Morgunblaðið - 19.07.2013, Qupperneq 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013
GJÖRIÐ
SVO VEL!
Hafðu það hollt
í hádeginu
HAFÐU SAMBAN
D
OG FÁÐU TILBO
Ð!
HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is
HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og
næringaríkan mat í hádegi.
Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is
Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari
og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta
matreiðslukeppni heims.
makes a difference
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is
Vatnsdælur
Neysluvatnsdælur, brunndælur, borholudælur
Hentugar á heimilið, í garðinn, sumarhúsið eða bátinn
GP 60
Garðdæla fyrir
aukinn þrýsting
BPP 4500
Dæla með þrýstikút
og þrýstijafnara
SPP 6D Inox
Ryðfrí og öflug
borholu- og
brunndæla
SDP 9500
Dæla -
fyrir óhreint vatn
SCD 12000
Dæla - fyrir ferskvatn.
Stillanlegur vatnshæðarnemi
S
tillanlegur
vatnshæ
ðarnem
i
Fá íslensk listasöfn standaListasafni SigurjónsÓlafssonar á sporði hvaðsnertir fallega staðsetn-
ingu í náttúrulegu umhverfi. Þessi
sérstæða bygging sem upp-
runalega var reist sem vinnustofa
og heimili listamannsins, og högg-
myndirnar utandyra hafa um ára-
tugaskeið sett svip á Laugarnes-
tangann og laðað til sín unnendur
listar og náttúru. Talsvert hefur
þó verið þrengt að safnahúsinu að
undanförnu sökum umsvifa ná-
grannans. Sigurjónssafn var stofn-
að árið 1984 af ekkju listamanns-
ins, Birgittu Spur, og er vin í
borgarlandslaginu þar sem skoða
má verk Sigurjóns og annarra
listamanna, hlýða á tónleika og
drekka kaffi með útsýni yfir sund-
in blá. Safnið stendur nú á merki-
legum tímamótum því í fyrra færði
Birgitta Listasafni Íslands Sig-
urjónssafn að gjöf. Á dögunum var
þar opnuð fyrsta sýningin eftir
sameininguna og ber hún heitið
„Úr djúpunum“. Þar er efnt til
samtals milli höggmynda Sig-
urjóns frá árunum 1960-1982 og
málverka annarra íslenskra mód-
ernista frá svipuðu tímabili eða
þeirra Guðmundu Andrésdóttur,
Kristjáns Davíðssonar, Nínu
Tryggvadóttur, Svavars Guðnason-
ar og Þorvaldar Skúlasonar. Flest
eru verkin í eigu Listasafns Ís-
lands en þarna má einnig sjá
nokkur verk sem eru í einkaeigu.
Verk Sigurjóns eru í aðal-
hlutverki á sýningunni en með
samanburðinum við verk hinna
listamannanna er ætlunin að varpa
ljósi á áherslur í listsköpun hans –
og um leið á módernískar listhrær-
ingar hér á landi. Listamennirnir
eiga það sameiginlegt að hafa
ávallt haldið sínu formhyggjustriki
og þróað myndmál á forsendum
grunneiginda málverksins eða
höggmyndarinnar, þ.e. samspili
lína, lita, flata, efnis og rýmis.
