Morgunblaðið - 11.05.2013, Síða 28
28 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900
Funahöfða 1
110 Reykjavík
Sími: 567-4840
ERTU MEÐKAUPANDA?Skjalafrágangur
frá kr. 15.080
Seljum allskonar bíla,
langar þig í einn?
Skráðu þinn frítt!
Okkur finnst gaman
að selja bíla,
viltu selja þinn?
SÖLULAUN frá kr. 39.9
00
„Ég hyggst ákæra fyrir hvert eitt og
einasta kynferðisbrot, hverja lík-
amsárás, hverja morðtilraun og öll
fóssturlátin sem hann olli,“ segir
Tim McGinty saksóknari í máli Ariel
Castro, mannsins, sem hélt þremur
konum föngnum í tíu ár í Ohio, í
Bandaríkjunum. McGinty segir að
brot Castro geti varðað dauðarefs-
ingu. Skrifstofa saksóknara sé nú að
yfirfara gögn málsins og hvort for-
sendur séu til að fara fram á dauða-
refsingu yfir Castro.
„Sonur minn er sjúkur maður sem
hefur framið alvarlegan glæp. Ég
þjáist mikið,“ segir móðir Castro,
Lillian Rodriguez. „Megi þessar
ungu konur fyrirgefa mér,“ bætti
Lillian við.
Samkvæmt heimildum CBS
fréttaveitunnar játar Castro brot sín
í handskrifuðu bréfi sem fannst á
vettvangi. Í bréfinu sem er dagsett
árið 2004 segir Castro að sér hafi
verið nauðgað af frænda sínum sem
barni. Þá hafi foreldrar hans einnig
misþyrmt honum. Í bréfinu lýsir
Castro sjálfum sér sem „kynferð-
islegu rándýri“, einnig ánafnar hann
fórnarlömbum sínum alla sína pen-
inga í bréfinu sem talið er að hafi átt
að vera sjálfsmorðsbréf.
AFP
Mannrán Ariel t.h., ásamt bræðrum sínum sem ekki eru taldir tengjast málinu.
Fer saksóknari fram
á dauðarefsingu?
Castro segist fórnarlamb misnotkunar
Söngvarinn frægi
Michael Jackson
þjáðist af ofsókn-
aræði, endurtók
sig í sífellu og
skalf af kulda síð-
ustu dagana sem
hann lifði. Þetta
sagði Karen Fa-
ye, förðunarsér-
fræðingur Jackson í 27 ár, við rétt-
arhöld gegn AEG Live
tónleikahaldaranum á fimmtudag.
„Þetta var ekki maðurinn sem ég
þekkti, hann hagaði sér eins og
ókunn manneskja,“ sagði Faye.
Jackson-fjölskyldan heldur því fram
að AEG beri ábyrgð á dauða popp-
goðsins, fyrirtækið hafi sýnt kæru-
leysi með ráðningu óhæfra lækna.
AEG ætlaði að standa fyrir röð 50
tónleika með Jackson sem lést
skömmu fyrir fyrstu tónleikana. Fa-
ye segir að Jackson hafi ekki verið í
neinu ástandi til að standast slíkt
álag. Þegar hún hafi vakið máls á
ástandinu við fulltrúa AEG hafi þeir
hundsað ábendingar hennar alger-
lega.
BANDARÍKIN
Þjáðist af ofsóknar-
æði fyrir andlátið
Michael Jackson
Fjórir hundar af
pitbull-tegund
urðu 64 ára konu
að bana í Los
Angeles í Banda-
ríkjunum á
fimmtudag. Kon-
an var á skokki
þegar hundarnir
réðust á hana og
lést hún af sárum
sínum þegar á
sjúkrahús var komið. Lögregla hef-
ur varað íbúa í nágrenninu við
hundunum sem ganga enn lausir.
Þeirra hefur m.a. verið leita úr
þyrlu. Í viðtali við AFP fréttaveit-
una segir talsmaður lögreglu að
hann hafi aldrei heyrt af árás sem
þessari. Skelfing hefur gripið um
sig meðal íbúa á svæðinu og segir
einn þeirra við fjölmiðla að hann
ætli að verða sér úti um byssu til að
vernda sig og fjölskyldu sína.
BANDARÍKIN
Fjórir hundar urðu
skokkara að bana
Hundur Pitbull
getur bitið frá sér.
