Morgunblaðið - 30.08.2013, Síða 4

Morgunblaðið - 30.08.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Í drögum að nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar hefur borginni verið skipt upp í þrjú svæði eftir kröfum um fjölda bílastæða eins og sjá má á myndinni að ofan. Í umfjöllun Morgunblaðsins í gær um íbúðirnar sem rísa við Vesturbugt við gamla Slippsvæðið í Reykjavík kom fram að gert er ráð fyrir 0,8 bílastæðum á hverja íbúð, og verða þau öll neðanjarðar. Íbúðirnar við Vesturbugt eru á svæði 1 en þar skal samkvæmt að- alskipulagi miða við eitt bílastæði að hámarki á íbúð við endurnýjun byggðar/nýbyggingu. Á svæði 2 skal miða við eitt bíla- stæði á hverja 120 fermetra íbúð- arhúsnæðis. Á svæði 3 skal miða við 2 bílastæði á lóð fyrir íbúðar- hús fyrir íbúðir stærri en 80 fer- metrar, en eitt bílastæði á lóð fyrir íbúðarhús fyrir íbúðir 80 fermetra eða minni. Stefna borgarinnar Hildur Gunnlaugsdóttir, arki- tekt og umhverfisfræðingur hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir það stefnu borgarinnar að minnka umsvif einkabílsins og styðja frekar undir aðra ferða- máta. „Það eru stór atvinnusvæði í miðborginni þar sem margir eru í til dæmis verslunar- og þjónustu- störfum, þannig að okkur finnst eðlilegra að það séu færri bíla- stæði við íbúðir á þessu svæði,“ segir hún. Hildur segir ástæðuna fyrir því að þetta hlutfall á milli íbúða og stæða hafi verið fengið einnig tengjast verðinu á íbúðunum. „Þetta snýst líka um að breyta byggðinni og byggðarmynstrinu. Það er dýrara að kaupa íbúð með bílakjallara svo við vildum gera fólki kleift að geta keypt íbúð á svæðinu án þess að þurfa að borga líka fyrir bílastæði í bílakjallara.“ Skylda að hafa hjólageymslur Í drögum að aðalskipulagi er það einnig stefna borgarinnar að stæði eða hjólageymsla skuli vera fyrir lágmark eitt reiðhjól á hverja íbúð á öllum svæðunum þremur. 3 21 2 0 1 20,5 Km Bílastæðasvæði Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3 Heimild: Reykjavíkurborg Bílastæðin færri  Gert ráð fyrir 0,8 bílastæðum á íbúð í miðborg Reykjavíkur í drögum að nýju aðalskipulagi  Borgin vill fækka stæðum Bílastæðastefna » Í drögum að nýju aðal- skipulagi kemur fram að vinna eigi markvissa áætlun um gjaldskyldu bílastæða í borgarlandinu » Í miðborgarkjarnanum verði bílastæða að jafnaði ekki kraf- ist af húsbyggjendum en þeim gert skylt að greiða bílastæða- gjöld vegna byggingar almenn- ingsbílastæða Morgunblaðið/Rósa Braga Bílastæðamál „Við vildum gera fólki kleift að geta keypt íbúð á svæðinu án þess að þurfa að borga líka fyrir bílastæði í bílakjallara.“ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við vorum búin að koma fénu niður af fjalli um sexleytið. Þetta gekk ágætlega. Kindurnar voru ekkert sérstaklega heimfúsar, þær fóru mjög hátt í fjöllin. Menn voru að fara upp í 1.000 metra hæð eftir þeim,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, for- maður Landssamtaka sauðfjár- bænda og bóndi á Grýtubakka I, um smölun í Grýtubakkahreppi í gær. Spurður hvort veðrið hafi þróast á þann veg sem spáð var sagði Þórarinn Ingi að enn ætti eftir að koma í ljós hvort veður yrði jafn slæmt um helgina og spáð var. „Það kom aldrei neitt annað til greina hjá okkur en að ná niður fénu. Mér heyrist að það hafi verið gert ansi víða,“ sagði Þórarinn Ingi og tók fram að hann hefði lítið getað rætt við aðra bændur vegna mikilla anna við smölunina síðustu daga. Eiga um 2.000 kindur á fjalli „Við erum sæl með að vera komin með féð heim á tún. Við ætl- um að rétta í fyrramálið. Við eigum sjálf rúmlega um 2.000 kindur á fjalli. Við náðum flestum niður. Hér eru fjórir bæir sem eiga fé á þessu svæði, þ.e. Grýtubakkabæirnir, I og II, Fagribær og Höfði. Alls eru á milli 4.000 og 5.000 fjár á svæðinu.