Verkin eru flest óhlutbundin en
líkt og gefið er til kynna með yf-
irskrift sýningarinnar og heitum
einstakra verka, þá skírskota þau
til fyrirbæra náttúrunnar og efn-
isheimsins, til hugmynda eða til-
finninga. Tímabilið eftir 1960 ein-
kenndist af fráhvarfi frá
strangflatarstefnu; listamenn tóku
að leyfa sér lausbundnari form-
gerð og spunakenndari vinnu-
brögð. Þessi þróun tengdist hrær-
ingum úti í heimi þegar
dulvitundin, hið ósjálfráða og hið
upprunalega voru leiðarorð
margra listamanna, ekki síst í
New York og París. Um þetta
leyti varð Sigurjón af heilsufars-
ástæðum að snúa sér að öðrum
efniviði en steini, og öðlaðist um
leið nýtt frelsi í formtjáningu með
„léttari“ efnum eins og tré, kopar
og járni. Vissulega hafði steinninn
leikið í höndum hans – upp í hug-
ann kemur t.d. straumlínulagaður
Markmaður (1937) á flugi – og í
nýrri verkunum nýtur sín rík efn-
istilfinning Sigurjóns, taktföst og
jarðbundin formhugsun í bland við
vissan léttleika, leikgleði og hug-
lægt sem formrænt flug. Þetta er
dregið ágætlega fram í samtalinu
við ólgandi og kraftmikil málverk
eins og Gos (1964) eftir Nínu
Tryggvadóttur, Glæður (1964) eftir
Guðmundu Andrésdóttur, Flæð-
armál (1962) Kristjáns Davíðs-
sonar, Kompósisjón (1963) Svavars
Guðnasonar og Rauð tilbrigði
(1981) eftir Þorvald Skúlason.
Samtal síðasttalins verks Þorvald-
ar og Baráttunnar um fjöreggið
(1978) eftir Sigurjón undirstrikar
athuganir hans á samspili hins tví-
víða og hins þrívíða, og minnir á
öfluga og markvissa samræðu
verka þessara tveggja listamanna
á sýningu í Hafnarborg fyrir fimm
árum.
Samhljómur er milli verka í sýn-
ingarsalnum á efri hæðinni, en á
neðri hæðinni fer ekki nógu vel
um málverkin þar sem þau eru til
sýnis í vinnustofu myndhöggvara
og því lítið um gott veggjapláss.
Flygill við enda salarins (notaður á
vikulegum sumartónleikum safns-
ins og í öðru tónleikahaldi) tekur
einnig mikið til sín þar sem hann
er staðsettur fyrir miðju og verk
Sigurjóns beggja vegna. Sam-
anburðurinn verður fyrir vikið
lauslegri en á efri hæðinni, þótt
vissulega sé áhugavert að sjá sam-
an málverk Svavars og Kristjáns
og skúlptúra Sigurjóns.
Í heild má segja að sýningin „Úr
djúpunum“ veiti nokkra innsýn í
þróun íslensks módernisma á 7. og
8. áratugnum og henni er fylgt úr
hlaði með prýðilegri grein eftir
Æsu Sigurjónsdóttur listfræðing.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er
mikilvæg miðstöð sýninga og rann-
sókna á verkum listamannsins,
ýmist í húsakynnum safnsins eða
samstarfi við stofnanir á Íslandi og
erlendis. Í gegnum tíðina hefur
með þeirri starfsemi verið leitast
við að skoða verk Sigurjóns í sam-
tali við aðra listamenn, líkt og á
sýningunni nú. Með sameiningunni
við Listasafn Íslands er ljóst að
nýir og spennandi möguleikar hafa
opnast hvað snertir rannsóknir á
verkum Sigurjóns í samhengi ís-
lenskrar myndlistar og sýningin
„Úr djúpunum“ vísar fram á veg-
inn í þeim efnum.
Nína Tryggvadóttir, Gos, 1964.
Djúpið við tangann
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Úr djúpunum – Guðmunda Andrés-
dóttir, Kristján Davíðsson, Nína
Tryggvadóttir, Sigurjón Ólafsson,
Svavar Guðnason og Þorvaldur
Skúlason.
bbbmn
Til 1. september 2013. Opið kl. 14-17 alla
daga nema mánudaga. Aðgangseyrir:
500 kr., eldri borgarar og öryrkjar: 300
kr., börn yngri en 18 ára: ókeypis. Sýn-
ingarstjórar: Halldór Björn Runólfsson
og Birgitta Spur.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Sigurjón Ólafsson, Gróandinn, 1965.