Morgunblaðið - 11.05.2013, Page 42

Morgunblaðið - 11.05.2013, Page 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 ✝ Unnur Júl-íusdóttir fæddist á Vorsa- bæ, A-Landeyjum 8. apríl 1934. Hún lést á dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu 1. maí 2013. Foreldrar henn- ar voru Júlíus Guðjónsson, sjó- maður og verka- maður, f. 28. júní 1905, d. 16. júlí 1988, og Guð- rún Sigurósk Jónsdóttir, hús- móðir, f. 9. desember 1906, d. 8. maí 1935. Fósturmóðir hennar var Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 6. maí 1880, d. 1. október 1966. Systkini Unn- ar eru: Markús Þórarinn, f. 1932, d. 1962, samfeðra eru: Guðrún Jóna, f. 1950, og Björn, f. 1952, auk þess átti Unnur tvö stjúpsystkini, þau Guðbjörgu Rögnu og Gylfa, og níu uppeldissystkini. Unnur giftist 25. des. 1953 Sigurði Sigurðssyni frá Stein- móðarbæ, V-Eyjafjöllum. For- eldrar hans voru Sigurður Sig- urðsson, f. 10.11. 1895, d. 11.6. 1981, og Sigríður Helga Ein- arsdóttir, f. 26.11. 1900, d. 2.11. 1985. 2001. 4) Hrafnhildur Sigurð- ardóttir, f. 28. maí 1969, maki Hjalti Garðarsson, f. 22. okt. 1960, og eiga þau þrjú börn. Guðrún Elísabeth, f. 1991, sambýlismaður hennar er Ti- mon D. Olsen, f. 1982, og eiga þau einn son, Tristan Amor, f. 2011, Haukur, f. 1995, og Hjalti Unnar, f. 2001. Unnur fæddist á Vorsabæ en ólst upp á Voðmúlastöðum frá eins árs aldri hjá Sigríði Guð- mundsdóttur. Hún lauk barna- skóla eins og gerðist á þeim tíma. Unnur og Sigurður byrj- uðu búskap sinn á Selfossi árið 1954 en fluttu síðan til Reykja- víkur árið 1962. Unnur vann ýmis störf en lengst af sem vagnstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og hóf hún störf þar árið 1977 í sumarafleys- ingum og í kjölfarið var hún fastráðin og starfaði sem vagnstjóri til ársins 1998. Hún tók virkan þátt í félagsstörf- um, var í kirkjukór Breiðholts- kirkju og í safnaðarnefnd Breiðholtskirkju frá stofnun hennar árið 1972. Árið 2005 flytja Unnur og Sigurður á Hvolsvöll, þar tók hún virkan þátt í starfi eldri borgara og söng með Hringn- um, kór eldri borgara. Síðasta árið dvaldi Unnur á Dval- arheimilinu Lundi á Hellu. Útför Unnar verður gerð frá Voðmúlastaðarkapellu í A- Landeyjum í dag, 11. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 16. Unnur og Sig- urður eignuðust fjögur börn 1) Guðrún Sigurðar- dóttir, f. 12. maí 1954, maki Torfi H. Sigurðsson, f. 28.10. 1953, og eiga þau fjögur börn. Björk, f. 1971, sambýlis- maður hennar er Jón Baldvin Árna- son, f. 1973, og á hún tvö börn, Elísu, f. 1994, og Henný, f. 1997. Unnþór, f. 1977, maki Carla Torrico Sanhueza, f. 1981, og eiga þau eitt barn, Gabríellu Björk, f. 2012. Elvar Páll, f. 1987, og Sigurður Helgi, f. 1989. 2) Sigríður Hrönn Sigurðar- dóttir, f. 27. maí 1955, maki Ingvar Björn Björnsson, f. 2. nóv. 1946, og eiga þau tvö börn. Tinna, f. 1974, og á hún tvö börn, Sögu, f. 1995, og Dag Júlíus, f. 2003. Ingvar Björn, f. 1976. 3) Markús Ómar Sigurðsson, f. 24. apríl 1963, og á hann þrjú börn, Sandra Dögg, f. 1986, og á hún eitt barn, Emilíana Unn- ur, f. 2004. Hrannar Freyr, f. 1994, og Roswitha Sigurósk, f. Elsku mamma mín, mikið óskaplega sakna ég þín. Þó svo að vitað væri að svona myndi fara er maður aldrei undir það búinn að kveðja þó að þú hafir verið farin frá okkur fyrir nokkr- um misserum. Mér fannst alltaf óréttlátt hvernig sjúkdómurinn tók huga þinn frá okkur svona snemma á lífsleiðinni. Og verst finnst mér að þetta var sá sjúk- dómur sem þú varst hræddust við að fá. En elsku mamma mín, þú varst svo sterk þegar þú viss- ir ekki