Morgunblaðið - 19.03.2013, Síða 35
og var dagskrárgerðarmaður á Stöð
2 1997-99.
Vala hafði umsjón með og stjórn-
aði ýmsum meginþáttum við upp-
byggingu Skjás eins og var dag-
skrárgerðarmaður og ráðgjafi Skjás
eins frá 1999.
Vala hefur svo sinnt arkitektaráð-
gjöf, margvíslegum störfum sem
arkitekt, sinnt ritstörfum og unnið
við vefumfjöllun af ýmsum toga.
Hún hefur auk þess staðið fyrir
umfangsmikilli umfjöllun um bygg-
ingarlist, menningu og listir í sjón-
varpi og útvarpi og tímaritum frá
1986 og á vefmiðlum frá 2009.
Sælkeri í sjöunda himni
Hafa fjölmiðlar þróast eins og þú
áttir von á þegar Stöð 2 byrjaði?
„Ég held að enginn hafi getað séð
fyrir fjölmiðlabyltingarnar frá því
sjónvarp hófst. Það gjörbreytti miðl-
un um heim allan – og nú er það
stærsta sjónvarpsstöð heims, netið
sem er sannarlega að breyta heim-
inum til góðs. Eitt nærtækasta dæm-
ið er arabíska vorið þar sem sam-
félagsmiðlarnir á veraldarvefnum
skiptu sköpum. Hægt er að nefna
fjölmörg önnur dæmi þar sem netið
hefur verið notað til góðs. Og af því
netið er stærsta sjónvarpsstöðin er
ég farin að vinna mjög mikið á netinu,
þó að ég sé einnig að undirbúa sjón-
varpsþáttaröð sem verður mjög
spennandi að sjá hvernig þróast, en
hún mun auðvitað einnig að hluta til
tengjast netinu.
Nú er ég á fullu að vinna Sælkera-
leiðarvísi um Ísland / Iceland Local
Food Guide þar sem ég vinn efni við
prentaðan bækling og heimasíðuna
www.icelandlocalfood.is.
Þetta er eitt skemmtilegasta fjöl-
miðlaverkefni sem ég hef unnið. Þeg-
ar ég var að kvikmynda úti á landi í
fyrra komst ég að því að hvergi voru
til samanteknar upplýsingar um alla
þá frábæru veitingastaði um allt land
sem bjóða upp á mat á heims-
mælikvarða. Eina sem var sýnilegt
voru bensínsjoppur með sjoppufæði.
Ég ákvað því að setja saman bækling
og heimasíðu fyrir netið, símana og
spjaldtölvur, þar sem allar upplýs-
ingar koma fram, fyrir erlenda ferða-
menn og okkur sjálf, sem kunnum að
meta íslenskan sælkeramat. Hér er
ég alveg í essinu mínu að heimsækja
bestu veitingastaðina í Reykjavík og
á landsbyggðinni, borða geggjaðan
mat og miðla því til sem flestra með
umfjöllun og kvikmyndaefni.
Ég fjalla einnig um krásarverk-
efnin sem eru í öllum landshlutum og
eru alveg stórkostleg, Beint frá býli.
og allt sem viðkemur okkar dýrindis
mat. Nú er að koma út í maí næst-
komandi önnur prentun af sælkera-
bæklingnum, svo ég er alveg á kafi í
vinnu við þetta ævintýralega verk-
efni og í sæluvímu. Sælkerinn og fjöl-
miðlakonan er því í sjöunda himni.“
Fjölskylda
Fyrri Maður Valgerðar var Ólafur
Árnason, f. 8.6. 1951, fram-
kvæmdastjóri.
Dóttir þeirra er Tinna Ólafsdóttir,
f. 19.8. 1976, kennari, búsett í Dan-
mörku en maður hennar er Haukur
Þórðarson arkitekt og eiga þau tvo
syni, Ólaf Dag og Egil.
Seinni maður Valgerðar var Jón
Óttar Ragnarsson, f. 10.8. 1945, dokt-
or í matvælafræði, stofnandi Stöðvar
2 og framkvæmdastjóri í Bandaríkj-
unum.
Fósturdóttir Valgerðar, dóttir
Jóns Óttars og Ingibjargar Eddu
Edmundsdóttur, er Sólveig Erna
Jónsdóttir, f. 20.7. 1972, sálfræð-
ingur, gift Þorsteini Gunnarssyni,
framkvæmdastjóra Viðskiptaþróun-
ar hjá CCP, og eiga þau tvö börn, Jón
Bjart og Eddu Sólveigu.
