Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva 1987 situr í minninu. Írinn Johnny Logan kom, sá og sigraði í hvítum jakka. Munnsvip- urinn er ógleymanlegur og hreyf- ingarnar á sviðinu sömuleiðis. Það var eitthvað sannfærandi við það hvernig hann beygði sig í hnján- um og söng „hold me now, don’t cry“ þannig að áhorfandinn trúði því innilega að hann meinti þessi orð. Johnny Logan skyldi sko fá að halda utan um okkur. Og engin tár skyldu falla – nema gleðitár. Í sömu keppni söng ísraelskur dúett hubba-hulle-grínsönginn sem naut talsverðra vinsælda og Halla Margrét leið hægt og hljótt um sviðið með framlag Íslands við undirleik Valgeirs Guðjónssonar. Langlífasta númerið frá þessari merku keppni 1987 er þó líklega framlag Ítalíu frá Umberto Tozzi & Raf, en þeir fluttu lagið Gente di Mare, sem átti eftir að gera það gott um ókomin ár. Þegar söngkeppnin gengur í garð, hvort sem við köllum hana júróvisjón, evróvisjón eða bara söngvakeppnina, þá rennur á okk- ur árlegt æði þar sem niður- bældar tilfinningar fá að flæða. Alltaf skal gæsahúðin koma jafn- mikið á óvart, enda fer restin af árinu í að reyna að telja sér trú um að þessi blessaða keppni sé tímaskekkja. Samt horfum við, gleðjumst saman, styðjum okkar fólk og fellum jafnvel tár. Jafnvel þótt Johnny Logan sé sestur í helgan stein. Reyndar er líklegt að tæknin spili með minnið þegar söng- keppnin 1987 er annars vegar. Undirrituð er ekki endilega for- fallinn aðdáandi akkúrat þeirrar keppni. Hins vegar var sú keppni tekin upp á forláta vhs-spólu á æskuheimilinu og því heldur oftar horft á hana en aðrar. Segið svo að sjónvarpsáhorf hafi ekki áhrif. RABBIÐ Árleg geggjun Eyrún Magnúsdóttir Þó að höfuðborgarbúum þyki sumarið seint á ferðinni hafa vetur og vor á suðvesturhorninu verið fremur mild og hlý miðað við það fannfergi sem íbúar á Norður- og Austurlandi hafa búið við í vetur. Í dag, hvítasunnudaginn 19. maí, snýst þetta við í fyrsta skipti í langan tíma þegar spáð er rigningu og roki á höfuðborgarsvæðinu en sól og blíðu norðan- og austanlands. Á horni Njálsgötu og Frakkastígs, fyrir framan söluturninn Drekann, nutu þessar vinkonur veðurblíðunnar með bland í poka. Unga fólkið er upp til hópa í miðjum prófum þessa dagana og því sakar það ekki mikið þótt ylströndin við Nauthólsvík sé ekki orðin jafnindæl og hlý og strendur Majorca. HVÍTASUNNUHELGIN BLÍÐ Í DAG FYRIR AUSTAN Morgunblaðið/Eggert KOMDU SUMAR EINSTAKA FÍFILL. NOKKUR HLAUPAHJÓL. ÖRFÁIR Á STUTTERMABOLUM. SVONA ER ÍSLENSKA SUMARIÐ SÍÐUSTU DAGA. ÞVÍ ÞARF EKKI MIKIÐ MEIRA EN SÓLARGLÆTU Á SKJÓLSÆLUM STAÐ VIÐ SÖLUTURN TIL AÐ GLEÐJA. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Tónleikar poppkórsins Vocal Project og Sniglabandsins. Hvar? Á stóra sviði Borgarleikhússins. Hvenær? Sunnudag kl. 20. ... Og allir í kór! Hvað? Hryllings- myndin Mama eftir Andrés Muschietti með Jessica Chastain, Megan Charpentier og fleiri leikurum. Hvar? Borgarbíó og Laugarásbíó. Hvenær? Laugardag og sunnudag. Hryllingsmynd Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Bingó. Hvar? Vinabæ, Skipholti 33. Hvenær? Sunnudag kl. 19:15. Nánar: Rannsóknir benda til þess að bingó sé betra fyrir heilann en bæði bridds og skák. Bingó í Vinabæ Hvað? Sýning á lista- verkum Magnúsar heitins Kjartanssonar myndlistarmanns frá árunum 1980-1983. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykja- vík. Hvar? Í Hverfisgalleríii, Hverfisgötu 4. Hvenær? Laugardag klukkan 17. Verk Magnúsar Hvað? Einleikur eftir Jón Atla Jónasson á ensku. Hvar? Kaldalóni, Hörpu. Hvenær? Sunnudag og mánudag kl. 20. The Deep Hvað? Stjarnan – FH í Pepsi-deild kvenna í fótbolta. Hvar? Samsung-völlurinn. Hvenær? Á laugardag kl. 14. Pepsi-deild kvenna * Forsíðumyndina tók Golli.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.