Morgunblaðið - 16.07.2013, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.07.2013, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. J Ú L Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  164. tölublað  101. árgangur  ÞARF NÚ AÐ VINNA VONAR- STJÖRNU BRETA EKUR Í GEGNUM ÞOTU GÓÐ LEIÐ TIL AÐ TAKAST Á VIÐ SORGINA BÍLAR MINNINGARGANGA 10ANÍTA ÍÞRÓTTIR Sala á grillkjöti í sumar er minni en undanfarin ár segja forsvarsmenn stórra söluaðila. Vætu- tíð á Suður- og Vesturlandi orsakar samdrátt í sölu sem hleypur á tugum prósenta. Sigmundur Einar Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska matarborðsins, sem m.a. selur grillkjöt undir merkjum Goða, segir veðrið greinilega koma niður á neyslunni á höf- uðborgarsvæðinu þar sem stærsti markaður fyrirtækisins sé. Samdrátturinn í sölu á grill- kjöti nemi hátt í þriðjungi milli ára. „Það er bara þannig að fólk gerir betur við sig í góðu veðri,“ segir Sigmundur. Aðspurður segir hann alveg ljóst að obbinn af fólki lætur veðrið hafa áhrif á ákvörðun sína um að grilla, sölutöl- urnar einfaldlega sýni það. Salan norðanlands gengur hinsvegar betur, nefnir Sigmundur sérstaklega síðustu tvær helgar en þá fóru veð- urguðirnir mjúkum höndum um sóldýrkendur fyrir norðan þar sem mikið var um að vera. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að salan í júlí hafi tekið kipp og verið góð en hinsvegar hafi hún verið 15- 20% minni í júní miðað við undanfarin ár. Tek- ur Steinþór fram að sala á öðrum vöruteg- undum sem fyrirtækið bjóði upp á hafi aukist á móti þegar fólk grilli minna. Nefnir hann t.a.m. mikla aukningu í sölu á áleggi og pylsum. heimirs@mbl.is Minna grillað í vætunni suðvestanlands  Samdráttur í sölu á grillkjöti hleypur á tugum prósenta  „Fólk gerir betur við sig í góðu veðri“ Morgunblaðið/Arnaldur Sumar Fátt er betra en góð grillveisla. Ferðamaður á Ströndum reyndi að forðast kríurnar sem sveimuðu yfir honum í bleytunni. Áfram verður votviðrasamt á Suður- og Vesturlandi en gæti þó haldist þurrt á miðvikudag. Það stefnir í úrkomumikla helgi á flest- um stöðum á landinu, en bjartviðri norðan- og austanlands. aslaug@mbl.is Margar kríur í votu veðri Morgunblaðið/Árni Sæberg Ekkert lát á úrkomu sunnanlands „Þessi jákvæða þróun hefur verið í gangi síðustu ár,“ segir Árni Hrafn Ásbjörnsson, lögfræðinemi og fangi á Sogni. Aldrei fyrr hafa jafn margir fangar setið á skólabekk, skv. upplýsingum Fangels- ismálastofnunar. Alls lögðu 66 fangar stund á nám samhliða fangelsisvist á Litla-Hrauni og Sogni á síðustu önn. Þetta eru tæplega 70% fanga í þess- um tveimur fangelsum. „Ég er sérstaklega stoltur af því að á tímabili voru 10% fanga á Litla- Hrauni í háskólanámi,“ segir Árni. „Í fyrstu voru margir fangar skept- ískir varðandi nám og margir skráðu sig í nám eingöngu til að fá aukinn útivistartíma úr klefanum. Hins veg- ar hefur viðhorfið gjörbreyst á síð- ustu árum og sérstaklega eftir að fangar fóru að fá góðar einkunnir í háskólanámi,“ segir Árni sem stefnir á að ljúka BA-prófi í lögfræði frá Há- skólanum á Akureyri næsta vor og á mastersnám í framhaldinu. Hafa oft minni aðgang að kennurum, neti og bókum Hann þakkar Margréti Frímanns- dóttur, forstöðumanni á Litla- Hrauni, fyrir jákvæða þróun síðustu ára en hún hefur oft barist gegn straumnum til að ná fram bættri að- stöðu fyrir fanga sem vilja mennta sig, að mati Árna. Honum finnst skrýtið að íslenska fangakerfið legg- ur meira upp úr því að láta fanga