Morgunblaðið - 16.07.2013, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013
✝ Guðrún Hólm-fríður Gísla-
dóttir fæddist á
Eyrarbakka 5.
september 1920.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 2. júlí
2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Gísli
Ólafur Pétursson, f.
1.5. 1867, d. 19.6.
1939, héraðslæknir á Eyr-
arbakka, og Aðalbjörg Jak-
obsdóttir, f. 30.10. 1879, d.
19.11. 1962. Af börnum þeirra
komust átta upp, Guðrún, sex
bræður og ein fósturdóttir og nú
eru þau öll fallin frá. Hin voru
Pétur Ólafur, garðyrkjubóndi
og bókavörður á Eyrarbakka, f.
1900, Jakob rafmagnsverkfræð-
ingur, f. 1902, Guðmundur,
læknir, f. 1907, Ketill, lögfræð-
ingur, f. 1911, Ólafur, rafmagns-
tæknifræðingur, f. 1913, Sig-
urður, f. 1916 og Ingibjörg
safnsfræðingur 18. september
1986. Guðrún var for-
stöðumaður bókasafns Orku-
stofnunar. Hún beitti sér fyrir
samstarfi bókasafna og í fé-
lagsmálum bókavarða. Var í
stjórn Bókavarðafélags Íslands,
stofnfélagi og í stjórn Félags
bókasafnsfræðinga, í stjórn Fé-
lags bókavarða í rannsókn-
arbókasöfnum og í Félagi um
skjalastjórn. Guðrún hafði
áhuga fyrir þjóðfélagsmálum og
lagði sitt lið til að bæta rétt-
arstöðu kvenna og efla þátttöku
þeirra í mótun og stjórnun sam-
félagsins. Hún var í stjórn
Menningar- og friðarsamtaka ís-
lenskra kvenna og í stjórn Kven-
réttindafélags Íslands. Hún var í
nefndinni sem undirbjó
Kvennafrídaginn 24. október
1975, og starfaði um árabil í
hópi um varðveislu og framgang
Kvennasögusafns Íslands. Guð-
rún var kjörin heiðursfélagi
Kvenréttindafélags Íslands,
heiðursfélagi Félags um skjala-
stjórn og heiðursfélagi Bóka-
varðafélags Íslands. Nánar á
gopfrettir.net/Gudrun
Útför Guðrúnar Gísladóttur
fer fram frá Fossvogskirkju í
dag, 16. júlí 2013, og hefst at-
höfnin kl. 15.
Sigvaldadóttir, f.
1929. Þótt aðeins
fimm þeirra ættu
afkomendur er
fjöldi niðja þeirra
Gísla og Að-
albjargar kominn
yfir stórt hundrað.
Árið 1939 giftist
Guðrún Pétri Sum-
arliðasyni, f. 1916,
d. 1981, kennara.
Börn þeirra eru
Gísli Ólafur, f. 1940, kvæntur
Rögnu Freyju Karlsdóttur,
Bjarni Birgir, f. 1942, kvæntur
Helgu Maríu Hermansen, Vikar
Pétursson, f. 1944, kvæntur Vil-
borgu Sigurðardóttur, Pétur
Örn, f. 1949, kvæntur Hólmfríði
Þórisdóttur, og Björg, f. 1961,
gift Friðgeiri Magna Bald-
urssyni. Niðjar þeirra eru nú á
fjórða tuginn.
Guðrún lauk stúdentsprófi úr
stærðfræðideild MR árið 1941,
BA-prófi í bókasafnsfræði frá
HÍ 1972 og varð löggiltur bóka-
Lokið er langri ævi ötullar liðs-
konu leitarinnar að jafnrétti og
bættum kjörum fólks. Hún lagði
til hugmyndir og eftirfylgni og til
hennar var þeim, sem í einhverri
eldlínu lífsins stóðu, gott að sækja
samræðu og ráð. Tveimur mán-
uðum eftir stofnun lýðveldisins
fluttu systurnar Aðalbjörg amma
og Herdís frá Eyrarbakka til
Reykjavíkur til heimilis með
Pétri og Guðrúnu og okkur, son-
um þeirra, sem urðum þrír um
haustið. Þetta var gagnkvæmt
nytsöm ráðstöfun. Aðalbjörg gat
sinnt um okkur þegar þurfti og í
móti kom liðsinni við þær systur í
reykvíska þéttbýlinu.
Mörg skyldmenni bjuggu þá í
göngufæri. Flest börn Aðalbjarg-
ar og systkini hennar auk fjar-
skyldara ættfólks en í allra hug-
um var Aðalbjörg
lykilmanneskja. Á heimilinu var
því mikill gestagangur sem varð
til þess að náin tenging varð milli
allra barnabarna þessara eldri
systkina sem hefur haldið vel í
sjötíu ár. Þetta var líka mikið um-
ræðu- og bókmenntaheimili þar
sem ný og gömul skáld voru í há-
vegum höfð. Og þótt ekki kysu
allir sama stjórnmálaflokkinn
voru viðhorfin steypt í sama afli.
