Morgunblaðið - 30.08.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 30.08.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Þetta eru portrettmyndir aftónlistarfólki sem ég hefverið að vinna að undan-farið eitt og hálft ár. Ég ákvað að hefja þessa seríu þegar ég kom frá Danmörku þar sem ég var í ljósmyndaskóla og vantaði einhver verkefni. Ég ákváð þá að einbeita mér að því að mynda tónlistarfólk. Þetta eru allt saman svarthvítar myndir með miklum kontrast. Ég kýs þann stíl til að ljósmyndirnar öðl- ist þennan klassíska stíl. Margir hafa sagt að ljósmyndirnar séu mjög gam- aldags,“ segir Daníel Starrason sem opnar í dag ljósmyndasýningu í menningarhúsinu Hofi. Myndar á Græna hattinum „Ég hef ákaflega gaman af því að fara á tónleika og er mikill áhuga- maður um tónlist. Ég talaði einhvern tímann við Hauk Tryggvason á Græna hattinum um að fá að kíkja í nokkur skipti til að taka þar nokkrar ljósmyndir sem hann fengi síðan að eiga. Það hefur orðið allt að þrá- hyggju hjá mér. Ég fer þangað nán- ast hverja einustu helgi og tek alltaf nokkrar ljósmyndir. Það sem er líka svo magnað við þennan stað er að þar er alltaf eitthvað að gerast. Ég er til að mynda nokkuð viss um að það sé ekki til sá staður í Reykjavík sem státar af jafnvirku tónleikahaldi og Græni hatturinn,“ segir Daníel. „Það er töluvert tónlistarlíf fyrir norðan. Okkar vantar þó svolítið þessa akureyrsku popp- eða rokk- stjörnu. Annars er tónlistarlífið voða fjölbreytt, hér er starfrækt sinfóníu- hljómsveit og ótal kórar. Það er engu að síður langt síðan við höfum fengið eitthvað frá Akureyri sem hefur sleg- ið rækilega í gegn. Það var einmitt mikil umfjöllun um daginn um þenn- an samanburð við Dalvík og Húsavík en þaðan koma til dæmis margir góð- ir þungarokkarar. Bæjarfélögin í kring eru að búa til stjörnurnar sem hafa ekki orðið til á Akureyri um nokkurt skeið,“ segir ljósmyndarinn. Mikið listalíf á Akureyri „Annars er skemmtilegt gras- rótarstarf hérna og nokkrar hljóm- sveitir sem hafa því miður ekki náð að koma sér í útvarpið. Það er líka mikil gróska hérna í öðru listalífi, ef tekið er tillit til stærðar bæjarins, og vel hlúð að grasrótinni. Galleríið Populus Tremula er til að mynda mjög öflugt og hefur fengið flotta listamenn til sín í bland við yngri listamenn. Þetta er mjög lítið gallerí og rekið áfram á hugsjóninni einni saman. Svo eru líka tónleikar þarna af og til og nokkrar hljómsveitir sem eru kenndar við galleríið,“ segir hann. „Þau sem standa að Hofinu hafa jafnframt náð að vera með viðburði sem höfða til allra. Dagskráin þar er fjölbreytt en þeir taka þó aldrei neina áhættu í vali sínu á viðburðum, það er alltaf eitthvað sem selst alveg örugg- lega. En þetta hefur bara gengið vel hjá þeim að ég held og ég er mjög ánægður með að vera kominn með svona flottan stað í bæinn,“ segir Daníel. Ljósmyndabók í bígerð „Ég lærði heilmikið þegar ég fór fyrst í Medieskolerne í Viborg í Dan- mörku en ég á núna tvö ár eftir í skól- anum. Hann opnaði fyrir manni stærri og öðruvísi heim en er hérna á Íslandi. Þetta eru allt svo stór verk- Treður slóðina í Hofi Ljósmyndarinn Daníel Starrason mun í dag opna ljósmyndasýningu í Hofi á Akureyri þar sem tónlistarlífinu verður gert hátt undir höfði. Daníel segir gróskuna mikla fyrir norðan. Ljósmynd/Daníel Starrason Fortíð Þessi ljósmynd af Helga Þórssyni ber með sér þokka liðinna tíma. Í sumar sló Sirkus Íslands heldur bet- ur