Morgunblaðið - 11.05.2013, Síða 35

Morgunblaðið - 11.05.2013, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Hinrik Davíð Jóhanna Óli Pétur Sími 551 3485, svarað allan sólarhringinn. Vefsíða www.udo.is ✝ Jón RúnarGunnarsson fæddist í Reykjavík 11. nóvember 1960. Hann lést á deild 11E á Landspít- alanum 29. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Gunnar Magn- ússon skipstjóri, f. 18. júní 1922, og Guðrún Gunn- arsdóttir húsmóðir, f. 21. sept- ember 1924, d. 8. maí 1992. Systkini hans eru Baldur, f. 20.5. 1942, kvæntur Eddu Karen Haraldsdóttur og eiga þau þrjú börn; Guðrún Sigríður, f. 30.11. 1943, og á hún fimm börn; Gunn- hildur Ólöf, f. 4.4. 1946, sambýlis- maður Guðmundur Arnaldsson og á hún eina dóttur; Magnús Björgvin, f. 14.7. 1947; Stefanía Sara, f. 5.9. 1949, gift Kristjáni Júlíusi Ágústssyni og eiga þau þrjú börn; Gunnar Magnús, f. 24.10. 1956, kvæntur Guðrúnu Hafdísi Eiríksdóttur og eiga þau tvö börn; Pétur Sigurður, f. 9.1. Fram til 1992 sinnti Jón Rúnar ýmsum störfum; hjá Ingvari Helgasyni, Innkaupasambandi slysavarnasveitanna, Mjólk- ursamsölunni og við sjómennsku á Jóni Finnssyni og Grindvíkingi. Árið 1993 hóf Jón Rúnar störf hjá Ísboltum í Hafnarfirði, fyrst sem sölumaður og síðar fram- kvæmdastjóri. Árið 2003 hóf hann störf sem sölustjóri hjá Sindra-Stáli og vann þar til árs- ins 2006 þegar hann ásamt fleir- um stofnaði CR-setrið í Graf- arholti og var hann rekstrarstjóri þar. Frá árinu 2009 starfaði hann hjá Verkfæra- sölunni í Síðumúla. Jón Rúnar stundaði ýmiskonar íþróttir á sínum yngri ár- um,fylgdist mikið með þeim alla ævi og þá sérstaklega fótbolta og var dyggur stuðningsmaður KR og Arsenal. Hann hafði mikinn áhuga á veiði og stofnaði ásamt æskuvinum sínum úr Grindavík veiðifélagið NAS. Jón hafði einn- ig mikinn áhuga á ferðalögum bæði með fjölskyldu og vinum. Jón Rúnar var félagi í Oddfellow- stúkunni Ara fróða í Reykjavík. Síðustu tíu árin skipuðu hund- arnir hans Gutti og Plútó einnig stóran sess í lífi hans. Útför Jóns Rúnars fór fram í Grafarvogskirkju í gær, 10. maí 2013. 1964, kvæntur Að- alheiði Pálmadótt- ur. Jón Rúnar kvænt- ist 25. maí 2002 Mörtu Kristínu Hall- dórsdóttur, f. á Ísa- firði 8.10. 1961. For- eldrar hennar eru Halldór Hall- dórsson, f. 27.3. 1933, og Lára Stein- unn Einarsdóttir, f. 28.6. 1933, d. 1.9. 2006. Dætur Jóns Rúnars og Mörtu eru Kristín Sara, f. 25.7. 1989, og Rúna Hlíf, f. 7.1. 1993, sambýlismaður hennar er Björn Viðar Sigurðsson, f. 18.12. 1982. Sonur Jóns Rúnars úr fyrri sambúð er Gunnar Birn- ir, f. 13.8. 1982, og móðir hans er Alda Björgvinsdóttir, f. 7.3. 1959. Jón Rúnar ólst upp í foreldra- húsum á Bústaðavegi og í Hvassa- leiti fram til níu ára aldurs og flutti þá fjölskyldan til Grindavík- ur. Eftir gagnfræðapróf lauk Jón Rúnar 1. stigi í Vélskóla Íslands og síðar verslunarprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Vegna mistaka birtist röng mynd með minningargreinum um Jón Rúnar Gunnarsson í blaðinu í gær og eru þær því endurbirtar. Morgunblaðið biður alla hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum. Tilefnið er ef til vill afmæli ein- hvers, fermingarveisla eða eitt- hvað slíkt. Það er gaman að hittast og allir spjalla saman í rólegheit- um þegar Jón Rúnar mætir í veisl- una. Honum fylgir frískur and- blær og allir taka eftir því að Jónsi er mættur. Honum liggur hátt rómur, kæti hans smitar við- stadda og yfirbragð samkomunn- ar