Morgunblaðið - 19.07.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 19.07.2013, Síða 11
Morgunblaðið/Eggert Kveikjan Hátíðleg jólalög kveiktu áhuga Daníels Hauks á klassískri tónlist sem hann syngur í bland við popplög. Þegar Daníel er inntur eftir fyrirmynd í tónlistarlíf- inu liggur hann ekki á svari. „Númer eitt, tvö og þrjú er það Páll Óskar. Hann hefur verið fyrirmyndin mín alveg ótrúlega lengi. Hann gaf einu sinni út póstkortabók með myndum af sér og ég hengdi þau öll upp sem veggfóður þegar ég flutti á stúdentagarðana. Ég veit nú ekki hvað fólkinu í kringum mig fannst um það,“ segir Daníel og hlær. „Allt sem Palli syngur langar mig að syngja en það sem ég er mest hrifinn af við hann er hvað hann er mikill fullkomnunarsinni. Hann gerir allt hundrað prósent og meira til. Hann sendir ekkert frá sér nema það sé full- komið enda ekki að ástæðulausu sem hann er langskær- asta poppstjarna okkar í dag. Ég hef nokkrum sinnum hitt hann og hann gefur manni svo ótrúlega uppbyggjandi gagnrýni.“ Stalst til að syngja í Flatey Daníel er ekki búinn að sjá fyrir sér stjörnum prýdda framtíð enda segist hann ánægður á þeim stað sem hann er á í dag. „Það er svo margt sem mann langar til að gera en maður má ekki gleyma sér í draumum. Maður má ekki eyðileggja allt ferlið með því að einblína bara á að mark- miðið sé það besta. Í dag hef ég einna mest gaman af því að syngja í kirkjum. Hljómurinn, viðburðurinn, kyrrðin og friðurinn heilla mig þó svo að ég sé trúlaus. Kirkjur eru meira en bara trúarhúsnæði. Ég var í Flatey fyrir stuttu. Þar er ein fallegasta kirkja landsins. Ég fór þangað um miðja nótt með kríurnar brjálaðar í kringum mig. Ég fann sálmabók og byrjaði að syngja alla sálma sem ég kunni og söng í tvo tíma. Það var ótrúlega góð stund að vera í Flatey um miðja nótt í leyfisleysi í kirkju að syngja sálma. Ég réttlætti þetta fyrir sjálfum mér þó að ég segi alltaf að ég sé trúlaus en maður veit aldrei. Ef það var einhver á staðn- um sem var ósáttur við að ég var að syngja þá var ég alla vega að syngja sálma. Í fyrra söng ég fyrir 5.000 manns á landsmóti UMFÍ og það var yndislegt en það er líka ynd- islegt að vera bara einn með sjálfum sér að syngja í kirkju í Flatey. Þetta er ástríðan fyrir mér.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. 100% made in Italy www.natuzzi.com Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar Erfitt getur reynst að biðj-ast afsökunar, þrátt fyrirað slíkt teljist jafnan tilmikilla mannkosta. Enn óþægilegra er að þurfa að minna einhvern á misgjörðir sínar, og jafn- vel rifja þær upp fyrir viðkomandi, til þess eins að biðjast afsökunar. Slíkt er þó nauðsynlegt því ófyr- irgefnar syndir geta vegið þungt á hjörtum meints geranda sem og brotaþola. Allir bera einhverja lesti á baki sér og er ég sjálfur þar engin undantekning. Það má segja að ég sé jafnvel andlegur kroppinbakur sökum krónísks samviskubits sem hefur plagað mig allt frá því ég man eftir mér. Ég hef því ákveðið að nýta mér stöðu mína og biðja þá sem það á við forláts. Til að byrja með vil ég biðjast af- sökunar á því að hafa sett Jötungrip í höfuðfat velunnara míns með þeim afleiðingum að á hann varð að raka munkaskalla. Að sama skapi vil ég biðja íbúa í blokkinni í Leirubakka af- sökunar á því að hafa lagt það í vana minn að rugla pósti á milli póstkassa í lok hvers skóladags. Einnig vil ég biðja þá forláts sem urðu fyrir fólskulegri árás minni í vatns- byssustríði nokkru en undirrituðum þykir það einkar miður að hafa kast- að af sér vatni í Super Soaker- vatnsbyssuna áð- ur en lokabardag- inn var háður. Þar bar kappið feg- urðina ofurliði. Ég vil biðja fjöl- skyldumeðlimi mína, sem og páfagaukinn Elías, afsök- unar á því að hafa brugðist trausti og vængbrotið hann með badmin- tonspaða í stað þess að gæta hans. Ég hef lagt mikla orku í það að telja sjálfum mér trú um að um slys hafi verið að ræða en þar sem ég hef í gegnum tíðina einatt borið fyrir mig minnisleysi verð ég að horfast í augu við staðreyndir og taka ábyrgð á verknaðinum. Þrátt fyrir að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum þá er hjarta mitt orðið ögn léttara, þó ennþá talsvert þyngra en fjöður Maats. Ég vil taka það fram, þrátt fyrir að það sé engin af- sökun, að öll þessi ódæð- isverk vann ég þegar ég var hvimleiður krakki. Ég vona að þessi syndaaflausn mín verði engu að síður öðrum til eftir- breytni, enda mikil skömm að því að svíkjast undan ábyrgð og biðjast ekki afsökunar fyrir misgjörðir liðinna tíma. »Ég vona að þessisyndaaflausn mín verði engu að síður öðrum til eftirbreytni, enda mikil skömm að því að svíkjast undan ábyrgð og biðjast ekki afsökunar fyrir mis- gjörðir liðinna tíma. HeimurDavíðs Más Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.