hvað var að gerast með þig, ég dáðist að þér hvernig þú tókst á þessu til að byrja með. Ég er óskaplega þakklát því að aðstæður höguðu því þannig að ég gat verið hjá þér alveg til síð- ustu stundar, og staðið við lof- orðið sem ég gaf þér þegar ég var fjögurra ára, manstu hvað það var? Ég sagði við þig að þeg- ar ég yrði stór og þú lítil þá ætl- aði ég að passa þig eins og þú passaðir mig alveg eins og ég væri orðin voða fullorðin. Veistu mamma, að mér fannst þú alltaf svo ótrúlega flink í höndunum, það var sama hvort þú sast við saumavélina eða prjónavélina, allt var svo fallegt sem þú gerðir. Þú saumaðir á okkur systurnar tískufötin og prjónaðir á okkur prjónadressin og allt eftir nýj- ustu tísku. Ég man þegar ég gifti mig og við skruppum í kjólabúð til að skoða brúðarkjóla og þú skoðaðir þarna kjól sem ég var voða hrifin af en það var ekki til liturinn sem ég vildi. Ég var frekar leið yfir því, en þú sagðir að þetta væri ekkert mál, við myndum bara kaupa efni og þú ætlaðir bara að sauma hann, nokkrum dögum seinna var kominn þessi líka flotti kjóll. Svona varst þú mamma mín, allt- af að redda hlutunum fyrir okk- ur krakkana. Það var alltaf kátt á hjalla hjá ykkur pabba, mikill gestagangur, það má eiginlega segja að það hafi alltaf verið fullt hús og þá vantaði nú ekki kræs- ingarnar hjá þér, sama hvort það var kaffiborð eða matur, alltaf það besta og nóg af því. Já mamma mín og allt þetta kennd- ir þú mér, að elda, baka, sauma og prjóna og margt, margt fleira, ég gæti endalaust talið upp hvað þú hefur kennt mér, en ég ætla að láta nægja að setja hérna lítið ljóð sem segir eigin- lega allt sem ég vildi segja. Þú ert gull og gersemi góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augum skín. Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði – kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. (Höf. Anna Þóra) Elsku hjartans mamma mín, ég kveð þig núna með söknuð í hjarta en að sama skapi veit ég að nú ertu komin heim í faðm ástvina þinna og ég hlakka til að fá að faðma þig þegar við hitt- umst næst. Þín dóttir, Guðrún Sigurðardóttir. Elsku mamma mín og tengda- mamma. Nú er komið að kveðjustund og viljum við minnast þín með þessu fallega ljóði og þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið okk- ur. Nú kallið er komið þú hverfur á braut, hverfur og lífsins lokið er þraut. Fagnandi gengur þú farveginn þinn, frjáls inn í himininn. Lokið er ævistarfinu hér, starfinu því sem ætlað var þér, komin er hvíldin og kyrrðin til þín, kærasta mamma mín. Far í friði og Guð þig geymi, göngu er lokið í þessum heimi. Geymd er minning um móðurást og mildi þína sem aldrei brást. Kveðja vil ég og kveðju kæra kærleiksríka frá öllum færa. Börnum þínum og mökunum, barnabörnum og bóndanum. Er gengur þú glöð í himininn inn gæti þín ætíð alvaldurinn. Ætla ég samt að þar bíði þín afi og amma mín. Far í friði og Guð þig geymi göngu er lokið í þessum heimi. Geymd er minning um móðurást og mildi þína sem aldrei brást. Vertu sæl, ég þakka þér þetta líf, er gafstu mér. (Sigurhanna Ólafsdóttir) Hrönn Sigurðardóttir og Ingvar Björnsson, Ak- ureyri. Meira: mbl.is/greinar Elsku mamma mín, þú varst kletturinn í lífi okkar allra, þú varst svo sterk, dugleg og óeig- ingjörn á tíma þinn. Þú varst alltaf að gera eitthvað, stoppaðir einhvern veginn aldrei, enda var mottóið þitt að hafa alltaf eitt- hvað fyrir stafni. Yfirleitt var margt um manninn heima hjá þér, því að þú tókst öllum opnum örmum. Það er svo margs að minnast þegar ég hugsa til baka, þú varst ein mín