Systkin Valgerðar eru Ólafur Már,
f. 18.8. 1954, d. 25.11. 2003, kennari;
Sigurborg, f. 13.12. 1955, líffræðingur
og konrektor MH; Haraldur, f. 13.12.
1956, guðfræðingur; Brynja Dagmar,
f. 18.11. 1960, viðskiptafræðingur og
kennari; Ása Björk, f. 16.7. 1962,
kennari.
Hálfsystir Valgerðar, samfeðra, er
Kolbrún, f. 21.6. 1951.
Foreldrar: Elín Guðríður Ólafs-
dóttir, f. 28.11. 1933, aðstoð-
arskólastjóri og fyrrv. borgarfulltrúi
í Reykjavík, og Matthías Haraldsson,
f. 11.6. 1929, d. 5.2. 1990, skólastjóri.
Úr frændgarði Valgerðar Matthíasdóttur
Valgerður
Matthíasdóttir
Guðríður Eiríksdóttir
húsfr. í Rvík
Einar Þórðarson
verslunarm. í Rvík
Ólafur Hafsteinn Einarsson
kennari í Rvík
Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir
húsfr. í Rvík
Elín Guðríður Ólafsdóttir
fyrrv. skólastjóri og
borgarfulltr.
Daníela Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðjón Jónsson
verkam. í Rvík
Ásbjörg Tómasdóttir
húsfr. á Fossá
Ólafur Matthíasson
b. á Fossá í Kjós
Valgerður Ólafsdóttir
húsfr. í Rvík
Haraldur Frímannsson
húsasmiður í Rvík
Matthías Haraldsson
skólastjóri
Frímann Guðjónsson
b. í Hvammkoti á Skagaströnd
Þóra Frímannsdóttir
húsfr. á Tjarnarlandi
á Skaga
Aðalheiður
Frímannsdóttir
húsfr. í Hafnarf.
Lilja Guðjónsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði,
móðir Guðjóns
Árnasonar handknatt-
leikskappa
Jóna Ósk Guðjónsd.
fyrrv. forseti
bæjarstjórnar í
Hafnarfirði
Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi ríkisins
Jes Einar Þorsteinsson
arkitekt
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
Guðbjörn Jónsson, knatt-spyrnuþjálfari og klæð-skerameistari, fæddist í
Reykjavík 19.3. 1921 og ólst upp í
Stóra-Skipholti á Bráðræðisholtinu.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson,
sjómaður og síðar afgreiðslumaður
hjá Essó í Reykjavík, og k.h., Þór-
unn Helga Eyjólfsdóttir húsfreyja.
Jón var sonur Jóns, b. í Hólakoti á
Álftanesi, bróður Guðrúnar í Hlíðar-
húsum, langömmu Jóns Gunnars
Zoëga, lögmanns og fyrrv. formanns
Vals. Þórunn Helga var dóttir Eyj-
ólfs í Drangshlíð Sveinssonar, og
Sigríðar Helgadóttur.
Guðbjörn lærði klæðskeraiðn hjá
Gunnari Magnússyni klæðskera og
lauk sveinsprófi 1944, stundaði síðan
nám í fatateiknun í Danmörku og
fatamátun í Frakklandi.
Guðbjörn opnaði klæðskerastofu í
Reykjavík og rak hana í nokkur ár,
starfaði síðan hjá Verksmiðjunni
Föt hf. þar sem hann var verkstjóri
til 1979 en starfaði síðan við KR-
heimilið síðustu starfsárin.
Guðbjörn hóf ungur afskipti af
íþróttum. Hann lék sinn fyrsta
keppnisleik í knattspyrnu með 3.
flokki KR 1933, var bakvörður í
meistaraflokki KR 1940-56 og varð
þá sex sinnum Íslandsmeistari en
hann og bræður hans þrír urðu allir
Íslandsmeistarar með meistara-
flokki KR. Þá varð hann Reykjavík-
urmeistari í skíðagöngu 1941 og 42
og KR-meistari í hnefaleikum.
Guðbjörn stundaði knattspyrnu-
þjálfun um áratuga skeið. Hann
þjálfaði Keflvíkinga og meistara-
flokk KR er þeir urðu Íslandsmeist-
arar 1965 og bikarmeistarar 1966.
Þá þjálfaði hann Ármenninga, Þrótt
og 1. deild Vals. Lengst af þjálfaði
hann þó yngri flokka KR í knatt-
spyrnu.
Guðbjörn var knattspyrnudómari
og milliríkjadómari. Hann var um
skeið formaður Knattspyrnu-
dómarafélags Reykjavíkur og sat í
stjórn knattspyrnudeildar KR.
