Morgunblaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐANBréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
Laugavegi 2 • 101 Reykjavík • sími 552 1103
www.jurtaapotek.is • jurtaapotek@jurtaapotek.is
Nýtt námskeið með Kolbrúnu grasalækni sem er sérsniðið fyrir fólk sem á
við gigtarsjúkdóma að stríða. Kolbrún kennir hvernig má minnka einkenni
gigtarsjúkdóma með góðu mataræði, inntöku jurta og ýmsu öðru. Farið er
vel í hvaða jurtir virka bólgueyðandi, verkjastillandi, blóðhreinsandi, kraft-
aukandi og styrkjandi en með því að þekkja jurtirnar getur fólk bjargað sér
meira sjálft og slegið á einkenni gigtar.
Skráning í síma 552 1103 eða á netfanginu jurtaapotek@jurtaapotek.is
Námskeiðið er haldið á
Laugavegi 2, þann 26. mars
og hefst kl. 18.30.
Verð 4.500 kr.
Allir þátttakendur fá möppu
með fróðleik og ítarefni
og afslátt af vörum
Jurtaapóteksins á
námskeiðskvöldi.
Gigt og grasalækningar
Öðru hverju minnast fjölmiðlar
stóratburða sem á sínum tíma
nístu hjörtu þjóðarinnar, svo sem
sjóslysa og snjóflóða. Þetta er
þjóðlegt og
mannlegt.
Þjóðin, byggð-
irnar og ein-
staklingarnir
hafa vissulega
lifað af þessar
raunir. Nú hefur
tíminn deyft
hina sáru sorg.
Það er hægt að
ræða atburðina.
Lífið heldur áfram án hlífðar.
Sama skeður í lífi einstaklinga
og fjölskyldna sem eiga harma
sína að rekja til smærri slysa eða
skyndilegs dauða, jafnvel barns í
vöggu.
Alltof oft berast fréttir um slíkt.
Ég beini orðum mínum til þeirra
sem eru í sárum. Ég hef þörf fyrir
að miðla reynslu minni til þeirra.
Ég hef alltaf talið mér það nánast
skylt sem samborgara.
Munið alltaf, að til ykkar beinist
samúðarhugur og mannhlýja, þótt
hljótt fari. Munið, að enginn er al-
veg einn í sorginni. Samúðin veitir
ykkur styrk í langri og þungri
göngu.
En vita megið þið, að smám
saman tekur að birta og allt að
breytast. Þið komist að því, að þið
eigið, þrátt fyrir missinn. Dökkv-
inn í ljóðinu um sorgina er ekki
varanlegur. Það birtir.
Þar er fyrir að þakka fyrirheit-
inu stóra, sem frelsari okkar gaf
okkur og rifjast upp á næstu
stórhátíð: Ég lifi og þér munuð
lifa.
Barnsmissir.
Skyndilega
kemur sorgin
opineyg
upp að þér
og segir
nú dansar þú
við mig
sjáðu
er ég ekki falleg
í svörtu
drjúpandi
hjartablóð þitt
mun svo strá
fagurrauðum perlum
á svartan
síðan kjólinn
í dansi
hinna dimmu nátta.
HELGI KRISTJÁNSSON,
Ólafsvík.
Dauðinn, sorgin
og fyrirheitið
Frá Helga Kristjánssyni
Helgi Kristjánsson
Bridsdeild Breiðfirðinga
Sunnudaginn 17/3 var síðasta
kvöldið í þriggja kvölda hraðsveita-
keppni. Þar sem 11 sveitir mættu til
leiks. Röð efstu sveita var þessi.
Magnús Sverriss. og Halldór Þorvaldsson
– Árni Hannesson og Oddur Hanness.
1.828
Ragnar Haraldsson og Bernhard Linn –
Friðrik Jónss. og Jón V. Jónmundss. 1.730
Sveinn Sveinsson og Karólína Sveinsd. –
Gunnar Guðmss. og Sigurjóna Björgvinsd.
1.648
Sturlaugur Eyjólfss. og Birna Lárusd. –
Jón Jóhannss. og Birgir Kristjánss. 1.647
Þorleifur Þórarinsson og Haraldur Sverr-
isson – Garðar V. Jónsson og Sigurjón Ú
Guðmundsson 1.644
Næsta sunnudag, pálmasunnu-
dag, verður spilaður eins kvölds ba-
rometer, páskamót.
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19.
Eiður og félagar
á mikilli siglingu
Þriðja kvöldið af fjórum í Hrað-
sveitakeppni Bridsfélags Kópavogs
var spilað sl. fimmtudag. Eiður Mar
Júlíusson og félagar héldu áfram
sigurgöngunni og fengu hæsta
skorið þriðja kvöldið í röð og hafa
161 stig í forskot. Staða efstu sveita
er þessi.
