Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Page 22
 Epsom-saltbað Epsom-saltbað er þekkt fyrir að vera slakandi, draga úr verkjum og bólgum í líkamanum. Það er einnig frábær leið til að hreinsa dauðar húðfrumur. Epsom- saltið er líka gott gegn bólum, til að mýkja húðina og draga úr hrukkumyndun. Aðferð: Settu 300-500 g af Epsom-salti í heitt bað. Farðu ofan í og nuddaðu saltið inn í húðina á meðan það er að leysast upp. Það hreinsar dauðar húð- frumur. Slakaðu svo á í 15 mínútur á meðan Epsom-saltið smýgur inn í húðina. Þar sem Epsom-saltið er sérstaklega virkt salt er Epsom-saltbað ekki ráðlagt fyrir fólk með hjartavandamál, háan blóðþrýsting eða sykursýki, nema að ræða það við lækni fyrst.  Þurrburstaðu líkamann Þurrburstaðu líkamann helst 3-4 sinnum í viku eða minnst einu sinni í viku. Það er ekki langt síðan þurrburstun var tal- in vera hálfgerð vitleysa og tímaeyðsla, en þykir nú sjálf- sögð. Þurrburstun gjörbreytir ekki aðeins áferð húðarinnar þegar dauðar húðfrumur hverfa, heldur örvar burstunin fitukirtla húðarinnar og blóð- streymið. Húðin verður því mýkri og fær á sig fallegan gljáa. Aðferð: Notaðu þéttan og svo- lítið grófan bursta, lúffu eða hanska til að bursta húðina. Ekki bleyta hann eða húðina heldur burstaðu þurra húðina og byrjaðu við ökkla. Burstaðu alltaf upp á við eða að hjartanu. Forðastu að bursta brjóst og burstaðu aðeins létt og í mjúka hringi yfir maga. Ekki gleyma andlitinu en til þess þarf mjúkan bursta eða þurran bómullar- klút. Skelltu þér svo í góða sturtu og ekki verra ef hún er köld.  Lárpera fyrir þurra húð Fyrir þurra húð getur verið gott að taka að mestu inn- an úr lárperu (avocado) og nudda innanverðum berkinu yfir hreinan háls og andlit og skola með volgu vatni. Einnig getur verið áhrifaríkt til að auka raka húðarinnar og loka svita- holunum að nota léttpískaða eggjahvítu. Berðu hana á húðina með fingurgómunum. ÓDÝR VELLÍÐAN EN ÁRANGURSRÍK Dekraðu við þig heima SUMARIÐ ER FRAMUNDAN OG ÞVÍ ER UM AÐ GERA AÐ LÁTA SÉR LÍÐA SEM ALLRA BEST. HÉR SEGIR AF NOKKRUM AÐFERÐUM SEM GEFA GÓÐA RAUN EN ERU BÆÐI ÓDÝRAR OG ÁRANGURSRÍKAR. Borghildur Sverrisdóttir borghildur74@gmail.com Mælt er með því að fólk fari í kalda sturtu heima því kalda vatnið vekur líkama og sál og örvar blóðrásina. Vart þarf að taka fram að ekki er síðra að njóta hins tæra kalda vatns úti í náttúrunni. Morgunblaðið/Arnaldur 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 Heilsa og hreyfing Ég heyrði af mjög einkennilegu viðhorfi um daginnsem ég vona að sé ekki víðtækt.Ein hörkudugleg kona á sextugsaldri sagði mér frá samtali sínu við samstarfskonu sína. Þessi hörkudug- lega hjólaði einn daginn í vinnuna úr ræktinni og var örlítið móð þeg- ar hún kom inn en endurnærð og tilbúin að takast á við daginn. Samstarfskona hennar á svip- uðum aldri spyr hana hvort þetta sé nú ekki að verða búið. Mín kona skil- ur ekki alveg spurninguna og spyr hvað sé að verða búið. „Þessi líkamsrækt alltaf hreint,“ segir sam- starfskonan. „Jú, jú, einmitt. Ég er búin í dag, en á morgun tekur við nýr dagur,“ svarar mín og brosir. Sam- starfskonan heldur áfram og spyr hvort hún ætli sér alltaf að vera í þessu sprikli, hvort hún ætli aldrei að slaka á. Mín útskýrir að hreyfingin sé nú hluti af daglegri rútínu hjá sér og veiti henni einmitt svo mikla slökun og vellíðan. Lengi býr að fyrstu gerð Vana- og hegðunarmynstur okkar hefur mikil áhrif á lík- amlega og andlega heilsu og oft er erfitt að breyta áralöng- um venjum hversdagsleikans. Því er svo mikilvægt að skapa tiltekna hegðun snemma, því þær eiga það til að festast við mann. Okkur er kennt þegar við erum lítil að bursta tennurnar á hverjum degi, fara í hreina sokka, heilsa með handabandi og þakka fyrir okkur svo dæmi séu tekin. Þess vegna gerum við það á hverjum degi án þess að hugsa um það. „Kennslan“ fer ekki síst fram í gegnum foreldrana sjálfa sem eru stærstu fyrirmyndirnar og þeir eru það líka varðandi hreyf- inguna. Ef hreyfing er hluti af hvers- dagsleikanum sem barn eru meiri líkur á að hún verði það líka á fullorðinárum og minni líkur á að maður velti fyrir sér að hætta henni einn daginn. Sá hæfasti lifir! Ég tel að Darwin hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði að það sem segði til um lífslíkur lífverunnar væri að- lögunarhæfni hennar. Sá hæfasti lifir! Allar lífverur ganga í gegnum einhverjar breytingar á æviskeiði sínu og því er það gulls ígildi að kunna að bregðast rétt við slíkum breyt- ingum. Góð aðlögunarhæfni er það sem færir okkur vel- gengni, í víðasta skilningi þess orðs, á meðan vanhæfni til aðlögunar lætur okkur dragast aftur úr og veikjast. Offituvaldamál Vesturlanda er af mörgum talið faraldur, í það minnsta alvarlegt heilbrigðisvandamál. Hér er um að ræða afleiðingu óheilbrigðs hegðunarmynsturs okkar og slæmra ávana, þar sem við nýtum til dæmis ekki líkama okkar nægilega, þó að meltingarvegurinn hafi oftast nóg að gera! Við höfum ekki haft nægilega aðlögunarhæfni og ekki náð að bregðast rétt við breytingum síðustu 100 ár. Þegar lífsins gæði og tækifæri eru í hættu vegna hreyfingarleysis og ofneyslu sýnir það fram á aðlögunarhæfni að endur- skoða hegðunarmynstur okkar áður en það verður of seint. „ER ÞETTA EKKI AÐ VERÐA BÚIÐ?“ VANA- OG HEGÐUNARMYNSTUR OKKAR HEFUR MIKIL ÁHRIF Á LÍKAMLEGA OG ANDLEGA HEILSU OG OFT ER ERFITT AÐ BREYTA ÁRALÖNGUM VENJUM HVERSDAGSLEIKANS. FORELDRAR ERU MIKILVÆGUSTU KENNARARNIR OG STÆRSTU FYRIRMYNDIR VARÐANDI HREYFINGU. BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR Heilbrigt líf

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.