Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Síða 15
19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Byggingav
örur - byg
gingatækn
i
I I
Gylfaflöt 3 | 112 Reykjavík | Sími 533 1600 | aseta@aseta.is
É
g fór fyrst til Parísar á vegum Core.is og QNT fæðubótarefn-
anna þar sem þetta var allt nýtt fyrir mér. Ég tel mig ekki
vera þekkta en þarna úti var ég allt í einu stórstjarna. Ég
stóð á básnum í átta tíma á dag og það var endalaus straum-
ur af fólki að fá myndir og eiginhandaráritun. Þetta var mjög skrýtið
en mjög gaman,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir ein allra fremsta Bikini
Módel fitness-drottning landsins.
Kristbjörg er orðin eitt af aðalandlitum QNT fæðubótarefnanna og
ferðast vítt og breitt um heiminn af því tilefni. Er þar í hópi fólks
sem á það sameiginlegt að hafa líkama sem aðrir öfunda. „Þarna er
ég að kynna ONT fæðubótarefni og sjálfa mig og það hefur enginn
fengið svona samning hér heima að mér vitandi.“
Vinnur við áhugamálið
Íslendingar eru mjög framarlega í fitness-heiminum þrátt fyrir að
lungan úr þjóðinni glími við offitu. Reglulega berast fréttir af sigrum
og verðlaunasætum úti í hinum stóra heimi. Kristbjörg hefur ekki far-
ið varhluta af því og unnið nokkra glæsta sigra. „Það er alveg ótrú-
legt hvað margar stelpur og strákar eru að ná góðum árangri. Þetta
er lífstíll og ég er heppin að vera í raun að vinna við áhugamálið,“
segir hún en Kristbjörg vinnur í World Class í Laugum þar sem hún
mætir sex á morgnana og fer út um kvöldmatarleytið. Líkamsrækt á
hennar hug allan. „Ég geri voða lítið annað. Ég kann að meta hvíld-
ina þó að margir hafi sagt við mig að ég hvíli mig ekki nóg. Ég er
einkaþjálfari hér í World Class og svo er ég með námskeið sem heit-
ir Fitness Form ásamt góðri vinkonu minni Aðalheiði Ýr. Einnig er
ég að kenna Buttlift tíma þrisvar sinnum í viku og hefur það notið
gríðarlegra vinsælda.“
Með gott fólk í kringum sig
Eftir sýninguna í Frakklandi var förinni heitið til Þýskalands sem
kom Kristbjörgu mjög á óvart en þangað var hún að fara í fyrsta
sinn. „Það var fjórum sinnum stærri sýning en í Frakklandi. Það
voru níu hallir, álíka stórar og Laugardalshöll. Þar voru vörur og
annað tengt líkamsrækt, ýmis tæki og tól og bara á laugardeginum
komu 50 þúsund manns.“ Þar var sami áhuginn á Kristbjörgu.
Hún segir að hún hafi í sig og á eftir að hún komst á samning hjá
QNT. „Ég er svo heppin að vera með gott fólk á bakvið mig sem
styður mig í þessu og má þá helst nefna Alla og Einar hjá Core.is,
en þeir hjálpuðu mér að fá þennan samning, og einnig minn frábæra
þjálfara og æfingafélaga Konráð Val Gíslason en án hans hefði þetta
bara einfaldlega ekki verið hægt. En ég vonast auðvitað til að ég nái
enn lengra.
Ég hef það bara fínt. Ég er ekkert orðin rík en það vonandi kem-
ur með tímanum. Maður þarf bara að sanna sig. Það er ekki komið
ennþá. En þetta er spennandi.“
FITNESS-DROTTNINGIN KRISTBJÖRG JÓNASDÓTTIR
Stjarna úti í heimi
KRISTBJÖRG JÓNASDÓTTIR, ER KOMIN Á SAMNING
HJÁ FRAMLEIÐENDUM QNT FÆÐUBÓTAREFNISINS.
KRISTBJÖRG FERÐAST UM HEIMINN Á ÞEIRRA
VEGUM OG ER AFAR VINSÆL. HÚN VINNUR VIÐ
ÁHUGAMÁL SITT - AÐ VERA Í FORMI.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Kristbjörg Jónasdóttir
segir það muna miklu
fjárhagslega að vera
komin á samning hjá
framleiðendur QNT
fæðubótarefnisins