Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Síða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Síða 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 Þ að er alltaf falleg stemning í Stykkis- hólmi, en þennan dag er hún óvenju falleg. Það er verið að sjó- setja gamlan súðbyrðing sem gerður hefur verið upp í Skipavík og þó að viðburðurinn hafi ekki verið auglýstur, þá hefur nokkur hópur safnast saman við fjöru- kantinn. Tilefnið er ærið. Bát- urinn sem lá ónotaður og undir skemmdum í ársbyrjun verður í stóru hlutverki á Arsenale, al- þjóðlegu sýningunni á Feneyja- tvíæringnum. Hugmynd úr bók „Hugmyndin kviknaði út frá mynd í kokkteiluppskriftabók sem Edda systir kærustunnar minnar á,“ segir listamaðurinn Ragnar Kjartansson um verkið. „Titill bókarinnar er Hollywood Recipes og hún hefur að geyma úrval þynnkudrykkja. Þar er ótrúlega falleg mynd af skipi sem siglir inn í partí. Þetta er atriði úr kvikmyndinni „Do You Rem- ember Last Night“. Einhverjum leikmyndahönnuði í Hollywood hefur tekist að skella saman þessu skipi, sem er undarleg blanda af víkingaskipi, grísku skipi og Feneyjagondól. Og það heitir þessu frábæra nafni, S.S. Hangover.“ Samtalið á sér stað nokkrum dögum fyrir sjósetninguna þegar við erum á leið til Stykkishólms í gömlum kadiljáki sem Ragnar keypti ásamt vini sínum tónlistar- manninum Davíð Þór Jónssyni fyrir nokkrum misserum. Það eru öskubakkar í öllum bílhurðum og leyfist að reykja í bifreiðinni, kannski af því það hæfir tíð- aranda kadiljáksins. „Það er gullfalleg melankólía í kvikmyndinni,“ segir Ragnar. „Út frá því kviknaði hugmynd um bát sem siglir stöðugt á milli tveggja staða með hljóðfæraleikara um borð og þeir flytja melankólískt blásaraverk, nokkurskonar „fan- fare“ eða lúðrablástur. Mér fannst því blasa við að tala við Kjartan Sveinsson.“ Téður Kjartan situr í framsæt- inu við hlið Ragnars í kadiljákn- um þennan dag. Hann iðar í skinninu, enda ætlar hann að nota innblásturinn til að ljúka við lúðrablásturinn. En Ragnar er viss um afraksturinn. „Kjartan er dásamlegt tónskáld; hann er svo naskur á að búa til tónlist sem maður nær hreinni tilfinningalegri tengingu við. Hann hefur opið hjarta sem tónskáld. Það lá beint við að þetta yrði sambland af til- finningasemi og gnæfu – er það ekki þýðingin á „majestic“ – og bát með þetta stóra nafn, S.S. Hangover.“ Hinn fullkomni bátur „The World has Ended“ með Lo- uvin Brothers er á fóninum, sem rímar óneitanlega við sýningu Ragnars í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum árið 2009, en þá var yfirskriftin „The End“. Þá var Ragnar í Feneyjum í sex mánuði og málaði að jafnaði eitt portrett á dag af gjörningalista- manninum Páli Hauki Björnssyni, sem sat fyrir á Speedo-sundskýlu. Hann þekkir því vel til í gömlu síkjaborginni og ætlar að heim- sækja nokkra gamla kunningja, en verður ekki í burðarhlutverki í gjörningnum sjálfum að þessu sinni. „Ég læt mér nægja sigl- ingu þegar þetta verður prufu- keyrt í Feneyjum,“ segir hann. „En ég ætla ekkert að vera með í performansinum.“ Súðbyrðingur gengur í endurnýjun lífdaga Ragnar Kjartansson með Sólveigu Katrínu dóttur sinni á hafnarbakkanum og S.S. Hangover í bakgrunni. Ragnar smellir kossi á Guðrúnu Ásmundsdóttur móður sína. S.S. HANGOVER ER YFIR- SKRIFT LISTAVERKS RAGN- ARS KJARTANSSONAR SEM HLEYPT VERÐUR AF STOKK- UNUM Í ARSENALE Á FEN- EYJATVÍÆRINGNUM UM NÆSTU HELGI, EN TVÍÆR- INGURINN HEFUR UND- ANFARNA ÖLD VERIÐ VIÐAMESTA MYNDLIST- ARHÁTÍÐ Í HEIMINUM. SÚÐ- BYRÐINGURINN SEM VERK- IÐ HVERFIST UM VAR ÞÓ FYRST SJÓSETTUR VIÐ STYKKISHÓLM FYRIR SKEMMSTU. BLAÐAMAÐUR FYLGDIST MEÐ HERLEG- HEITUNUM, RÆDDI VIÐ RAGNAR OG FRÆDDIST UM TILURÐ VERKSINS. Texti og myndir: Pétur Blöndal

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.