Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 10
Vorganga Síðastliðin ár hafa á annað þúsund konur víðs vegar um landið tekið þátt í göngunni. sund eftir gönguna,“ segir Margrét Baldursdóttir hjá Göngum saman. Í Reykjavík verður gengið frá Skautahöllinni í Laugardalnum og gengið um dalinn í um það bil klukkustund. Einnig verður gengið í Borgarnesi, Stykkishólmi, Patreks- firði, Ísafirði, Blönduósi, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Höfn, Vestmannaeyjum, Selfossi og Reykjanesbæ. Allar göngur hefjast kl. 11 og nánari upplýsingar um hvern stað er að finna á heimasíð- unni www.gongumsaman.is. Gangan er gjaldfrjáls en göngu- fólki gefst kostur á að styrkja rann- sóknir á brjóstakrabbameini með Styrktarfélagið Göngum saman efn- ir til vorgöngu fyrir alla fjölskyld- una víða um land á mæðradaginn, sunnudaginn 12. maí, og hefst gang- an kl. 11. Síðastliðin ár hafa á annað þúsund konur víðs vegar um landið tekið þátt í göngunni og hafa marg- ar hverjar tekið börnin með sér. „Við leggjum áherslu á að þetta sé skemmtilegur viðburður sem fjöl- skyldan geti tekið þátt í saman. Víða er heilmikið sprell í kringum þetta en hér í Reykjavík höldum við t.d. hlutaveltu í Laugardalnum á eftir þar sem kvennakór syngur og vinningar eru á alla miða. Úti á landi hefur víðast hvar verið frítt í frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á varningi Göngum sam- an. Í ár verða meðal annars seldir bolir og höfuðklútar sem hannaðir voru sérstaklega fyrir félagið af Kron by Kronkron. Þá verður brjóstabollan svokallaða til sölu með kaffinu í bakaríum landsins um helgina. Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Félagið var stofnað haustið 2007 og hefur frá stofnun veitt íslenskum rann- sóknaraðilum á sviði brjósta- krabbameins um 32 milljónir króna í styrki. Vorganga Göngum saman Hreyfing og sprell víða um land 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is FjölmenningardagurReykjavíkurborgar verð-ur haldinn hátíðlegur ídag, laugardaginn 11. maí. Haldið er upp á þá margbrotnu menningu sem Íslendingar hafa ver- ið svo heppnir að innflytjendur hafa flutt með sér til landsins til að auðga menningu landans. Hátíðin setur skemmtilegan blæ á borgina auk þess sem hún gefur innflytjendum skemmtilegt tilefni til safnast saman og minna sig og aðra á hvaðan þau koma. Skemmtidagskráin hefst með setningarathöfn kl. 13.00 við Hallgrímskirkju. Að því loknu fer fjölmenningarskrúðganga af stað áleiðis í Ráðhús Reykjavíkur. Fjöldi fólks hefur ár hvert tekið þátt í göngunni og ræður litagleðin ríkj- um og þátttakendur klæðast fal- legum þjóðbúningum ýmissa landa. Þegar í Ráðhúsið kemur hefst fjöl- þjóðlegur markaður í Tjarnarsal þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér menningu ýmissa þjóð- landa og á boðstólum verða þjóð- legir réttir, listmunir og annar varningur. Í Tjarnarbíói verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði: Lalla töframann, festejo-dans frá Perú, litháskan kórsöng, capoeira-afró, brasilíska bardagalist og trommu- hópinn Mamandi frá Gíneu. Að lokinni skemmtidagskrá verður ljóðaupplestur á ýmsum tungumálum og að því loknu stutt- myndasýning nemenda í Kvik- myndaskóla Íslands. Um kvöldið klukkan 20.00 verða svo tónleikar í Hafnarhúsinu þar sem fram kemur hljómsveitin The Bangoura Band ásamt listamönnum frá Gana. Fjölmenningu í Reykjavík fagnað Fjölmenningardagurinn haldinn hátíðlegur í Reykjavík í dag þar sem innflytj- endur kynna menningu sína og njóta dagsins með Reykvíkingum. Íslendingur Juan Camilo Roman Estrada hefur búið hér í sex ár. Hátíð Josephine frá Gana er einn af stjórnendum hátíðarinnar. Með hækkandi sól og sumarilm í loft- inu verða flestir Íslendingar algjör- lega grillóðir. Hitatalan þarf ekki að hækka svo mikið, bara að sólin sýni sig, og þá erum við komin út á svalir og búin að kveikja undir. Önnur þjóð sem dugleg er að grilla eru Ástralir og því ekki úr vegi að finna sér nýjar grilluppskriftir á ástr- ölsku vefsíðunni taste.com.au. Vanti þig humyndir að sniðugri mariner- ingu eða meðlæti með grillmatnum er vert að kíkja á þessa vefsíðu. Hér má t.d. finna uppskrift að tery- akimarineruðum kjúklingi sem borinn er fram með hrísgrjónasalati og girnilegri grænmetispítsu sem er bökuð á grillinu. Það er alltaf gott að skoða uppskriftir til að fá nýjar hug- myndir og á þessari síðu er af nógu að taka. Því ekki að brydda upp á áströlskum nýjungum þetta grill- sumarið? Vefsíðan www.taste.com.au Morgunblaðið/Ómar Klassískt Nautasteik á grillið klikkar ekki og hana má útfæra á marga vegu. Grill í áströlskum stíl Í tilefni 50 ára afmælis Sólheima- safns í Reykjavík verður farið í bók- menntagöngu um Heima- og Voga- hverfi í dag, laugardag. Lagt er af stað frá Sólheimasafni, Sólheimum 27 kl. 13.30. Fjallað verður um og les- ið úr verkum skálda og listamanna sem eru búsettir í hverfinu eða hafa búið þar um langa hríð. Skáldin Einar Már Guðmundsson, Olga Guðrún Árnadóttir og Salka Guðmundsdóttir munu mæta í gönguna og lesa úr verkum sínum. Áætlað er að gangan taki ríflega klukkustund. Boðið verð- ur upp á kaffi og meðlæti á bókasafn- inu að göngu lokinni. Allir velkomnir. Endilega … … farið í bók- menntagöngu Morgunblaðið/Kristinn Skáld Einar Már mun mæta og lesa. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fararstjóri: Pavel Manásek Sumar 12 3. - 13. ágúst Alpafegurð&Arnarhreiður Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Salzburgerland í Austurríki og þjóðgarðurinn Berchtesgaden í Þýskalandi eru heillandi á þessum árstíma þar sem allt er í blóma og Alpafjöllin skarta sínu fegursta. 5 nætur í St. Johann í Pongau og 5 nætur í Berchtesgaden. Verð: 208.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.