besta vinkona og alltaf gat ég leitað til þín ef eitthvað var að. Við hittumst eða töluðum saman á hverjum degi og það var alltaf svo gott að koma til þín. Þið pabbi voruð boðin og búin til að hjálpa mér á allan hátt. Þegar ég kynntist Hjalta tókstu honum eins og þín- um eigin syni, og Guðrúnu El- ísabetu dóttur hans eins og þínu eigin barnabarni. Þú varst Hauki og Hjalta Unnari ómet- anleg, þú varst alltaf til staðar fyrir þá. Það gátu allir leitað til þín. Elsku mamma mín, þú kennd- ir mér svo margt, þú kenndir mér að sýna styrk og að sýna dýrum og mönnum, já bara öllu lífinu virðingu. Og að hafa gam- an af lífinu. Vegna þín er ég sú sem ég er í dag. Ég sakna þín svo óendanlega mikið og kveð þig með þessu ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Nú ertu loksins komin heim. Þín dóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir. Þá er hún elsku amma mín horfin á braut, þessi yndislega kona sem öllum vildi hjálpa og fórnaði sér hundrað prósent fyr- ir fjölskyldu, vini og alla þá sem þurftu á hjálp að halda. Þær eru margar minningarnar sem streyma fram á þessum tíma- punkti en það sem hún amma mín elskaði mest var að vera um- kringd fjölskyldu sinni. Það var alltaf margmenni á heimili henn- ar. Og alltaf fengum við krakk- arnir að taka þátt í öllu sem um var að vera t.d. sláturgerðinni í kjallaranum í Ósabakkanum þar sem stórfjölskyldan var saman- komin og allir fengu að taka þátt og hún var ólm í að kenna okkur réttu handtökin. Sem og kleinu- gerðin og vorum við alltaf fengin til að snúa kleinunum. Það voru margir sem ráku upp stór augu þegar maður var spurður „hvað gerir hún amma þín?“ og maður svaraði „hún keyrir strætó“, það fannst mörgum mjög merkilegt. Þær voru ófáar ferðirnar sem maður fór með henni í vinnuna og fékk ég að vera með henni í bílstjóraklefanum og stjórna skiptimiðavélinni og sturta pen- ingunum niður, þetta gerði mað- ur hring eftir hring heilu dag- ana. Og yndislegt fannst manni að vakna heima hjá henni á sunnu- dögum og finna ilminn af sunnu- dagshryggnum og gamla gufan í útvarpinu. Eins var það í sum- arbústaðnum hennar, dásamlegt að vakna á hverjum morgni við kaffiilm og gufuna. Og ekki var sprellið langt undan hjá henni ömmu. Man ég eftir því þegar við ákváðum eitt skipti að stríða afa aðeins en í hádeginu var yf- irleitt hlaðborð en í þetta skipti ákváðum við að setja hitabrúsa með vatni og eina bollasúpu á borðið og athuga hvað hann mundi segja og það eina sem hann sagði var: „Hva, bara veisla hjá minni?“ og við veltumst um af hlátri og bárum kræsingarnar á borðið. En elsku amma mín, þín verð- ur sárt saknað og vil ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér í gegnum tíðina og hefur það gert mig að betri manneskju að fá að njóta samvista við þig. Björk Sturludóttir og fjölskylda. Elsku amma mín. Takk fyrir alla góðu dagana og skemmti- legu minningarnar. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur bræð- urna. Ég man sérstaklega eftir öllum heimsóknunum til þín í Álftahólana, þegar ég var búinn í skólanum tók ég strætó nr. 8 til þín og þú áttir alltaf eitthvað handa mér að borða og á eftir tókstu fram spilin og kendir mér olsen olsen og ótukt. Eins á ég góðar minningar frá sumrunum í sumarbústaðnum, þegar þú kenndir mér að raka og reyta arfann, en það fannst mér ekkert mjög skemmtilegt, það þýddi samt ekkert að reyna að komast undan því að reyta arfann, þú stóðst fast á því að við strákarnir skyldum gera það. En þegar pabbi kom með fullt af timbri austur og ég fékk stæði fyrir kofann minn, sem mig langaði mikið að smíða, þá valdir þú stað fyrir hann og þið afi hjálpuðuð mér við að smíða grindina og hann varð fokheldur þetta sum- ar. Ég var fljótur upp í skapi þegar ég var ungur og margir höfðu gaman af því að æsa mig upp en þú hafðir alltaf réttu orð- in til að róa mig niður, sagðir að allir hinir væru bara kjánar og ég ætti ekkert að vera að ergja mig á þeim. