Morgunblaðið - 11.05.2013, Side 25

Morgunblaðið - 11.05.2013, Side 25
Seðlabanki Íslands Gjaldeyrisútboð Seðlabanki Íslands mun halda þrjú gjaldeyrisútboð 11. júní 2013. Útboðin þrjú eru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, sam- anber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011 (http://sedlabanki.is/afnam) og skilmála Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta frá 18. nóvember 2011 með síðari breytingum (http:// sedlabanki.is/fjarfesting) Útboð í fjárfestingarleið                                 - marksfjárhæð til þátttöku í útboðshluta fjárfestingarleiðarinnar eru EUR 25.000. Fjármálafyrirtæki sem gert hafa samstarfssamning við Seðlabanka Íslands um milligöngu munu annast framlagningu umsókna um fyrirhugaða þátttöku fjárfesta í útboðinu samkvæmt fjárfestingarleiðinni. Það útboð er opið fjárfestum sem hafa fengið samþykkta umsókn um þátttöku í fjárfestingarleið. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út í dagslok 22. maí n.k. Útboð í ríkisverðbréfaleið                    !  "#$ %% &%'*   +4   67 í ríkisverðbréfaleiðinni eru EUR 10.000. Tilteknir aðalmiðlarar á skuldabréfamarkaði hafa milligöngu um viðskipti í útboðinu gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Útboð um kaup á krónum gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Við- skiptabönkum er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin um kaup á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn áskilur sér rétt til að takmarka heildar viðskiptamagn með hliðsjón af áhrifum útboðanna á lausafjárstöðu fjármálafyrir- tækja. Endanleg útboðsfjárhæð ræðst af þátttöku. Útboðsfyrirkomulag er með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á sama verði (e. single price). Uppgjör viðskipta í útboðunum þremur verður 3 dögum eftir að útboði lýkur. Tilboðum skal skilað eigi   ** 9 '&*% ;      4 9! 6     9!  <!  !       7 =    !       +     + >??    is/utbod. Stefnt er að næsta útboði 3. september 2013. Nánari upplýsingar veita milligönguaðilar, aðalmiðlarar og viðskiptabankar. FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Náum áttum, forvarnahópurinn, heldur morgunverðarfund á Grand hóteli miðvikudaginn 15. maí nk. um brotna sjálfsmynd barna og unglinga, áhrifaþætti úr fjölmiðlum og hvernig styrkja má jákvæða sjálfsmynd. Fyrirlesarar eru El- ísabet Lorange, listmeðferðarfræð- ingur frá Foreldrahúsi, Vigdís Jó- hannesdóttir, ráðgjafi hjá PIPAR/TPWA auglýsingastofu, og Katrín Anna Guðmundsdóttir jafnréttishönnuður. Fundurinn stendur frá kl. 8.15-10.00 og fund- arstjóri er Margrét Júlía Rafnsdótt- ir. Skráningar eru á heimasíðunni www.naumattum.is og í þátttöku- gjaldinu, 1.800 krónum, er morg- unverður innifalinn. Fundurinn er 7. fræðslufundur Náum áttum í vet- ur og sá síðasti á þessu misseri. Rætt um ábyrgð for- eldra og fjölmiðla Lionsklúbbur Hafnarfjarðar út- nefndi á dögunum Karlakórinn Þresti Gaflara ársins 2013. Er það fyrir starf kórsins sl. hundrað ár. Um árabil hafa Lionsmenn út- nefnt einhvern Gaflara ársins sem hefur borið hróður Hafnarfjarðar út um byggð ból og verið bænum til sóma, eins segir í tilkynningu. Í Þröstum eru sextíu söngmenn. Margir eru búsettir í Firðinum en aðrir í nágrannabyggðum sbs@mbl.is Gaflarinn er Þröstur Hafnarfjörður Lionsmenn afhenda Þröst- um syngjandi Gaflaraverðlaunin góðu. BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Landsbankinn