Morgunblaðið - 27.04.2013, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 27.04.2013, Qupperneq 37
UMRÆÐAN 37Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 Nú er komið að kosningum og alltaf fjölgar þeim sem telja sig vera með lausnir á vandamálum þjóð- arinnar. Menn tala eins og hægt sé að taka vandamálin og leysa þau með hendur aftan við bak. Gildir þá einu hvort fjallað er um skuldir heimilanna, afnám verðtryggingar, nýja mynt nema hvað hún má ekki heita evra, heldur ríkisdalur eða bara eitthvað. Með öðrum orðum virðast flestir á þeirri skoðun að nú- verandi króna muni ekki ganga til framtíðar. Krónan hefur verið leik- fang hagsmunaaðila í gegnum tíðina og hún hefur aldrei borið sitt barr síðan hún var slitin úr tengslum við dönsku krónuna fyrir tæpum 100 árum. Þetta vita allir, en svo kemur næsta setning. Vegna þess að krón- an er í svo vondum málum og með öllu ónothæf í viðskiptum við aðrar þjóðir, þá verðum við að búa við hana næstu árin. Það má ekki einu sinni taka þá ákvörðun að stefna á nýjan gjaldmiðil og gefa lands- mönnum þá von að bjartari tímar séu framundan. Ef menn ætla að klífa fjallið verður þá ekki að leggja á brattann? Skuldir heimilanna Framsóknarflokkurinn ætlar að leysa skuldir heimilanna með því að senda þeim tékka eftir kosningar. Að vísu fá ekki öll heimili þessa tékka, heldur einungis þau sem tóku lánin sem Framsókn bauð í kosningunum 2003. Aðrir sitja óbættir hjá garði enda telur flokk- urinn sig ekki skulda þeim heim- ilum neitt. Auðvitað urðu þau heim- ili sem tóku lán á valdatíma Framsóknar fyrir miklu áfalli í hruninu og raunar sjálfsagt að skoða þau sérstaklega. Það er nú einu sinni þannig að flestir þurfa að steypa sér í miklar skuldir við að koma sér upp þaki yfir höfuðið og það er ekki nýmæli hér á Íslandi að ungar fjölskyldur lepji dauðann úr skel í framhaldi af slíkum gjörningi. Það þarf því að birgja brunninn til framtíðar og tryggja hér sambærilegan stöðugleika og líkt þekkist í nágranna- löndum okkar. Slíkt gerist ekki ef stjórn- völd ana áfram stefnu- laus með loforðum um innistæðulausa tékka. Hverjir borga? Formaður Framsóknarflokksins ætlar nefnilega að láta hina svoköll- uðu hrægammasjóði fjármagna þessa tékka sem sendir verða til heimilanna. Þeir hafi fengið þá svo ódýrt með því að kaupa kröfur bankanna á slíku hrakvirði að þeir geti auðveldlega slegið verulega af þeim ef þeir vilja fara út úr landinu með einhverjar eignir. Sjálfur hef ég nákvæmlega enga samúð með þessum sjóðum og sjálfsagt er að reyna að sem bestum samningum við þessa aðila. En hvað ef þessir aðilar vilja ekki semja og segja ósköp einfaldlega, við ætlum bara að eiga þessar eignir okkar áfram hér á landi, því okkur liggur ekkert á að fá þessa peninga? Varla verður hægt að neyða sjóðina til að semja um hvað sem er. Er þetta snjöll samningatækni? Það getur ekki verið snjallt í samningum að gefa viðsemjand- anum upp áður en sest er að samn- ingaborðinu hver niðurstaðan á að verða. Framsóknarflokkurinn hefur lofað því að senda heimilunum tékka eftir kosningar og þar með er hann búinn að sýna á spilin og hefur þar af leiðandi ekki sterka samn- ingsstöðu. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að umræddir sjóðir hafi þegar ráðið norskan sérfræðing í sína þjónustu til að fara með sín mál. Ég trúi ekki öðru en hann fylg- ist grannt með þeirri umræðu sem er í gangi varðandi þessi mál. Þá hefur einnig komið fram, að Fram- sóknarflokkurinn treysti sér ekki til að styðja lögin sem sett voru um að kyrrsetja allar eignir þessara sjóða þar til yfirvöld teldu það óhætt fjár- mála landsins vegna að þær færu úr landi. Mér finnst því að Framsókn- arflokkurinn skuldi þjóðinni skýr- ingu á því hvernig hann ætlar að fjármagna tékkann til heimilanna ef samningar við sjóðina nást ekki. Mér hefur alltaf þótt tryggara að veiða bráðina áður en hún er borð- uð. Innistæðulaus feitur tékki frá Framsókn Eftir Guðmund Oddsson »Mér finnst því að Framsóknarflokk- urinn skuldi þjóðinni skýringu á því hvernig hann ætlar að fjár- magna tékkann til heim- ilanna ef samningar við sjóðina nást ekki. Guðmundur Oddsson Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Fimmtándi apríl verður svartur dag- ur í minni sál. Hvernig má vera að hægt sé að undirrita fríversl- unarsamning við Kína, og ekki bara það, heldur fá þá til samstarfs um olíuleit og hafn- arframkvæmdir, án þess að fram fari umræða um það á Alþingi? Þurfum við nú að hjálpa þeim við að menga móður jörð? Þeir vilja fá stóran hluta regn- skóganna í Ekvador og hugsið ykkur hvað verður höggvið þar. Hvers eig- um við að gjalda með svona glóru- lausa stjórnendur sem eru þau Össur og Jóhanna? Eru þeim ekki ljósar áætlanir þeirra, sem eru ítök í öllum löndum jarðar? Nú ráðskast þeir með lönd í Afríku og við ætlum að hjálpa þeim við að nýta jarðvarma þar og svona mun móður jörð blæða út, og við tökum svo sannanlega þátt. Við ætlum líka að hjálpa þeim við að arð- ræna Grænland, sprengja og tæta við sjálfan jökulinn. Og Össur bullar áfram, hann segir að Íslendingar ætli að kynna lýðræði og mannréttindi fyrir þeim og ég veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Óskaplega er maðurinn illa læs á stjórnmál og það er ekki bara hann heldur stór hluti Alþingis, svo maður nú ekki tali um nýju framboðin. Það væri ekki úr vegi að settur yrði gáfna-, hæfileika- og siðferðisstuðull fyrir þá sem bjóða sig fram til þings, og hann má einnig setja blaða- og fréttafólki. Allt er í rugli hér vegna agaleysis og einmitt það nýta Kínverjarnir sér, þeir bera hvorki virðingu fyrir okkur né öðrum og þeir munu ekki vilja þetta hrörnunarlýðræði sem þeir fylgjast náið með. En samningurinn á eftir að snúast upp í andhverfu sína. Og svona í lokin, hvernig væri í þess- ari kosningabaráttu að rædd yrðu stjórnmál, af nógu er að taka ef þið kæmust út úr peningaþráhyggjunni. Það er skelfilegt að hlusta á ykkur og haldið þið að það sé einhver leikur að stjórna landi og þjóð ? Tek bara eitt dæmi af mörgum sem þið ræðið ekki. Kæmi til stríðs, hvernig er þjóðin bú- in undir það og hverjar eru varnir landsins? Ég vona svo sannanlega að ekkert af nýju framboðunum komist að, því að nóg er nú ruglið samt. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Svartur dagur Frá Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá .... Hafðu samband Vinsamlega skráið ykkur á www.islandsstofa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.