Morgunblaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 10
Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Hengilshlaupið er nýtthlaup sem er alvegrosalega krefjandi. Þaðeru miklar hækkanir og það er svaka fjölbreytni í því hlaupi. Við vorum með þetta hlaup í fyrsta skipti í fyrra og það heppnaðist mjög vel. Svæðið er náttúrlega al- veg meiriháttar fallegt,“ segir Pét- ur Ingi Frantzson ofurhlaupari um þetta lengsta utanvegahlaup sem haldið er á Íslandi. Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 50 kíló- metra og 50 mílur (81 kílómetri). „Hlaupin eru í raun alveg eins nema í 50 mílna hlaupinu er farið yfir í Grafninginn seinni legginn til að lengja hlaupið.“ Pétur segir sér- staklega krefjandi að hlaupa upp Álút fyrir ofan Hveragerði þar sem hækkunin er töluverð en þegar upp er komið blasir allt Grímsnesið og Grafningurinn við og náttúrufeg- urðin fær hlauparana til að gleyma erfiðleikunum. Hengilshlaupið, sem haldið verður 27. júlí, er annað tveggja hlaupa á Íslandi sem gefa tvo punkta í Mont Blanc-hlaupið en meðal ofurhlaupara eru þeir ein- staklega eftirsóttir. Erfiðasta hlaupið sem boðið er upp á hér á landi Það fór lítið fyrir Hengils- hlaupinu í fyrra enda var það ekk- ert auglýst. „Við reyndum bara að fá nokkra útvalda í raun til að prófa þetta. Þeir sem tóku þátt í því lýstu yfir mikilli ánægju með hlaupið en sögðu samt allir að þetta væri erf- iðasta hlaup sem þeir hefðu hlaupið. En veðrið var æðislegt í hlaupinu í fyrra og ég hef nú stundum sagt að þetta sé staðbundið þarna þetta veður. Það var mikil ánægja með hlaupið og ég held að alla vega helmingurinn af þeim sem fóru þetta í fyrra ætli aftur og það segir nú sitt.“ Þar sem Pétur var að vinna við Hengilshlaupið í fyrra gafst honum ekki færi á að taka þátt í því en stefnir á að hlaupa þetta núna og fara þá lengri leiðina. „Þeir sem standa að þessu með mér eru búnir að lofa mér fríi þennan dag. Nú er ég byrjaður að æfa. Ég Ef þú kemst 17 kíló- metra þá kemstu 100 Lengsta utanvegahlaup á Íslandi verður haldið í annað sinn á Hengilssvæðinu í sumar. Pétur Ingi Frantzson ofurhlaupari stendur fyrir hlaupinu og býður bæði upp á 50 kílómetra hlaup og 50 mílna hlaup í íslenskri náttúru. Lukkutalan Pétur Ingi Frantzson í maraþonhlaupi í Tíbet með númerið 17 og 17 kílómetrar í mark. Talan 17 er þekkt fyrir að vera tala Péturs. Safnar hlaupum Pétur hefur hlaupið Laugaveginn níu sinnum og ætlar að standa við gefið loforð og hlaupa hann í tíunda og síðasta skiptið í sumar. 10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 Áhugafólk um ultra maraþon og ut- anvegahlaup ætti ekki að láta vefsíð- una irunfar.com framhjá sér fara. Þar má nálgast fréttir af spennandi hlaupum, hvort sem lesendur eru að kynna sér áhugaverð auglýst hlaup eða niðurstöður úr fjarlægum fjalla- hlaupum. Eins geta hlauparar nálgast upplýsingar um úthald á útbúnaði eða rýni á nýjar græjur eins og skó, vatnsbrúsa, sólgleraugu og svo fram- vegis. Á síðunni má einnig nálgast viðtöl við miklar hlaupakempur. Nú fara æfingar fyrir stærstu hlaup ársins að ná hámarki og því ekki úr vegi að viða að sér eins mikl- um fróðleik og mögulegt er. Ítarlegar upplýsingar um hvernig á að æfa fyrir ultra maraþon eru aðgengilegar á síðunni og ættu að nýtast hlaupurum hvort sem þeir hafa hug á leggja að baki langar vegalengdir hér á landi eða á erlendri grund. Vefsíðan www.irunfar.com Ofurmenni Timothy Olson ultra hlaupari í 100 kílómetra hlaupi á Nýja-Sjálandi. Langhlaup, græjur og viðtöl Framfarir, hollvinafélag millivega- lengda- og langhlaupara, stendur fyr- ir fræðslufundi í íþróttamiðstöðinni í Laugardal við Engjaveg 3 frá klukkan 20-21.15 í kvöld. Þeir Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafræðingur og þjálfari, og Stefán Guðmundsson, hlaupari og læknanemi, munu fjalla um þjálfun fyrir 10 km hlaup og hvað þarf helst að leggja áherslu á. Eins verður rætt um hvort 10 km þjálfun geti gagnast hlaupurum í öðrum vegalengdum? Framfarir hafa það markmið að styðja við bakið á langhlaupurum á Íslandi með fræðslu og viðburðum og leggja þannig grunninn að góðum ár- angri íslenskra hlaupara í lengri vegalengdum í framtíðinni samhliða því að auka meðvitund um það hversu góð heilsurækt felst í hlaupa- þjálfun og útiveru. Endilega … … lærðu hvernig þú átt að koma þér í form fyrir 10 km hlaup Morgunblaðið/Ómar Hlaup Þeir sem eiga sér draum um að geta hlaupið tíu kílómetra og þeir sem vilja bæta árangur sinn í hlaupum ættu að hlýðu á fyrirlestur Framfara í kvöld. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. ÞAR SEM BARN ER Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is | opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga Mikið úrval af kerrum og barnabílstólum Ferðafélagið Útivist var stofnað árið 1975 og var fyrsta skipulagða ferðin gönguferð upp á Keili. Síðan þá hefur verið haldið í þá hefð að fara upp á Keili einu sinni á ári og er það titlað afmælisferð félagsins. Haldið verður í göngu á Keili hinn 24. mars næst- komandi. Lagt er af stað frá BSÍ klukkan 9:30. Farið er frá Höskuld- arvöllum yfir hraunið að fjallinu en þetta er átta kílómetra löng ganga með 200 metra hækkun. Þó að ekki sé mikið um kökuhlað- borð á þessum degi gera félagsmenn Útivistar sér þó dagamun þar sem boðið er upp á kakó. Göngutími er áætlaður fjórar klukkustundir og far- arstjóri er Sigurður Jóhannsson. Að venju er ódýrara í gönguna fyrir fé- lagsmenn og kostar fyrir þá 3.000 krónur en fyrir aðra kostar 4.000 krónur. Afmælisganga Útivistar Árleg afmæl- isferð upp á Keili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.