breytist. Frá orkuboltanum stafar lífsgleði og þróttur sem hrífur nærstadda, hlátur hans er hljómmikill og smitandi og hann hefur næmt auga fyrir skondnu hliðunum í lífinu. Sérstaklega kann hann að finna fyndnu hlið- arnar á sjálfum sér eða einhverju sem varðar hann sjálfan og segir hann frá þessu á afar skemmtileg- an máta og með tilþrifum. Þannig minnist ég Jónsa mágs míns sem nú hefur kvatt þennan heim langt um aldur fram eftir erfið veikindi. Jónsi var meðalmaður á hæð, snöggur í hreyfingum og gat verið ör í lund. Hann kom alltaf til dyr- anna eins og hann var klæddur og dramb átti hann ekki til. Logn- molla átti ekki við hann en hann var blátt áfram og alltaf líf og fjör í kringum hann. Hann vann lengst af við verslunarstörf eftir að hann hætti sjómennsku og var ekki ónýtt að fá að leita ráða hjá honum um allra handa verkfæri sem við vorum báðir áhugamenn um. Hann fylgdist vel með málefn- um líðandi stundar og myndaði sér skoðanir sjálfur og ekkert var eins fjarri honum og að grípa við- teknar skoðanir sem margir að- hyllast að óathuguðu máli og gera að sínum. Hann þorði að mynda sér sínar skoðanir og standa fyrir þeim þótt þær væru ekki öllum að skapi. Það var alltaf gaman og gef- andi að ræða hin ýmsu málefni við hann. Ég er þakklátur fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman og minnist hans sem félaga sem alltaf var hress og kát- ur og miklaði ekki fyrir sér erf- iðleika í lífinu. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu Jónsa og systkina hans. Hilmar Sigvaldason. Í dag kveðjum við vin okkar hann Jón Rúnar sem fallinn er frá í blóma lífsins. Það er mikil sorg í hjarta og erfitt að sjá á eftir góð- um vini. Margar góðar minningar koma upp í hugann á þessari stundu og margs að minnast. Allar samveru- stundirnar, ferðalögin og matar- veislurnar sem við héldum saman. Jón var náttúrlega á grillinu enda hafði enginn roð við honum þar. Seinasta ferðalag sem við fórum saman var í nóvember 2011 þegar við skelltum okkur til New York í alveg ógleymanlega ferð. Sumarið 2012 greinist Jón með krabbamein sem að lokum tók hann frá okkur. Ég minnist þess vel að frá upp- hafi baráttu sinnar sýndi Jón úr hverju hann var gerður. Baráttu- andi, jákvæðni og þetta ótrúlega æðruleysi sem fylgdi honum þrátt fyrir erfið veikindi. Jón vildi lítið vera að vorkenna sjálfum sér, gaf manni upp stöðu dagsins og sagði að nú skyldum við tala um eitt- hvað skemmtilegra sem við og gerðum. Við fjölskyldan þökkum Jóni fyrir þann dýrmæta tíma sem við áttum saman. Elsku Marta, Kristín, Rúna, Gunni og Bjössi, við vottum ykkur alla okkar samúð. Blessuð sé minning Jóns Rún- ars Gunnarssonar. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Guðmundur, Hall- dóra og fjölskylda. Það var þungt högg að fá símtal mánudaginn 29. apríl síðastliðinn, þar sem fréttirnar voru þær að vinur okkar, Jón Rúnar, væri fall- inn frá. Við heimsóttum hann á sjúkrahúsið aðeins tveimur dög- um áður, við sáum og gerðum okk- ur alveg grein fyrir því hversu veikur hann var orðinn. Þetta er allt svo óraunverulegt, að einn úr þessum trausta og góða vinahóp skuli vera horfinn. Okkar vinskapur er búinn að vara lengi. Hefur staðið í u.