Eftirlifandi eiginkona Guðbjörns
er Sigríður María Sigmarsdóttir, f.
21.7. 1935, húsfreyja og eignuðust
þau fjögur börn.
Guðbjörn lést 2.1. 2007.
Merkir Íslendingar
Guðbjörn
Jónsson
90 ára
Sigurður Þorsteinsson
85 ára
Guðmundur Þorsteinsson
Hjördís Ingibjörg
Konráðsdóttir
Inga H. Jónsdóttir
Ólafía Stefanía Ísfeld
Sigbjörn Jóhannsson
80 ára
Guðlaug Helgadóttir
75 ára
Anna Jónsdóttir
Gísli Gunnarsson
Jóhanna K. Bruvik
Marsibil Jónsdóttir
70 ára
Gylfi Már Guðjónsson
Helga Haraldsdóttir
Kristín E. Sigurðardóttir
Matthildur Arnalds
Sverrir Halldórsson
Valgerður Guðbjartsdóttir
60 ára
Anna Sigrún
Guðmundsdóttir
Áskell Þórisson
Einar Ólafur Jónasson
Erika Irmgard Pauler
Guðrún Kristín Bachmann
Ingunn Sæmundsdóttir
Kristrún Bragadóttir
50 ára
Auður Bjarnadóttir
Elfa Kristín Sigurðardóttir
Elínborg Guðnadóttir
Guðmundur Pétur Jónsson
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir
Ingimar Sigurðsson
Jón Jens Kristjánsson
Lúðvík Börkur Jónsson
Margrét Sigurðardóttir
María Kristín Jónsdóttir
May Brit Kongshaug
Quoc Thanh Tran
Reynir Þór Eyvindsson
Sólveig Rúnarsdóttir
Steinn Skaptason
Valgerður Grímsdóttir
40 ára
Andrés Júlíus Stefánsson
Elías Sigvarðsson
Gabriele Falco
Gizur Sigurðsson
Ingibjörg Ingadóttir
Ingibjörg Jónsdóttir
Kristín Gísladóttir
Mariusz Szataniak
Ragnheiður Valdimarsdóttir
Ýmir Björgvin Arthúrsson
Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir
30 ára
Alma Erna Ólafsdóttir
Árni Freyr Erlingsson
Björn Ingi Árnason
Dagbjört Kristín
Viðarsdóttir
Erna Ósk Brynjólfsdóttir
Harpa Lind Björnsdóttir
Haukur H. Thomasson
Kristín Sunna
Sigurðardóttir
Sara Dögg Jakobsdóttir
Sólveig Hauksdóttir
Sukanya Lampa
Svana Björg Ólafsdóttir
Víkingur Másson
Zbigniew Izdebski
Til hamingju með daginn
30 ára Íris starfaði lengi
við Mjólkursamsöluna í
Reykjavík og stundar nám
í frumgreinadeild HR.
Maki: Guðbjartur Kjart-
ansson, f. 1975, húsasm..
Börn: Kjartan Óli, f.
2000; Ólöf Jóna, f. 2002;
Karen Dæja, f. 2005, og
Davíð Logi og Birta Rún, f.
2010.
Foreldrar: Ólöf J. Þor-
geirsdóttir, f. 1952, og
Sigurður Ásgeirsson, f.
1953.
Íris
Sigurðardóttir
30 ára Eyrún ólst upp í
Svíþjóð og Reykjavík, lauk
BS-prófi í umhverfis- og
byggingarverkfræði og er
nú í MA-námi við HÍ.
Maki: Snæbjörn Helgi
Emilsson, f. 1984, iðn-
aðarverkfræðingur.
Dóttir: Emilía Katrín
Snæbjörnsdóttir, f. 2011.
Foreldrar: Anna Þórhild-
ur Salvarsdóttir, f. 1953,
læknir, og Pétur Ólafur
Hermannsson, f. 1953,
kennari.
Eyrún
Pétursdóttir
30 ára Haukur ólst upp í
Hafnarfirði. Hann er vall-
arstjóri hjá Golfklúbbi Sel-
tjarnarness.
Maki: Hrefna Helgadóttir,
f. 1983, starfar við þjón-
ustuver Hafnarfjarð-
arbæjar.
Synir: Jón Viktor, f.
2009, og Óliver, f. 2012.
Foreldrar: Jón Hauksson,
f. 1957, húsasmíðameist-
ari, og Björg Jónatans-
dóttir, f. 1959, leikskóla-
kennari.
Haukur
Jónsson
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón