Morgunblaðið - 16.07.2013, Síða 4

Morgunblaðið - 16.07.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013 Jóhann Georg Jó- hannsson, tónlistar- og myndlistarmaður, er látinn, 66 ára að aldri. Jóhann Georg fæddist í Keflavík, 22. febrúar árið 1947, sonur Jóhanns G. Runólfssonar og Lovísu Aðalheiðar Guðmundsdóttur. Hann ólst upp í Ytri-Njarðvík hjá móður sinni og fóstur- föður, Reyni Ólafs- syni. Jóhann kláraði skyldunámið og tók síðan landspróf frá Gagn- fræðaskóla Keflavíkur. Því næst innritaðist hann í Samvinnuskól- ann að Bifröst. Þar dvaldi hann við nám og tónlistarstörf í tvö ár. Jóhann stofnaði hljómsveitina Óðmenn árið 1966 ásamt Eiríki bróður sínum. Óðmenn gáfu fyrst út fjögurra laga plötu haustið 1967, seinna tvær aðrar plötur Spilltur heimur og Komdu heim ásamt Bróður og Flótta, þá kom út að auki tvöfalt albúm frá hljóm- sveitinni árið 1970. Óðmenn hættu störfum fljótlega eftir þá útgáfu. Jóhann G. gaf út tvær smáskífur 1972, en hann samdi yfir 200 lög og texta á ferlinum, sem mörg nutu mikilla vinsælda. Á meðal þekktustu laga hans eru Don’t Try to fool me, Traustur vinur og Eina ósk. Jóhann hélt sína fyrstu málverkasýn- ingu árið 1971 og síð- an fjölda einkasýn- inga ásamt því að taka þátt í samsýn- ingum. Jóhann vann alla tíð jöfnum hönd- um bæði að tónlist og myndlist. Hann stofnaði SATT, Samtök al- þýðutónskálda og textahöfunda, til að vinna að hagsmunum tónlist- arfólks og síðar FTT, Félag tón- skálda og textahöfunda árið 1983. Jóhann var heiðursfélagi FTT. Hann stofnaði ásamt fleirum tónleikastaðinn Púlsinn við Vita- stíg og rak um árabil. Þá stjórnaði hann eigin upptökum og annarra ásamt því að sinna útgáfu- starfsemi. Hann ákvað að læra meira og stundaði nám í raftónlist í Tónlist- arskóla Kópavogs í nokkur miss- eri. Eftirlifandi sambýliskona Jó- hanns er Halldóra Jónsdóttir. Jó- hann G. lætur eftir sig fimm börn, þrettán barnabörn og tvö barna- barnabörn. Andlát Jóhann G. Jóhannsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Frekari styrking kaupmáttar bygg- ist á brothættum forsendum sem þarf að taka tillit til við gerð kjara- samninga í haust. Verði launahækk- anir umfram breytingar í framleiðni getur það komið niður á fjárfestingu og leitt til verðbólgu með tilheyrandi kaupmáttarskerðingu. Þetta er mat Yngva Harðarsonar, hagfræðings og framkvæmdastjóra Analytica, sem bendir á að fyrir- huguð hækkun iðgjalda, samhliða endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu, feli í sér kostnaðarhækkun fyrir fyr- irtækin og geti valdið verðbólgu. Afleiðingin geti verið sú að vinnu- afl í óhagkvæmum greinum verði of dýrt, sem aftur geti leitt til upp- sagna. Þetta eigi einkum við svo- nefndar heimamarkaðsgreinar. Offramboð vinnuafls að baki „Það sem hefur valdið verðbólgu hér á Íslandi í gegnum tíðina hefur verið togstreita milli heimamarkaðs og útflutningsgreina, að útflutnings- greinar hafi dregið til sín vinnuafl úr heimamarkaðsgreinum. Það hefur aftur valdið launahækkunum í heimamarkaðsgreinum, sem hafa þurft að hækka laun til að halda í fólk. Á síðustu misserum hefur þetta ekki verið ýkja mikið vandamál vegna þess að atvinnuleysi hefur verið talsvert mikið og vinnuveit- endur því getað sótt fólk annað. Það gæti verið að breytast,“ segir Yngvi og vísar til þess að atvinnuleysi mældist undir 4% í júní. Hann telur jafnframt aðspurður að of miklar launahækkanir geti dregið