Morgunblaðið - 19.03.2013, Page 18

Morgunblaðið - 19.03.2013, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Fjölgun ferðamanna kallar á 1.600 ný hótelherbergi í Reykjavík á næstu árum en búist er við að ferðamenn- irnir verði brátt ein milljón á ári. Þörfin mun væntanlega svara til 200- 260 herbergja á ári. Ekki er óvarlegt að áætla að um sé að ræða heildar- fjárfestingu fyrir 24 milljarða króna eða sem nemur heildarkostnaði við Búðarhálsvirkjun, svo dæmi sé tekið. Þetta segir Davíð Björnsson, for- stöðumaður á fyrirtækjasviði Lands- bankans, í samtali við Morgunblaðið. Um 647 þúsund erlendir ferða- menn fóru í gegnum Leifsstöð árið 2012. Verði aukning ferðamanna jafnmikil á næstu árum og á liðnum áratug, og fjölgi um 8% á ári, mun ein milljón erlendra ferðamanna koma hingað til lands árið 2018. Miðað við 5% aukningu á ári verði ferðamenn- irnir orðnir ein milljón árið 2020. Ekki of geyst farið Þær raddir hafa heyrst að farið sé of geyst í hóteluppbyggingu í mið- bænum en miðað við greiningu Dav- íðs virðist það ekki vera raunin. Gistinóttum útlendinga í Reykjavík hefur fjölgað um 134% frá 2000 til 2012 en hótelherbergjum í Reykjavík hefur fjölgað um 96%. „Framboð hótelherbergja hefur ekki haldist í hendur við fjölgun ferðmanna. Það væri óþægileg staða og slæmt af- spurnar ef ferðamenn sem koma hingað til lands fá ekki gistingu,“ segir hann. Gangi greiningin eftir mun fjöldi hótelherbergja í miðbæ Reykjavíkur tvöfaldast á umræddu tímabili. Her- bergin í Reykjavík séu um þrjú þús- und, og þar af sé helmingurinn í mið- bænum. „Það má því búast við að miðborgin taki miklum breytingum á næstu árum,“ segir Davíð. Á árunum 1970 til 2000 hnignaði atvinnustarfsemi í miðbæ Reykja- víkur. Ný athafnahverfi í austur- borginni fóru að byggjast upp og at- hafnalífið fluttist þangað smám saman. Stór hluti fyrirtækja flutti úr miðborginni og starfsmenn þeirra áttu ekki lengur erindi þangað. „Með uppgangi hótela í miðborg- inni eftir 2000 fékk miðborgin loksins þá viðspyrnu sem hún þurfti til að snúa þessari þróun við,“ segir Davíð og nefnir að þetta hafi ekki gerst á einni nóttu, en frá árinu 2000 hefur hótelum í miðborginni fjölgað mjög, eða úr 452 herbergjum í 1.479 árið 2012. „Þetta hefur kallað á aukna umferð um þetta svæði, sem hefur verið grundvöllur að aukinni verslun og þjónustu, sem þar hefur sprottið upp. Aukin verslun og þjónusta laðar síðan að sér fleiri hótel og nú er þró- unin sú að flest ný hótel eru á þessu svæði.“ Góð arðsemi tvö síðustu ár Arðsemi fyrirtækja í ferðaþjón- ustu hefur ekki verið nægilega góð í gegnum tíðina. Davíð segir að arð- semi hótela hafi verið góð undanfarin tvö ár, einkum vegna þess að nýting hafi farið batnandi og verð farið hækkandi vegna gengislækkunar krónu frá árinu 2008. Hann telur að það sé mikill áhugi hjá fjárfestum að taka þátt í uppbygginu hótela í mið- bænum. Eftir bankahrunið horfi margir fjárfestar til gjaldeyrisskap- andi fyrirtækja, og mikill áhugi sé á að fjármagna fullbyggð hótel hjá líf- eyrissjóðum og sérhæfðum fjárfest- ingarsjóðum. Hótelrekendur geti svo leigt af þeim fasteignina. Það sé minni áhugi hjá þessum fjárfestum að fjármagna byggingarstigið. „Það er algengara að þeir sem reka hótel leigi fasteignina. Það sem mestu máli skiptir fyrir þá er að hafa tryggt hald í eigninni, t.d. með því að gera leigu- samning til 20 ára,“ segir Davíð. Kallar á 24 milljarða fjárfestingu í hótelum  Þörf fyrir 200-260 ný hótelherbergi á ári á næstu árum Morgunblaðið/Golli Blæs lífi Fjölgun hótela í miðbænum hefur blásið lífi í bæinn. Á árunum 1970 til 2000 hnignaði atvinnustarfsemi í miðbænum. Fjölgun ferðamanna » Um 647 þúsund erlendir ferðamenn fóru í gegnum Leifs- stöð árið 2012. » Fjölgi ferðamönnum jafn- mikið á næstu árum og á liðn- um áratug, eða um 8% á ári, mun ein milljón ferðamanna koma hingað til lands árið 2018. Miðað við 5% aukningu á ári verða þeir milljón árið 2020. Vegna sameiningar lyfjafyrirtækis- ins Watson í Bandaríkjunum og Ac- tavis Group á Íslandi hefur Actavis tekið í notkun nýtt merki en það byggist á gormlaga DNA-keðju og út úr henni má lesa bókstafina W fyrir Watson og A fyrir Actavis, samkvæmt því sem framkemur í til- kynningu frá fyrirtækinu. Eitt merki á heimsvísu mikilvægt „Farið var í þessa breytingu að vel ígrunduðu máli og af virðingu fyrir sögu og hefðum hvors fyrirtækis, án þess að missa sjónar á mikilvægi þess að nota eitt merki á heimsvísu. Lagt var í mikla vinnu og ítarlega út- tekt á mögulegum nöfnum og voru skoðuð yfir 2.000 önnur möguleg heiti. En eftir því sem á leið, varð ljóst að Actavis-nafnið skaraði fram úr og hægt er að nota vandræðalaust um allan heim. Slíkt var ekki mögu- legt með Watson,“ segir ennfremur í fréttatilkynningunni frá Actavis. Ennfremur hafi verið gerð ítarleg úttekt á samkeppnisumhverfi fyrir- tækisins og leitast við að finna lita- þema sem skæri sig úr á meðal sam- keppnisaðila þess á samheitalyfja- markaðinum. Merki Nýtt merki Actavis tekið í notkun, eftir sameininguna við Watson. Actavis tekur upp nýtt merki  Sameiningin við Watson ástæðan Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fataframleiðandi fagfólksins BRAGARD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.