í gegn á Volcano-sirkuslistahátíð- inni í Vatnsmýrinni. Nú er svo komið að skeggjuð kona, loftfimleikahetjur, trúðar, einhjólaliðar, línudansari og aðrir sirkusmeðlimir óska eftir fram- tíðarheimili, stóru sirkustjaldi. Það eina sem Sirkus Íslands vantar upp á að verða alvörusirkus er sirkustjald. Nú leita þau til okkar eftir hjálp til að láta drauminn rætast. Nokkrir dagar eru eftir af söfnun fyrir sirkustjaldinu á netinu á slóðinni: karolinafund- .com/project/view/139. Sirkusinn vantar tjald til að ferðast með um allt land og bjóða upp á sirkussýningar og námskeið. Tjaldið er hluti af því að bjóða íslensku hæfileikafólki upp á alvörusirkusframtíð á Íslandi. Í Sirk- us Íslands eru nú 25 meðlimir. Þeir sem styrkja fá miða á sýningu í tjaldinu næsta vetur, en ef takmark- inu er ekki náð fá allir endurgreitt. Vefsíðan www.karolinafund.com/project/view/139 Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson Einhjólasprell Þessir sýndu listir sínar í sumar á sýningunni Heima er best. Sirkustjald skal það vera Nú stendur Reykjavik Dance Festival sem hæst en hátíðinni mun ljúka um helgina. Meðal þess sem er í boði eru allskonar dansverkstæði auk ýmissa sniðugra viðburða. Meðal sýninga má nefna Nothin’s for Something sem fram fer í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld en um er að ræða verk þeirra Heine Avdal og Yukiko Shinozaki. Einnig má nefna sýninguna Contact Gonzo sem sýnd verður á laugardag- inn en um er að ræða japanskan hóp sem sýnir meðal annars bardagalist. Smiðshöggið verður svo rekið með partíi í leikhúskjallaranum á laug- ardagskvöldið þrátt fyrir að nokkrar sýningar verði í boði á sunnudaginn. Endilega … … kíkið á dans- sýningar Morgunblaðið/Kristinn Dans Harpa er nýtt undir viðburði. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Gott silfur gulli betra. Eru þetta einkennisorð þess sem alltaf lýtur í lægra haldi fyrir andstæð- ingnum, eða tímalaus sannleikur frá einhverjum fornum heimspek- ingi? Ég skal ekki segja en sem stuðningsmaður Stjörnunnar hall- ast ég helst að því fyrrnefnda. Fé- lagið hefur í flestum íþróttum sankað að sér þessum eð- almálmi af ákefð sem áður er óþekkt í Garðabæ. Kaldhæðnin í því að stuðningssveit félags- ins heitir Silfurskeiðin hefur ekki farið framhjá and- stæðingum Stjörnunnar, og til að toppa þetta allt saman hefur silfurmáfur gert sig heimakominn á Stjörnuvelli. Má sjá hann fljúga tign- arlega yfir gervi- grasinu á leik- dögum eins og til að benda áhorfendum á hlutskipti félagsins. Önnur félög virðast hafa fundið leið til þess að koma í veg fyrir vonbrigðin sem geta fylgt silfurmedalíu. Með því að lækka væntingar og blanda sér í botnbar- áttu geta stuðningsmenn félaga setið uppi með stærðarinnar glott í lok tímabils, vegna þess eins að liðið þeirra bjargaði sér frá falli í síðustu umferð. Það er gömul speki og ný að ef þú lækkar væntingar þínar, þá munu frábærir hlutir henda þig. Ég hafði hugsað mér að tileinka mér þessa lífsspeki áður en gleðifregnir bárust úr Garðabænum. Stjörnu- stúlkum tókst að landa gullverðlaunum í Pepsi-deild kvenna, og það með glæsibrag! Ekki aðeins hafa þær ekki tapað stigi á öllu mótinu, heldur hefur markvörður liðsins aðeins þurft að ganga skrefin þungbæru og sækja tuðr- una í eigið mark fjórum sinnum í allt sumar. Liðs- Heimur Björns Más KYNNING Í HYGEU SMÁRALIND FÖSTUDAG OG LAUGARDAG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.