Jafnrétti kynjanna var umræðu-
laust sjálfsagt og draumur um
bætt lífskjör almennings var
sameiginlegur. Allir höfðu hug á
að bæta heiminn. Þetta var ungt
og öflugt baráttufólk sem aldrei
taldi eftir sér að leggja góðum
málum lið.
Þrátt fyrir nokkra þröng og
takmörkuð efni fagnaði heimilið
gestum og gistivinum rétt eins og
verið hafði í Gamla læknishúsinu
á Eyrarbakka. Það var í þessu
nærhverfi sem eldri bræðurnir
uxu úr grasi. Tenging frænd-
fólksins var svo sjálfsögð að við
gerðum okkur ekki grein fyrir því
hve sérstök hún var og hve hún
var í sjálfu sér mikil félagsleg
auðlegð sem við höfum búið að æ
síðan.
Það var líka eitt af því sjálf-
sagða að móðir okkar var alltaf
með mörg járn í eldinum. Stund-
um gátum við verið til hjálpar eða
bara til friðs – og mitt í erlinum
var hún að morgni búin að sauma,
breyta og bæta fötin og allt komið
í besta lag.
Hugurinn dvelur við líf þess-
arar baráttukonu. Hún lagði öll-
um gott orð, leitaði umræddu
fólki málsbóta og skaut sér ekki
undan ábyrgð. Hún var ákveðin
og um leið hlýleg og tók virkan
þátt í því að leiða menn saman og
stofna til samstarfs.
Það lék ekki allt við hana en
lífssýn hennar kvartaði ekki und-
an því sem hafði gerst og ekki
varð undan vikist. Strax leitaði
hún að bestu leið í uppkomnum
vanda en velti sér aldrei upp úr
efum og hefðum. Það er dýrmætt
að eiga aðgang að persónu eins og
henni og ómetanlegt að hafa átt
hana sem móður og ömmu.
Þegar hún leit til baka minntist
hún skemmtilegra viðburða og
góðs fólks sem hún hafði verið
samtíða og starfað með, góðra
vina í baráttunni og á gleðistund-
um – og indælla niðja sinna. Þeg-
ar við lítum til baka er efst í huga
þakklæti til hennar fyrir frábæra
leiðsögn og samferð í ævintýri
lífsins.
Pétur Sumarliðason, faðir okk-
ar, orti:
Svo ljúft er innan þinna hljóðu veggja
sem lófi mjúkur ljúki um augu mín –
þú vefur hug minn hljóðum, mjúkum
möskvum
af mildi, ástúð, angurværri þögn –
Hér stendur stundin kyrr.
Gísli Ólafur Pétursson.
Tengdamóðir mín er fallin frá,
tæplega 93 ára, eftir stutta
sjúkrahúslegu. Þrátt fyrir háan
aldur þá vorum við einhvern veg-
inn ekki viðbúin. Svo margt enn
ósagt, ógert.
Guðrún Hólmfríður Gísladóttir
var engin venjuleg kona, prýdd
kostum sem margur vildi bera.
Sjálfstæð, með einarðan skýran
vilja og skoðun. Baráttukona, trú
málstaðnum. Hún var alla tíð
mikil félagsvera og lagðist gjarn-
an á áranar þar sem helst þurfti
aðstoðar með. Þegar litið er um
öxl og lífhlaup hennar skoðað þá
kemur berlega í ljós persónan
Guðrún Gísladóttir. Hugur henn-
ar beindist strax inn á frekar
óhefðbundnar slóðir. Læknis-
dóttirin austan frá Eyrarbakka
valdi sér menntabrautina og lauk
stúdentsprófi af stærðfræðibraut
MR árið 1941, þrátt fyrir að hafa
eignast sitt fyrsta barn meðan á
námi stóð. Hún var útivinnandi í
fullu starfi þegar yngsta barnið
fæddist, þá orðin 41 árs. Ekki hélt
það aftur af henni. Hún hélt
áfram starfi og hóf stuttu síðar
það sem nú væri kallað nám með
vinnu og lauk BA-gráðu í bóka-
safnsfræði 1972. Eflaust muna
flestir eftir Guðrúnu á vettvangi
félagsmála. Réttindamál kvenna
stóðu henni alla tíð mjög ofarlega.
