Morgunblaðið - 11.05.2013, Page 8

Morgunblaðið - 11.05.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Níundi maí er nokkurs konarþjóðhátíðardagur Evrópu- sambandsins, sem auk þjóðhátíð- ardags er með þjóðfána, þjóðsöng og fleira sem einkennir ríki, þar með talin sambandsríki. Eftir að ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar sótti um aðild að ESB hefur verið haldið upp á daginn hér á landi.    Það er áróðursskrifstofa ESB,Evrópustofa, sem sér um fögn- uðinn, sem er ekki af lakari sortinni frekar en fyrri daginn.    Björn Bjarnason fjallar um þettaá vef Evrópuvaktarinnar og segir frá ókeypis tónleikum Ungs- infóníu Evrópusambandsins í Hörpu.    Svo segir Björn: „Margt bendir tilað þetta sé síðasta stórvirki Evrópustofu þar sem stækk- unardeild ESB ætli ekki að end- urnýja tveggja ára samninginn sem hún gerði við Media Consulta í Berlín árið 2011 um rekstur stof- unnar.    ESB-aðildarsinnar munu vafa-laust sakna stofunnar og starfsemi hennar ef marka má við- brögð þeirra við ályktun lands- fundar Sjálfstæðisflokksins um að loka bæri Evrópustofu. Gagnrýni á þá ályktun var reist á þeim mis- skilningi að Evrópustofa væri hluti af sendiráðsstarfsemi ESB á Ís- landi. Svo er ekki, stofunni var komið á fót af stækkunardeild ESB fyrir 1,4 m. evra til að snúa Íslend- ingum til fylgis við aðild Íslands að ESB, starfsemin hefur gjörsamlega misheppnast eins og úrslit þing- kosninganna sýndu. Stækk- unardeildin sér ekki ástæðu til að fjárfesta meira í tilraun til að fræða Íslendinga um ágæti ESB.“ Evrópustofa fagnar STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 súld Bolungarvík 7 alskýjað Akureyri 11 alskýjað Nuuk -5 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló 10 skúrir Kaupmannahöfn 15 heiðskírt Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 12 skýjað Brussel 12 skýjað Dublin 12 léttskýjað Glasgow 11 skúrir London 16 léttskýjað París 13 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 15 skýjað Berlín 17 alskýjað Vín 18 skýjað Moskva 26 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 25 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 18 skúrir Aþena 18 skýjað Winnipeg 11 alskýjað Montreal 15 alskýjað New York 23 heiðskírt Chicago 8 alskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:25 22:25 ÍSAFJÖRÐUR 4:08 22:52 SIGLUFJÖRÐUR 3:50 22:35 DJÚPIVOGUR 3:49 21:59 „Við höfum sent athugasemdir bæði á borgaryfirvöld og forsvarsmenn ferðamála í Reykjavík og þeir hafa skellt skollaeyrum við okkar tillögum til úrbóta,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Sam- tökum ferðaþjónustunnar (SAF), en samtökin og félagsmenn þeirra hafa miklar áhyggjur af áhrifum fram- kvæmda í miðborginni í sumar á ferðaþjónustu og móttöku ferða- manna á svæðinu. Gunnar Valur segir áhyggjurnar einkum beinast að lokun gatna á há- annatíma í júlí og ágúst. Á meðan Laugavegurinn verði lokaður að hluta fyrir umferð ökutækja verði Klapp- arstígur lokaður milli Laugavegar og Skúlagötu og Hverfisgatan einnig lokuð á kafla. Á þessu svæði séu mörg ferðaþjónustufyrirtæki og með lokun þessara gatna verði aðgengi fyrir ferðamenn mjög takmarkað. Fulltrúar SAF og fleiri hagsmuna- aðila fengu fyrir um þremur vikum kynningu hjá borg- inni á fyrirhuguð- um framkvæmd- um. Í kjölfar þess fundar hafi SAF sent Höfuðborgar- stofu og menning- ar og ferðamála- ráði bréf þar sem áhyggjum fyrirtækjanna var lýst. Einnig voru lagðar fram tillögur um hvernig mætti standa að framkvæmdunum og draga úr lokun gatna. „Við þurfum að fá svona upplýsingar með góðum fyr- irvara, þannig að gististaðir og ferða- skrifstofur geti brugðist við með kynningu fyrir sína viðskiptavini. Við höfum ekki fengið nein svör og okkur finnst Reykjavíkurborg taka dálítið léttvægt á þessu. Þarna munu skap- ast gífurleg vandamál,“ segir Gunnar Valur. bjb@mbl.is Áhyggjur af lokun gatna í sumar  Samtök ferðaþjónustunnar hafa ekki fengið nein svör frá Reykjavíkurborg Gunnar Valur Sveinsson INTERNATIONAL BUSINESS ACADEMY ERHVERVSAKADEMI KOLDING Skam l i n g v e j e n 3 2 · K o l d i n g · t e l . 7 2 2 4 1 8 0 0 · i b a@ i b a . d k · i b a . d k · f a c e b o o k . c om / I n t e r n a t i o n a l B u s i n e s sA c a d emy MARKETING MANAGEMENT FINANCIAL MANAGEMENT PROFESSIONAL BACHELOR IN INTERNATIONAL SALES & MARKETING Lánshæf nám hjá LÍN Engin skólagjöld Kennsla fer fram á ensku Staðsetning: Kolding, DK Önnin byrjar 28. ágúst 2013 KYNNINGARFUNDUR · 15. MAÍ · KL. 16:30 RADSION BLU HÓTEL SAGA MULTIMEDIA DESIGN ENTREPRENEURSHIP AND DESIGN MANAGEMENT (E-Designer)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.