úr fjárfestingu, einmitt þegar hennar er þörf til að þoka hagvext- inum upp eftir hægan vöxt á síðustu árum. Það geti aftur þrengt svigrúm til launahækkana í framtíðinni, enda geti fjárfesting í nýjum tækjum og búnaði aukið framleiðni starfsfólks. „Forsenda fjárfestingar er arðsemi. Ef menn sjá ekki fram á arðsemi þá fjárfesta menn ekki,“ segir Yngvi. Gísli Hauksson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri fjármálafyrir- tækisins GAMMA, varar við of mikl- um launahækkunum í haust. „Það var farið ansi glannalega í síðustu kjarasamningum og launa- hækkanir voru gífurlega miklar. Launahækkanir hér vorið 2011 voru jafn miklar og í Þýskalandi árin tíu þar á undan. Hagkerfið var klárlega ekki tilbúið fyrir þær launahækk- anir. Fjárfesting fyrirtækja jókst mjög lítið. Þetta var því greinilega of þungt skref fyrir fyrirtækin að stíga. Ég held að það hafi komið niður á fjár- festingum fyrir- tækja,“ segir Gísli sem telur að fram- leiðni íslenskra fyr- irtækja hafi ekki aukist nógu mikið síðan kjarasamn- ingarnir voru und- irritaðir í maí 2011 og að það komi nið- ur á svigrúmi til launahækkana í haust. Ekki nýtt lágt gengi nógu vel „Okkur hefur ekki tekist að nýta nógu vel hið lága raungengi sem er í landinu í dag. Við tölum mjög oft um kosti þess að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil. Eitt af því sem þarf að skoða í komandi kjarasamningum er hvort það eigi að semja eins við alla, þ.e. bæði við launþega í útflutnings- greinum og þjónustugreinum. Ef við ætlum að nýta raungengið þarf vinnuaflið að færast í þær at- vinnugreinar þar sem starfskrafta þess er óskað og þar sem hægt er að borga hæst laun. Við höfum að mörgu leyti ekki náð að nýta okkur það. Það endurspeglast í því að út- flutningur hefur ekki verið að aukast sem nokkru nemur frá hruni. Það hefur orðið aukning í ferðaþjónust- unni en að sama skapi lítil aukning í áliðnaði og sjávarútvegi,“ segir Gísli og tekur undir það mat í nýrri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey að færa þurfi 13.000 manns úr heimamarkaðsgreinum yf- ir í útflutningsgreinar til að auka framleiðni og arðsemi í hagkerfinu. Slíkar kerfisbreytingar séu forsenda varanlegrar kaupmáttaraukningar. Fyrirhuguð hækkun iðgjalda í líf- eyrissjóði þrengi lítið svigrúm til hækkunar launa hjá hinu opinbera. Spurður hvernig sækja eigi inni- stæðu fyrir launahækkunum í haust segir Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, að vissulega sé svigrúm til launahækkana afar takmarkað nú. Forsenda aukins kaupmáttar til lengri tíma litið liggi í aukinni fjár- festingu og hagvexti sem leiði til bættrar nýtingar framleiðsluþátta í hagkerfinu. Hvort tveggja leiði til aukinnar framleiðni. Fjárfesting sé enn allt of lág. Hún hafi verið sem svarar 12-13% af landsframleiðslu frá hruni og þurfi að lágmarki að vaxa í 20 til 25% af landsframleiðslu til að takast megi að auka verð- mætasköpunina í hagkerfinu. Til að svo megi verða sé mikilvægt að af- létta óvissu um rekstur sjávar- útvegsfyrirtækja, nýta tækifæri sem fyrir hendi eru til uppbyggingar orkufreks iðnaðar og hlúa að rekstr- arskilyrðum hugbúnaðar- og tækni- fyrirtækja svo dæmi séu nefnd. Höftin ekki valkostur Þá segir Þorsteinn að gjaldeyris- höftin hafi afar skaðleg áhrif á út- flutningsgreinar, þar á meðal sprota- og tæknifyrirtæki. Það sé ekki valkostur fyrir Ísland að höftin verði lengi áfram