Hún var einn stofnanda Félags
bókasafnsfræðinga og Félags um
skjalastjórn. Þó ekki verði gerð
tæmandi skil á upptalningu verka
Guðrúnar Gísladóttur hér, það
gera aðrir, þá er óhjákvæmilegt
að geta mannkosta hennar sem
persónu og leiðbeinanda. Vissu-
lega var hún baráttukona og föst
á skoðun sinni. Það var gaman að
rökræða við hana um ýmis mál og
það gerðum við alloft. Þrátt fyrir
þá natni og orku sem félagsmálin
tóku þá var hún líka móðir og
amma. Hún skilur eftir sig stóran
hóp niðja og aldrei man ég eftir
öðru en að hún gæfi öllum pláss
og athygli til að deila með sögum,
spilum eða hverju öðru sem á
kallaði. Guðrún reyndi alltaf að
draga fram það jákvæða í fari
þeirra einstaklinga sem voru til
umræðu. Margir hafa nefnt
hvernig hún á mjög hvetjandi
hátt hafi velt upp nýjum hug-
myndum um framtíðarplön
þeirra sem leituðu ráða hjá henni
eða báru undir hana hugmyndir
sínar eða væntingar. Allir fengu
athygli hennar og uppörvun.
Ég átti því láni að fagna að
vera samferða Guðrúnu í nær 30
ár. Ekki aðeins sem tengdasonur
heldur naut ég einnig leiðbein-
inga hennar og stuðnings. Á
námsárum mínu erlendis sinnti
hún þessu óhjákvæmilega amstri
sem fylgir námsmönnum. Ekki
aðeins sinnti hún þessu af sóma
og dugnaði heldur einnig sýndi
hún áhuga á námi mínu með sím-
tölum eftir próf til að ræða málin.
Þá var ekki til Facebook eða
skype. Hún viðhélt þessum
tengslum í gegnum lífið með því
að vera vel inni í þeim viðfangs-
efnum sem ég hef sinnt og gaf sér
tíma til að ræða þau mál við mig.
Þessi samtöl glæddu viðfangsefn-
in auknu lífi og glöddu mig.
Hennar verður sárt saknað.
Það er hverju orði sannara
sem sagt hefur verið. Hún var
góð fyrirmynd annarra og fjöl-
margir sóttu í þá fyrirmynd. Ég
þakka Guðrúnu tengdamóður
minni samfylgdina og bið Guð að
blessa minningu hennar um leið
og ég votta þeim mörgu sem eiga
um sárt að binda við fráfall henn-
ar mína dýpstu samúð.
Friðgeir Magni Baldursson.
Gott skap, þolinmæði og hlý
vinátta eru þau orð, sem mér
koma fyrst í hug, þegar ég sest
niður til að skrifa nokkur kveðju-
orð um þessa vinkonu mína, Guð-
rúnu Gísladóttur.
Við kynntumst þegar við vor-
um báðar í rammavefnaði hjá
Guðrúnu Vigfúsdóttur í fé-
lagsstarfi aldraðra í Gjábakka í
Kópavogi. Okkur kom strax vel
saman og bárum saman bækur
okkar í mynda- og litavali, og
sóttum ráð hvor til annarrar.
Henni lá aldrei á og hún var svo
vandvirk, að hún rakti upp aftur
og aftur þar til hún var ánægð
með verkið. Síðasta myndin, sem
hún lauk við í vor, var af húsinu
hennar á Eyrarbakka, og þar var
sannarlega ekki kastað til hönd-
unum svo allt mætti vera sem lík-
ast því sem hafði verið.
Guðrún var vel á sig komin
þrátt fyrir aldurinn. Hún hafði
stundað sund hvern morgun í
mörg ár, en svo ákvað hún að
koma einu sinni í viku til okkar í
handavinnuna. Hún sagði að sér
þætti svo gaman að koma og fá
sér kaffi með okkur, og spjalla í
þessum félagsskap. Hún var vel
gefin kona, og hafði margt til mál-
anna að leggja, og sagði okkur
ýmsar sögur frá fyrri tímum.
Heyrnardeyfð háði henni
nokkuð, en þá var yfirleitt ein-
hver, sem sagði henni frá um-
ræðunni.
Ég vona að hún hafi notið þess
að vera með okkur, eins og við
nutum þess að hafa hana í hópn-
um.
Eins og segir í ljóðinu um Gjá-
bakka:
„Félagsskap og vináttu vart er unnt að
meta,
og vinnufúsar hendur á mörgu kunna
skil.“
(SÓG)
Ég þakka af alhug þær góðu
stundir og þá vináttu sem við
Guðrún áttum saman og bið
henni Guðs blessunar. Ég vil að
endingu senda fjölskyldu hennar
innilegar samúðarkveðjur, fyrir
hönd okkar allra í handavinnuhóp
Gjábakka.
Sigurlaug Ólöf
Guðmundsdóttir.
