Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Síða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Síða 45
Hún vísaði til þess að móðir hennar hefði dáið úr brjóstakrabbameini og rannsókn hefði sýnt að hún sjálf hefði stökkbreytt gen (BRCA1) sem leiddi til þess að 87% líkur stæðu til að hún fengi sama bana- mein og móðir hennar. Nú er auðvitað ljóst að ýmsar konur hafa eftir innri baráttu tekið svipaða ákvörðun löngu á undan leikkonunni og lítt verið með það látið nema í þrengsta hring í kringum hana sem átti í hlut. En í þessu tilviki er ljóst að „frægðin“ setti hina per- sónulegu ákvörðun leikkonunnar í annan farveg en þann sem virðist eðlilegastur. Heimsfrægðin hefur fært leikkonunni fúlgur fjár, en hún sjálf hefur um leið orðið eins konar almenningseign, eins og Íslend- ingar meina að kvótinn sé. Enginn vafi er á að slík ákvörðun og aðgerð sem leikkonan ákvað að gangast undir, fullfrísk og frægust fyrir óaðfinnanlegt útlit, hefði spurst út fyrr en síðar, enda mætti fjársjóð hafa upp úr því að koma slíkri frétt á framfæri. Leikkonan ákvað því að leitast við að hafa sjálf þá stjórn á um- ræðunni sem hún mátti. Hún sagðist jafnframt vilja að sín ákvörðun mætti auðvelda kynsystrum sínum í áþekkri stöðu að gera upp sinn hug, frammi fyrir hræðilegum raunveruleika. Leikkonan nefndi sér- staklega að þær rannsóknir sem lágu til grundvallar væru ekki ódýrar. Það breytti engu í hennar tilviki, en þegar jafnmikið væri í húfi þyrfti að draga sem mest úr slíkri hindrun fyrir konur almennt. Yfirskyggði alla umræðu Þannig stóð á í Bandaríkjunum þegar Angelina Jolie leikkona sagði sína sögu að Obama forseti var að ganga í gegnum einn versta kaflann á forsetaferli sín- um fram til þessa. Vitnisburðir vegna sendiherravígs í Benghazi voru að snúast gegn honum. Komið hafði á daginn að bandaríski skatturinn hafði lagt stjórn- málalega andstæðinga forsetans í einelti (ekki þó með vitund hans) og loks spurðist að FBI, alríkislög- reglan, hafði útvegað sér skrár yfir símtöl frétta- manna AP-fréttastofunnar til að upplýsa meinta leka. Talað var um hina óvenjulegu uppákomu „þriggja skandala pakkans“. Jafnvel Nixon hefði ekki lent í öðru eins. Meira að segja hin kunna vinstrislagsíða á bandarískum fjölmiðlum (-FOX) fór hjá sér og treysti sér ekki til að draga taum forsetans. En öllu þessu uppnámi og fréttafári skaut Angelina Jolie til hliðar með yfirlýsingu sinni og yfirskyggði það allt. Al- heimsfrægð, kynþokki, Hollywood, mál sem allir fá skilið og illvígur sjúkdómur, sem flestir þekkja dæmi um nærri sér og sumir hræðilega nærri, yfirtók alla umræðu í einni svipan. Að sumu leyti varð athyglin markvissari og ekki eins yfirborðskennd hér á landi, m.a.vegna þeirrar sérstöðu sem Íslensk erfðagrein- ing og Kári Stefánsson hafa skapað. Grein Kára Í upphafi greinar í föstudagsblaði Morgunblaðsins segir Kári Stefánsson: „Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa unnið að rannsóknum á erfðum fjölmargra sjúkdóma á síðustu sautján árum og hafa lagt töluvert af mörkum til þess fjölda meingena sem hafa uppgötvast á því tímabili. Þeir hafa einnig öðlast mikið innsæi inn í það hvernig íslensk erfðamengi eru samsett og gætu þar af leiðandi sagt fyrir um það með mikilli vissu hvort einstaklingar hýsi stökkbreyt- ingar í genum sem geta leitt til illvígra sjúkdóma eins og ákveðinna krabbameina. Flest þessara krabba- meina eru þess eðlis að þau deyða þann sem greinist með þau nema þau greinist snemma eða gripið sé inn í áður en þau greinast. Þar af leiðandi væri hægt að bjarga mannslífum ef hægt væri að bera kennsl á þá sem hafa stökkbreytingar sem auka líkur á þessum meinum. Ég hef bent heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi á þann möguleika sem felst í getu okkar til þess að finna þessa arfbera en hef talað fyrir daufum eyrum eða málinu hefur verið vísað til nefnda sem hafa kom- ist að raun um að réttast sé að gera ekkert og leyfa þessu fólki að deyja sínum drottni óáreitt vegna þess að áreitið af því að vita af hættunni vegi þyngra en möguleikinn á því að bjarga lífi þess.“ Í greininni hafnar Kári Stefánsson þessu sjónar- miði og færir fram einföld en slándi rök máli sínu til stuðnings. Hann telur að íslensk þjóð eigi að nýta sér þann möguleika sem fyrir hendi sé til bjarga „sínum frá grimmum örlögum“. Og segir svo: „Mér finnst að við eigum að láta einstaklinga vita, frekar en að segja þeim að þeir geti leitað upplýsinga.“ Vera má að sú umræða sem nú hefur farið af stað verði til þess að allur fjöldinn leiti slíkra upplýsinga, sem Kári bendir á að geti verið innan seilingar og það leiði til að fleiri bjargist eða öðlist lengra líf eða bæri- legra fyrir vikið. En hitt er augljóst að viðbrögð heil- brigðisyfirvalda við sjónarmiðum og ábendingum Kára Stefánssonar hafa verið ófullnægjandi og raun- ar óframbærileg fram til þessa. Vonandi bæta ný yfir- völd heilbrigðismála úr því sem aflaga fór um leið og þau fá tækifæri til. Morgunblaðið/Ómar 19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.