Morgunblaðið - 27.04.2013, Side 39

Morgunblaðið - 27.04.2013, Side 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 Greinar sem tengjast alþingiskosningum eru einnig birtar á kosningavef mbl.is. Á vefnum eru allar nýjustu fréttir úr kosningabaráttunni sem og eldri fréttir, aðsendar greinar um kosningarnar og skoðanakannanir um fylgi flokka birtar grafískt. www.mbl.is/kosningar Alþingiskosningar Háir vextir Seðla- bankans eru hagstjórn- arleg mistök. Nú eru lið- in rúmlega fjögur á frá hruni og það liggur fyrir að væntingar um nýtt hagkerfi hafa ekki náð fram að ganga. Sér- staklega er bagalegt að innlend fjárfesting hef- ur ekki enn náð að rétta úr kútnum. Þvert á móti er því nú einróma spáð að fjárfest- ingar muni dragast saman á þessu ári miðað við árið á undan. Og var þá árið 2012 fremur aumt ár fyrir fjár- festingu. Þetta er mikill skaði. Við þurfum að byggja upp nýtt Ísland, skapa ný störf í nýjum greinum er byggja á sjálfbærni og útflutningi. Og ný fjárfesting er mikilvæg for- senda þessarar nýju sóknar. Ýmsir hafa komið með lausnir til hvatningar í fjárfestingum. Sumir vilja selja erlendum auðjöfrum bæði auðlindir og land. Aðrir vilja lokka hingað erlend stórfyrirtæki með lof- orðum um skattaafslætti og opinber- ar ívilnanir, og virðast lítil takmörk fyrir því hvað hægt er að ganga langt í þeim efnum. Enn aðrir halda að allt snúist á réttan kjöl með inngöngu í ESB. Og svo eru þeir til sem vilja þetta allt þrennt. Lítum okkur nær En af hverju lítum við okkur ekki nær? Nú eru stýrivextir Seðlabankans 6% sem eru mun hærri vextir en þekkist í ná- grannalöndum okkar. Vextirnir voru hækkaðir vegna þess að Seðlabank- inn vænti þenslu sem enn hefur ekki komið fram. Það er furðu- leg þversögn ef landsmenn vilja gefa allt eftir til þess að draga erlenda fjárfestingu inn í landið á sama tíma og innlendri fjárfestingu er haldið niðri með vöxtum sem eru langt fyr- ir ofan það sem þekkist erlendis. Ég er á móti þeirri vegferð ríkisstjórn- arinnar að gefa erlendum stórfyr- irtækjum opinbera styrki og aðgang að íslenskum auðlindum með sér- stökum fjárfestingarsamningum. Væri ekki nær að huga betur að heimahögunum? Sóknarfærin í íslensku atvinnulífi Íslendingar hafa eigin gjaldmiðil og peningalegt sjálfstæði sem betur fer. Við eigum að nýta það sjálfstæði til þess að hvetja áfram innlendar fjárfestingar með því lækka vexti verulega og tryggja smáfyr- irtækjum og frumkvöðlum andrými til vaxtar? Það eru til nægir inn- lendir peningar sem bíða eftir verk- efnum. Við höfum allt til reiðu til þess að hjálpa okkur sjálf og byggja nýtt Ísland um leið og við tryggjum okkur sjálfum sama fjárfesting- arumhverfi og erlend samkeppn- isfyrirtæki njóta í sínum heimahög- um. Við þurfum einnig nýja tegund af fjárfestingu þar sem ávöxt- unarkrafan er mun lægri en hún hef- ur verið og meiri áhersla lögð á sam- félagsleg markmið. Og lægri vextir kalla slíka fjárfestingu fram þar sem minni áhersla er lögð á áhættu og stórgróða. Hollur er heimafenginn baggi seg- ir gamalt spakmæli. Það hefði aldrei þótt góðs viti í minni sveit að heyja ekki eigið heimtún en ætla að sækja alla heybaggana í aðrar sóknir. Að mínu viti á það enn við í dag. Stjórn- mál snúast um traust. Þjóðin þekkir verk mín, staðfestu og baráttumál. Ég bið um þinn stuðning á kjördag. Eflum innlenda fjárfestingu – Lækkum vexti! Eftir Jón Bjarnason Jón Bjarnason Höfundur er alþingismaður og fyrr- verandi sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra og skipar fyrsta sæti á lista Regnbogans – J lista í Norðvest- urkjördæmi. Athyglisvert var að hlusta á forstöðumenn stjórnmálaflokka í Sjón- varpinu ræða um inn- göngu Íslands í Evrópu- sambandið. Sýndist sitt hverjum. Flestir bentu á að þjóðaratkvæða- greiðsla ætti að skera úr um málið. Ég, sem þetta rita, er hlynntur því að við séum ekki að eyða stórfé í starf Evrópustofu um að halda uppi samræðum um inn- göngu í sambandið. Nú er eftir að ræða um sjávar- útveg og landbúnað. Það eru þættir sem ekki er unnt að semja neitt um. Ég hef áður bent á hvernig landbún- aður lagðist niður í Alaska þegar það norðlæga land gekk í samband við Bandaríkin. Vitanlega vill Bruss- el fá Ísland í sambandið þar sem við eigum auðlindir. Við verðum þá látin greiða niður allar skuldir á Kýpur og Grikklandi eða borga halla af rekstri á Ítalíu, Spáni og mörgum fleiri Evrópuríkjum. Við missum þá yfirráð yfir fiskveiðum okkar og orku hita og fallvatna. Þá opnast dyr Evrópuríkja að norðurslóðum, vænt- anlegri olíu þar og margs- konar auðæfum þeirra svæða sem við höfum að- gang að. Við missum sjálf- stæði okkar og sérstæða menningu. Ég hef getið þess áður að þessir tímar minna um margt á Sturlungaöldina. Þegar Íslendingum var talin trú um að ekkert land gæti verið konungslaust og að- eins haft þingræði. Það sem Gissur Þorvaldsson gerði 1262, þegar við gengum Noregskonungi á hönd, er svipað því að vera stjórnað af Bruss- el. Eftir það greiddum við konungi skatt og misstum allar okkar tekjur. Það tók okkur nær 700 ár að fá sjálfstæði á nýjan leik. Við eigum að hætta þessum við- ræðum. Það vilja sjálfstæðismenn. Okkar síðasta stjórn hefur gengið of langt í þessum samningum. Við vilj- um ráða okkur sjálf en ekki sækja allar heimildir um lífsafkomu til Brussel. Hættum viðræðum um inngöngu í Evrópusambandið Eftir Sturlu Friðriksson Sturla Friðriksson Höfundur er náttúrufræðingur. Aukablað alla þriðjudaga Við erum Dögun Við þorum Andrea Ólafsdóttir 1. sæti Suðurkjördæmi Ólöf Guðný Valdimarsdóttir 1. sæti Reykjavík norður Gísli Tryggvason 1. sæti Norðausturkjördæmi G. Dadda Ásmundardóttir 1. sæti Norðvesturkjördæmi Þórður Björn Sigurðsson 1. sæti Reykjavík suður Margrét Tryggvadóttir 1. sæti Suðvesturkjördæmi Við erum Dögun - við þorum Saman getum við betur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.