Morgunblaðið - 19.07.2013, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 19.07.2013, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Innlent VINSÆLA ARWETTA CLASSIC GARNIÐ í yfir 50 fallegum litum SJÓN ER SÖGU RÍKARI! Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is Opnunartími í sumar: Mánud - föstud 12-18. Lokað á laugardögum í sumar KJÓLAR Á ÚTSÖLU 50% AFSLÁTTUR Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Nýtt kortatímabil vörumerkið hættir 50-70% afsláttur! Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 www.facebook.com/spennandi MC PLANET Hildur Hjörvar hhjorvar@mbl.is Morgunblaðið birti í vikunni grein í tilefni af 81 árs afmæli af- hjúpunar styttunnar af Leifi Ei- ríkssyni á Skólavörðuholtinu. Kom þar fram að Ásgeir Ásgeirs- son, þáverandi forsætisráðherra, hefði í ræðu sinni sagt að til stæði að koma fyrir tjörn um- hverfis styttuna. Ekkert hefur þó bólað á þeirri tjörn og kannast hvorki starfsmenn Reykjavíkur- borgar né áhugamenn um borg- arskipulagið við þær fyrirætlanir. Staðsetningin óheppileg „Ekki minnist ég þess að nokk- urn tíma hafi verið rætt um það að hafa tjörn í kringum líkneskið, enda væri tjörn að mínu mati ekki heppileg þarna á háholt- inu.,“ segir Ragnhildur Skarp- héðinsdóttir arkitekt, en hún og Ögmundur Skarphéðinsson arki- tekt skipulögðu og útfærðu endu- bætur á Skólavörðuholti, sem voru gerðar í 6 áföngum á 10 ára tímabili og er enn ekki að fullu lokið. „Þarna er mjög vindasamt og kirkjan sjálf myndar mikla vind- sveipi. Vatn myndi einfaldlega ekki haldast í tjörn á þessum til- tekna stað.“ Stefnt að sjónrænni heild Ragnhildur minnir á að mikill styr hafi staðið um staðsetningu styttunnar á sínum tíma og ekki allir á eitt sáttir. „Skólavarðan, kennileitið á holtinu og griða- staður skólapilta, var t.d. látin víkja fyrir líkneski Calders. Þekkt ljósmynd úr vígslunni sýn- ir einmitt líkneskið og Skólavörð- una „saman“ og sýnir hvað lík- neskið þrengir að Skólavörðunni.“ Ragnhildur segir útfærslu sína og Ögmundar hafa stefnt að því að festa styttuna betur við svæðið og mynda sjónræna heild. „Hellu- mynstrið á sjálfu torginu sækir til dæmis fyrirmynd sína til kelt- neskra kirkjukrossa og gólfa eins og það tíðkaðist kringum árið þús- und þegar Leifur heppni sigldi vestur um haf. Það var svo spunn- ið og fléttað með náttúrusteini í einskonar dregil eða ás sem nær frá kirkju að Skólavörðustíg. Út frá dreglinum myndar hellu- og steinalögnin krossa með reglulegu millibili sem ná yfir alla spor- öskjuna. Líkneski Stirlings Cald- ers af Leifi Eiríkssyni situr í miðjum ásnum að kirkjunni og rís hátt, enda hefur náttúrusteinninn verið mótaður líkt og stefni á skipi undir stöplinum.“ Enginn kannast við tjarnaráform  Efast um að hugmyndir um tjörn umhverfis Leif heppna gengju upp Morgunblaðið/ÞÖK Klifur Tjörn myndi líklega torvelda krökkum að klifra í Leifi heppna. Heimir Þorleifsson, sagnfræðingur og fyrr- verandi sögukennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést hinn 17. júlí á Landspítalanum. Hann var fæddur í Reykjavík 22. nóv- ember 1936, sonur Kristensu Jakobínu Guðmundsdóttur og Þorleifs Benedikts Þor- grímssonar. Heimir var mik- ilvirkur höfundur fræðirita og kennslu- bóka í sagnfræði. Með- al bóka hans