Morgunblaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Herjólfur siglir sína fyrstu ferð í Landeyjahöfn. Herjólfur siglir á ný til Landeyja- hafnar í dag en höfnin er nú orðin nógu djúp til að það sé hægt. Herjólfur hefur ekki siglt í Land- eyjahöfn síðan skipið rakst utan í hafnargarðinn í slæmu veðri í nóv- ember. Síðan í marsbyrjun hefur verið unnið að því að dýpka höfn- ina. Dýpkunarvinnan í höfninni gekk hægar en vonir stóðu til en dýpk- unarskipin Perla, Sóley og Dísa í eigu Björgunar voru notuð til verksins. Innan hafnarinnar þurfti að taka um 50 þúsund rúmmetra af sandi og 27 þúsund rúmmetra til viðbótar á rifinu utan við höfn- ina til að Herjólfur gæti siglt þar inn. Fjórar ferðir til Landeyjahafnar verða farnar í dag, samkvæmt vetraráætlun. Starfsfólk Herjólfs bendir farþegum á að þar sem enn er töluvert eftir af marsmánuði sé allra verða von og því mikilvægt að fylgjast vel með tilkynningum á vefsíðu Herjólfs, á facebook eða síðu 415 í textavarpi. Brottför frá Vestmannaeyjum verður á morgun klukkan 8:00, 11:30, 17:30 og 20:30. Brottför frá Landeyjahöfn verður klukkan 10:00, 13:00, 19:00 og 21:30. una@mbl.is Landeyjahöfn nógu djúp fyrir Herjólf  Dældu 77.000 rúmmetrum af sandi 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 18 16 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind LÁTTU FAGMENN META GULLIÐ Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku á þessu sviði. Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri skartgripagæðum. Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og fram- leiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri. Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum. Það skiptir mestu máli. Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki. Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18. Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði. Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími: 564 6070 | fax: 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ríkisskattstjóri gerir margvíslegar athugasemdir við nýtt frumvarp fjármálaráðherra um bætur til þeirra sem hafa tekið fasteignalán með lánsveðum, þ.e. tekið lán sem eru með veði í eign annarra. Mælir stofnunin með að frumvarpið verði tekið til frekari athugunar áður en það verður að lögum. Frumvarpinu var dreift á Alþingi 14. mars sl., einum degi áður en þingi átti að ljúka eftir því sem sagði í starfsáætlun þingsins. Samkvæmt frumvarpinu fellur það í hlut ríkisskattstjóra að reikna út vaxtabæturnar. Í fyrsta lagi bendir ríkisskatt- stjóri á að umsóknirnar verði tæp- lega hægt að gera rafrænt og af- greiðsla þeirra verði því tíma- frekari en ella. Þá þurfi að vinna úr umsóknum um vaxtabæturnar á sama tímabili og kærur ein- staklinga eru afgreiddar en emb- ættinu hafi undanfarin ár ekki tek- ist að afgreiða allar þær kærur innan tilskilins frest. Í öðru lagi er bent á að verið sé að koma til móts við tiltekinn hóp skattaðila sem bera greiðsluskyldu af skuldabréfum í eigu annars aðila en skuldara. Hætt sé við við að út- færsla frumvarpsins taki ekki til allra sem þannig er ástatt um. Gætu þurft að lækka bætur Í þriðja lagi er bent á að enn einu sinni sé verið að flækja skatt- framkvæmd með því að taka upp þriðju tegund bótaagreiðslna á grundvelli vaxtagjalda. Í fjórða lagi fjallar álitið um að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að ríkisskattstjóri ákvarði bæturnar í samræmi við gefnar forsendur en skerði síðan heildarúthlutun bóta, þ.e. hlutfallslega hjá hverjum ein- stökum ef svo vill til að samanlögð ákvörðun bóta hefði farið fram úr 500 milljónum. „Aðferð þessi við ákvörðun bótagreiðslna er óvenju- leg og fáheyrð í skattaákvörð- unum,“ segir í álitinu. Í fimmta lagi er m.a. gerð at- hugasemd við að ekki sé skýrt hvort réttur til bóta eigi eingöngu við einstaklinga en ekki lögaðila. Í sjötta lagi er bent á að ekki sé ljóst hvaða málskotsleiðir séu fær- ar. Í sjöunda lagi gerir ríkisskatt- stjóri athugasemd við að ekki sé í kostnaðaráætlun frumvarpsins minnst á kostnað sem myndi falla til hjá embætti ríkisskattstjóra vegna þeirra vinnustunda sem fara í útreikningana. Sá kostnaður yrði tæplega lægri en 24-30 milljónir. Athugasemdir embættisins eru fleiri og lúta m.a. að því við hvaða fasteignamat skuli miðað. Aðferðin er „óvenjuleg og fáheyrð“  Ríkisskattstjóri gerir margar athugasemdir við nýtt frumvarp um vaxtabætur vegna lánsveða  „Enn einu sinni verið að flækja skattframkvæmd“  Þriðja tegund bóta á grundvelli vaxtagjalda Morgunblaðið/ÞÖK Bætur Ríkisskattstjóri á að reikna. Lánsveðsfrumvarpið tekur til þeirra sem keyptu fasteign á tímabilinu 1. janúar 2004 til og með 31. desember 2008. Skil- yrði fyrir bótum er að viðkom- andi hafi átt fasteignina 31. desember 2010 og hafi ekki fengið höfuðstól lækkaðan áð- ur, s.s. samkvæmt 110% leiðinni svokölluðu. Bæturnar geta ekki verið hærri en 160 þúsund hjá einstaklingi en 280 þúsund hjá hjónum og sambúðarfólki. Hámarkið er 280.000 kr. LÁNSVEÐSFRUMVARPIÐ Ökumaður sem lögreglan á Suð- urnesjum stöðv- aði á sunnudag viðurkenndi að vera undir áhrif- um fíkniefna og afhenti lögreglu jafnframt amfeta- mín sem hann var með í peysuvasa sínum. Við leit í bifreið hans fannst enn meira amfetamín, sem hann hafði komið fyrir í bakpoka sínum svo og í kortaveski í aftursæti. Maðurinn, sem er um tvítugt og hefur margoft komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnaaksturs og ofsaaksturs, ók einnig sviptur öku- réttindum. Annar ökumaður, sem lögregla hafði afskipti af, ók einnig undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur stað- festu neyslu hans á kannabis og am- fetamíni. Með fíkniefni í peysu og bakpoka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.