Morgunblaðið - 11.05.2013, Síða 12

Morgunblaðið - 11.05.2013, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Við fórum fyrir nokkrum dögum með fimm stráka úr keppnisliði Mjölnis til Hull á Englandi til að keppa,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. „Við unnum þrjá bardaga af fimm og Bjarni Kristjáns- son tapaði með einu stigi. Bjarki Óm- arsson tapaði í sínum fyrsta bardaga á móti þyngri og miklu reyndari and- stæðingi, en bardaginn þeirra var valinn bardagi kvöldsins. Bjarki er 18 ára gamall og stóð sig mjög vel þann- ig að hann á eftir að gera góða hluti í þessari íþrótt,“ segir Jón Viðar. Bardagaíþróttir ekki ofbeldi Aðspurður blæs Jón Viðar á ásak- anir um að bardagaíþróttir gangi bara út á að kenna mönnum að beita ofbeldi. „Þetta er náttúrlega bara íþrótt eins og flestir eru farnir að átta sig á. Þegar tveir menn fara inn í hringinn þá er það eitthvað sem þeir vilja báðir gera, þeir vilja takast á. Ofbeldi er þegar einhver er beittur harðræði sem vill það ekki, þarna eru allir meðvitaðir um hvað þeir eru að fara út í,“ segir Jón Viðar. „Það geta allir sem eru ekki að glíma við ein- hver meiðsli komið á grunnnámskeið í Mjölni og byrjað að æfa íþróttina.“ Keppnislið Mjölnis er hópur sem æfir saman blandaðar bardagaíþrótt- ir (e. Mixed martial arts, MMA) þrisvar til fjórum sinnum í viku með það að markmiði að verða atvinnu- menn í greininni. Slapp frá víni og stefnuleysi Einn fimmenninganna sem fóru til Englands er Bjarki Þór Pálsson. Hann segir íþróttina hafa gert mikið fyrir hann og þá stefnu sem hann tók í lífinu. „Ég hef æft þetta í þrjú ár í sept- ember og stefni á minn fyrsta at- vinnumannabardaga einmitt í sept- ember. Þetta sport er eiginlega búið að bjarga mínu lífi. Ég var bara drekkandi og stefnulaus í lífinu áður en þetta kom til. Maður tengist félögum sínum líka á svo allt annan hátt þegar við upplifum svona sam- eiginlegan háska. Það myndast ein- hver samkennd sem ég hef aldrei upplifað áður. Pabbi kom með mér á einn bardaga og ég tengdist honum á alveg nýjan hátt. En fólk sér þetta ekki. Það er enginn þvingaður í þetta, þú þarft að gefa þig fram til að taka þátt í þessu. Annars var ferðin til Englands alveg frábær. Eini gallinn var að við fundum bara einn stað sem seldi þokkalega hollan mat í landinu, þannig að við borðuðum mjög oft þar,“ segir Bjarki Þór. „Bardagarnir gengu mjög vel hjá okkur. Ég vann minn bardaga og Diego og Magnús Ingi bróðir minn líka. Bardaginn hjá Bjarna tapaðist naumlega, enda var hann að keppa við mjög reyndan andstæðing, og bardaginn hjá nafna mínum, Bjarka Ómarssyni, var rosalega góður, þótt hann hafi ekki unnið hann. En víking- arnir fóru og náðu í það sem þeir ætl- uðu að sækja,“ segir Bjarki Þór og hlær. Mjölnismenn sigur- sælir á Englandi  „Íþróttin bjargaði mér frá drykkju og stefnuleysi“  Segja bardagaíþróttir alls ekki ganga út á að beita fólk ofbeldi Ljósmynd/Jón Viðar Arnþórsson Mjölnismenn Liðsmenn keppnisliðs Mjölnis. Á myndinni eru frá vinstri: Bjarni Kristjánsson, Diego Björn Valencia, Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og John Kavanagh, yfirþjálfari keppnisliðs Mjölnis. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Nafnið á Húsi íslenskra fræða, sem á að rísa á gamla Melavellinum, er að- eins vinnuheiti, að sögn Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofn- unar. Hún segir hugsanlegt að hald- in verði samkeppni um nafn á húsinu en það væri í sjálfu sér mjög eðlilegt að það fengi nafnið Árnagarður. Í Morgunblaðinu á fimmtudag var fjallað um ósk Isavia um að Flugstöð Leifs Eiríkssonar yrði ekki nefnd Leifsstöð í opinberri umræðu. Í þeirri umfjöllun benti Hallgrímur J. Ámundason, á nafnfræðasviði Árna- stofnunar, á að mörgum þætti nafn Húss íslenskra fræða upphafið og rætt væri um að betur færi á að það fengi nafnið Árnagarður. Húsið á að hýsa Árnastofnun og íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Guðrún kannast vel við þessa um- ræðu og segir að í sjálfu sér sé Árna- garður eðlilegt nafn á húsinu, í ljósi þeirrar starfsemi sem þar eigi að fara fram. Kæmi til þess myndi nafn- ið á núverandi Árnagarði einfaldlega flytjast yfir á nýja húsið sem héti eft- ir það Árnagarður. Þá þyrfti vænt- anlega að finna annað nafn á núver- andi Árnagarð. Það yrði með öðrum orðum ekki notast við heitin Nýi Árnagarður og Gamli Árnagarður, líkt og háttar með Nýja Garð og Gamla Garð sem einnig eru á háskólasvæðinu. Nafnið á húsinu er bara vinnuheiti  Hús íslenskra fræða gæti fengið nafnið Árnagarður Morgunblaðið/Júlíus Upphafið Hús íslenskra fræða er enn bara Grunnur íslenskra fræða. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ RÉTTUR SKULDARA Sýslumenn minna á rétt skuldara skv. 12. gr. laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði. Þeir einstaklingar sem leituðu til héraðsdóms og fengu samþykkta tímabundna greiðsluaðlögun fasteigna- veðkrafna, geta sótt um afmáningu veðréttinda umfram matsvirði fasteignar hjá embætti sýslumanns. Skilyrði þess eru: Að minna en þrír mánuðir séu til loka tíma greiðsluaðlögunar.• Að veðskuldir séu í skilum eftir þeirri skipan sem greiðsluaðlögun hefur leitt af sér.• Að sýnt sé að umsækjandi verði um fyrirséða framtíð ófær um að standa í fullum skilum með greiðslu skulda• sem tryggðar eru með veði í þeirri fasteign sem greiðsluaðlögun tekur til og að önnur tiltæk greiðsluerfið- leikaúrræði séu ófullnægjandi. Að umsækjandi sýni fram á að hann geti staðið í fullum skilum með þær veðskuldir sem áfram hvíla á• fasteigninni eftir afmáningu veðréttinda. Hvar skal sækja um: Hjá sýslumanni í því umdæmi þar sem fasteignin er og hjá umboðsmanni skuldara. Umsóknareyðublað má• finna á eftirfarandi heimasíðum: www.syslumenn.is og www.ums.is. Nánari upplýsingar um áskilin gögn eru tilgreind á umsóknareyðublaði en vakin skal athygli á því að einstaklingar þurfa m.a. að leggja fram verðmat tveggja löggiltra fasteignasala. Reykjanesbæ, 7. maí 2013 E.u. Þórólfur Halldórsson sýslumaðurinn í Keflavík Krabbameinsfélagið Aðgát skal höfð í nærveru sólar Örráðstefna um sortuæxli og önnur húðkrabbamein Skógarhlíð 8, fimmtudaginn 16. maí kl. 16:30-18:00 16:30-16:40 Ráðstefnan sett Guðlaug B. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur 16:40-16:55 Sortumein - einkenni, greining, forvarnir Dr. Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir 16:55-17:10 Meðferð sortumeina Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir 17:10-17:25 Faraldsfræði sortumeina á Íslandi Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar 17:25–17:40 Saga aðstandanda Vala Smáradóttir aðstandandi 17:40-18:00 Umræður og ráðstefnulok Allir velkomnir - ókeypis aðgangur Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins og Krabbameinsfélag Reykjavíkur Fundarstjóri: Helga Möller, söngkona og kylfingur Skógarhlíð 8, 540 1900, www.krabb.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.