Eiður Mar Júlíusson 1860
Guðlaugur Bessason 1699
Björ Halldórsson 1675
Þorsteinn Berg 1674
Bernódus Kristinsson 1662
Eldri borgarar
Hafnarfirði
Föstudaginn 15. mars var spilað
á 14 borðum hjá FEBH með eft-
irfarandi úrslitum í N/S
Ólafur Ingvarsson – Ásgeir Sölvason 393
Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 361
Örn Einarsson – Auðunn Guðmss. 355
Friðrik Hermannss. – Guðl. Ellertss. 341
Nanna Eiríksd. – Bergljót Gunnarsd. 337
A/V
Helgi Sigurðsson – Þorv. Þorgrímss. 383
Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 375
Kristján Þorláksson – Haukur Guðmss. 336
Knútur Björnsson – Sigurjón Sverriss. 331
Sveinn Snorrason – Gústav Nílsson 328
Félag eldri borgara
Reykjavík
Fimmtudaginn 14. mars var spil-
aður tvímenningur hjá bridsdeild
Félags eldri borgara, Stangarhyl 4,
Reykjavík. Keppt var á 12 borðum.
Meðalskor 216 stig. Efstir í N/S
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 302
Júlíus Guðmss. – Magnús Halldórss. 251
Ágúst Helgason – Haukur Harðars. 238
Björn Árnason – Jón H Jónsson 237
A-V
Begur Ingimundars. – Axel Láruss. 256
Auðunn Guðmss. – Oddur Halldórss. 251
Guðrún Jörgensen – Sigrún Pétursd. 248
Sigurjón Helgason – Helgi Samúelss. 244
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Komið er á daginn
að það var rétt um-
hverfismat að Kára-
hnjúkavirkjun myndi
hafa neikvæð áhrif á
lífríkið í Lagarfljóti.
Persónulegt mat um-
hverfisráðherra, sem
skrifaði upp á fram-
kvæmdina, var hins
vegar rangt þegar hún
fullyrti að ekki yrðu
mikil áhrif á lífríkið. Enda var sú
skoðun ekki byggð á neinni þekk-
ingu, rannsóknum eða rökum. Hún
var pólitísk ákvörðun, byggð á
áróðri, blekkingum og valdbeitingu.
Upplýsingafulltrúi Landsvirkj-
unar vitnar nú hróðugur í hið fyrra
umhverfismat um að lífsskilyrði í
Fljótinu myndu rýrna þannig að
þetta ætti ekki að koma neinum á
óvart. En gleymir þá að yfirvöld
völtuðu yfir það mat og höfðu að
engu. Það er ekki hægt að skýla sér
á bak við þau varnaðarorð sem
Landsvirkjun og ráðherra kusu að
hunsa þegar ráðist var í hina óaft-
urkræfu framkvæmd í þágu at-
vinnulífs sem virðist vera utan og
ofan við lífið sjálft.
Sambærilegt umhverfisslys er nú
á óskalista sumra í Þjórsá. Í Morg-
unblaðinu hinn 12.
mars hvetur Páll
Pálmar Daníelsson til
þess að menn drífi nú í
að virkja í neðri hluta
árinnar til að byggja
upp atvinnulífið frekar
en seiði laxfiskastofna.
Páll hefur það til
marks að hann hafi
„átt samskipti við
nokkur hundruð
stangveiðiáhugafólks“
og enginn hafi nokkru
sinni „minnst einu ein-
asta orði á laxveiðar í Þjórsá“. Um-
fjöllun Páls um Þjórsá byggist á því
að hann hefur horft á ána í leys-
ingum af brúnni á þjóðvegi 1. Ráð-
gjöf í þessum drífandi anda hefur
sennilega verið leiðarljósið þegar
umhverfisráðherra leyfði Kára-
hnjúkavirkjun. Enginn hafði hitt
stangveiðimann sem sagði veiðisög-
ur úr Lagarfljóti og því væri best
að leggja það í eyði.
Páli og öðrum lesendum Morg-
unblaðsins er rétt að benda á að í
Þjórsá er stærsti sjálfbæri laxa-
stofn við Norður-Atlantshaf og
netaveiði í ánni hefur farið upp í tíu
þúsund laxa á ári. Hér eru því um-
talsverð hlunnindi landeigenda í
húfi í bland við almenn sjónarmið
náttúruverndar. Íslensk stjórnvöld
eru skuldbundin af alþjóðasátt-
málum um að leyfa engar fram-
kvæmdir sem ógni villtum dýra-
stofnum svo liggi við útrýmingu.
Forstjóri Landsvirkjunar skrifaði
að vísu í Morgunblaðið hinn 13.
febrúar sl. og deildi þeirri skoðun
með Páli að ekki þyrfti að hafa
áhyggjur af fiskstofnum í Þjórsá
sem myndu í mesta lagi skerðast
óverulega. Áhyggjuleysi þeirra Páls
og Harðar Arnarsonar gengur hins
vegar þvert á mat óháðra erlendra
sérfræðinga í áhrifum virkjana á
fiskstofna. Þeir hafa sagt að virkj-
anir í neðri hluta Þjórsár muni út-
rýma 81-90% laxastofnsins í ánni.
