Morgunblaðið - 27.04.2013, Síða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
✝ Hildur Andr-ésdóttir fædd-
ist í Kerlingardal í
Mýrdal 1. maí
1926. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Hjallatúni 18. apríl
2013.
Foreldrar Hild-
ar voru hjónin
Ásta Þórólfsdóttir
og Andrés Árni
Pálsson. Systkini
hennar eru Pálmi Þór Andr-
ésson og Bára Andrésdóttir, en
hún lést 2009.
Þann 17. maí 1948 giftist
Hildur Viðari Björgvinssyni
sem var fæddur í Reykjavík 1.
ari Magnússyni og eiga þau
soninn Hauk. 4) Andrés, f.
1957, sambýliskona hans var
Aðalheiður Sigþórsdóttir, þau
slitu samvistum árið 2007.
Hildur ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Kerlingardal.
Þar vann hún öll hefðbundin
sveitastörf þess tíma. Á yngri
árum fór hún á vertíðir í Vest-
mannaeyjum, einnig vann hún
um skeið á hótelinu í Vík. Eftir
það gerðist hún húsmóðir og
bjó fjölskyldan fyrstu árin í
Vík. Árin 1957 til 1962 bjuggu
þau á Kirkjubæjarklaustri, það-
an fluttu þau að Suður-Hvammi
og stunduðu þar sveitabúskap í
18 ár. Árið 1980 fluttu Hildur
og Viðar aftur til Víkur og þá
hóf Hildur störf á prjónastof-
unni Gæðum og vann þar um
árabil.
Hildur verður jarðsungin frá
Víkurkirkju í dag, 27. apríl
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
ágúst 1925. Hann
lést 17. febrúar
2012. Hildur og
Viðar eignuðust
fjögur börn. Þau
eru: 1) Helga, f.
1950, gift Gylfa
Júlíussyni. Þau
eiga saman tvö
börn, Víði og Hildi,
en fyrir á Gylfi
þrjú börn frá fyrra
hjónabandi, Rann-
veigu, Jón Gunnar og Mar-
gréti. 2) Ásta, f. 1953, d. 1991,
giftist Guðna Guðlaugssyni.
Þau eignuðust þrjá syni: Viðar
Rúnar, Róbert Karel og Atla
Má. 3) Birna, f. 1955, gift Ein-
Elskuleg móðir okkar, Hild-
ur Andrésdóttir, lést á Dval-
arheimilinu Hjallatúni þann 18.
apríl sl. eftir stutta en stranga
sjúkralegu. Hún átti af og til
við vanheilsu að stríða á liðn-
um árum auk þess að upplifa
erfið veikindi, slys og dauðsföll
síns nánasta fólks þegar það
var í blóma lífs síns. Einkum
varð fráfall Ástu systur okkar
henni mikið áfall eins og okkur
öllum. Allt tók það sinn toll og
var áreiðanlega oft erfitt að
standa af sér álagið en það
gerði hún engu að síður. Í okk-
ar huga var hún alger hetja.
Hún var sú besta móðir sem
hægt er að hugsa sér og mun
það ávallt verða okkur efst í
huga í minningunni um hana.
Hún lét sig velferð allrar stór-
fjölskyldunnar miklu skipta,
fylgdist vel með hvað hver og
einn var að fást við. Alltaf var
hún til staðar og er því stórt
skarð fyrir skildi við fráfall
hennar. Við nutum þeirra for-
réttinda að eiga samleið með
báðum foreldrum okkar þar til
faðir okkar lést þann 17. febr-
úar á síðasta ári. Sá missir
varð okkur öllum sár, einkum
þó mömmu sem sá á eftir
maka sínum eftir 64 ára hjóna-
band. Þó að oft gæfi á bátinn
voru gleðistundirnar í lífi
mömmu samt margfalt fleiri.
Við sjáum hana fyrir okkur
glaða og stolta yfir svo ótal
mörgu. Dýrmætar minningar
hlaðast upp hver af annarri og
munum við geyma þær innra
með okkur og ylja okkur við
um ókomna tíð.