þ.b. 40 ár. Fimm æskufélagar úr Grinda- vík, Jón Emil, Einar Dagbjarts., Jón Rúnar og við undirritaðir. Það er margs að minnast á svona tíma- mótum. Öll böllin í Festi og á öðrum skemmtistöðum á Suðurnesjum. Veiðiferðirnar norður á Skaga sem farnar voru í mörg ár. Alltaf síðasta helgin í maí. Gist í tjaldi og síðar í tjaldvagni og alltaf var tjaldað í kringum hellulögnina sem við útbjuggum við vatnið. Við vorum allir mjög hreyknir af þessu mikla framtaki í hópnum. Þetta var hálfgerð forstofa að okkur fannst. Við stofnuðum veiðifélag og nefndum það NAS. Við vorum oft spurðir: fyrir hvað stendur þetta? Jú, auðvitað, Netajaxlar að sunnan. Aðalfundir voru haldnir eins og hjá öðrum virtum félögum og þeir skráðir í fundargerðarbók. Mánaðargjald var innt af hendi. Lög félagsins voru samin að okkar hætti. Það voru mjög ákveðnar reglur sem giltu um aðalfundinn. Ekkert nema kaffi eða gos mætti drekka meðan á aðalfundi stæði. Eftir venjuleg aðalfundarstörf þá voru aðrar reglur í gildi.Við fjárfestum í netum, gúmmíbát og mörgu öðru. Eitt árið, þegar við komum norður, þá var vatnið okkar ísi- lagt og þá var ekkert annað í stöð- unni en að kaupa ísbor ef við lent- um í þessu aftur. Matarinnkaupin fyrir ferðirnar voru alveg kapítuli út af fyrir sig. Jón Rúnar var þar alveg sér á báti. Hann vildi annað sinnep en við hinir, aðra tómat- sósu, annað krydd og svo margt fleira. Hvað þýddi þetta? Jú, auð- vitað, mikil og dýr innkaup og mikla afganga. En þetta var bara fjárfesting í minningum þegar við hugsum til baka. Jón Rúnar var alveg einstak- lega orðheppinn og gat haldið langar einræður þar sem hann spann frásagnir og sögur alveg út í eitt. Við hinir sátum, hlustuðum, hlógum og grétum að ruglinu í honum. Sterkar skoðanir hafði hann á nánast öllum hlutum og lét þær óspart í ljós. Aðrir í þessum hóp höfðu þær líka. Skoðana- skipti voru þar af leiðandi mikil. Oft var mikið rifist og mikill há- vaði og allir töluðu hver upp í ann- an. Fótboltaferðir voru farnar til Englands, ógleymanlegar ferðir. Í haust, þegar Jón Rúnar var hress eftir lyfjagjöf, hitttumst við allir heima hjá Einari Dagbjarts. Við grilluðum, drukkum saman, allir gömlu brandararnir fengu nýtt líf, allar gömlu sögurnar voru sagðar aftur og aftur. Mikið er þetta allt óraunveru- legt og ósanngjarnt. Hér sitjum við og skrifum minningargrein um æskufélaga okkar. Þetta eru atriði sem áttu ekki að gerast fyrr en eftir mörg ár. Okkur finnst við vera svo ungir. Elsku vinur, þín verður sárt saknað. Þú verður alltaf í huga okkar. Elsku Marta, Gunnar Birnir, Kristín og Rúna, megi góður Guð styrkja ykkur í þessum mikla missi. Minningin um góðan félaga lifir í okkur. Magnús Andri Hjaltason og Hermann Waldorff. Hann Jón Rúnar er horfinn frá okkur svo alltof, alltof fljótt eftir erfiða baráttu við illvígan sjúk- dóm. Hann tókst á við það verk- efni eins og við var að búast með hetjuskap og æðruleysi. Hans er sárt saknað. Ég var fjórtán ára þegar ég kom til mömmu á fæð- ingardeildina til að skoða nýja bróður minn. Hún horfði brosandi á sjöunda barnið sitt nýfætt og sagði: „Hann á nú eftir að láta ykkur finna fyrir sér þessi!“ Ég spurði af hverju hún segði þetta og svarið var að hún sæi það í fjör- ugu augunum hans. Þá horfði ég í litlu augun og fannst ég geta fund- ið hvernig þau horfðu á móti full af glettni og ákveðni. Enda var hann varla kominn heim af fæðingardeildinni þegar hann áttaði sig á að ef hann teygði litlu hendurnar sínar nógu hátt upp þá gat hann gripið í og lyft sér upp og horft yfir brúnina á vögg- unni og þannig fylgst með því sem fram fór í herberginu. Þetta fannst öllum ótrúlegt að sjá hjá svona ungu barni en hann Jónsi var mættur á