“ Spurður hvenær smölunin hófst segir Þórarinn Ingi að bændurnir hafi farið út eftir á þriðjudaginn var. „Venjulega tekur það okkur þrjá daga að smala þetta svæði en við smöluðum það núna á tveim dögum. Menn sváfu rétt yfir blánóttina. Gærdagurinn [miðvikudagurinn] var þannig að það var farið á fætur fjög- ur um morguninn og við vorum komnir í hús klukkan hálf tíu um kvöldið,“ sagði Þórarinn Ingi. Smölunin hófst því 27. ágúst og segir Þórarinn Ingi að í venjulegu ári hefjist hún um 4. september og ljúki í kringum 7. september. Hann segir gróft á litið um 300.000 fjár á Norðurlandi öllu. Þórhildur Þorsteinsdóttir, bóndi á Brekku í Borgarfirði, sagði smölun hafa hafist í gær á Holta- vörðuheiði í Snjófjöllum og á efsta hluta heiðinnar. Bændur hafi verið í sambandi við Veðurstofuna og svo tekið þá ákvörðun um miðjan dag að hætta smölun, enda væri minnkandi líkur á snjókomu á afréttinum. Smöluðu á milli 4.000 og 5.000 fjár af fjalli  Annir bænda í Grýtubakkahreppi  Smölun á Holtavörðuheiði var hætt Morgunblaðið/Atli Vigfússon Göngur Bændur og búalið að störfum í S-Þingeyjarsýslu. Veðurstofa Íslands sendi frá sér viðvörun vegna hugsanlegrar vatnavár. „Spáð er mikilli rigningu á Vestur-, Suðvestur-, Suður- og Suðausturlandi seint á fimmtudag og fram yfir hádegi á föstudag. Búast má við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla á þessum svæðum og þar gæti sólarhringsúrkoma farið vel yfir 100 mm. Varað er við vexti í ám á Snæ- fellsnesi, á Hvítársvæðinu (bæði vestur- og suður af Langjökli), kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul. Vöð yfir ár á þessum svæðum geta orðið varhugaverð.“ Seint í gærkvöldi spáði Veður- stofan suðlægri átt, 3-10 m/s og rigningu sunnan og vestan til en þurrt að kalla á Austurlandi. Vaxandi norðvestan- og vestanátt er spáð í dag, 15-23 m/s seinnipartinn norðvestan til og talsverðri eða jafnvel mikilli rigningu. Snjókoma verði ofan 200-300 metra hæðar yfir sjó. 13-20 suð- vestan til og rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla. Veðurstofan varar við vatnavá VIÐVÖRUN VEÐURSTOFUNNAR Leikskólanum 101 í Reykjavík hef- ur verið lokað. Eigandi skólans, Hulda Linda Stefánsdóttir, til- kynnti þetta í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum síðdegis í gær. Til stóð að opna leikskólann í gær, en af því varð ekki. Skólinn er sem kunnugt er til rannsóknar hjá lög- reglu vegna meints harðræðis starfsmanna á ungbörnum í skól- anum í sumar. „Ég hef tekið þá ákvörðun að hætta rekstri Leikskólans 101. Ég vonaðist til þess að opna hann aftur og óskaði eftir aðstoð og úrræðum frá Barnavernd Reykjavíkur og Reykjavíkurborg til þess að það gæti orðið með trúverðugum hætti en beiðni minni var hafnað. Á ég því engra annarra kosta völ en að loka skólanum fyrir fullt og allt,“ segir Hulda í yfirlýsingunni, þetta hafi verið afar þungbær ákvörðun. „Tekið skal fram að þær ásakanir sem fram hafa komið í minn garð eru ekki á rökum reistar. Ég vil jafnframt koma því á framfæri að ég harma mjög þá framkomu í garð barnanna sem gögn í málinu virðast sýna og álagið sem foreldrar barnanna hafa verið undir síðustu daga. Ég mun halda áfram fullri samvinnu við þá sem rannsaka mál- efni leikskólans,“ segir Hulda enn- fremur í yfirlýsingunni. Málefni leikskólans voru rædd á fundi borgarráðs í gær en fjármál skólans og greiðsla leikskólagjalda hafa einnig komið upp í umræðunni. „Afar þungbær ákvörð- un“ að loka leikskólanum  Eigandi leikskólans 101 segist ekki hafa haft annan kost Leikskóli Dyr Leikskólans 101 hafa verið lokaðar frá því í síðustu viku. Morgunblaðið/Rósa Braga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.