Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 Matur og drykkir B urkni Maack Helgason sýndi meistaragrilltakta þegar tengda- fjölskyldan kom í mat á dögunum. En tengdaforeldrar hans, mágkona og mágur skiptast á að bjóða hvert öðru í mat einu sinni í viku. „Við höfum gert þetta núna í einn eða tvo vetur og þetta er skemmtileg leið til að halda hópinn. Ég er talsverður matmaður og finnst í raun skemmtilegt að elda hvað sem er svo lengi sem ég hef tímann fyrir mér í eldamennskunni. Sólin þarf ekkert endilega að sýna sig til að ég grilli enda er ég með yfirbyggðar svalir og grilla því bara þegar mér sýnist,“ segir Burkni og bætir við að hann hafi reynt að gera grillmatinn dálítið öðruvísi í þetta sinn þar sem hann hafi jú verið með áhorfendur. Burkni velur frekar safaríkt kjöt með fitu og beini á grillið heldur en t.d. kjúk- lingabringur og kaupir t.d. gjarna grísahnakka þar sem þeir grillast mjög vel. Einnig grillar hann gjarnan fisk og þá á háum hita á grillpönnu með grænmeti og vatnslögg undir þannig að fiskurinn gufusjóði en brúnist að ofan. Burkna finnst gott að nota smjör og rjóma í matargerð og segist því lítið hugsa um að lágmarka fitu enda sé maturinn oftast hollur sem slíkur. Í þetta sinn grillaði Burkni gott kjöt með fjölbreyttu meðlæti í anda Miðausturlanda og Miðjarðarhafsmatargerðar í bland. Eftirrétturinn var síðan alvöru sælgætissprengja og eins skotheldur og hann getur orðið. „Ég reyni oftast að nota sömu bragðtónana í gegnum þann mat sem ég geri og nota þá sömu fjórar eða fimm kryddtegundirnar í matinn. Þeir réttir sem ég gef hér uppskrift að endurspegla það svolítið. Síðan nota ég talsvert myntu í matargerð sem vex hér eins og illgresi og það meira að segja norðanmegin við húsið. Síðasta sumar var hér mittishár myntu- skógur fyrir utan og gætum við örugglega haldið gott mojhito boð hér einn daginn,“ segir Burkni en á sumrin gerir hann gjarnan sósur þar sem aðaluppistaðan er grísk jógúrt og mynta. Þá vex einnig sjálfsáið rúkóla í stéttinni fyrir framan húsið og þau hjónin því vel í sveit sett. Burkni við grillið með gómsætt kjöt og meðlæti á blússandi hita. Sonurinn Dagur Einar lét ekki sitt eftir liggja í kjötátinu og fékk að naga það beint af teininum, virðist honum líka það vel. FJÖLSKYLDUMÁLTÍÐ Í FOSSVOGINUM Grillar allan ársins hring TENGDAFJÖLSKYLDA BURKNA MAACK HELGASONAR BORÐAR SAMAN EINU SINN Í VIKU OG Í ÞETTA SINN GRILLAÐI BURKNI KJÖT OG FJÖLBREYTT MEÐLÆTI. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þessi eftirréttur gerist ekki ein- faldari en er algjörlega skot- heldur. 1 poki frosin berjablanda Þristar og Mars eins og hver getur í sig látið. Aðferð Súkkulaðið er smátt skorið og blandað saman við berin, blandan er síðan grilluð og loks borin fram með ís úr vél. Þristar og Mars-bomba
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.