef hljómsveitar- innar, ofmonstersandmen.com. Í sumar heldur hljómsveitin sína fyrstu tónleika á Norður-Írlandi á Bushmills Live-tónlistarhátíðinni sem haldin verður í Old Bushmills- brugghúsinu í Antrim-héraði, 19. og 20. júní. Morgunblaðið/Styrmir Kári Leika í fyrsta sinn á Norður-Írlandi  Grasrótin á Faktorý nefnist ný tón- leikaröð sem hefur göngu sína í kvöld á tónleika- og skemmtistaðnum Fak- torý. Meginmarkmið með henni er að gefa ungum og efnilegum hljóm- sveitum og tónlistarmönnum tæki- færi til að koma sér á framfæri á „al- vöru tónleikastað í alvöru hljóðkerfi“, eins og viðburðastjóri staðarins, Har- aldur Leví Gunnarsson, orðar það í tilkynn- ingu. Hljómsveit- irnar Kajak og Dreamcast ríða á vaðið og hefjast tónleikarnir kl. 22 í kvöld. Aðgang- ur að tónleika- röðinni er ókeypis. Grasrótinni gefið tækifæri á Faktorý Á föstudag Norðaustan 5-13 m/s, hvassast SA- og A-lands. Dálítil él N- og A-lands, en annars yfirleitt bjartviðri og frost 1 til 12 stig, kaldast inn til landsins NA-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-15 m/s og allvíða snjókoma með köflum eða él, hvassast á Vestfjörðum. Hægari víðast hvar í kvöld og úrkomuminna. Hiti um og yfir frostmarki S- og V-til. VEÐUR Keflavík varð í gærkvöldi deildarmeistari í körfu- knattleik kvenna þegar liðið vann helsta keppninaut sinn um titilinn, Snæfell, 71:64 í Keflavík. Þar með munar fjórum stigum á lið- unum í deildinni og þann mun getur Snæfell ekki brú- að í þeim leikjum sem eftir eru. Þetta er annar titill Keflavíkurliðsins á leiktíð- inni en fyrir skömmu varð það bikarmeistari. »2 Fögnuður Kefla- víkurkvenna Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að hann og leikmenn sínir hafi verk að vinna fyrir úrslitakeppni Evr- ópumótsins en ís- lenska liðið lauk þátttöku á Al- garve-mótinu í gær með 4:1 sigri gegn Ung- verjum. »3 Höfum verk að vinna fyrir Evrópumótið „Þetta er rosalega flott og ég er stoltur af þessu,“ sagði Arnar Sig- urðsson við Morgunblaðið en hann var heiðraður á dögunum fyrir fram- úrskarandi árangur í hinni rótgrónu liðakeppni Davis Cup í tennis. Fékk hann afhenta viðurkenningu frá Alþjóðatennissambandinu sem kall- ast „Commitment award“ en tilefnið er 100 ára afmæli Davis Cup. »4 Arnar heiðraður fyrir góðan árangur í tennis ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Dagana 29. mars til 1. apríl næst- komandi verður tónlistarhátíðin Jammin’n’Ting haldin í fjórða sinn í þorpinu Naledi í Suður-Afríku en að henni standa íslensk kona, Sig- ríður Rafnsdóttir, og maður hennar Manello Funkikora, frá nágranna- ríkinu Lesótó. Hátíðinni er öðrum þræði ætlað að skapa vettvang fyrir suður- afríska tónlistarmenn til að koma saman og skiptast á hugmyndum en einnig að stuðla að uppbyggingu á svæðinu. Í næstum þrjá áratugi, frá 1980, stóðu landeigendur á staðnum fyrir stórum tónlist- arhátíðum sem voru sóttar af þús- undum gesta en þær lögðust af þegar öll yfirbygging varð eldi að bráð 2007. „Þá var ekkert eftir þarna og fullt af íbúum sem voru ekki með vinnu, þannig að okkur datt í hug að halda þetta sjálf. Leyfa þeim að sjá um matsöluna og reka barinn og við myndum koma með tónlist- armennina inn í þetta,“ segir Sig- ríður en Manello er plötusnúður og vel tengdur inn í tónlistarlífið. Ekki í hagnaðarskyni Sigríður og Manello búa í Bright- on á Englandi, þar sem Sigríður lauk nýlega meistaranámi í stjórn- un og frumkvöðlafræði. Þau kynnt- ust þegar hún vann á gistiheimili í Naledi 2005 og dvelja þar í um mánuð á ári. Nokkur fjöldi ferða- manna fer um svæðið á leið sinni til Lesótó en Jammin’n’Ting gefur þorpsbúum m.a. tækifæri til að byggja upp þjónustu á staðnum. „Konurnar í þorpinu vinna saman og eru t.d. að byggja litla leirkofa. Þær sjá um eldhúsið og elda mat- inn og þann hagnað sem þær fá af því setja þær beint í að byggja svona hús og þá geta þær leigt þau út á meðan hátíðin er og allan árs- ins hring fyrir túrista sem koma á svæðið. Þannig að það er líka verð- mætasköpun í gangi,“ segir Sigríð- ur. Hátíðinni er ekki ætlað að skila hagnaði og allur ágóði af miðasölu fer í ferðakostnað og uppihald tón- listarfólksins. Sigríður segir að- standendur Jammin’n’Ting hins vegar hafa áhuga á að efla hátíðina og auglýsa hana í tónlistarblöðum í Suður-Afríku til að ná til stærri hóps. En til þess þurfi fjármagn. Jammin’n’Ting hefur aldrei notið stuðnings stórfyrirtækja og vegna þess hversu óformlega er staðið að hátíðinni – Sigríður og Manello sjá alfarið um skipulagninguna – hafi þau heldur ekki sótt um styrki hjá hinu opinbera. Hins vegar efndu þau til fjáröflunar á Kickstarter- .com fyrir hátíðina í ár og fóru við- tökurnar fram úr björtustu vonum. Atvinnuskapandi músíkhátíð  Tónlistarhá- tíðin Jammin’n’- Ting er samstarfs- vettvangur fyrir suðurafríska tón- listarmenn Ljósmynd/Jammin’n’Ting Músík Aðstandendur hátíðarinnar hafa hvorki sóst eftir styrkjum frá fyr- irtækjum né opinberum aðilum en efndu til söfnunar á Kickstarter í ár. Fjölskylda Sigríður og Manello búa í Brighton og eiga eitt barn. Litir Jammin’n’Ting er listahátíð og setur sannarlega mark sitt á þorpið. Hátíð Nafnið Jammin’n’Ting er fengið úr þekktu reggílagi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.