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér amma mín, þín verður svo sannarlega saknað. Sigurður Helgi Torfason. Ég á ótal yndislegar minning- ar um hana ömmu sem ylja mér um hjartarætur og sem ég varð- veiti sem gull í huga mér. Ég kynntist ömmu þegar ég var þriggja ára og hún tók mér strax eins og sínu eigin barna- barni. Það má segja að amma hafi verið með hjarta úr gulli og alla vega fjórum númerum of stórt hjarta miðað við venjulegt fólk, amma var klárlega best í heimi. Fyrstu minningar mínar eru þegar afi og amma áttu heima í Furugrundinni, ég man eftir að hafa vaknað við suðið í gömlu Kitchen Aid-hrærivélinni sem malaði eitthvað gómsætt inni í eldhúsi, útvarpið í gangi stillt á Rás1 og amma að söngla „tíríral- lalæ“, það fannst mér mjög nota- legt og að vakna svo örlítið seinna og fá að smakka var sko ekki verra. Unnur Júlíusdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR JÚLÍUSSON, áður til heimilis að Skallagrímsgötu 7, andaðist í Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalar- heimili, Borgarnesi, föstudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 15. maí kl. 14.00. Pétur Helgi Pétursson, Sveinn Haukur Pétursson, Anna Kristín Stefánsdóttir, Anna Kristín Pétursdóttir, Ragnar G. Guðmundsson, Hjörtur Dagur Pétursson, afa- og langafabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILHELMÍNA G. VALDIMARSDÓTTIR frá Seljatungu, andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 1. maí. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 14. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag nýrnasjúkra. E. Gunnar Sigurðsson, Guðný V. Gunnarsdóttir, Sigrún S. Gunnarsdóttir, Jón Ásmundsson, Margrét Kr. Gunnarsdóttir, Gunnar Þ. Andersen, Laufey S. Gunnarsdóttir, Einar Gunnar Sigurðsson, Ingunn Svala Leifsdóttir, Richard Vilhelm Andersen, Andri, Ísak Logi og Dagur Orri Einarssynir. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, afi, bróðir og frændi, GODSON UWAWUKONYE ONYEMAUCHECHUKWU ANUFORO, Barmahlíð 33, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 19. apríl, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju í dag, laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Elizabeth F. Maro Anuforo, Obinna Sturla C. Anuforo, Ósk Ukachi U. Anuforo, Onyema Óðinn C. Anuforo, barnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORGRÍMUR KRISTMUNDSSON rennismíðameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 29. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miðvikudaginn 15. maí kl. 13.00. Gerður Gunnlaugsdóttir, Jón Þorgrímsson, Margrét Ólafsdóttir, Hrafnhildur Þorgrímsdóttir, Jón Marteinn Guðröðsson, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, Ragnar Guðjónsson, Kristjana Katrín Þorgrímsdóttir, Þór Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra UNNUR AXELSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 3. maí, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 13. maí kl. 13.30. Jónína Axelsdóttir, Guðrún Bergþórsdóttir, Jón Magnússon, Sigurður Bergþórsson, Hrafnhildur Eiríksdóttir, Þórhallur Bergþórsson, Ásdís Rögnvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.