Morgunblaðið - 11.05.2013, Page 20

Morgunblaðið - 11.05.2013, Page 20
ÚR BÆJARLÍFINU Jón Sigurðsson Blönduós Hik hefur verið töluvert á vorinu en á þriðjudaginn var kom það og hefur haldist síðan. Þetta mátti greina á hitamælum sem og að fugl- arnir sem hafa lítið hafa haft sig í frammi í söng hófu upp raust sína svo um munaði og menn fundu lykt- ina af vorinu, lykt sem er engri lík. Lóurnar sem komu óvenju seint í heimahagana sungu dýrðin, dýrðin sem aldrei fyrr.    Nokkur ungmenni í Blöndu- skóla frumsýndu í byrjun mánaðar í Blönduósbíói bíómynd sem þau hafa unnið að í vetur og ber heitið „Svart og hvítt“. Fjöldi manns mætti á frumsýninguna og er óhætt að segja að langt er síðan jafn margir hafi mætt á bíósýningu á Blönduósi og rann ágóðinn af sýningunni allur til Rauða kross Íslands. Myndin er klukkutíma spennutryllir og gerist á Blönduósi. Nokkrir bæjarbúar komu fram í myndinni og verður að játast að maður fylgdist glaður með því þegar samborgarar manns voru rændir af „bíræfnum“ ungmennum úr grunnskólanum.    Áhugi er fyrir því innan bæjar- stjórnar Blönduóss að reisa fugla- skoðunarhús við Blöndu jafnframt því að gera útsýnispall fyrir fugla- skoðara fyrir neðan lögreglustöðina. Arnar Þór Sævarson bæjarstjóri kynnti hugmyndir um þetta á bæj- arráðsfundi fyrr í vor. Arnar Þór greindi m.a. frá því að annan stærsta straumandarstofn í Evrópu væri að finna við Blöndu, aðeins við Mývatn væri stofninn stærri. Að- gengi að þessum skrautlega fugli er einstaklega gott í flúðunum fyrir neðan brúna yfir Blöndu. Sagði hann menn koma um langan veg til að sjá straumöndina og því mik- ilvægt að koma straumandastofn- inum í Blöndu á kortið.    Í haust mun hefjast dreifnám á Blönduósi en það er í raun upphaf að bóklegu framhaldsnámi í heima- byggð. Það eru öll sveitarfélögin í A-Húnavatnssýslu sem standa að þessu verkefni í samvinnu við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra og hafa nú þegar um 15 til 20 nemendur skráð sig til náms.    Golfáhugamenn á Blönduósi hafa líkt og aðrir íbúar svæðisins beðið með óþreyju eftir sumrinu. Flötin á fjórðu braut er enn undir töluverðum snjó og þar sem hrað- inn á vorinu er ekki meiri en raun ber vitni tóku nokkrir félagar í golfklúbbnum skóflu í hönd og hjálpuðu vorinu við að fjarlægja snjó af flötinni svo golfvöllurinn kæmist fyrr í gagnið.    Lárus B. Jónsson, sumarhúsahaldari hjá Glaðheimum í Brautarhvammi á Blönduósi, er bjartsýnn á ferðasumarið og segir að aldrei hafi verið eins mikið bók- að í gistingu í sumarhúsin og nú. Austur-Húnavatnssýsla er að kom- ast í sumarskap og á von á fjölda gesta til að fara í sund, golf, veiði og fuglaskoðun svo eitthvað sé nefnt. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Fuglaskoðun Straumandarstofninn við ós Blöndu er með þeim stærstu í Evrópu. Vorið kom á þriðjudaginn 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Þjónusta og síur fyrir allar tegundir af loftpressum ÞRÝSTILOFT FYRIR ALLAN IÐNAÐ LOFTPRESSUR – SÍUR – LOFTÞURRKARAR idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is | Smiðjuvegur 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 Gott ú rval á lager ÞÝSKAR GÆÐA PRESSUR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reykjaneshryggur fagnar jarðvangs- viku í Reykjanes jarðvangi með jarð- skjálftahrinu. Unnið er að merking- um og upplýsingagjöf í jarðvangnum og er vonast til að hann fái vottun í haust. „Umsókn okkar hefur fengið já- kvæð viðbrögð hjá UNESCO,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík og formaður stjórnar Reykjanes jarðvangs. Von er á sér- fræðingum í næsta mánuði til að taka út svæðið og er unnið að undirbúningi þess. Von er til þess að svör við um- sókn um vottun svæðisins sem jarð- vangs fáist í september, annaðhvort með fullri aðild eða upplýsingar um hvað megi betur fara. Stígar og merkingar Unnið er að stígagerð og uppsetn- ingu upplýsingaskilta. Það er gert undir merkjum jarðvangs-verkefnis sem er undanfari fullrar aðildar að samtökum jarðvanga. Fyrsti göngustígurinn undir merkjum Reykjanes jarðvangs liggur á milli Bláa lónsins og Grindavíkur. Hann er malbikaður upp frá Grinda- vík en mjór malarstígur hlykkjast síð- an í gegnum hraunið frá Þorbirni að Bláa lóninu. Stígurinn verður form- lega opnaður nk. miðvikudag og er at- höfnin liður í jarðvangsviku sem hófst í gær og stendur fram á föstudag. Verið er að leggja stíg frá Garð- skagavita meðfram ströndinni að Út- skálum í Garði og ganga frá stígum og merkingum við tjarnirnar í Sand- gerði. Róbert segir að byrjað verði á stígagerð og merkingum við forn- minjarnar í Húshólma. Reiknar hann með að það verkefni taki tvö ár og að leiðin verði ekki auglýst fyrr en geng- ið hafi verið frá svæðinu. Sambærileg verkefni eru í vinnslu við Selatanga og Reykjanestá. „Jarðvangshugmyndin gengur mikið út á að bæta aðgengi og gera úrbætur á ferðamannastöðum og fræðslu um jarðminjar og jarðsögu,“ segir Róbert og bendir á að þessi verkefni falli vel að þeirri hugsun. „Við sjáum strax árangurinn af þessari samvinnu. Sveitarfélögin og ferðaþjónustan vinna betur saman. Þegar vottunin verður komin munum við sækja inn á markað ferðafólks sem hefur sérstakan áhuga á jarð- fræði og náttúru almennt. Það sýnir reynslan úr Evrópu. Þessi hópur dvelur lengur á viðkomustöðunum og kaupir meiri þjónustu en þeir sem fara hraðar í gegn,“ segir Róbert. Fyrsti göngustíg- urinn í jarðvangi  Jarðvangsvika á Reykjanesi  Von á úttektarmönnum í næsta mánuði Morgunblaðið/Ómar Geirfugl Margt er að skoða á Reykjanesi, bæði gert af náttúrunni sjálfri og manna höndum. Jarðvangur » Jarðvangur er tákn um gæði í náttúrutengdri ferðaþjónustu – og virðing borin fyrir nátt- úrunni. » Fyrsti jarðvangurinn á Ís- landi er Katla jarðvangur sem nær yfir þrjú sveitarfélög við suðurströndina og var stofn- aður 2010. Um árabil voru sérstök Mæðrablóm seld á mæðradaginn til styrktar efnalitlum mæðrum á Íslandi. Þessi siður hefur nú verið endurvakinn og í ár hannaði Snæfríð Þorsteins sérstakt blóm úr pappír sem sjálf- boðaliðar útbjuggu undir hennar stjórn. Blómið er selt til að afla fjár í Menntunarsjóð Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur. Íslenskir blómabændur og Blómaval hafa síðan styrkt sjóðinn duglega með því að láta 1.000 kr. af hverjum seldum mæðradagsblómavendi renna í Menntunarsjóðinn. Á yf- irstandandi skólaári styrkti sjóð- urinn 15 konur til að stunda nám í margs konar greinum. Blómin eru m.a. til sölu í Iðu, Máli og menn- ingu, Eymundsson, Lyfju og Sig- urboganum, Kraumi og Þjóðminja- safninu, auk þess sem þau verða seld í Kringlunni á mæðradaginn 12. maí. Mæðrablóm verða seld á mæðradaginn Færeyinga- félagið í Reykja- vík er 70 ára um þessar mundir, en það var stofn- að 15. maí 1943. Í tilefni af af- mælinu verður efnt til fagnaðar í kvöld, laug- ardagskvöldið 11. maí, í sal félags eldri borgara, Stangarhyl 4 og hefst hann klukkan 18.30. Boðið verður upp á færeyskan mat og jafnframt munu dansarar frá Klakksvíkur dansfélagi sýna dansa. Síðan verður dansað undir tónum hljómsveitarinnar Klassík og væntanlega verða færeyskir hringdansar stignir fram á rauða- nótt. Veislustjóri verður Árni John- sen, fyrrverandi alþingismaður. Afmælisfagnaður Færeyingafélagsins Tinganes í Þórshöfn. Hjóladagur Vesturbæjar verður haldinn í dag, laugardaginn 11. maí, við Hagaskóla. Dagurinn hefst klukkan 10 með þrautabraut fyrir yngri krakkana. Kl. 11 hefst skiptihjólamarkaður og kl. 11.30 hefst Viðgerðartorg þar sem hjólaeigendur geta látið skoða fáka sína. Skrúðhjólatúr í fylgd lög- reglu hefst klukkan 11 og loks hefst hjólreiðakeppnin „Tour de Vestur- bær“ klukkan 12. Hjóladagur í Vestur- bænum í dag STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.