Morgunblaðið - 30.08.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013
Furðulegt er að sjá og heyra við-horf borgarfulltrúa og ann-
arra pólitískra forystumanna Besta
flokksins og Samfylkingarinnar
þegar þeir ræða um Reykjavík,
ekki síst um umferð-
armál í borginni.
Kjörnir fulltrúarmeirihluta
borgarstjórnar
héldu sig að vísu
fjarri þegar borgar-
búar flykktust á fund til að ræða
nýjasta furðuverk borgarstjórnar,
fuglahúsin og flöggin á miðri
Hofsvallagötunni.
Formaður umhverfis- og skipu-lagsráðs, Páll Hjaltason, hafði
þó þetta fram að færa: „Það er
þannig að Reykjavík er bílaborg.
Hún er ekki hjólaborg og varla
fyrir gangandi heldur.“
Hvað á hann við? Nú er það svoað meðfram götum í Reykja-
vík eru gangstéttir og raunar
beggja vegna í flestum tilvikum. Í
hvaða skilningi er Reykjavík þá
„varla fyrir gangandi“?
Reykvíkingar, líkt og aðrirlandsmenn, hafa valið sér
einkabílinn sem sitt helsta sam-
göngutæki, en borgin er engu að
síður greiðfær þeim sem kjósa að
ferðast á annan hátt, einkum
gangandi.
Hvernig stendur á því að kredd-urnar gegn helsta ferðamáta
almennings hafa náð slíkum und-
irtökum í borgarstjórn Reykjavíkur
að pólitískir fulltrúar eru slegnir
algerri blindu á málefni borgar-
innar?
Hvers vegna stíga kjörnirfulltrúar ekki fram til varnar
almenningi?
Páll Hjaltason
Engar gangstéttir
í Reykjavík?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 29.8., kl. 18.00
Reykjavík 10 rigning
Bolungarvík 5 rigning
Akureyri 14 skúrir
Nuuk 3 skýjað
Þórshöfn 12 alskýjað
Ósló 17 skýjað
Kaupmannahöfn 18 skýjað
Stokkhólmur 18 léttskýjað
Helsinki 18 heiðskírt
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 22 heiðskírt
Dublin 19 skýjað
Glasgow 17 skýjað
London 23 heiðskírt
París 22 heiðskírt
Amsterdam 22 heiðskírt
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 22 heiðskírt
Vín 21 skýjað
Moskva 17 skýjað
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 23 þrumuveður
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 27 léttskýjað
Aþena 30 léttskýjað
Winnipeg 22 skúrir
Montreal 21 léttskýjað
New York 22 alskýjað
Chicago 27 léttskýjað
Orlando 31 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
30. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:06 20:52
ÍSAFJÖRÐUR 6:03 21:05
SIGLUFJÖRÐUR 5:45 20:48
DJÚPIVOGUR 5:33 20:23
Martha Andreasen, fyrrverandi aðalendurskoðandi fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambandsins, flytur fyrirlestur í
Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, í stofu N-132
kl. 17–18 föstudaginn 30. ágúst.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Þegar Andreasen gagnrýndi spillinguna og óreiðuna í rekstri og bókhaldi Evrópusambandsins,
var henni sagt upp. Reikningar Evrópusambandsins hafa ekki fengist endurskoðaðir árum sam-
an. Andreasen situr nú á Evrópuþinginu fyrir breska Íhaldsflokkinn og hefur gagnrýnt Evrópu-
sambandið í bókum og ritgerðum.
Björn Bjarnason, fyrrv. dómsmálaráðherra, stjórnar fundinum. Að honum standa Íslenskt þjóð-
ráð, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt (RNH), Evrópuvaktin, Ísafold, Heimssýn og Nei
við ESB. Fundurinn er liður í samstarfsverkefni RNH og AECR um „Evrópu, Ísland og framtíð
kapítalismans“.
Að fundinum loknum verður móttaka á staðnum.
Hvert stefnir ESB?
HVERT STEFNIR EVRÓPUSAMBANDIÐ?
Ólína ekki verið ráðin
Ranghermt var í frétt Morgunblaðs-
ins í gær að Ólína Þorvarðardóttir,
fv. þingmaður Samfylkingarinnar,
hefði verið ráðin forseti hug- og fé-
lagsvísindasviðs Háskólans á Ak-
ureyri. Hið rétta er að ráðningar-
ferlinu er ekki lokið, heldur hlaut
Ólína flest atkvæði í umsagnarferli
sviðsins. Samkvæmt reglum skólans
er það rektor sem ræður forseta
fræðasviðs, að fenginni umsögn við-
komandi sviðs og að höfðu samráði
við háskólaráð. Reiknað er með að
ákvörðun um ráðningu liggi fyrir um
miðjan september.
Beðist er velvirðingar á rang-
herminu.
LEIÐRÉTT
Ákveðið hefur verið að heimila
krókabátum makrílveiðar til 20.
september, samkvæmt upplýs-
ingum úr sjávarútvegsráðuneyt-
inu. Viðmiðunarafli til færaveiða
var 3.200 tonn á vertíðinni og er
stutt í að það hámark náist.
Samkvæmt upplýsingum á vef
Fiskistofu var í gær búið að
landa tæplega 3.100 tonnum. Alls
hafa 85 bátar nýtt leyfi sín til
þessara veiða á grunnslóð í sum-
ar.
Veiðarnar fóru rólega af stað,
en hafa glæðst eftir því sem liðið
hefur á. Mjög gott skot gerði í
Steingrímsfirði snemma í mán-
uðinum, síðan var aðalveiðisvæð-
ið út af Vogum og í grennd við
Keflavík, en síðustu daga hafa
margir bátanna verið við Snæ-
fellsnes. aij@mbl.is
Krókabátar fá að
veiða makríl til
20. september
Morgunblaðið/Þorkell
Smábátar Veiða má makríl á króka áfram
til 20. september næstkomandi.
Harður tveggja bíla árekstur varð á
gatnamótum Víkurvegar og Þúsald-
ar í Grafarholti í gærkvöldi. Þrír
voru fluttir með sjúkrabifreið á
slysadeild Landspítalans í Fossvogi.
Að sögn Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins (SHS) var fólkið ekki al-
varlega slasað.
Tilkynning um slysið barst klukk-
an 20.56. Að sögn SHS var í fyrstu
talið að ökumaður annarrar bifreið-
arinnar væri fastur í bílnum. Það
þurfti hins vegar ekki að beita klipp-
um til þess að ná honum út.
Miklar tafir urðu á umferð á með-
an lögregla og sjúkralið athöfnuðu
sig á vettvangi, en aðgerðum lauk
um kl. 21.20.
Tildrög slyssins voru í gærkvöldi
óljós og ekki lágu fyrir nánari upp-
lýsingar þegar Morgunblaðið fór í
prentun.
Þrír á slysadeild eft-
ir harðan áreksturKarlmaður í annarlegu ástandigerði tilraun til að ræna apótek íSpönginni í Grafarvogi í gærkvöldi.
Maðurinn ógnaði starfsfólki með
hnífi og heimtaði lyf. Árni Þór Sig-
mundsson, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu, sagði í samtali við mbl.is
að lögreglumenn hefðu verið fljótir
á staðinn og náð að yfirbuga mann-
inn.
Maðurinn, sem er á þrítugsaldri,
var ekki viðræðuhæfur og fékk að
gista í fangaklefa. Skýrsla verður
tekin af honum í dag.
Tilraun til að ræna
apótek í Grafarvogi