Morgunblaðið - 27.04.2013, Síða 11
Feðgar Friðrik Erlingsson rithöfundur saumar með syni sína vel vopnaða.
sem þær voru að gæsa, og hluti af því
var að láta hana sauma refilsaum.“
Þetta er vanabindandi
Gunnhildur segir að margir
komi aftur og aftur til að sauma í ref-
ilinn. „Þetta er nánast vanabindandi.
En þetta er líka svo spennandi, fólk
langar að klára sem mest. Það er
gaman að sauma refilsaum af því
hann er einfaldur, það gengur hratt
og hann þekur mikið í einu. Það er
kapp í heimafólki og margir hér í ná-
grenninu koma aftur og aftur. Fastur
hópur kemur alla dagana þrjá sem
opið er fyrir saumaskap í hverri viku.
Hann Dieter Wilhelm Weischer sem
býr á elliheimilinu hér og er um átt-
rætt, hann kemur reglulega til okkar,
af því hann getur ekki hugsað sér að
sitja aðgerðarlaus. Hann er mjög lið-
tækur í kontórstingnum sem saum-
aður er utanmeð,“ segir Gunnhildur
og bætir við að misjafnt sé hversu
lengi fólk sitji við saumaskapinn
hverju sinni. „Hingað komu tvær vin-
konur úr Reykjavík rétt fyrir páska
og gistu yfir nótt á hótelinu. Þær sátu
frá ellefu um morgun til sjö um kvöld
bæði á skírdag og föstudaginn langa.
Þær voru svo áhugasamar að þær litu
vart upp.“
Rithöfundar og söngvarar
taka þátt í saumaskapnum
Fólk kemur víða af landinu til
saumaskapsins. „Síðastliðinn mánu-
dag kom hingað kona alla leið frá
Kópaskeri. Hún var með norræna
vini sína með sér og allir tóku spor í
refilinn.“ Þegar hún er spurð að því á
hvaða aldri þeir yngstu séu sem
saumað hafa í refilinn segir hún tvær
sex ára stelpur hafa komið með
mæðrum sínum og ekki látið sitt eftir
liggja við verkið. „Hver og einn sem
kemur og saumar hefur sitt hand-
bragð og það gerir refilinn lifandi og
sjarmerandi. Hingað hafa líka komið
nafntogaðir einstaklingar og lagt
okkur lið í saumaskapnum, rithöfund-
arnir Þórarinn Eldjárn og Friðrik
Erlingsson og söngvarinn Magni, svo
nokkrir séu nefndir.“
Refilsaumur er fljótlærður
Gunnhildur segir refilsaum hafa
verið stundaðan á víkingaöld en hann
hafi af einhverjum ástæðum lagst af.
„Fyrir vikið kunna ekki margir ref-
ilsaum en hann er fljótlærður og við
Christina leiðbeinum fólki. Sextán
sæti eru í einu við refilinn fyrir þá
sem vilja sauma, en ef allir eru óvanir
þá eru yfirleitt ekki nema tíu í einu.
Við hvetjum fólk af öllu landinu til að
koma til okkar og prófa refilsauminn
og eiga þannig sinn þátt í þessum
merka refli sem segir Brennu-
Njálssögu. Margt smátt gerir eitt
stórt.“
Þær Gunnhildur og Christina
taka á móti hópum til að skoða og
sauma í Njálurefilinn. Þeir sem
vilja panta í saumaskapinn geta
gert það á netfanginu: njaluref-
ill@gmail.com, eða í síma: Gunn-
hildur 861-8687 og Christina
892-6902.
Í Sögusetrinu er hægt að fá til-
boð fyrir slíka hópa á veitingum,
en panta þarf fyrirfram á netfang-
inu: njala@njala.is eða í síma 487
8781 og 618 6143.
Nánar á: www.njalurefill.is
Feðgin Ágúst Kristjánsson og Karítas Ágústsdóttir tóku nokkur spor.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
Í dag kl. 13-14 verða Tilrauna-
tónskáldatónleikar Kammersveitar
Reykjavíkur í Iðnó. Þar munu hljóð-
færaleikarar Kammersveitarinnar
leika úrval verka sem samin voru á
námskeiðum á Barnamenningarhátíð
undanfarna tvo daga, auk þess að
kynna hljóðfærin fyrir tónleikagest-
um og leika önnur verk eftir ýmis til-
raunatónskáld á öllum aldri. Slag-
verksleikarinn Frank Aarnink verður í
hópi túlkenda með eitthvað af sínum
forvitnilegu slagverkshljóðfærum.
Á Barnamenningarhátíðinni sem
nú stendur yfir bauð Kammersveit
Reykjavíkur krökkum á grunnskóla-
aldri að gerast „tilraunatónskáld“ á
stuttum námskeiðum í Ævintýrahöll-
inni í Iðnó. Þar leiðbeindi Ingi Garðar
Erlendsson, básúnuleikari og
S.L.Á.T.U.R.-tónskáld ásamt Guðrúnu
Hrund Harðardóttur víóluleikara. Til-
raunaverkin verða ennfremur túlkuð
af snillingunum Tinnu Þorsteins-
dóttur á píanó og Unu Sveinbjarnar-
dóttur á fiðlu.
Á þessum stuttu námskeiðum voru
möguleikar mismunandi hljóðfæra
kynntir og hefðbundin og óhefð-
bundin nótnaskrift var líka rann-
sökuð. Þátttakendur fengu tækifæri
til að útskýra fyrir hljóðfæraleikur-
unum hvað þeir vildu helst heyra í
sínu tónverki og fengu aðstoð við að
skrá hugmyndir sínar á blað. Spenn-
andi verður að heyra útkomuna.
Endilega …
Morgunblaðið/Kristinn
Kammersveit Reykjavíkur.
…hlýðið á verk
ungra tilrauna-
tónskálda
www.volkswagen.is
Fágaður
ferðafélagi
Volkswagen Tiguan
Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá
6.180.000 kr.
Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir
aðeins 5,8 l á hverja 100 km.
Fullkomið leiðsögukerfi
fyrir Ísland
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Komdu og reynsluaktu Volkswagen Tiguan
Vel við hæfi Guðríður kokkur saumar út veisluborðið í reflinum.