Morgunblaðið - 19.07.2013, Síða 38
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Sumum er tónlistin í blóð borin og
skiptir þá litlu máli hvað annað
menn taka sér fyrir hendur, tónlistin
verður alltaf stór þáttur í lífi þessa
fólks. Helgi Þór Ingason verkfræð-
ingur er einn þessara einstaklinga
en hann hefur alla tíð haft gaman af
því að spila og hlusta á góða tónlist.
„Tónlistin hefur alltaf verið stór
þáttur í mínu lífi, jafnvel þó svo að
ég hafi valið þann veg að fara í lang-
skólanám í verkfræði og starfa við
hana í dag,“ segir Helgi en hann er
dósent við Tækni- og verkfræðideild
Háskólans í Reykjavík. Tónlistin er
þó aldrei langt undan og hefur Helgi
spilað með ýmsum hljómsveitum frá
unga aldri og segir tónlistina stærri
og stærri þátt í lífi sínu. „Ég á mér
þann draum að geta snúið mér nærri
því alfarið að tónlistinni og haft
verkfræðina með eins og ég hef
kannski tónlistina í dag.“
Fyrsta platan með eigin lögum
Fyrsta plata tónlistarmanna er oft
sú eftirminnilegasta enda áfangi
sem oft getur verið erfiður að taka.
Bæði fylgir útgáfu nokkur kostn-
aður og tónlistarmenn eru oftar en
ekki að setja tónlistina sína í fyrsta
skipti í dóm neytenda sem ekki er
gert með jafn afgerandi hætti á ein-
staka tónleikum. „Gamla hverfið er
fyrsta platan mín með minni eigin
tónlist bæði lögum og textum. Þetta
er samt ekki í fyrsta skiptið sem ég
hef spilað inn á plötu en við höfum
gefið út nokkra diska í South River
Band. Hins vegar er þetta allt önnur
tilfinning og fyrir mig er þetta mikill
áfangi,“ segir Helgi en spurður út í
það hvort hann hafi áhuga á að gefa
út tónlistina sína á vínýl eins og
margir tónlistarmenn eru farnir að
gera aftur í auknum mæli segist
hann fyrst og fremst ánægður með
að hafa komið diskinum út. „Auðvit-
að væri gaman að skoða vínýl útgáfu
ef tónlistin mín fær einhverja
hlustun. Ég er að gefa þetta út sjálf-
ur og hef ekki milljónir til að setja í
markaðssetningu en ef tónlistin nær
í gegn og fólk fer að hlusta á hana og
kaupa er hægt að skoða það að gefa
hana út á öðru formi.“
Djassóður til gamla hverfisins
Platan hans Helga, Gamla hverfið,
er unnin upp úr lögum og textum
sem Helgi hefur unnið að í gegnum
tíðina og er elsti textinn og lagið að
verða 25 ára gamall. „Reyndar á ég
ekki textann við elsta lagið á plöt-
unni sem heitir Hin liðnu ævintýr.
Sá texti er eftir föðurbróður minn
Jón Árnason en hann var mikið
skáld og bóndi á Syðri-Á í Ólafsfirði.
Þetta æxlaðist þannig að ég fór um
tvítugt norður til hans og spilaði lag-
ið fyrir hann og hann samdi þennan
fína texta. Síðan samdi ég lag og
texta þegar sonur minn var lítill fyr-
ir 18 árum og það eru því elstu lögin
á diskinum, hin eru nýrri,“ segir
Helgi en diskurinn er að hans eigin
sögn ákveðin fortíðarhyggja þar
sem lög og textar eru yfirleitt um
fólk og staði úr fortíð Helga.
„Titillag disksins og nafn hans er
skírskotun til gamla hverfisins en ég
og Einar Clausen söngvari og æsku-
vinur minn vorum aldir upp í Ár-
bænum. Það eiga allir sitt gamla
hverfi og Árbærinn er okkar. Það
ættu því einhverjir gamlir Árbæing-
ar að þekkja tilvísanir í texta lagsins
en tían, safnið og vogurinn er allt
einkennandi hugtök fyrir þann tíma
þegar við Einar vorum að alast upp í
Árbænum.“
Myndin aftan á hulstri disksins er
einmitt af Árbænum en það er loft-
mynd Mats Wibe Lund frá árinu
1977. Það ljóst af spjallinu við Helga
að Árbærinn er honum mjög kær.
Það kemur því kannski ekki á óvart
að platan var tekin upp í stofunni hjá
Helga í Árbænum.
Lætur drauma sína rætast
Tónlistarmaðurinn Helgi Þór Ingason gefur út sína fyrstu sólóplötu Elstu textar og lög á plöt-
unni hans „Gamla hverfið“ eru allt að 25 ára gamlir Langar að snúa sér alfarið að tónlistinni
Tónlist Helgi Þór Ingason er menntaður verkfræðingur en tónlistin er þó aldrei langt undan hjá honum en hann gaf nýlega út fyrstu plötuna sína.
Ljósmyndir/Eddi Jónsson
Árbærinn Helgi með félögum sínum að spila tónlist í stofunni heima.
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013
ÚRAUPPBOÐ TIL
STYRKTAR KRAFTI
JS Watch co. Reykjavik, Tolli og Lína Rut hafa
tekið höndum saman og skapað 2 einstaka
skartgripi sem boðnir verða upp á netinu til
styrktar Krafti - Stuðningsfélagi ungs fólks
sem greinst hefur með krabbamein
og aðstandenda þeirra.
Hér er einstakt tækifæri
til að eignast
dýrgripi sem
hvergi eiga
sinn líka
og styðja
við gott
málefni í
leiðinni.
Allur ágóði
af uppboðinu
rennur óskertur til Krafts.
www.gilbert.is
Kynntu þér uppboðið
nánar á www.gilbert.is
Uppboði - lýkur 31. júlí
Myndlistarkonan Mireya Samper
opnaði myndlistarsýningu í aðal-
listasafni Litháens, þjóðlistasafninu
í Kaunas, í gær.
„Ég er mjög ánægð með opn-
unina og þær móttökur sem ég hef
fengið frá fólki hérna. Það er alltaf
erfitt fyrir listamanninn sjálfan að
segja hver viðbrögð fólks eru en
það sem ég hef orðið vitni að hérna
á opnuninni eru góð viðbrögð
gesta,“ segir Mireya en það kom
henni líka skemmtilega á óvart hve
gríðarlega margir mættu á opn-
unina.
Mireya vann að sýningunni hérna
heima og átti því erfitt með að sjá
nákvæmlega hvernig hún kæmi út.
„Ég gat ekki gert annað en að vona
það besta en útkoman fer fram úr
mínum björtustu vonum. Ég hefði
ekki þorað að ímynda mér að þetta
myndi koma svona vel út. Sýningin
kemur vel saman í birtuskilyrð-
unum hérna og smellur saman sem
ein heild, sem er frábær tilfinning.“
Sýning Myndlistarkonan Mireya Samper opnaði sýningu á verkum sínum í
þjóðlistasafninu í Kaunas í Litháen og fékk góðar viðtökur gesta.
Fjölmenni á sýningu
Mireyu Samper