Morgunblaðið - 19.07.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16
Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri
Nýjar vörur vikulega
Útsalan í fullum gangi
50% afsláttur
Kjaraviðræður opinberra starfs-manna eru á alvarlegum villi-
götum og hafa greinilega verið um
nokkurt skeið.
Stéttarfélögumverður yfirleitt
mun minna ágengt í
viðureign sinni við
stærsta launagreið-
anda landsins en
ætlunin er í upphafi og gildir þá
einu hvert þeirra á í hlut, BSRB,
BHM eða eitthvert annað.
Forustumenn þessara félagaspara hins vegar ekki stóru
orðin, enda er lágmark að þóknast
umbjóðendunum í orði þegar ekki
er hægt að gera það á borði.
Reglulega veitir kjararáð þeimtilefni til að reka upp rama-
kvein.
Nú hefur ráðið enn eina ferðinagefið þeim slíkt tækifæri. Það
hefur hækkað laun ýmissa for-
stöðumanna, sem eru á mála hjá
ríkinu.
Til þess að bæta fyrir óréttlætifyrri tíma er launahækkunin
þar að auki afturvirk.
Undir þessum einstaklingumvinnur fjöldi manna, sem
einnig urðu fyrir búsifjum þegar
bankarnir brustu án þess að það
hafi verið leiðrétt, hvorki aftur- né
framvirkt.
Því blasir við hvað umbjóðendurlaunþega eiga að fara fram á.
Þeir eiga að krefjast þess að kjörallra launþega ríkisins ráðist
hjá kjararáði. Þá yrði kátt í höll-
inni.
Kjarabarátta
á villigötum
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:55 23:14
ÍSAFJÖRÐUR 3:26 23:53
SIGLUFJÖRÐUR 3:08 23:37
DJÚPIVOGUR 3:17 22:52
Búist er við því að 1.700 stúlkur
mæti til leiks á Símamótinu í Kópa-
vogi sem hefst í dag. Á því etja kappi
knattspyrnustúlkur í 5.-7. flokki.
Metfjöldi þátttakenda er skráður til
leiks og liðin hafa aldrei verið fleiri
eða 243. Alls koma um 340 aðstand-
endur og 185 dómarar að skipulagn-
ingunni.
Setning mótsins fer fram í kvöld
en ekki á fimmtudagskvöld eins og
venja er vegna leiks Breiðabliks og
Sturm Graz í Evrópukeppni meist-
araflokks karla. ,,Þetta hefur sína
kosti því nú verða öll lið mætt til
leiks. Stundum hafa lið misst af at-
höfninni sem komið hafa á föstudeg-
inum til að spila,“ segir Einar Sig-
urðsson, mótsstjóri Símamótsins.
Mótið, sem áður hét Gull og Silfur-
mótið, er haldið í 29. sinn í ár. Sú ný-
breytni verður að þessu sinni að í 6.
og 7. flokki verður spilað í 5 manna
bolta í stað þess að sjö séu inni á vell-
inum í einu. „Það er meiri virkni hjá
leikmönnum og meira skorað, en
jafnframt hefur keppnisliðunum
fjölgað um 46. Keppendum hefur aft-
ur fjölgað um 50,“ segir Einar. Að
venju verður leikur á milli landsliðs
og pressuliðs. Í mörg ár hefur Sig-
urður Ragnar Eyjólfsson, landsliðs-
þjálfari kvennalandsliðsins, stjórnað
landsliðinu. „Ég er sennilega eini
maðurinn sem grætur það að
kvennalandsliðið komst áfram á EM.
En yfirskrift mótsins í ár verður:
Siggi kemst ekki á Símamótið,“ segir
Einar og hlær við. vidar@mbl.is
Aldrei fleiri þátttakendur á Símamóti
„Siggi kemst ekki á Símamótið“ 1.700 þátttakendur í 243 keppnisliðum
Morgunblaðið/Ómar
Skemmtun Breiðablik heldur Síma-
mótið í Kópavogi í 29. sinn.
WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD
GRÍPTU
TÆKIFÆRIÐ!
Strandveiðum á
svæði B, sem nær
frá Strandabyggð
til Grýtubakka-
hrepps, lauk í
gær. Veiða mátti
611 tonn sam-
kvæmt reglugerð
auk þeirra 105
tonna sem eftir voru frá maí og júní.
Fram að deginum í gær var búið að
veiða 675 tonn af þeim 716 sem veiða
mátti á þriðja strandveiðitímabilinu.
Aflaheimildir á svæði A, sem nær
frá Eyja- og Miklaholtshreppi til
Súðavíkurhrepps, kláruðust fimmtu-
daginn 11. júní en svæði C og D eru
enn opin. Samkvæmt upplýsingum
frá Fiskistofu er búist við því að
svæði D, á Suðurlandi, verði opið í
um viku til viðbótar en ólíklegt að
svæði C lokist í bráð. Það sem af er
sumri hefur víðast hvar gengið hæg-
ar að nýta aflaheimildir en í fyrra.
Að sögn Auðuns Ágústssonar hjá
Fiskistofu er talið að slæmt veðurfar
eigi þar stóran hlut að máli.
Aflamagn er háð takmörkunum
fyrir hvert landsvæði innan hvers
mánaðar. Sé heimildin ekki fullnýtt
flyst heimildin á milli mánaða, allt til
ágústloka. vidar@mbl.is
Hægari
nýting
Strandveiðum lok-
ið á B-svæði í júlí