Morgunblaðið - 22.03.2013, Síða 49

Morgunblaðið - 22.03.2013, Síða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 AF TILRAUNUM Ragnheiður Eiríksdóttir heidatrubador@gmail.com Allt gott þarf að lokum að takaenda, undanúrslitakvöldMúsíktilrauna líka, en fjórða og síðasta undanúrslitakvöldið fór fram síðasta miðvikudagskvöld í Silfurbergi í Hörpu. Fyrsta bandið, Marvin Strayte úr Reykjavík, skart- aði frábærum söngvara með mjög þroskaða rödd þrátt fyrir ungan ald- ur. Hann tilkynnti milli laga að þetta væri þeirra fyrsta gigg og þess vegna væru þeir frekar ömurlegir en það var bara ekki rétt hjá honum, og síðara lagið innihélt til dæmis bæði mjög grípandi gítarkrækju og fyrsta ruslatunnuendi Músíktilrauna þetta árið.    Næst lék Kaleo, afskaplegaþétt og vel spilandi blússkotin rokkhljómsveit. Þeir mættu einbeitt- ir til leiks en helst skorti fjölbreytt- ari lagasmíðar, sem virtust full- endurtekningasamar. Þá var komið að Byrjun úr Kópavogi sem braut upp hina hefðbundnu hljóð- færaskipan með því að notast við saxófón í stað gítars, eitthvað sem bönd á borð við Morphine hafa áður gert vel. Það gekk ekki fyllilega upp hjá Byrjun, og þar þarf að liggja yfir útsetningum og finna saxófóninum betri stað innan hljóðmyndarinnar.    Alexander Örn, trúbador úrHafnarfirði, þarf hugsanlega að spila sig betur til. Lögin hans eiga þó fína spretti og viðlag fyrra lags- ins var til að mynda verulega gott. Aether úr Reykjavík lauk fyrri hluta kvöldsins, og tónlist þeirra þarfnast meiri skýrleika og ef til vill einfald- ari útsetninga. Það er of mikið að gerast hjá þeim og lögin þurfa hreinlega að anda til að flæði náist.    Eftir hlé hóf Turtle Taco Ex-perience frá Fjallabyggð og Dalvík leikinn og kom satt að segja á óvart. Þar eru átta meðlimir, þar af tvær söngkonur, en allt komst nokk- uð vel til skila. Útsetningar voru áferðarfallegar, en það mætti vera aðeins meiri kraftur í bandinu. Það má ekki gleyma að hafa gaman af þessu. Svo var komið að dúettinum Hóp úr Kópavogi sem flutti lögin vel, en þau virkuðu mjög stíf og gætu hafa verið stressuð. Lagasmíð- ar voru hefðbundnar og kannski ekki nógu grípandi.    Icarus hafði áður tekið þátt ánsöngvara en mætti nú með ný lög og söng. Bandið spilar keyrslurokk og er nokkuð flott, en náði sér samt ekki fyllilega á flug. Það var eins og hljómur þeirra væri dempaður og þeim tókst ekki að gleyma sér. For Colorblind People frá Akureyri voru lengi að koma sér af stað, vandræði með snúrur og stillingar á strengj- um og hvað eina, en þegar þeir byrj- uðu gengu hlutirnir glatt. Þeir spiluðu aðgengilega indí-tónlist og síðara lagið var virkilega vel samið og flutt, og raddanir feikilega góðar.    Skerðing frá Akranesi laukkvöldinu, pönk-tríó með hnyttn- um textum um unglinga í tilvist- arkreppu. Trommarinn mætti æfa sig svolítið betur, en lagasmíðar og viðmót meðlima var æðislegt. Svo fór að lokum að salurinn valdi blús- rokkarana í Kaleo en dómnefnd kaus For Colorblind People, og hleypti einnig Skerðingu áfram og svo hljómsveitunum Kjurr og Ara- grúa frá fyrri kvöldum. Þá eru ell- efu hljómsveitir komnar í úrslit Mús- íktilrauna sem verða á morgun, laugardaginn 23. mars. Þá verður sko stuð! Endir undanúrslita »Hann tilkynntimilli laga að þetta væri þeirra fyrsta gigg og þess vegna væru þeir frekar ömurlegir en það var bara ekki rétt hjá honum … Morgunblaðið/Styrmir Kári Icarus Hljómsveitin var nokkuð flott en komst ekki fyllilega á flug. Jack the Giant Slayer Kvikmynd byggð lauslega á æv- intýrinu um Jóa og baunagrasið. Í henni segir af ungum bóndasyni, Jack, sem kynnist fagurri prins- essu, Isabellu, og verður yfir sig hrifinn af henni. Prinsessan bankar upp á hjá honum kvöld eitt en svo óheppilega vill til að gríðarmikið baunagras vex upp úr húsinu hans. Prinsessan flækist í því og berst upp til himna í ríki risanna. Risar þessir voru gerðir útlægir úr ríki manna fyrir mörgum öldum og vilja þeir gjarnan