vinna en að læra. „Fangarnir eru stundum meira og minna í sjálfsnámi því þeir hafa oft minni aðgang að kennurum, neti og bókum en aðrir háskólanemar,“ segir Anna Fríða Bjarnadóttur, náms- og starfsráðgjafi, sem telur fangana oft ná undraverðum námsárangri þrátt fyrir lélega aðstöðu. jonheidar@mbl.is »18 Aldrei fleiri fangar á skólabekk  70% á Litla-Hrauni og Sogni í námi Svo virðist sem veðrið á Norður- og Aust- urlandi freisti íbúa höfuðborgarsvæðisins en stéttarfélög hafa fengið margar fyrir- spurnir um orlofshús til útleigu þar í sumar. Heldur færri hafa heimsótt tjaldstæðið á Flúðum í sumar en fyrri ár, en aftur á móti fjölgar gestum í Skagafirði. Þá hafa margir hætt við að leigja tjaldvagn hjá VR. »13 Sækja norður TJALDA SÍÐUR Á SUÐURLANDI Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rýrnun fiskistofna í Lagarfljóti hefur komið fram frá mælingum sem gerð- ar voru árið 1998. Útkoman var verst í mælingum sem gerðar voru 2010 en hefur lagast lítillega samkvæmt mæl- ingum 2011 og 2012. Þetta kemur fram í skýrslu sem Veiðimálastofnun vann fyrir Lands- virkjun vegna rannsókna sem ná einnig til Jökulsár á Dal, Fögruhlíð- arár og Gilsár árin 2011 og 2012. Spurður út í þá niðurstöðu að rýrn- un fiskistofna í Lagarfljóti hafi verið stöðug frá 1998 segir Guðni Guð- bergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimála- stofnun og einn höfunda skýrslunnar, að ekki megi draga of víðtækar álykt- anir af þróuninni frá 1998. Sveiflur í lífríki jökulvatna á borð við Lagarfljót séu þekktar. Jökul- bráðnun geti reynst áhrifavaldur. Telur Guðni því að gögnin hefðu þurft að ná lengra aftur í tímann til að draga mætti víðtækari ályktanir. Fiskstofnar hafa minnkað Fram kemur í skýrslunni að fisk- stofnar hafi minnkað eftir að vatni úr Jökulsá á Dal var veitt í Lagarfljót vegna Kárahnjúkavirkjunar sem tek- in var í gagnið 2007. Guðni segir þó of snemmt að segja til um áhrif virkj- unarinnar á fiskstofna, enda séu fisk- ar sem klöktust eftir að rennsli úr Jökulsá á Brú var veitt yfir í Lag- arfljót aðeins þriggja til fjögurra ára í dag. Hann segir breytingar á fiskstofn- um Lagarfljóts fram til þessa í meg- inatriðum vera í samræmi við mat sem gert var á umhverfisáhrifum. „Það er komið meira af gruggugu vatni í Lagarfljót. Ljós nær styttra niður í vatnið, fæðuframleiðslan hefur minnkað og fiskunum hefur fækkað. Þeir vaxa líka orðið hægar. Þeir hafa skipt yfir í fæðudýr af landi af því að það er miklu minna að éta í Lagar- fljóti. Hins vegar þarf frekari mæl- ingar til að meta endanleg áhrif.“ Landsvirkjun kynnti niðurstöður skýrslunnar, sem birt er opinberlega í dag, fyrir heimamönnum í mars sl. Vakti það talsverðar umræður og segir Guðni spurður um það að sumir hafi aðeins heyrt það sem þeir vildu heyra þegar hvað harðast var tekist á um virkjunina. Heimamenn hafi síðan vaknað við vondan draum. Rýrnunin hófst fyrir virkjunina  Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki Lagarfljóts eru metin í nýrri skýrslu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Áhrif Lagarfljót er nú gruggugra. Jökulsá á Dal tærari » Í skýrslunni segir að jökul- grugg sé mun minna í Jökulsá á Dal en var fyrir tilkomu Háls- lóns og hún tær utan þess tíma sem rennsli er um yfirfall, megnið af grófari aur setjist í lóninu. » Talið er líklegt að þetta komi til með að hafa jákvæð áhrif fyr- ir fisk í ánni fyrir neðan Hálslón.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.