Morgunblaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
íuhljómsveitin flutti það með miklum
bravúr.
Fiðlukonsert Hafliða var næstur á
dagskrá. Hann er saminn sérstaklega
fyrir Jennifer Pike og Sinfón-
íuhljómsveit Íslands en var þó frum-
fluttur af Skosku kammersveitinni
ásamt Jennifer árið 2011. Tónskáldið
segir verkið flokkast undir hring-
form, einleikarinn kastar fram í upp-
hafi ótal hugmyndum og stefjum,
sem síðan birtast í sífellu í breyttri
mynd. Hljómsveitin myndar ramm-
ann á bak við og varðar leiðina öðru
hverju með hljómmiklum þátta-
skilum. Verkið var þægilegt áheyrn-
ar og var skemmtilegt að heyra
hvernig tónskáldið lét einleikinn
speglast í strófum hinna ýmsu hljóð-
færa og hljóðfærahópa. Sveitin skil-
aði sínu með prýði og Jennifer Pike
lék stórkostlega vel og sýndi full-
komið vald á hljóðfærinu og viðfangs-
efninu.
Yfirskrift tónleikanna áfimmtudagskvöldið,Draumórasinfónían, vísaðitil hins þekkta verks Hec-
tors Berlioz, sem margir þekkja frek-
ar undir heitinu „Symphonie fantasti-
que“, stóra lokahnykksins á þessu
tónleikakvöldi. En það voru ekki einu
stórtíðindi kvöldsins. Fluttur var í
fyrsta sinn á Íslandi nýr fiðlukonsert
eftir Hafliða Hallgrímsson en leikar
hófust á „Nótt á nornagnípu“.
Modest Músorgskíj hafði þann
leiða sið að ljúka sjaldnast við verk
sín. Maðurinn ásamt félögum sínum
var enda mikill drykkjubolti en uppi
eru kenningar um að það hafi verið
þeirra leið til þess að mótmæla
ríkjandi þjóðfélagsskipan. Músorgs-
kíj gerði að vísu hljómsveitarútgáfu
af verki kvöldsins en hún er sjaldan
flutt. Fremur er gripið til útgáfu
Rimský – Korsakov þó deildar mein-
ingar séu um hversu trúr hann var
efniviðnum. Nótt á nornagnípu er
hins vegar grípandi verk og Sinfón-
Eftir hlé var síðan komið að
„Symphonie fantastique“ eftir Ber-
lioz. Tónskáldið hafði mikil áhrif á
framþróun tónlistar á sínum tíma,
einkum hvað varðar frumleika og
þróun á lit og hljómi hljómsveit-
arinnar. Verkið er svokölluð pró-
grammtónlist þar sem tónlistinni er
ætlað að lýsa ákveðnum atburðum og
framvindu. Hér er um að ræða sin-
fóníu í fimm þáttum þar sem tón-
skáldið lýsir raunum ástsjúks tónlist-
armanns, sem í annarlegu ástandi
ímyndar sér leit og endurfundi við
sína heittelskuðu við ævintýralegar
aðstæður. „Symphonie fantastique“
er vissulega 50 mínútur að lengd en
það er til marks upp snilli Berlioz í
hljómsveitarútsetningum að hvergi
bar skugga á. Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands lék frábærlega undir styrkri
stjórn Baldurs Brönnimann. Hann
hefur komið hér áður á síðustu árum
og er auðheyrilega auðfúsugestur.
Stórkostleg Jennifer Pike lék stórkostlega vel og sýndi fullkomið vald á
hljóðfærinu og viðfangsefninu, að því er fram kemur í gagnrýni.
Draumasinfónían
Harpa – Eldborg
Sinfóníuhljómsveit Íslandsbbbbn
Modest Músorgskíj (1839-1881): Nótt á
nornagnípu (1867/1886). Hafliði Hall-
grímsson (f. 1941): Fiðlukonsert, op. 46
(2011-2012). Hector Berlioz (1803-
1869): Draumórasinfónían, op. 14
(1830). Jennifer Pike, fiðla. Sinfón-
íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Baldur
Brönnimann. Fimmtudagur 14. mars kl.
19.30.
SNORRI VALSSON
TÓNLIST
Bekkurinn var þétt setinn íHörpu þegar John Grantblés til tónleika í tilefni út-komu nýrrar plötu sinnar,
sem fær hvarvetna góða einkunn
rýna, og það fyllilega verðskuldað.
Grant hefur á undanförnu ári skip-
að sér í framvarðasveit svokallaðra
Íslandsvina. Ekki nóg með að hann
hafi kosið að vinna nýju plötuna hér
og að mestu leyti með íslenskum tón-
listarmönnum, heldur hefur hann
einnig verið búsettur í Reykjavík og
er farinn að ná valdi á íslensku eins
og gestir í Silfurbergi fengu að
heyra. „Geturðu sagt mér þetta hæg-
ar?“ bað hann þegar einhver hróp
höfðu borist upp á svið. Og hann
dásamaði íslensk orðasambönd á
borð við „gráa fiðringinn“, sem hann
sagðist eflaust haldinn, og lofaði út-
sýnið út á Faxaflóa og til Esju á
frostköldum degi. Þarf meira til að
heilla Íslendinga?