Við viljum trúa því að nú sé
mamma komin í Sumarlandið
góða þar sem hún var sann-
færð um að finna horfna ást-
vini á ný. Með hjartans kveðju
og þakklæti fyrir allt.
Helga, Birna og Andrés.
Fimmtudagurinn 18. apríl
var einstaklega fallegur. Þó var
eitt sem skyggði á fegurðina,
snemma dags fékk ég þær
fréttir að ein yndislegasta kona
sem ég hef kynnst væri fallin
frá, elskuleg amma mín. Þó svo
að það hafi legið fyrir í nokkra
daga hvert stefndi þá er alltaf
erfitt að fá fréttir sem þessar.
Ég er svo lánsöm að amma
og afi voru stór hluti af mínu
lífi. Fjölskyldan er mjög sam-
rýmd og vön að eyða miklum
tíma saman. Á erfiðum stundum
sem þessum er gott að eiga
minningar frá þeim tímum.
Amma var einstaklega góð og
skemmtileg. Hún var vön að
segja sína skoðun, oft þó með
smáhæðnitón í röddinni, þannig
að maður gat ekki annað en
a.m.k. brosað út í annað. Eftir
að afi dó var hún ótrúlega dug-
leg að bjarga sér en þar hefur
þrjóskan spilað inn í því þrjósk-
ari einstakling er erfitt að finna.
Amma gat líka verið mjög stríð-
in. Hún hafði t.d. gaman af að
fara í þrautakóng þegar ég var
yngri því hún vann alltaf með
því að taka út úr sér gervitenn-
urnar. Svo þegar ég talaði við
hana fyrir einum og hálfum
mánuði skemmti hún sér við að
reyna að fá mig til að kjafta af
mér nafninu á drengnum mín-
um sem þá var óskírður.
Svo var amma flink í hönd-
unum. Þær eru ófáar flíkurnar
sem hún hefur gert á fjölskyld-
una í gegnum tíðina, prinsess-
ukjólar, lopapeysur o.s.frv.
Maður þurfti ekki annað en
hringja og biðja hana um ein-
hvern lopafatnað og það var
tilbúið á mettíma. Eins ef ég
eða mamma var eitthvað að
gera í höndunum fór maður iðu-
lega með það til ömmu til að fá
álit og góð ráð.
Ég hitti ömmu seinast fyrir
þremur vikum, degi áður en
hún datt og brotnaði illa. Ég
kom til Víkur seint um kvöld og
tók þá ákvörðun um að fara
beint með Kristófer Viðar í
heimsókn til hennar, enda
hlakkaði ég mikið til að sýna
henni nýjasta langömmubarnið.
Í dag er ég svo þakklát fyrir
þessa ákvörðun því þetta var í
seinasta skiptið sem ég sá hana.
Ég hefði aldrei trúað því fyr-
ir rúmum tveimur vikum að
símtalið þar sem ég sagði henni
frá því að við hefðum skírt
drenginn okkar í höfuðið á afa
yrði það seinasta því þrátt fyrir
háan aldur og ýmsa kvilla
tengda því þá reiknaði maður
með að amma ætti eftir að lifa í
einhvern tíma í viðbót. Hún var
nýkomin á elliheimili, undi sér
vel og manni fannst einhvern
veginn eins og ekkert gæti
komið fyrir hana þar, en hlut-
irnir eru fljótir að breytast.
Afi og amma dóu með 14
mánaða millibili, nánast upp á
dag. Þegar maður hugsar til
þess þá kemur það ekki mikið á
óvart að þau hafi dáið með til-
tölulega stuttu millibili þar sem
þau voru ákaflega samheldin
hjón. Því er gott til þess að
hugsa að þau séu nú sameinuð á
ný.