Þessar fyrirhuguðu virkjanir eru nú
til allrar hamingju komnar í tíma-
bundinn biðflokk rammaáætlunar, á
meðan aflað er frekari gagna. Von-
andi verður leitað eftir þeim gögn-
um annars staðar en hjá Lands-
virkjun og Páli Pálmari
Daníelssyni.
Á aldrei að byrgja brunninn?
Eftir Gísla
Sigurðsson »Enn á ný vill fólk
drífa í virkjunum í
þágu atvinnulífs sem er
sett ofar lífinu sjálfu –
og stefna beint á næsta
banaslys í umhverfinu.
Gísli Sigurðsson
Höfundur er íslenskufræðingur.
Fyrir tíu árum var
það stærsta kosninga-
loforð Framsókn-
arflokksins að sjá til
þess að fólk gæti tekið
90% húsnæðislán hjá
Íbúðalánasjóði. Illu
heilli stóð flokkurinn
við loforð sitt þegar
hann komst til valda.
Afleiðingarnar eru öll-
um kunnar. Tíu árum
síðar vill Framsóknarflokkurinn
„leiðrétta“ þessi lán sem hann ginnti
fólk til að taka. Samkvæmt ályktun
flokksins vill hann „að stökkbreytt
verðtryggð húsnæðislán verði leið-
rétt“ og „að verðtrygging á neyt-
endalánum verði afnumin“.
Hver á að borga?
Það sem fyrst kemur upp í hugann
er spurningin um hver eigi að borga.
Ljóst er að fjölmargir einstaklingar
urðu illa úti í efnahagshremming-
unum árið 2008. Framsóknarflokk-
urinn einblínir fyrst og fremst á þá
sem tóku verðtryggð lán sem hækk-
uðu síðan upp úr öllu valdi. En hvað
um aðra sem urðu fyrir miklum
skakkaföllum? Er það sanngjarnt að
þeir greiði fyrir leiðréttingu á verð-
tryggðum húsnæðislánum? Hvað um
þá sem fóru með gát? Hvaða réttlæti
er fólgið í því að þeir
greiði niður lán þeirra
sem fóru sér að voða?
Það er nefnilega svo að
einhver verður að
borga. Skuldirnar
hverfa ekki af sjálfu sér.
Framsóknarflokk-
urinn hefur aldrei svar-
að því með skýrum
hætti hver eigi að bera
kostnaðinn. Og það er
ekki eins og hann hafi
ekki fengið tækifæri til
þess. Þingmaður flokks-
ins leiddi til dæmis sérstaka verð-
tryggingarnefnd árið 2011 sem skil-
aði af sér skýrslu um málið. Þar kom
ekki fram hvernig flokkurinn hygðist
leiðrétta lánin. Nýlega lýsti formaður
flokksins því yfir að komist flokk-
urinn til valda muni hann skipa nefnd
sem fara eigi í málið. Það er ekki
mjög trúverðugur málflutningur.
Flokknum til varna, þá kom einn
frambjóðandi hans hreint fram og
sagði að það þyrfti að hækka skatta á
almenning til þess að standa straum
af kostnaðinum við leiðréttinguna.
Það er gott að vita það fyrir komandi
kosningar.
Ástæðulaust að banna
verðtryggingu
Hinn raunverulegi vandi er verð-
bólgan. Verðtrygging er bara samn-
ingsatriði tveggja frjálsborinna
manna. Það verður að teljast eðlilegt
– sé tekið mið af verðbólgusögu ís-
lensku krónunnar – að sá sem veiti
lán vilji fá jafnvirði lánsins end-
urgreitt auk lágrar greiðslu í formi
vaxta. Sé það bannað – eins og Fram-
sóknarflokkurinn leggur til – hættir
hann að veita lán. Það er engum til
góðs. Staðan í dag er sú að hægt er að
taka óverðtryggt lán hjá öllum
bankastofnunum. Þess vegna er
ástæðulaust að banna verðtrygg-
inguna.
Boð og bönn leysa engan vanda.
Við þurfum síst á því að halda að
þeim kostum sem bjóðast okkur í
lánamálum verði fækkað. Valfrelsi er
ávallt af hinu góða. Framsókn-
arflokkurinn verður einnig að skilja
það að til að niðurfella skuld eins þarf
að finna einhvern annan til að borga
skuldina. Sigmundi Davíð er margt
til lista lagt. En hann getur ekki látið
skuldirnar hverfa. Það er lífsins
ómögulegt.
Framsókn í kosningaham
Eftir Kristin Inga
Jónsson
Kristinn Ingi Jónsson
» Framsóknarflokk-
urinn verður að
skilja það að til að nið-
urfella skuld eins þarf
að finna einhvern annan
til að borga skuldina.
Höfundur er menntaskólanemi.