ná sér niður á mönnunum. Isabella er í haldi ris- anna og freistar Jack þess að frelsa hana, slæst í för með björgunarliði konungs. Leikstjóri er Bryan Sin- ger og með helstu hlutverk fara Nicholas Hoult, Stanley Tucci, Ew- an McGregor, Bill Nighy, Elenor Tomlinson og Ian McShane. Rotten Tomatoes: 51% Metacritic: 51/100 Snitch Hasarmynd með heljarmennið Dwayne Johnson í aðalhlutverki. Í henni segir af manni hvers sonur er hafður fyrir rangri sök og ákærður fyrir fíkniefnasölu. Á drengurinn yfir höfði sér langa fangelsisvist. Faðirinn gerir sam- komulag við ríkissaksóknara sem felur í sér að hann gerist leyni- legur uppljóstrari í eiturlyfjahring. Með því vonast hann til að geta hreinsað mannorð sonar síns. Leik- stjóri er Ric Roman Waugh og auk Johnson fara með helstu hlutverk þau Jon Bernthal, Rafi Gavron og Susan Sarandon. Rotten Tomatoes: 56% Metacritic: 52/100 Safe Haven Hér segir af ungri konu á flótta sem leitar skjóls í litlum bæ og tek- ur sér nýtt nafn. Hún verður ást- fangin af huggulegum ekkli og leikur allt í lyndi þar til fortíð- ardraugar fara að herja á hana og allt stefnir í að hún þurfi að leggja aftur á flótta undan ótilgreindri ógn. Leikstjóri er Lasse Hallström og með aðalhlutverk fara Julianne Hough og Josh Duhamel. Rotten Tomatoes: 13% Metacritic: 34/100 Bíófrumsýningar Baunagras, uppljóstr- anir og rómantík Ævintýri Jói og prinsessan á notalegri stundu í Jack the Giant Slayer. KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.3:10-5:30-8-10:30 JACKTHEGIANTSLAYERVIP KL.3:10-5:30-8-10:30 THECROODS ÍSLTAL3D KL.5:50 THECROODS ÍSLTAL KL.5:50 DEADMANDOWN KL.8-10:10-10:40 OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL.3:10-8 OZ:THEGREATANDPOWERFUL2DKL. 5:20 ÞETTAREDDAST KL. 8 BEAUTIFULCREATURES KL. 10:30 FLIGHT KL. 8 WARMBODIES KL. 10:50 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 3:40 - 5:50 ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 3:30 SAMMY2 ÍSLTAL KL. 3:40 KRINGLUNNI JACKTHEGIANTSLAYER 3D KL.5:30-8-10:30 DEAD MAN DOWN KL. 5:40 - 8 - 10:20 OZ:GREATANDPOWERFUL3D KL.5:20-8-10:40 JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.5:30-8-10:30 THECROODS ÍSLTAL3D KL.5:50 DEADMANDOWN KL.8-10:30 OZ:GREATANDPOWERFUL 3DKL.5:20-8 OZ:THEGREATANDPOWERFUL KL.10:30 IDENTITY THIEF KL.8-10:40 FLIGHT KL.5:20 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8 THECROODS ÍSLTAL3D KL.5:50 DEADMANDOWN KL.8-10:20 SNITCH KL.10:20 FJÖLSKYLDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6 AKUREYRI JACKTHEGIANTSLAYER 3D KL.8 -10:30 DEADMANDOWN KL.8 -10:30 OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL. 5:20 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6 VIP TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA  R.EBERT MORGUNBLAÐIÐ  VIÐSKIPTABLAÐIÐ STÓRKOSTLEG ÆVINTÝRAMYND BYGGÐ LAUSLEGA ÁÆVINTÝRINU UM JÓA OGBAUNAGRASIÐ NICHOLAS HOULT - EWAN MCGREGOR STANLEY TUCCI - IAN MCSHANE 88/100 CHICAGO SUN-TIMES –R.R. FORSÝNING Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar Syngur í stað Voigt á tónleikum 22. mars Bandaríska sópransöngkonan Deborah Voigt hefur afboðað komu sína á tónleika Sinfóníu- hljómsveitar Íslands föstudaginn 22. mars vegna veikinda. Í hennar stað syngur þýska söngkonan Nadja Michael. Michael er tíður gestur í frægustu óperuhúsum heims og margverðlaunuð fyrir túlkun sína á Salóme sem er á efnisskrá tónleikanna. Michael er ein helsta stjarnan í óperuheiminum í dag og því mikill fengur að fá hana hingað til lands. Fös. 22. mars » 19:30 Johannes Brahms Serenaða í D-dúr, op. 11 Richard Strauss Sjöslæðudansinn Richard Strauss Lokaþáttur úr Salóme James Gaffigan hljómsveitarstjóri NadjaMichael einsöngvari Aðeins örfá sæti eru laus á þessa óvæntu og einstöku tónleika. Tryggðu þér miða. Þeir sem óska eftir að skipta eða skila miðum sínum geta haft samband við miðasölu Hörpu. NADJA MICHAEL SYNGUR STRAUSS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.