Eftir að afi dó var skrítið að
fara á Sunnubrautina. Síðan eft-
ir að amma fór á Hjallatún var
mjög skrítið að fara þangað til
að heimsækja hana en það að
fara austur og hitta ekki ömmu
er eitthvað sem á eftir að taka
langan tíma að venjast.
Að lokum langar mig að
þakka þér, elsku amma, fyrir
samfylgdina og allt sem þú hef-
ur gert fyrir mig í gegnum tíð-
ina.
Hvíldu í friði, þín verður sárt
saknað um ókomna tíð.
Þín
Hildur.
Látin er nágrannakona mín,
fyrrverandi, Hildur Andrésdótt-
ir. Ég var ennþá peð þegar
Hildur flutti í sveitina á næsta
bæ við mig. Með í kaupbæti
fylgdu krakkar á svipuðu reki
og undirrituð. Upphófust kynni
við fjölskylduna sem vara enn
þann dag í dag. Hildur var
sveitamaður af guðs náð, en
samt svo „modern“. Hún bar
með sér svipmót kaupstaðarins
og flutti það inn í sveitarsam-
félagið. Þannig átti nýi tíminn
stefnumót við gamla tímann á
heimili Hildar. Þegar undirrituð
skrifaði BA ritgerð um afrétta-
málefni í Hvammshreppi leitaði
ég í smiðju Hildar. Æskuár
hennar í Kerlingardal á fyrri
helmingi síðustu aldar voru
sögusviðið. Vordagar, þegar allt
var í blóma, vorrúningur stóð
fyrir dyrum, sumir voru byrj-
aðir að bera niður ljá og það lá
heylykt og kindalykt í loftinu.
Haustverkin voru drjúg í jökl-
anna skjóli og göngur og réttir
að hausti voru Hildi einnig hug-
leiknar.
Hún minntist réttadaganna
sem hátíðisdaga. Hún rifjaði
meðal annars upp að hún tók
þátt í að reka óskilasafnið úr
Kerlingardalsrétt og út að
Heiði. Í Kerlingardalslandi er
mikið af örnefnum og þau hafði
hún á hreinu þótt langt væri um
liðið. Ég átti þessar samræður
við Hildi á útmánuðum árið
2011. Hún hafði lifað tímana
tvenna. Hún mundi til dæmis
greinilega þegar verið var að
búa til nýja kúskinnsskó fyrir
fjallmennina á æskuheimili
hennar í Kerlingadal.
Þar sem við sátum við upp-
tökutækið á heimili hennar í
Vík kallaðist gamli tíminn á við
græjur nútímans. En í aðalhlut-
verkinu var Hildur, nágranni
minn fyrrum og nú sögumaður.
Hún var sem fyrr kankvís og
ræðin og maður fór kátur af
hennar fundi. Hún er nú horfin
á braut, en eftir situr minning
um ljúfa konu sem var svo sam-
ofin umhverfi og uppvexti mín-
um. Aðstandendum öllum votta
ég samúð.
Svanhvít Hermannsdóttir
frá Norður-Hvammi.
Hildur
Andrésdóttir
Mig langar til að minnast
móðursystur minnar, Sigríðar
Tómasdóttur, í nokkrum orð-
um. Sigga, eins og við kölluðum
hana alltaf, var sem móðir mín
í barnæsku og á unglingsárum.
Flest sumur frá tíu ára aldri
var ég í sveit hjá Siggu og
Dadda í Álftagróf í Mýrdal,
fyrst meðan afi og amma
bjuggu þar líka. Þegar ég
hugsa til baka til þess tíma, þá
rifjast upp fyrir mér hversu
kraftmikil kona hún Sigga var,
Sigríður
Tómasdóttir
✝ Sigríður Tóm-asdóttir fædd-
ist í Álftagróf í
Mýrdal 2. janúar
1943. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 31. mars
2013.
Útför Sigríðar
fór fram frá Foss-
vogskirkju 5. apríl
2013.