svæðið og þannig lifði hann. Alltaf vel vakandi og vildi ekki missa af neinu jafnvel þótt hann yrði að hanga á fing- urgómunum. Hún hafði rétt fyrir sér hún móðir okkar, þessi litli glókollur átti eftir að kalla fram í manni allan tilfinningaskalann. Einlægan kærleika en líka áhyggjur þegar honum datt í hug að prófa eitthvað glæfralegt. Erg- elsi þegar hann vann prakkara- strik, eins og að taka til á sinn hátt í herberginu mínu eða fóðra fiskana á nýja andlitsfarðanum mínum og líka stolt yfir endalaus- um dugnaði hans. Þó langoftast gleði og kátínu því hann var svo dæmalaust skemmtilegur. Mamma ráðlagði mér þegar ég átti að passa guttann að syngja fyrir hann ef hann væri órólegur því þá gat hann ekki staðist það að koma til mín ljómandi í framan og taka undir af hjartans lyst. Hann elskaði að syngja og hafði fallega kraftmikla rödd. Það liðu ekkert mörg ár þar til hann var ekki leng- ur „litli bróðir“ heldur hjálpsamur og traustur bróðir af allra bestu gerð. Hann var mjög handlaginn og snyrtimenni fram í fingur- góma. Það var gott að leita til hans, hann brást fljótt við af ósér- hlífni og örlæti. Hann og Marta konan hans komu sér upp fallegu heimili fyrir sig og börnin sín, heimili þar sem alltaf var tekið vel á móti manni. Það var aldrei logn- molla eða volæði þar sem Jónsi kom við sögu. Væri drungi ráð- andi á mannamóti gat hann með sinni góðu kímnigáfu fljótlega breytt andrúmsloftinu til hins betra. Það verður stórt tómið á fjölskyldusamkomum þar sem áð- ur dillandi hlátur hans og glað- værð settu mark á samverustund- irnar. En minningarnar um góðan mann munu hlýja okkur um hjartarætur og þar í hjörtum okk- ar mun hann lifa áfram og við finna fyrir arfleifð hans og návist. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elsku Marta, Gunnar Birnir, Kristín og Rúna. Síðustu vikur hafa verið ykkur erfiðar en þið staðið ykkur sem hetjur og verið okkur fyrirmynd á raunastund. Við Guðmundur biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og vernda í sorginni. Gunnhildur. Það fylgir því mikill söknuður að sjá á eftir kærum vini. Við Jón vorum samferða í 43 ár eða allt frá því að Jón flutti til Grindavíkur og við urðum bekkjarfélagar, þá 10 ára. Við höfum oft hlegið að því fé- lagarnir hvernig Jón hafi komið eins og stormsveipur inn í heim okkar. Kraftmikill gutti með sterkar skoðanir og ríka stjórnun- arþörf. Það var oft tekist hart á um yfirráð og völd. Tíminn leið og vinskapur okkar óx og treystist. Við stunduðum saman íþróttir, veiði, skemmtanir og yfirleitt allt það sem vinir gera. Að sjálfsögðu skildi leiðir nokkuð þegar við fórum að skapa okkur framtíð og fjölskyldur, en þó aldrei meira en svo að við vorum í reglu- legu sambandi og fylgdumst vel hvor með öðrum. Við vorum líka svo klókir að stofna veiðifélagið NAS ásamt æskuvinunum Einsa, Magga og Hemma. Saman fórum við í veiði- ferðir og svo þarf að sjálfsögðu að halda reglulega fundi í svona fé- lögum. Það merkilega er að innan svona félagsskapar eldast menn ekki. Hlutir þróuðust þannig að árið 2003 urðum við Jón vinnufélagar þegar Sindra-Stál, þar sem ég starfaði, keypti Ísbolta þar sem Jón var framkvæmdastjóri. Síðar urðum við viðskiptafélagar þegar við ásamt fleirum stofnuðum CR- setrið. Jón var frábær vinnu- og við- skiptafélagi. Hann var með ein- dæmum vinnusamur og einbeittur gagnvart þeim verkefnum sem hann tókst á við. Allir hlutir áttu að hafa sinn stað og ferlar vera skýrir. Traust og heiðarleiki sem gerðu hann að svo góðum vini voru jafn- framt hans styrkur í starfi. Nú þegar Jón er farinn er eftir tóm. Með hverjum á ég nú að leysa vandamál heimsins eða rífast yfir fréttum gærdagsins? Minningarnar eru margar og góðar og oft skellir maður upp úr við minnsta minningarbrot. Jón verður alltaf með mér. Jón Emil. Jón Rúnar Gunnarsson ✝ Flora Ida IlonaKörting fædd- ist 5. maí 1925 í Mo- sigkau við Dessau í Þýskalandi. