Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Qupperneq 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Qupperneq 57
19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, hefur verið endurútgefin. Útigangsmaður finnst drukknaður í gamalli mó- gröf í Reykjavík. Örlög hans sækja á Erlend sem fer að grafast fyrir um fortíð mannsins. Þessi prýðilega bók kom út ár- ið 2012 og fékk afar góða dóma, eins og búast mátti við enda kann Arnaldur sitt fag og verður eins og gagnrýnandi Sunday Tim- es sagði „sífellt betri“. Friðrika Benónýsdóttir sagði í Frétta- blaðinu að þessi bók væri meðal best skrifuðu bóka Arnaldar. Þeir sem ekki hafa lesið Reykja- víkurnætur ættu að ná sér í kilj- una og sökkva sér niður í vel sagða sögu. Örlög úti- gangsmanns Horfðu á mig er metnaðarfyllsta og dýpsta skáldsaga Yrsu Sigurðardóttur sem hefur komið sér fyrir á eða við hátind norrænna glæpa- sagna, segir breska stórblaðið The Sunday Times í gagnrýni um síðustu helgi. Someone to Watch Over Me, eins og bókin nefnist á ís- lensku, er nýkomin út þar í landi. Times hefur áð- ur fullyrt að Yrsa sé í hópi fremstu glæpasagna- höfunda Norðurlanda og Times Literary Supplement fullyrti að bækur hennar stæðust samanburð við það sem best gerðist í glæpasög- um samtímans, hvar sem er í veröldinni. Horfðu á mig kom upphaflega út á íslensku árið 2009 og hefur þegar verið gefin út víða um lönd. Í dómnum segir meðal annars: „Yrsa Sigurð- ardóttir hefur komið sér fyrir á eða við hátind norrænna glæpasagna og lögmaðurinn Þóra Guðmundsdóttir er heillandi söguhetja sem glímir við hversdagsleg vandamál. Horfðu á mig er metnaðarfyllsta og dýpsta skáldsaga Yrsu, þar sem hún leggur litla áherslu á íslenskt landslag en þeim mun meiri á laskað sálarlíf per- sónanna.“ Yrsa Sigurðardóttir fær sérlega góða dóma í Sunday Times fyrir Horfðu á mig. Morgunblaðið/Ernir SUNDAY TIMES HRÓSAR YRSU Þú afhjúpar mig eftir Sylviu Day kom út í ís- lenskri þýðingu á síðasta ári og fór strax á met- sölulista hér á landi. Í byrjun næstu viku kemur út hjá Lesbók framhald þeirrar bókar, Þú speglar mig í þýðingu Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur. Hjá Lesbók hafa menn rækilega orðið varir við að margir geta ekki beðið eftir framhaldsbókinni því mikið hefur verið hringt í forlagið til að for- vitnast um útgáfu á henni. Biðinni er nú senn lok- ið Sylvia Day gaf Þú afhjúpar mig út á eigin vegum en var fljótlega uppgötvuð af Penguin- forlaginu, og komin á samning þar á bæ sem þeir sjá líklega seint eftir að hafa gert. Bókin fór rak- leiðis á toppinn á metsölulistum og velti Fimm- tíu gráum skuggum úr fyrsta sæti á aðeins nokkrum dögum. Metsöluhöfundurinn Sylvia Day hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir bækur sínar, sem gefnar hafa verið út í 39 löndum. Hún hefur hlot- ið tilnefningu til Goodread Choice Award- verðlaunanna. Hún hefur unnið til RT Book Re- views Reviewers’ Choice Award-verðlaunanna og hefur einnig tvisvar verið tilnefnd til RITA- verðlauna (rómantískasti rithöfundur Bandaríkjanna). METSÖLUBÓK Á LEIÐINNI Það er alltaf fréttnæmt þegar nýr höfundur stígur fram í dagsljósið. Sverrir Berg er splunkunýr spennusagnahöf- undur þjóðarinnar og fyrsta bók hans, Drekinn sem er ný- komin út, gerist á Íslandi vorið 2013. Flest bendir til að for- stjóri Einarshafnar hafi fyr- irfarið sér en ekki er allt sem sýnist. Brynjar, sem starfar hjá ráðgjafafyrirtæki, rannsakar málið og dregst inn í mjög svo óvænta atburðarás. Splunkunýr glæpasagna- höfundur Fuglamyndir Helga, glæpir og útivist NÝJAR BÆKUR ÁSTÆÐA ER TIL AÐ MÆLA MEÐ FALLEGRI LJÓS- MYNDABÓK UM FUGLA EFTIR HELGA SKÚLASON. ÍSLENSKIR GLÆPIR ERU Á SÍNUM STAÐ, EN NÝ ÍS- LENSK GLÆPASAGA ER KOMIN Á MARKAÐ OG ARNALDUR KEMUR ÚT Í KILJU. ÚTIVISTARMENN FYLGJA SÍÐAN PÁLI ÁSGEIRI ÁSGEIRSSYNI EFTIR OG KYNNAST LANDINU SÍNU BETUR. Í bókinni Gönguleiðir vísar hinn þaulreyndi útivistarmaður Páll Ás- geir Ásgeirsson til vegar um nokkr- ar af vinsælustu gönguleiðum lands- ins; Kjalveg, Öskjuveg, Lónsöræfi, Laugaveginn og Fimmvörðuháls. Hverri gönguleið fylgja góð kort auk fjölda ljósmynda. Bókin er jafnt ætluð þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í útivist og hinum reyndari. Páll Ásgeir vísar til vegar Wise Birds of Iceland er afar falleg bók á ensku með myndum af fuglum eftir Helga Skúlason. Bókin er ekki síst ætluð erlendum ferðamönnum en Helgi Skúlason hefur á síðustu árum getið sér mjög gott orð fyrir náttúrumyndir sínar og hefur sérhæft sig í fuglamyndum. Hann hefur haldið nokkrar sýningar á myndum sínum, til dæmis í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem vakið hafa mikla athygli. Fuglamyndir Helga í fallegri bók * „Látið menninguna í friði; þágetur hún séð um sig sjálf.“Vilmundur Jónsson BÓKSALA 8.-15. MAÍ Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Hinir réttlátu- kiljaSólveig Pálsdóttir 2 Iceland Small World - small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 3 Lág kolvetna lífsstíllinn LKLGunnar Már Sigfússon 4 Skýrsla 64 - kiljaJussi Adler Olsen 5 Drekinn- kiljaSverrir Berg 6 Djöflatindur- kiljaDemon Meyer 7 Sækið ljósuna- kiljaJennifer Worth 8 Brynhjarta- kiljaJo Nesbo 9 Vitnið - kiljaNora Roberts 10 SvikalognVoveca Sten Kiljur 1 Hinir réttlátuSólveig Pálsdóttir 2 Skýrsla 64Jussi Adler Olsen 3 DrekinnSverrir Berg 4 DjöflatindurDeon Meyer 5 Sækið ljósunaJennifer Worth 6 BrynhjartaJo Nesbø 7 VitniðNora Roberts 8 SvikalognViveca Sten 9 Kaffi og ránCatharina Ingelman-Sundberg 10 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Bragð er að þá barnið finnur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.