við lýði, enda muni íslensk útflutningsfyrirtæki þá velja að byggja starfsemi sína fremur upp erlendis en hér á landi. Skýr merki sjáist í þessa veru nú þegar. Spurður út í það sjónarmið að hækka beri laun misjafnlega mikið í heimamarkaðs- og útflutnings- greinum segir Þorsteinn að mikil- vægasta viðfangsefnið við gerð kjarasamninga á komandi árum sé að verja samkeppnisstöðu útflutn- ingsgreinanna og stöðva hefð- bundnar víxlhækkanir launa og verðlags líkt og verið hafi hér á landi á undanförnum áratugum. Heilbrigður rekstur útflutnings- fyrirtækjanna sé forsenda heilbrigðs hagvaxtar til lengri tíma litið og mikilvægt að kjarasamningar grafi ekki undan rekstrargrundvelli þeirra, líkt og oft hafi gerst á undan- förnum áratugum. Þetta sé megin- stefið í hinu norræna kjarasamn- ingalíkani, sem leitt hafi til aukins verðlagsstöðugleika og kaupmáttar- aukningar í Svíþjóð og Danmörku undanfarin 15-20 ár. Mikilvægt sé að draga lærdóm af reynslu nágranna- landanna í þessum efnum. Launin hækki ekki of mikið  Hagfræðingur segir of miklar launahækkanir í haust geta dregið úr fjárfestingu í atvinnulífinu  Framkvæmdastjóri SA segir hlutfall fjárfestingar af þjóðarframleiðslu helst þurfa að tvöfaldast Vinnumarkaður Skiptar skoðanir eru um svigrúm atvinnulífsins til launahækkana í komandi kjarasamningum. Yngvi Harðarson Gísli Hauksson Þorsteinn Víglundsson Morgunblaðið/Golli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Hann hefur kennt mér mjög margt og ég vona að ég hafi einn- ig kennt honum eitthvað,“ segir Þorgrímur Smári Ólafsson, kall- aður Toggi, sem ætlar að hlaupa ásamt vini sínum Degi Steini Elfu Ómarssyni tíu kílómetra í Reykja- víkurmaraþoninu. Toggi og Dag- ur eru góðir vinir í dag, en þeir kynntust fyrst í fyrra. Dagur Steinn fæddist með CP fjórlömun og er flogaveikur. Hann er bund- inn í hjólastól og mun Toggi því rúlla honum í gegnum hlaupið. Dyggur stuðningsmaður „Ég byrjaði að vinna sem stuðningsfulltrúi í Ingunnarskóla haustið 2012, þá var ég með Dag hálfan daginn í heilan vetur. Við urðum fljótlega góðir mátar og síðan hefur vináttan haldið áfram eftir að ég hætti,“ segir Toggi en hann æfir handbolta með Val og hefur náð að breyta Degi úr Framara í Valsara. „Hann er dyggur stuðningsmaður, eltir hann um allt og vill helst fara á alla leiki hjá honum,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir móðir Dags. Dagur er að verða 14 ára gam- all og mun hefja nám í 9. bekk í haust, hann hefur stundað nám í Ingunnarskóla en mun skipta yfir í Klettaskóla í haust. „Hann ákvað sjálfur að nú væri tími til kominn að skipta,“ segir Elfa Dögg. Níunda sumarið í Reykjadal Vinirnir tveir hlaupa fyrir Reykjadal, sumarbúðir fyrir fatl- aða í Mosfellsdal. „Kvöldvök- urnar,“ segir Dagur aðspurður hvað sé það skemmtilegasta í Reykjadal, en hann hefur farið þangað á hverju sumri síðan hann var sex ára gamall og er þetta því níunda sumarið hans í Reykjadal. Vinirnir eru nú í þriðja sæti áheitasöfnunarinnar. „Hver upp- hæð, stór og smá, mun gagnast Reykjadal vel,“ segir Toggi og bætir við að það sé kærkomið að styrkja Reykjadal. Góðum vinum finnst kær- komið að styrkja Reykjadal  Þorgrímur var stuðningsfulltrúi Dags í Ingunnarskóla Félagar Þorgrímur Smári og Dagur Steinn eru góðir vinir og er Dagur orð- inn dyggur stuðningsmaður Þorgríms í handboltanum með Val.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.