Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 38
Ein klassísk – hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns?
Hmm, þessi er mjög erfið þar sem ég tel mig hafa gert ansi mörg góð
fatakaup. Ég keypti leðurbuxur í H&M á góðri útsölu fyrir nokkru sem
ég hef varla farið úr, gífurlega ánægð með þær og finnst þær alltaf
ganga. Uppáhaldsskórnir mínir eru hælar frá Billibi úr GS skóm, þeir eru
enn eins og nýir þrátt fyrir að vera tveggja ára gamlir og hafa gengið í
gegnum súrt og sætt, í orðsins fyllstu merkingu. Klárlega peninganna
virði og rúmlega það.
En þau verstu?
Ég ætla að segja Jeffrey Campbell hælar sem ég keypti í New York.
Þeir eru fullkomnir í útliti en eru mín verstu kaup að því leytinu til að
þeir eru allt of háir (17 cm) og þar af leiðandi óþægilegir og ónothæfir.
Þeir eru samt ansi flott mubla inni í herberginu mínu! Ég held ég eigi tvö
önnur skópör sem þessi sama saga gildir um. Skynsemin því miður ekki
ríkjandi þegar þessi kaup áttu sér stað.
Hvar kaupir þú helst föt?
Hér á Íslandi myndi það vera Galleri 17, GS skór, Topshop, Zara og
Spúútnik. Ég ferðast mikið utan og þá sérstaklega til Danmerkur en stór
hluti af fataskápnum mínum er úr Monki, H&M, Weekday og Urban Out-
fitters.
Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í?
Ég reyni að sleppa því þegar ég er erlendis að fara inn í rándýrar
merkjabúðir, sérstaklega þar sem ég á ansi erfitt með mig þegar ég sé
eitthvað sem mig dauðlangar í. All Saints og Urban Outfitters eru mér
mjög ofarlega í huga, ég held að ég myndi glöð taka á móti bókstaflega
öllum vörum sem eru seldar þar inni. Svo finnst mér herradeildirnar alls
ekki síðri. Ég elska að skoða flott strákaföt.
Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í?
Já, heldur betur, ætli ég hafi ekki verið í 7. bekk þegar ég átti legg-
hlífar í öllum heimsins skærum litum og var með litrík gúmmíarmbönd
frá úlnlið upp að olnboga. Já svo klippti ég líka á mig topp á þessum tíma
sem fór mér skelfilega.
Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt?
Alls ekkert sérstakt. Ég vel mér bara það sem mér finnst flott hverju
sinni og það er eins misjafnt og það er margt. Ég held því fram að ég sé
alæta á fatnað. Ég get bæði verið mjög dömuleg í háum hælum og kápu
og eins dottið í það að vera í buffaloskóm við gráar kósíbuxur, skyrtu í yf-
irstærð og loðfeld.
Litadýrð eða svart/hvítt?
Klárlega litadýrð, þó svo að mér finnist svart/hvítt/grátt „lúkk“ alltaf
klassík.
Hefurðu augastað á einhverju fallegu fyrir sumarið?
Já, er það ekki alltaf svoleiðis. Litirnir verða meira áberandi og fólk
verður léttara í lund. Ég hlakka mikið til að leggja hlýju jakkana og peys-
urnar til hliðar og draga fram léttari fatnað. Ég spái mikið í flott sólgler-
augu. Flott bikiní og sundbolir, sandalar, háar stuttbuxur/pils. Hvítt ofan
á hvítt, maxi-kjólar og -pils. Strigaskótískan hefur verið áberandi og ég
held að það sé komið til að vera, sem kemur sér auðvitað vel upp á þæg-
indin að gera. Netabolir, magabolir og svona gæti ég lengi talið áfram.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl?
Þau eru eiginlega allt of mörg. Olsen-tvíburasysturnar Mary-Kate og
Ashley eru t.d. alltaf flottar að mínu mati.
Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð?
Ég á því miður engan einn uppáhaldshönnuð. Það getur verið rosalega
misjafnt hvað sami hönnuðurinn sendir frá sér og sumt er í uppáhaldi hjá
mér og annað ekki. Ég fylgist meira með línum sem hönnuðir senda frá
sér hverju sinni og met það út frá þeim.
Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut
myndirðu kaupa?
Þá ætti ég örugglega endalaust af töskum og fylgihlutum frá Marc Ja-
cobs og Mikael Kors. Svo myndi ég biðja Veru Wang að hanna handa
mér brúðarkjól.
Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin
vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert
færirðu?
Ég er rosalega hrifin af gamaldags tísku. Tískan frá 8. og 9. áratug-
unum er í miklu uppáhaldi hjá mér og færi ég helst þangað. Ég myndi
fara til annaðhvort Bretlands eða Bandaríkjanna.
Mary Kate og Ashley eru
í uppáhaldi hjá Fanney.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Kíki líka í herradeildina
FANNEY INGVARSDÓTTIR, SEM VANN TITILINN UNGFRÚ ÍSLAND 2010, SPÁIR MIKIÐ Í TÍSKU. HÚN ER AÐ VINNA Í GS SKÓM
OG Í WORLD CLASS OG ER AÐ FARA TIL SVÍÞJÓÐAR Í BYRJUN JÚNÍ Í SIGLINGU. SVO ER ÞAÐ HÁSKÓLANÁM Í HAUST.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Jeffrey Campbell skór eru með stóra
hæla. Svo stóra að Fanney getur ekki
notað skóna. En fallegir eru þeir.
FANNEY INGVARSDÓTTIR
Simon Cowel með Ray Ban sólgler-
augu sem Fanney kann að meta.
*Föt og fylgihlutir Ljósmyndari á vegum Morgunblaðsins myndaði kjólana á kvikmyndahátíðinni í Cannes »40