Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Síða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Síða 57
19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, hefur verið endurútgefin. Útigangsmaður finnst drukknaður í gamalli mó- gröf í Reykjavík. Örlög hans sækja á Erlend sem fer að grafast fyrir um fortíð mannsins. Þessi prýðilega bók kom út ár- ið 2012 og fékk afar góða dóma, eins og búast mátti við enda kann Arnaldur sitt fag og verður eins og gagnrýnandi Sunday Tim- es sagði „sífellt betri“. Friðrika Benónýsdóttir sagði í Frétta- blaðinu að þessi bók væri meðal best skrifuðu bóka Arnaldar. Þeir sem ekki hafa lesið Reykja- víkurnætur ættu að ná sér í kilj- una og sökkva sér niður í vel sagða sögu. Örlög úti- gangsmanns Horfðu á mig er metnaðarfyllsta og dýpsta skáldsaga Yrsu Sigurðardóttur sem hefur komið sér fyrir á eða við hátind norrænna glæpa- sagna, segir breska stórblaðið The Sunday Times í gagnrýni um síðustu helgi. Someone to Watch Over Me, eins og bókin nefnist á ís- lensku, er nýkomin út þar í landi. Times hefur áð- ur fullyrt að Yrsa sé í hópi fremstu glæpasagna- höfunda Norðurlanda og Times Literary Supplement fullyrti að bækur hennar stæðust samanburð við það sem best gerðist í glæpasög- um samtímans, hvar sem er í veröldinni. Horfðu á mig kom upphaflega út á íslensku árið 2009 og hefur þegar verið gefin út víða um lönd. Í dómnum segir meðal annars: „Yrsa Sigurð- ardóttir hefur komið sér fyrir á eða við hátind norrænna glæpasagna og lögmaðurinn Þóra Guðmundsdóttir er heillandi söguhetja sem glímir við hversdagsleg vandamál. Horfðu á mig er metnaðarfyllsta og dýpsta skáldsaga Yrsu, þar sem hún leggur litla áherslu á íslenskt landslag en þeim mun meiri á laskað sálarlíf per- sónanna.“ Yrsa Sigurðardóttir fær sérlega góða dóma í Sunday Times fyrir Horfðu á mig. Morgunblaðið/Ernir SUNDAY TIMES HRÓSAR YRSU Þú afhjúpar mig eftir Sylviu Day kom út í ís- lenskri þýðingu á síðasta ári og fór strax á met- sölulista hér á landi. Í byrjun næstu viku kemur út hjá Lesbók framhald þeirrar bókar, Þú speglar mig í þýðingu Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur. Hjá Lesbók hafa menn rækilega orðið varir við að margir geta ekki beðið eftir framhaldsbókinni því mikið hefur verið hringt í forlagið til að for- vitnast um útgáfu á henni. Biðinni er nú senn lok- ið Sylvia Day gaf Þú afhjúpar mig út á eigin vegum en var fljótlega uppgötvuð af Penguin- forlaginu, og komin á samning þar á bæ sem þeir sjá líklega seint eftir að hafa gert. Bókin fór rak- leiðis á toppinn á metsölulistum og velti Fimm- tíu gráum skuggum úr fyrsta sæti á aðeins nokkrum dögum. Metsöluhöfundurinn Sylvia Day hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir bækur sínar, sem gefnar hafa verið út í 39 löndum. Hún hefur hlot- ið tilnefningu til Goodread Choice Award- verðlaunanna. Hún hefur unnið til RT Book Re- views Reviewers’ Choice Award-verðlaunanna og hefur einnig tvisvar verið tilnefnd til RITA- verðlauna (rómantískasti rithöfundur Bandaríkjanna). METSÖLUBÓK Á LEIÐINNI Það er alltaf fréttnæmt þegar nýr höfundur stígur fram í dagsljósið. Sverrir Berg er splunkunýr spennusagnahöf- undur þjóðarinnar og fyrsta bók hans, Drekinn sem er ný- komin út, gerist á Íslandi vorið 2013. Flest bendir til að for- stjóri Einarshafnar hafi fyr- irfarið sér en ekki er allt sem sýnist. Brynjar, sem starfar hjá ráðgjafafyrirtæki, rannsakar málið og dregst inn í mjög svo óvænta atburðarás. Splunkunýr glæpasagna- höfundur Fuglamyndir Helga, glæpir og útivist NÝJAR BÆKUR ÁSTÆÐA ER TIL AÐ MÆLA MEÐ FALLEGRI LJÓS- MYNDABÓK UM FUGLA EFTIR HELGA SKÚLASON. ÍSLENSKIR GLÆPIR ERU Á SÍNUM STAÐ, EN NÝ ÍS- LENSK GLÆPASAGA ER KOMIN Á MARKAÐ OG ARNALDUR KEMUR ÚT Í KILJU. ÚTIVISTARMENN FYLGJA SÍÐAN PÁLI ÁSGEIRI ÁSGEIRSSYNI EFTIR OG KYNNAST LANDINU SÍNU BETUR. Í bókinni Gönguleiðir vísar hinn þaulreyndi útivistarmaður Páll Ás- geir Ásgeirsson til vegar um nokkr- ar af vinsælustu gönguleiðum lands- ins; Kjalveg, Öskjuveg, Lónsöræfi, Laugaveginn og Fimmvörðuháls. Hverri gönguleið fylgja góð kort auk fjölda ljósmynda. Bókin er jafnt ætluð þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í útivist og hinum reyndari. Páll Ásgeir vísar til vegar Wise Birds of Iceland er afar falleg bók á ensku með myndum af fuglum eftir Helga Skúlason. Bókin er ekki síst ætluð erlendum ferðamönnum en Helgi Skúlason hefur á síðustu árum getið sér mjög gott orð fyrir náttúrumyndir sínar og hefur sérhæft sig í fuglamyndum. Hann hefur haldið nokkrar sýningar á myndum sínum, til dæmis í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem vakið hafa mikla athygli. Fuglamyndir Helga í fallegri bók * „Látið menninguna í friði; þágetur hún séð um sig sjálf.“Vilmundur Jónsson BÓKSALA 8.-15. MAÍ Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Hinir réttlátu- kiljaSólveig Pálsdóttir 2 Iceland Small World - small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 3 Lág kolvetna lífsstíllinn LKLGunnar Már Sigfússon 4 Skýrsla 64 - kiljaJussi Adler Olsen 5 Drekinn- kiljaSverrir Berg 6 Djöflatindur- kiljaDemon Meyer 7 Sækið ljósuna- kiljaJennifer Worth 8 Brynhjarta- kiljaJo Nesbo 9 Vitnið - kiljaNora Roberts 10 SvikalognVoveca Sten Kiljur 1 Hinir réttlátuSólveig Pálsdóttir 2 Skýrsla 64Jussi Adler Olsen 3 DrekinnSverrir Berg 4 DjöflatindurDeon Meyer 5 Sækið ljósunaJennifer Worth 6 BrynhjartaJo Nesbø 7 VitniðNora Roberts 8 SvikalognViveca Sten 9 Kaffi og ránCatharina Ingelman-Sundberg 10 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Bragð er að þá barnið finnur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.