Morgunblaðið - 11.05.2013, Page 23
„Hann komst að því í fyrsta lagi að
þetta væri smitsjúkdómur og í öðru
lagi að meðgöngu- og einkennalausi
tíminn væri svo miklu lengri, að skipt
gæti árum. Þetta var á þeim tíma
byltingarkennt og krafðist breytts
hugsunarháttar,“ segir Jóhannes.
„Menn höfðu aldrei hugsað um sýk-
ingar svona, að þær gætu verið svona
langæjar, og sérstaklega að þær
gætu verið einkennalausar þetta
lengi.“
Jóhannes segir ekki vitað um
marga hæggenga smitsjúkdóma en
einn af þeim er HIV-veirusýkingin. Í
ljós hefur komið að hæggengir smit-
sjúkdómar orsakast annars vegar af
veirum, líkt og visna/mæði, en hins
vegar af smitandi prótínum, og er
kúariða dæmi um slíkan sjúkdóm.
Enginn vafi að hann hefði
fengið Nóbelsverðlaunin
Jóhannes segir menn hafa haft
uppi getgátur um að MS, eða heila-
og mænusigg, gæti flokkast til hæg-
gengra smitsjúkdóma en það var
nokkuð sem Björn hafði áhuga á að
rannsaka síðustu ár ævinnar. Hann
lést 16. október 1959 af völdum
nýrnakrabbameins en í bréfi til Hall-
dórs Þormars, sem hann samdi fjór-
um vikum fyrir andlát sitt, leggur
hann til að MS-rannsóknir verði efld-
ar umfram aðrar.
Björn ritaði á ferli sínum yfir
hundrað vísindagreinar og er sum-
staðar minnst í sömu andrá og frum-
kvöðla á borð við Louis Pasteur og
Robert Koch, að sögn Jóhannesar.
Dr. Carleton Gajdusek, sem hlaut
nóbelsverðlaunin árið 1976 fyrir
rannsóknir sínar á Kúru og Creutz-
feldt-Jakob-sjúkdómnum, sagði í
Morgunblaðinu 8. júní 1993 að eng-
inn vafi væri á því að verðlaunin
hefðu fallið Birni í skaut hefði hann
lifað. Í Morgunblaðinu 1. maí sama
ár sagði dr. Robert C. Gallo, annar
tveggja vísindamanna sem uppgötv-
uðu HIV-veiruna, að Björn hefði ver-
ið á undan sinni samtíð og að hug-
myndir hans skýrðu a.m.k. hluta af
hegðun alnæmissjúkdómsins.
Ljósmynd/Páll Sigurðsson
Vísindamenn Björn og samstarfsmenn hans á Keldum. F.v.: Páll Agnar
Pálsson, Björn Sigurðsson, Guðmundur Gíslason og Halldór Grímsson.
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
Taktu stjórnina
og stilltu
heyrnartækin
í Appinu
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is
Erum með allar gerðir
af heyrnartækjum
Fáðu heyrnartæki til reynslu
og stjórnaðu þeim með
ReSound Appinu
Komdu í
greiningu hjá
faglærðum
heyrnarfræðingi
Heyrðu umskiptin og
stilltu heyrnartækin
í Appinu
20% afsláttur
af þráðlausum Unite
aukabúnaði í maí
„Ég held að pabbi hafi verið hinn
þægilegasti maður. Hann hafði
ágæta kímnigáfu, var vinnusamur
og skipulagður, óhræddur, hafði
mjög víðtæka menntun og mörg
áhugamál,“ segir Jóhannes um
föður sinn. „Fólk bar virðingu fyrir
honum, en var ekki hrætt við
hann. Yngri læknar, nemendur
hans, sem seinna urðu mínir kenn-
arar, töluðu oft um hann, alltaf af
virðingu og hlýju. Ég heyrði það
stundum að hann hefði verið fjar-
lægur; ekki endilega hleypt öllum
að sér, en það er ekki mín minn-
ing.“
Björn og Una áttu þrjú börn sem
öll völdu að leggja fyrir sig lækn-
isfræðina: Eddu Sigrúnu augn-
lækni, fædda 1. desember 1936, en
hún lést 5. september 1987, Sig-
urð krabbameinslækni, fæddan 5.
júní 1942, og Jóhannes meina-
fræðing, fæddan 13. nóvember
1947, en hann varð tólf ára nokkr-
um vikum eftir að faðir hans dó.
Orðstír til að varðveita
„Mín minning er af því þegar
pabbi kallaði í mig og leiddi mig
hér um holtin, og við töluðum um
hvað sem er,“ segir Jóhannes þar
sem hann situr á bókasafninu á
Keldum. „Honum og mömmu
samdi mjög vel, hún var greind
kona og ákveðin, jafningi hans á
flestum sviðum utan læknisfræð-
innar.“
Það var ekki mikið rætt um lækn-
isfræði við máltíðir, frekar um
bókmenntir, myndlist og tónlist.
Björn var einnig áhugamaður um
öflugt rannsóknarstarf á Íslandi
Hafði trú á fólkinu í landinu
„Björn Sigurðsson hafði óbilandi
trú á landið okkar,“ ritar Margrét
Guðnadóttir veirufræðingur, í inn-
gangskafla að heildarútgáfu rit-
verka Björns frá 1990, en hún nam
hjá Birni á Keldum. „Ekki síðri var
trú hans á fólkið í landinu og þá
auðlind, sem býr í vel menntuðu
æskufólki, er fengi hér tækifæri til
að nýta krafta sína og þekkingu.
Þess vegna kaus hann að starfa
hér og byggja upp starfsaðstöðu
fyrir fólkið í framtíðinni. Að því
verkefni vann hann heils hugar til
hinstu stundar.“
og var einn af stofnendum Vís-
indasjóðs Íslands.
Jóhannes telur líklegt að faðir
hans hafi gert sér grein fyrir mik-
ilvægi kenningar sinnar um hæg-
genga smitsjúkdóma, að einhverju
marki a.m.k., og segir að þau
systkinin hafi vissulega verið með-
vituð um arfleifð hans.
„Auðvitað hefur okkur börnum
hans verið ljóst að hér er orðstír
og mannorð sem þarf að standa
vörð um. Þannig að það er kannski
ekki sama hvað úr þér verður,“
segir hann. „Auðvitað hefur okkur
alltaf verið ljóst hvaðan við kom-
um.“
Hafði ágæta kímnigáfu og var alls óhræddur
LÆKNISFRÆÐIN EKKI TIL UMRÆÐU VIÐ MÁLTÍÐIR
Fjölskylda Björn og synirnir Jóhannes og Sigurður, sem báðir eru læknar.