Gengið verður til þingkosninga í
Pakistan í dag. Kosningarnar fara
fram í skugga ofbeldis og árása sem
raktar eru til talíbana. Kosningarn-
ar marka tímamót því í fyrsta skipti
í 66 ára sögu landsins mun lýðræð-
islega kjörin stjórn taka við af ann-
arri lýðræðislega kjörinni stjórn.
„Ef þið gefið okkur fimm ár þá
munuð þið sjá að við getum breytt
örlögum þessa lands,“ sagði Nawaz
Sharif, leiðtogi Pakistanska músl-
imabandalagsins við kjósendur í
gær. Búist er við því að Sharif verði
næsti forsætisráðherra en flokkur
hans þykir sigurstranglegur.
Krikketstjarnan Imran Khan,
leiðtogi Pakistönsku réttlætishreyf-
ingarinnar, ávarpaði stuðningsmenn
sína í sjónvarpi í gær. „Guð mun
ekki fjarlægja mig úr þessum heimi
fyrr en nýtt Pakistan hefur verið
skapað,“ sagði Khan en flokkur
hans hefur notið töluverðrar hylli í
landinu. Khan liggur á spítala en
hann hrasaðiá kosningafundi fyrir
skömmu.
Ráðast á flokksskrifstofur
Þá er formanns Pakistanska
þjóðarflokksins ógetið en sá heitir
Bilawal Bhutto, sonur fyrrverandi
forsætisráðherra, Benazir Bhutto,
sem var ráðin af dögum á sínum
tíma.
Pakistanski þjóðarflokkurinn er
einn þeirra flokka sem hafa orðið
fyrir árásum í aðdraganda kosning-
anna. Talíbanar eru taldir ábyrgir
fyrir fjölda ofbeldisverka í aðdrag-
anda kosninganna en meira en 120
manns hafa látið lífið í sprengingum
og skotárásum frá því um miðjan
apríl. Árásunum hefur einkum verið
beint að stjórnmálamönnum og
stjórnmálaflokkum, m.a. skrif-
stofum þeirra. Síðast í gær létust
fjórir og fimmtán slösuðust í nokkr-
um sprengingum nærri flokksskrif-
stofum í afskekktum héruðum
landsins. Óttast er að talíbanar sem
telja kosningarnar ganga gegn ísl-
amskri trú, hafi skipulagt sjálfs-
morðsárásir á kjörstaði í dag. Rúm-
lega 600 þúsund manns munu sinna
öryggisgæslu við kjörstaðina í dag,
þar af tugir þúsunda hermanna.
Framkvæmdastjóri SÞ, Ban Ki-
moon, hefur lýst yfir áhyggjum af
ástandinu og hefur hann hvatt pak-
istönsku þjóðina til að nýta lýðræð-
islegan rétt sinn friðsamlega, óháð
trú, kynþætti eða kyni.
heimirs@mbl.is
Kosningar í skugga ofbeldis
120 manns látist í árásum sem m.a. er
beint að stjórnmálamönnum og flokkum
AFP
Kosningar Hermenn standa vörð
þegar kjörgögn eru flutt í Karachi.
Björgunarsveitir fundu konu á lífi í
rústum byggingarinnar sem hrundi
fyrir sextán dögum í úthverfi Dhaka,
höfuðborgar Bangladess. Björg-
unarsveitarmenn á vettvangi heyrðu
neyðarköll konunnar, sem heitir
Reshma, í gærmorgun og í kjölfarið var
henni bjargað úr prísundinni. Hún var
flutt á spítala en er ekki talin alvarlega
meidd.
Björgunarsveitarmaðurinn sem varð
var við konuna, var að klippa sundur
járnbita þegar hann sá skyndilega
hreyfingu í brakinu. „Þegar ég leit nán-
ar ofan í brakið heyrði ég „hjálp, bjarg-
ið mér“. Ég kallaði samstundis á félaga
mína,“ sagði starfsmaður á vettvangi.
Stórtækar vinnuvélar sem byrjaðar
eru að taka til á vettvangi voru sam-
stundis stöðvaðar og konunni bjargað
úr brakinu.
Síðustu tölur herma að yfir þúsund
manns hafi látist þegar byggingin
hrundi en fleiri en tveim þúsundum hef-
ur verið bjargað. AFP
Fannst á
lífi eftir
sextán daga
Björgunarsveitarmenn björguðu konu úr rústunum í Bangladess