hefur frá fyrstu tíð verið einn af okkar helstu bakhjörlum Menningarnætur. Samningur þessi gerir okkur kleift að þróa hátíðina áfram auk þess sem fólk sem er að gera ýmsa áhugaverða hluti í list- sköpun hverskonar fær brautargengi með fjárstuðningi,“ segir Einar Bárð- arson forstöðumaður Höfuðborgar- stofu. Undirritaðir voru í gær samningar Landsbankans og Höfuðborgarstofu um áframhaldandi samstarf að minnsta kosti næstu tvö árin. Allt frá því fyrsta hátíðin var haldin hefur bankinn og hans fólk tekið virkan þátt í hátíðahöldunum. Hefur farið vel á því, þar sem höfuðstöðvar bankans eru í miðborginni sem er einmitt deigla Menningarnætur. Hafa í bankahúsinu jafnan verið ýmsir áhugaverðir atburðir sem hafa mikið aðdráttarafl. Jensína Böðvarsdóttir, fram- kvæmdastjóri þróunarmála hjá Landsbankanum, undirritaði samn- inginn í gær og Einar Bárðarson fyrir hönd Höfuðborgarstofu. Fjölmargt í Hörpunni Menningarnótt þetta árið verður 24. ágúst. Listviðburðir að þessu sinni skipta hundruðum og verða þeir með- al annars í Hörpu. Þá verður lögð áhersla á viðburði við gömlu höfnina, en þar er nú að finna fjölmarga sýn- ingarsali, veitingahús og vinnustofur listamanna. Einnig mun indverskra áhrifa gæta á hátíðinni í ár – og list hins fjarlæga lands í brennidepli. Bankinn áfram bakhjarl  Landsbankinn styður við listina  Fjölbreytt Menningarnótt í áliðnum ágúst í undirbúningi  Indversk áhrif verða áberandi  Gamla höfnin í brennidepli Morgunblaðið/Sigurður Bogi List Einar Bárðarson frá Höfuðborgarstofu og Jensína Böðvarsdóttir frá Landsbanka undirrita samninga. Morgunblaðið/Ómar Atgangur Víkingamenningin var áberandi á menningarnótt fyrir ári. Fulltrúar verkfræðistofunnar Eflu undirrituðu á dögunum samningi við norsku vegagerðina, Statens Vegvesen. Hafa Eflumenn þá samið við vegagerðina norsku á fjórum af fimm svæðum í Noregi um hin ýmsu samgönguverkefni. Eflumenn vinna um þessar mundir að ýmsum verkefnum á miðsvæði Noregs, m.a. hönnun á tveimur brúm rétt norðan Þrándheims sem eru 94 og 40 metra langar. „Við höfum lagt mikla áherslu á að skapa okkur sterka stöðu í sam- gönguverkefnum í Noregi og því er mikilvægur áfangi fyrir okkur að fá svo góða umsögn,“ segir Guð- mundur Þorbjörnsson, fram- kvæmdastjóri verkfræðistofunnar. Mikil aukning hefur orðið hjá Eflu í verkefnum í Noregi Hjá norsku dótturfélagi verkfræðistof- unnar starfa ellefu manns, m.a. að ráðgjöf við háspennulínur, og er það nú að breikka verksvið sitt sem kjölfesta í viðveru Eflu í Noregi. Mikilvægasti viðskiptavinur Eflu AS er Statnett, sem er samsvarandi Landsneti á Íslandi. Fjölbreytt verkefni Verkefnin í Noregi eru mjög fjöl- breytt. Eitt það nýjasta er áhættu- og áfallaþolsgreining vegna leng- ingar á Óperugöngunum sem eru jarðgöng í miðborg Osló. Göngin eru ein lengstu og fjölförnustu veg- göng í Osló, um 6 kílómetrar að lengd og um þau fara um 90 þúsund bílar á sólarhring. sbs@mbl.is Stafangur Tækifæri Efky liggja meðal annars í landi frænda vorra. Efla í norskri útrás Síðustu ár hefur stuðningur úr Menningarnæturpotti Lands- bankans runnið beint til lista- manna sem koma fram á hátíð- inni. Í ár verður kastljósi beint að gömlu höfninni og verk- efnum þar. Sú tenging er þó ekki skilyrði fyrir styrkveitingu. Styrkir úr Menningarnæturpotti eru 50 til 200 þús. kr. Beint í listina MENNINGARNÆTURPOTTUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.