úrræðagóð, glað-
lynd og hláturmild,
enda sá hún jafna
spaugilegar hliðar
á málum. Já, ég
segi kraftmikil,
þar sem hún var
vinnuþjarkur og
ósérhlífin. Í Álfta-
gróf ráku Sigga og
Daddi stórt bú af
mikilli útsjónar-
semi. Meðan ég
var þar í sveit, stundaði Sigga
einnig vinnu í Vík og var í
hreppsnefnd Mýrdalshrepps.
Við getum rétt ímyndað okkur
að sumir dagar hljóta að hafa
verið nokkuð strangir hjá
henni Siggu. Þá átti hún eftir
að sjá um okkur krakkana,
fæða okkur og klæða. Allt
gerði hún án þess að hika og
var fljót til. Fyrir þennan tíma
er ég Siggu ævinlega þakklát-
ur.
Þegar ég var kominn á full-
orðinsár fann ég það alltaf að
Sigga fylgdist vel með því sem
ég og mín fjölskylda var að
gera og alltaf þótti mér gott að
hitta hana, þótt samverustund-
um hafi fækkað hin síðari ár.
Eitt vil ég nefna sérstaklega,
hversu minnug hún var á alla
hluti og þá sérstaklega afmæl-
isdaga. Sigga var nefnilega
alltaf fyrst til að muna eftir af-
mælinu mínu, nú síðast í fyrra.
Annað hvort hringdi hún eða
þá sendi mér skeyti, það klikk-
aði aldrei. Þess vegna kem ég
til með að minnast Siggu sér-
staklega á mínum afmælisdög-
um.
Fyrir um ári síðan fékk ég
þær fréttir að Sigga hafi
greinst með alvarlegan sjúk-
dóm. Það var sem reiðarslag.
Á slíkum stundum vakna upp
spurningar um lífið, hvers
vegna svona kraftmikil kona
þurfi að ganga í gegnum slíka
raun. Það er huggun að nú líð-
ur Siggu vel. Elsku Sigga, ég
þakka þér fyrir öll þau tæki-
færi sem þú gafst mér.
Daddi, Tommi, Ásta, Gísli
og fjölskyldur. Megi algóður
guð vernda ykkur og styrkja.
Þorsteinn M. Kristinsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morgunblaðs-
lógóið efst í hægra horninu og
velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram.
Minningargreinar
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 - 691 0919
athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
PÁLMI INGÓLFSSON
loftskeytamaður
er látinn.
Útför hans verður auglýst síðar.
Aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall
ástkærs eiginmanns míns og föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
HEIÐARS JÓHANNSSONAR
frá Valbjarnarvöllum,
Borgarvík 11,
Borgarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar, hjúkrunar- og
dvalarheimilis Borgarnesi, fyrir góða umönnun og hlýju.
Fanney Hannesdóttir,
Hannes Heiðarsson, Guðmunda G. Jónsdóttir,
Jón Heiðarsson, Sædís B. Þórðardóttir,
Guðrún Heiðarsdóttir, Hafþór H. Einarsson,
Stefán J. Heiðarsson, Soffía Jóhannsdóttir Hauth,
Rannveig Heiðarsdóttir, Sveinn I. Hjálmarsson,
afa- og langafabörn.
✝
Þökkum hlýhug og vinsemd við fráfall
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HANNESAR GUÐMUNDSSONAR
sendifulltrúa,
Hæðargarði 33,
áður Laugarásvegi 64.
Edda Hannesdóttir,
Gerður Hannesdóttir,
Guðrún Hannesdóttir,
Ragnhildur Hannesdóttir
tengdasynir, barnabörn
og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát
og útför
ÁRNA JÓNSSONAR
frá Mjóafirði,
Fífuhvammi 17,
Kópavogi.
Jenný G. Godby, Jim Dale Godby,
Jón Steinar Árnason, Gunnhildur Olga Jónsdóttir,
Halla María Árnadóttir, Tryggvi L. Skjaldarson,
barnabörn, langafa- og langalangafabörn.