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði 2. maí 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Fri- drik og Ida Kört- ing. Bróðir hennar, Alex, týndist í seinni heimsstyrjöld- inni. 1949 kemur Ilona til Íslands og ræður sig í vinnu á sumarhót- elinu Brúarlundi í Vaglaskógi, og síðan sem vinnukonu á Draflastöðum, hjá Sigurði og Kristínu, þar sem hún lærir að tala hreina íslensku. Hún fluttist að Syðra-Hóli 1950 og giftist Steinþóri Hermanni Stef- ánssyni, f. 12.10. 1923, d. 12.10. 1987. Ilona og Steinþór eign- uðust fjögur börn, 1) Sigríður Ída, f. 14.10. 1950, maki Guð- mundur Björnsson, f. 4.12. 1944, þau eiga þrjá syni, Steinþór, Hannes og Sindra og fimm barnabörn. 2) Stefán Páll, f. 4.2. 1952, d. 15.2. 1993, ekkja Sigríður Harðardóttir, f. 14.6. 1950, þau eiga tvö börn, Steinþór og Maríu og fjögur barnabörn. 3) Kristinn Sig- urður, f. 3.12. 1954, maki Jóhanna Sig- ríður Garð- arsdóttir, f. 1.8. 1959, skilin, þau eiga fjögur börn, Hermann Sigurjón, Friðrik Sveinn, Jón Alex og Ílóna Steinunn og sex barnabörn. 4) Jón Eyþór, f. 3.5. 1965, maki Stefanía Sigurjóns- dóttir, f. 7.5. 1967, þau eiga þrjú börn, Jósep Marinó, Sara Ósk og Stefán Páll. Ilona og Steinþór bregða búi 1971 og flytjast til Grenivíkur, og fer hún þá að vinna í fiski hjá frystihúsinu Kaldbak, og fljót- lega sem matráðskona. 1988 flytur hún til Akureyrar og vinnur í eldhúsinu á Kristnes- spítala þar til hún lætur af störf- um 1994. Ilona verður jarðsungin frá Draflastaðakirkju í dag, 11. maí 2013, kl. 13. Elsku amma mín, nú ertu búin að fá hvíldina. Þín er sárt saknað en ég veit að afi og pabbi hafa tekið vel á móti þér. Ein af mín- um æskuminningum er þegar við Steini bróðir fórum og gistum hjá þér og afa á Grenivík. Að fara ein til ykkar þótti mér gaman og mikið ævintýri. Göngutúrarnir í vinnuna til þín þegar þú varst að vinna í eldhúsinu í frystihúsinu eru minnisstæðir, þótt ég hafi sjálfsagt verið að þvælast fyrir fékk ég samt alltaf að vera með þér í vinnunni. Það var alltaf jafn gott og gaman að koma til ykkar afa hvort sem var til að gista eða bara í heimsókn, alltaf var maður jafn velkominn. Eftir að þú flutt- ir til Akureyrar voru heimsókn- irnar tíðari og við hittumst oftar. Að fara labbandi niður í miðbæ til að fara í banka eða á Gler- ártorg til að versla fannst þér ekki mikið mál, þú fórst flestra þinna ferða gangandi. Öll handa- vinnan sem er til eftir þig er listaverk og á ég marga fallega hluti sem þú hefur gefið mér, bæði dúka og sængurföt. Stef- anía dóttir mín hélt mikið upp á þig og hljóp hún alltaf í fangið á þér hvar sem hún sá þig og fékk sitt langömmuknús. Takk fyrir allt og allt elsku amma. María Stefánsdóttir og fjölskylda. Ilona Stefánsson HINSTA KVEÐJA Kveðja til langömmu. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Hvíldu í friði elsku langamma og takk fyrir ljúfar minningar í gegnum árin. Birta, Kári Hrafn og Hanna Sóley.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.