Nú er bekkjarsystir okkar
Guðrún Gísladóttir fallin frá. Við
urðum stúdentar frá Menntaskól-
anum í Reykjavík vorið 1941. Eru
rúm tvö ár síðan við héldum upp á
70 ára stúdentsafmæli okkar. Var
þá Guðrún hrókur alls fagnaðar.
Við samstúdentarnir höfum einn-
ig haft þann sið að hittast reglu-
lega í byrjun hvers mánaðar og
drekka saman kaffi. Hefur þá
margt verið spjallað og oft rætt
um gamla tíma frá námsárum
okkar í MR. Guðrúnu þótti gam-
an að koma og taka þátt í þeim
samkomum.
Við höfum einnig farið í dags-
reisur um landið. Í einni ferð um
Suðurland komum við að Eyrar-
bakka, og þarna þótti Guðrúnu
tilvalið að segja okkur frá sínum
gömlu heimaslóðum. Bauð hún
okkur inn í gamla læknishúsið og
fengum við þar góðar veitingar
hjá henni.
Nú þykir okkur hoggið skarð í
þennan gamla vinahóp, sem tek-
inn er að þynnast. Við sendum
börnum Guðrúnar og öðrum að-
standendum samúðarkveðjur
okkar.
Sturla Friðriksson
náttúrufræðingur.
Kveðja frá Kvenréttinda-
félagi Íslands
Látin er í Reykjavík Guðrún
Gísladóttir, bókasafnsfræðingur
og heiðursfélagi í Kvenréttinda-
félagi Íslands. Guðrún gekk í
Kvenréttindafélagið árið 1944 og
var meðal máttarstólpa félagsins
um áratuga skeið. Hún gegndi
fjölmörgum trúnaðarstörfum fyr-
ir hönd félagsins og sat í stjórn
þess um árabil, þar af sem vara-
formaður 1982 til 1984. Árið 1987
Guðrún
Gísladóttir
HINSTA KVEÐJA
Kveðja frá félögum í
MFÍK.
Sofa blóm á engi
sofa blóm í túni
og útvið lækinn
lokar bláin auga.
Sefur lindadúnurt,
lækjasteinbrjótur
og bráföl draumasóley
drúpir þungu höfði.
Sefur ung bláklukka
og ilmrík brönugrös
blunda við atlot
blævar um óttu.
(Sigríður Einars frá Mun-
aðarnesi)
Þakkir fyrir áralangt
starf í þágu mannréttinda
og friðar.
Guðrún Hannesdóttir.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝
Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
HJALTA SIGHVATSSONAR,
Fossöldu 3,
Hellu.
Guðrún Frímannsdóttir,
Frímann Ottósson, Sigurlaug Guðmundsdóttir,
Helga Hjaltadóttir, Karl Sigurðsson,
Þórhildur Hjaltadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÁRNI JÓHANNESSON,
Furugrund 36,
Kópavogi,
frá Gröf í Skaftártungu,
lést fimmtudaginn 11. júlí.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Helga A. Ingimundardóttir,
Jóhanna Margrét Árnadóttir, Ólafur Oddur Sigurðsson,
Ulrika I. Árnadóttir, Björgvin Bæhrenz Þórðarson,
Karl Gunnlaugsson,
barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sóltúni 2,
Reykjavík,
lést laugardaginn 6. júlí á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 19. júlí kl. 13.00.
Marta Guðríður Valdimarsdóttir,
Anna Steinunn Valdimarsdóttir,
Björn Valdimarsson, Sigríður Líba Ásgeirsdóttir,
Guðmunda Valdimarsdóttir, Hafsteinn Árnason,
Ásta Valdimarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir,
systir, mágkona og amma,
ÞÓRDÍS BRYNJA AÐALSTEINSDÓTTIR
sem lést laugardaginn 6. júlí, verður
jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn
17. júlí kl. 13.00.
Halldóra Karlsdóttir,
Aðalsteinn H. Oddsson, Sara R. Davis,
Andri H. Oddsson, Helena Einarsdóttir,
Arnar H. Oddsson, Kristín H. Magnúsdóttir,
Guðríður H. Aðalsteinsdóttir, Ragnar Þorgeirsson,
Áslaug H. Aðalsteinsdóttir, Jóhann G. Sveinsson,
Halldóra Aðalsteinsdóttir, Holger P. Clausen,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON,
er látinn.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Svanfríður Þorkelsdóttir,
Sólveig B. Eyjólfsdóttir, Sigurður Þorkelsson,
Steinarr Höskuldsson,
Helga Kr. Eyjólfsdóttir, Sigurður V. Bjarnason,
Guðrún S. Eyjólfsdóttir, Helgi Þórsson,
Guðmundur Þ. Eyjólfsson, Díana J. Svavarsdóttir
og aðrir aðstandendur.