Morgunblaðið - 27.04.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.04.2013, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 FRÉTTASKÝRING Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Ég myndi halda að við gætum verið bjartsýnir ef við gætum sett lambfé út eftir hálfan mánuð í kringum hús- in í rétt. Það væri bjartsýni að halda það. Þetta lítur ekki vel út,“ segir Jón Þórarinsson, bóndi á Hnjúki í Skíðadal í Dalvíkurbyggð, um óvenjumikinn snjó þar í sveitinni. Jón er með um 115 ær og er sauð- burður byrjaður þótt hann fari ekki á fullt fyrr en í byrjun maí. „Það er mjög mikið í öllu sveitar- félaginu. Á túnum er þetta frá einum upp í hátt í þrjá metra,“ segir hann. Um fjögurra til fimm metra háir skaflar eru í kringum bæjarhúsin á bænum. Harðfennið síðan í haust „Það hefur komið fyrir að það hafi verið svona mikill snjór á þessum tíma. Það hefur þá bara verið snjór sem hefur komið í hvellum nokkrum vikum áður. Snjór sem kemur í febr- úar, mars og apríl, það er yfirleitt snjór sem rennur mjög fljótt. Þetta er bara harðfenni sem er búið að vera meira og minna síðan í sept- ember og október. Það er svo gamalt í þessu og það eru svellalög í snjón- um frá blota sem gerði í vetur. Það er mjög óvanalegt. Við munum ekki áður eftir svona miklum snjó og gaddi. Þetta er svo mikill gaddur. Það er mjög mikil hætta á að tún komi illa undan vetri,“ segir Jón. Spurður að því hvort hann ætti nægan heyforða sagði hann að svo væri ekki. Hann hefði haldið að það myndi sleppa en það gerði þó ekki meira en það. „Eftir þurrkana í fyrrasumar vor- um við að heyja á aukatúnum og síð- an höfum við verið að drýgja gjöf með því að gefa hrossum úti lakara hey með,“ segir Jón og bætir við: „Allar skepnur voru komnar á fulla gjöf í október í haust. Þetta er miklu lengri gjafatími en við eigum að venjast. Þetta er svolítið slæmt ef það ætlar ekki að fara að gjörbreyt- ast veðurfarið á næstu dögum.“ Nýrri snjór í túnum Öxfirðinga „Hann fer að skríða af stað. Ég er að byrja að undirbúa það. Það er leiðinlega mikill snjór,“ segir Bjarki Fannar Karlsson, bóndi á Hafra- fellstungu í Öxarfirði. Hann segir þó snjóinn í túnum nýlegan og taki væntanlega fljótt upp. „Þetta er miklu skárra ástand hjá okkur en í Suður-Þingeyjarsýslu,“ segir hann. Bjarki er með rúmlega 600 ær og um 150 af þeim, sem sæddar voru 7. og 8. desember, fara að bera um helgina. Hinar bera eftir 10. maí. Bjarki Fannar er einn margra bænda sem létu telja fósturvísa í sín- um ám og komst að því að um 20 gemlingar höfðu látið í vetur. Spurð- ur nánar út í frjósemina sagði hann að eftir fullorðna á fengi hann um 1,98 lömb. Hann segir menn í kring- um sig nokkra heylitla og að vegna þess að þeir séu á svæði sem megi selja líflömb séu takmörk fyrir því hvaðan þeir megi kaupa hey. Hann er þó bjartsýnn: „Það er mjög líklegt að þetta verði fljótt að koma ef það hlýnaði almennilega. En ég held að það sé svolítið mikið meiri snjór í heiði en hin síðustu ár.“ Langt í vorverk í Aðaldal „Það verður sett út þótt það sé snjór. Það er ekkert val á öðru þegar líða tekur á,“ segir Böðvar Bald- ursson, bóndi í Heiðargerði í Aðaldal og formaður félags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu, en að fénu verði þá gefið utandyra þangað til komin verði beit. Um vika er í sauðburð hjá Böðvari og mikill snjór á svæðinu. Böðvar er með nálægt fjögur hundruð fjár. Böðvar segir ekkert útlit fyrir að snjórinn fari minnkandi á næstunni. „Það tók nánast ekkert upp í apríl. Það er mánuður sem maður hefur treyst á að verði góður. Það er langt í að það verði hægt að sinna ein- hverjum vorstörfum af viti.“ Ljósmynd/Jón Þórarinsson Skíðadalur Bændur í Skíðadal, sem er inn af Svarfaðardal, þurfa að grafa á þriðja metra niður á heyrúllur sínar. Íbúðarhúsið á myndinni er þriggja hæða en einungis sést í rishæðina. Bændur á Norð- urlandi sem rætt var við telja að fyrst verði hægt að setja fé út um viku af maí. Sauðburður er víða að hefjast á svæðinu og þurfa menn að hýsa það í einhverjar vikur áður en þær komast út á græn grös. Sauðburður í snjó og heyleysi  Sauðburður að hefjast fyrir norðan og enn mikill snjór víða  Bóndi í Skíðadal þarf að grafa á þriðja metra niður á heyrúllur sínar  Hluti af snjónum síðan í haust  Útlit fyrir kal í túnum víða „Hann gengur ágætlega,“ segir Guðbjörn Elfarsson, bóndi á Hall- dórsstöðum í Eyjafjarðarsveit, en um 40 ær eru bornar hjá honum af 680 fjár á bænum. „Maður var að vonast til að það yrði hægt eftir helgi en það verður bara að sjá til,“ segir Guðbjörn spurður að því hvenær hann reikni með að fara að setja fé út. Guðbjörn telur að hann eigi næg hey fyrir sitt fé þetta árið, en mis- jafnt var hversu vel bændum á svæðinu gekk að heyja í fyrra sök- um langvarandi þurrka. „Við höfum verið með þetta í tveimur hollum. Það eru um 240 sem byrja og restin byrjar 10. maí,“ segir Guðbjörn. Fremur snjólétt er nú í Eyjafjarð- arsveit og eru einhverjir bændur að byrja á vorverkunum. ipg@mbl.is Ljósmynd/Bjarney Guðbjörnsdóttir Sauðburður Um 40 af 680 ám eru bornar hjá Guðbirni á Halldórsstöðum. Sauðburður gengur vel á Halldórsstöðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.