Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Page 24
María Rut Dýrfjörð hannaði vefnaðarvörulínu sem hún kallar Hulduheim. „Munstrin eru innblásin af byggingum Guðjóns Samúelssonar [fyrrverandi húsameistara ríkisins] sem hannaði m.a. Þjóðleikhúsið, Hallgrímskirkju og Akureyrarkirkju. Ég leitaðist við að finna það sem ekki er augljóst í verkum hans og nýtti sem innblástur í munstrin. Yfirfærði þau svo á textíl og prentaði á 100% bómul. Til gamans prentaði ég munstrin líka á gjafapappír og póstkort og draumurinn er að hanna heildstæða vörulínu. Veggfóður er til dæmis einn möguleikinn,“ segir hún. Úskriftarverkefni Söndru Kristínar Jóhannsdóttur er sniðugt loftljós, Triton, 55 x 50 cm að stærð, ætlað í borðstofu eða sali. „Það er hvítt en litirnir verða fleiri,“ segir Sandra sem þegar hefur stofnað fyrirtækið Karon um fram- leiðsluna. Þriðji nemandinn, Viva Straukaité, hannaði fallegar umbúðir utan um súkkulaði; bæði hefðbundnar og pakkningar sem hugsaðar eru til heimsendingar eftir að fólk pantar sér súkkulaðið af netinu. Vaivu dreymir um að gera hugmyndina að veruleika. Vefnaðarvörulína Maríu Dýrfjör ð sem hún sýnir á Vorsýningu myndlistarskó lans. Súkkulaðiumbúðir Vaivu Straukaité. Pakkningar Vaivu Strau- kaité utan um súkku- laðistykki, hugsaðar fyrir heimsendingar. Nemendur fengu það verkefni hjá bandarísk-um gestakennara að hanna pakkningar utanum makkarónukökur sem eru nú geysi-vinsælar vestanhafs. Þetta er ein lausnin. Grafískir hönnuðir: Vaiva Straukaité, Sandra Kristín Jóhannesdóttir og María Rut Dýrfjörð. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson UNGIR GRAFÍSKIR HÖNNUÐIR Á AKUREYRI Hannað af hjartans list VORSÝNING MYNDLISTARSKÓLANS Á AKUREYRI FER FRAM UM HELGINA. NOKKRIR GRAFÍSKIR HÖNNUÐIR ÚTSKRIFAST AÐ ÞESSU SINNI OG HÉR GEFUR AÐ LÍTA SÝNISHORN AF LOKAVERKEFNUM ÞRIGGJA ÞEIRRA. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hvíta loftljósið Triton, lokaverkefni Söndru Kristínar Jóhannesdóttur. Triton-ljósið er afhent í pörtum í tösku og eigandinn setur það saman sjálfur. Ljósið er einfalt í samsetningu og hægt að skipta um arma. Þeir eru sextán og sitja fastir í jöfnun hring. Hugmyndin er að það verði til í fleiri litum. Púðar úr vefn- aðarvörulínu Maríu Dýrfjörð. *Heimili og hönnunHjónin Hildur og Sigurður byggja sér draumahúsið í Skerjafirði »26

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.