eru Frá einveldi til lýð- veldis – Íslandssaga eftir 1830, Saga íslenskrar togaraútgerðar til 1917, Saga Reykjavíkurskóla í fjórum bindum, Seltirningabók – saga Sel- tjarnarness, Söguþræðir Símans – saga símans á Íslandi, Póstsaga Ís- lands frá 1776-1935 í tveimur bindum og Mannkynssaga BSE – Fornöldin. Í þrjátíu ár skráði hann Árbók Íslands í Almanak Þjóðvina- félagsins og eru það ár- bækur fyrir árin 1981 til og með 2010. Heimir flutti út- varpserindi og þætti, skrifaði fjölda greina í blöð, tímarit og safnrit um söguleg efni og rit- stýrði m.a. safnritinu Landshagir um at- vinnu- og hagsögu sem út kom 1986. Hann gerðist kennari við Mennta- skólann í Reykjavík 1961 og var deildarstjóri í sögu og félagsfræði við skólann til 1994. Hann var prófdóm- ari og stundakennari við Háskóla Ís- lands og sjálfstætt starfandi sagn- fræðingur. Hann var varaformaður BHM og formaður félags kennara við MR. Heimir var forseti Sögufélags frá 1988 til 2001 og sat í stjórn félagsins allt frá 1979. Hann lét sig miklu varða sögulega geymd umhverfis, muna og heimilda og beitti sér sérstaklega fyrir slíkum verkefnum í heimabæ sínum Sel- tjarnarnesi. Heimir var forseti og heiðursfélagi Rótarýklúbbs Seltjarn- arness en klúbburinn gaf m.a. út forn kort og myndir af Seltjarnarnesi. Eftirlifandi eiginkona hans er Steinunn Einarsdóttir, áður ensku- kennari við Menntaskólann í Reykja- vík. Börn þeirra eru Einar Heim- isson, fæddur 1966, doktor í sagnfræði, rithöfundur og kvik- myndagerðarmaður, sem lést 31 árs að aldri, og Kristrún Heimisdóttir, fædd 1971, lektor í lögfræði og fv. að- stoðarmaður ráðherra 2007-2012. Andlát Heimir Þorleifsson Hæstiréttur hef- ur gert manni að sæta farbanni vegna rann- sóknar lögreglu á meintum kyn- ferðisbrotum hans gegn tveimur stúlkum. Í öðru málinu barst lögreglunni kæra frá barnaverndarnefnd. Hin meintu brot gegn stúlkunni sem um ræðir hófust í lok árs 2007 eða í upp- hafi árs 2008 og stóðu allt fram á mitt sumar 2012. Síðasta brotið var hinn 22. desember 2012 þegar hann gerði tilraun til að hafa mök við stúlkuna án þess að það tækist. Samkvæmt lýsingu brotaþola var um að ræða að minnsta kosti 25 skipti af kynmökum í leggöng og tvö tilvik þar sem um kynmök í enda- þarm hafi verið að ræða. Í hinu málinu lagði faðir stúlk- unnar fram kæru, en í skýrslutöku kom fram að brotið hefði staðið yfir á árunum 2008 til loka árs 2010. Þeg- ar það hófst var um káf utanklæða á kynfærum að ræða, en eftir það káf innanklæða á brjóstum hennar og kynfærum. Þegar líða tók að hausti 2008 hafi maðurinn, sem var heim- ilisvinur og dvaldi langdvölum á heimilinu, flutt svefnstað sinn úr setustofu inn í svefnherbergi til stúlkunnar, þar sem hann deildi með henni rúmi með vitund móður stúlk- unnar. Þá hafi brot mannsins breyst úr káfi yfir í samræði við barnið og stóð það með reglulegum hætti, að minnsta kosti tvisvar í mánuði, allt til loka árs 2010 þegar maðurinn flutti af heimilinu. Krafist var farbanns til að tryggja nærveru mannsins á landinu, en hann er erlendur ríkisborgari og á enga fjölskyldu á landinu. Því var talin veruleg hætta á að hann myndi yfirgefa landið til að koma sér undan rannsókn. Farbann vegna meintra kyn- ferðisbrota

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.