Kannski ekki, en Grant getur
miklu meira en dásamað Ísland –
hann er framúrskandi lagasmiður og
söngvaskáld sem liggur mikið á
hjarta, eins og hann sannaði enn og
aftur í Silfurbergi.
Mörgum tónlistarmönnum hefur
reynst erfitt að fylgja eftir vel lukk-
aðri fyrstu plötu og Grant virðist
meðvitað hafa reynt að fara aðra leið
á Pale Green Ghosts en á frumburð-
inum Queen of Denmark. Með því að
leita til Bigga veiru, meðlims Gus
Gus, fetaði hann sig inn í heim raf- og
danstónlistar, þótt hefðbundið rokk-
kombó kæmi líka við sögu. Segja má
að tónleikarnir hafi verið tvískiptir
en hljómsveitin flutti öll lögin á nýju
plötunni, bara í annarri röð. Í fyrri
hlutanum voru lögin flest knúin
áfram af uppteknum tölvutakti og
sampli, þar sem hljómborðsleikarinn
Pemberton og tölvuspilarinn Aron
Arnarson voru í aðalhlutverki. Til að
byrja með keyrði hljóðmaðurinn
lægstu bassatónana allt of hátt, svo
áheyrendur hugsuðu meira um hvort
einhver líffæri gæfu sig í drununum
en um hvað Grant væri að syngja, en
sem betur fer lagaðist það og um leið
fór söngvarinn að ná salnum inn í
áhrifaríkan heim laga á borð við „Vi-
etnam“ og „GMF (Greatest Mother
Fucker)“. Þegar leið á tók analóg-
hluti hljómsveitarinnar meira völdin,
knúinn áfram af firnaþéttum grunni
Kristins trommara og Jakobs Smára
bassaleikara, og fór sveitin á kostum
í lögum á borð við „It Doesn’t Matter
to Him“ og „Why Don’t You Love Me
Anymore“, þar sem Grant lét gesti
klappa í anda eins af sínum átrún-
aðargoðum, Fridu söngkonu ABBA.
Hápunktinum var náð í lokalaginu
„Glacier“, þar sem söngvaskáldið
reynir að hvetja vin til dáða þrátt fyr-
ir að sársaukinn sé eins og skriðjök-
ull sem fari gegnum hann og sverfi
djúpa dali. Algjörlega frábær flutn-
ingur þar.
Í uppklappi tók Grant þekktustu
lög sín, „Marz“ og „Queen of Den-
mark“, dyggilega studdur af þræl-
þéttri hljómsveitinni.
Textar Johns Grants eru opinskáir
og einlægir, þar sem hann fjallar um
ást, sambandsslit, hatur og sorgir.
Og maðurinn er sannkallað sjar-
matröll, góður söngvari og fínn laga-
smiður. Það er ekkert skrýtið að Ís-
lendingar vilji slá eign sinni á hann.
Ljósmynd/Mummi Lú
Grant Söng kröftuglega um sárs-
auka sem er eins og skriðjökull.
Opinskáa
sjarmatröllið
Harpa – Silfurberg
John Grant bbbb½
Útgáfutónleikar plötunnar Pale Green
Ghosts með John Grant. Hljómsveitina
skipuðu, auk Grants, þeir Chris Pember-
ton á hljómborð, Pétur Hallgrímsson
gítar, Jakob Smári Magnússon bassa,
Kristinn Agnarsson trommur og Aron
Arnarson stýrði rafspilurum. Silfurberg
í Hörpu 16. mars.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
TÓNLIST
m.a. Besta
leikkona í
aukahlutverki
16
14
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
BROKEN CITY Sýnd kl. 8 - 10:10
ANNA KARENINA Sýnd kl. 7:30
IDENTITY THIEF Sýnd kl. 10
OZ THE GREAT AND POWERFUL 3D Sýnd kl. 5 - 8
VESALINGARNIR Sýnd kl. 5
21 & OVER Sýnd kl. 10:30
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D Sýnd kl. 5:45
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
12
12
L
10
HHHH
- K.N. Empire
12
FRÁLEIKSTJÓRA"ATONEMENT"
OG"PRIDE&PREJUDICE"
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
BROKEN CITY KL. 6 - 10.20 16
ANNAKARENINA KL. 8 12
IDENTITY THIEF KL. 8 / JAGTEN (THE HUNT) KL. 6 12
21 AND OVER KL. 10.10 14
BROKEN CITY KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
BROKEN CITY LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
21 AND OVER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 3.40 - 5.50 L
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.40 L
DIE HARD 5 KL. 8 - 10.20 16
- H.S.S., MBL
ANNA KARENINA KL. 6 - 9 12
IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
LINCOLN KL. 6 14
DJANGO KL. 9 16
ÓSKARSVERÐLAUN
M.A. BESTI LEIKARI ÁRSINS
-EMPIRE
TILBOÐSBÍÓ TILBOÐSBÍÓ
TILBOÐSBÍÓ
TILBOÐSBÍÓ
TILBOÐSBÍÓ
ATH: TILBOÐIN GILDA
EKKI Í BORGARBÍÓI