Morgunblaðið - 30.08.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.08.2013, Qupperneq 23
Stykkishólmur á sér yfir 400 ára sögu sem verslunarstaður og þar er góð höfn frá náttúrunnar hendi. Bærinn stendur á Þórsnesi og þar hafa mörg gömul hús verið gerð upp síðustu ár og áratugi. Þau setja sterkan svip á bæinn og er fjölbreytt starfsemi í þeim.Í Stykk- ishólmi er elsta veðurathugunarstöð landsins og þótt víðar væri leitað, en Árni Thorlacius hóf þar veðurathuganir árið 1845. Íbúar eru um 1.100 Veldissproti Fólkið í Hólminum treystir Agnari og á kippunni eru lyklar sem ganga að verslunum, skrifstofum, útgerðarfyrirtækjum og fleiru. ar sem er skeifnasmiður og rekur fyr- irtækið Helluskeifur. Hross þurfa að vera á góðum járnum, eins og stund- um er sagt um járningar á þeim. „Við þurftum vinnu og sáum auglýsingu þar sem skeifnasmiðja var föl. Við slógum til,“ segir Agnar sem er kominn á verkstæðið um miðj- an morgun. Þar starfa þau Svala Jónsdóttir eiginkona hans saman. Skeifurnar eru mótaðar í vélum. „Ætli við séum ekki með um fjórðung af innanlandsmarkaðnum. Já, ég hef lagt mig sérstaklega eftir því að skeifurnar séu sterkar og potta þær til með rafsuðu, það er styrkingu bæði á tám og hæl. Fyrir vikið eru skeifurnar sterkar og duga því vel á t.d. klára sem hestaleigurnar eru með,“ segir Agnar sem er bundinn sveitinni sterkum böndum og fer þangað mikið. Um tuttugu ár eru síð- an fjölskyldan flutti í Hólminn – en á hverjum degi fer Agnar inn í Helga- fellsveit en þar, á bænum Skili, er Agnar með um 200 fjár. Fjárhúsið er fín afslöppun „Þetta er vinna en ekkert síður áhugamál. Mér finnst ágætt að skjót- ast um miðjan daginn. Það er fín af- slöppun að fara í fjárhúsið,“ segir Agnar sem flutti með fjölskyldu sinni í Neskinn í Hólminum árið 1994. Sex hús eru við götuna og þar búa sautján manns. Þar af er föst búseta í fimm en það sjötta, það sem Árni heitinn Helgason, póstmeistari og fréttaritari Morgunblaðsins til áratuga átti, er nú sumarsetur fjölskyldu hans. „Já, við sem búum við þessa götu höldum hópinn aðeins. Á Dönskum dögum sem voru hér í Hólminum aðra helgina í ágúst var götugrill og í annan tíma veit fólk hér vel hvað af öðru. Stendur saman ef þess þarf.“ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fljótlega eftir að ég tók við starfi sveitarstjóra hér í Stykk- ishólmi árið 1974 nefndi ágætur maður við mig að ef ég vildi að mín yrði að einhverju getið fyrir störf hér skyldi ég láta rífa gömlu kofana í bænum. Á þess- um tíma var áhugi minn á vernd gamalla húsa hins vegar vakinn sem átti þátt í því að ég kaus að beita mér fyrir verndun fremur en niðurrifi,“ segir Sturla Böðv- arsson, fv. ráðherra, sem var að- eins 28 ára þegar hann tók við sveitarstjórastarfi. Gömlu húsin setja sterkan svip á Stykkishólm. Flest eru þau byggð á síðari hluta 19. ald- arinnar eða nærri aldamótunum 1900, um það leyti sem þéttbýli fór að myndast í Hólminum fyrir alvöru. Undirstaða endurreisnarstarfs „Fljótlega eftir að ég tók við sem sveitarstjóri árið 1974 var skipulag bæjarins endurskoðað og farið í framkvæmdir við mal- bikun og stígagerð. Oft stóðu gömlu húsin út í götuna og voru nánast fyrirstaða. Einhver lausn fannst á því en þarna fóru menn hins vegar að velta fyrir sér hvað ætti að verða um þessi hús, sem mörg voru í slæmu ástandi og engin prýði,“ segir Sturla. Vangaveltur þessar leiddu til þess að sveitarstjórinn fékk Þór Magnússon þjóðminjavörð og Hörð Ágústsson listmálara til skrafs og ráðagerða. Fram- haldið varð að á árunum 1977 og 1978 gerði Hörður, sem var brautryðjandi í húsafrið- unarmálum á Íslandi, könnun á þessum byggingarsögulega arfi. Húsakönnun hans varð und- irstaða endurreisnarstarfsins og um það var samstaða í bæj- arstjórn. Egilsen-húsið í Stykkis- hólmi, sem reist var 1867, er áberandi á staðnum. Upp úr 1970 var húsið í mikilli niður- níðslu og ljóst að aðgerða væri þörf, en bærinn átti hluta húss- ins. Þegar hér var komið sögu hafði verið ákveðið að endur- gera Norska húsið svonefnda, sem er í miðbænum, og gera að byggðasafni Snæfellinga. Skynsamleg leið Akvörðun um endurbætur á Norska húsinu ruddi brautina og skapaði áhuga. Það var því hlut- verk Sturlu Böðvarssonar sem sveitarstjóra að fá þáverandi meðeiganda Egilsen-húss til samstarfs við bæinn og eftirlét hann bænum sinn hlut í húsinu. Síðar var samið við tvenn ung hjón um að þau eignuðust fjórða partinn í húsinu með áskilnaði um endurgerð, en sveitarfélagið lagði til efni. „Þetta reyndist skynsamleg leið og endurgert var Egilsen- húsið strax mikil bæjarprýði. Það vakti áhugann og í fram- haldinu hófust endurbætur víð- ar. Nú skipta þessi hús orðið tugum,“ segir Sturla. Mörg þess- ara gömlu húsa eru í dag nýtt fyrir ferðaþjónustu í einhverri mynd. Sú staðreynd rímar við það sem Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun, nefndi í Morgunblaðinu á dög- unum – að gömul hús væru und- irstaða slíkrar víða um land. Undir þetta segist Sturla taka – enda Stykkishólmur í dag afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Eru gömlu húsin í bænum að hans sögn aðdrátt- arafl og verndarstefnan í bæn- um hefur vakið athygli víða og unnið til verðlauna. Sveitarstjórinn Sturla Böðvarsson beitti sér fyrir húsafriðun í Hólminum Morgunblaðið/Styrmir Kári Egilsenhús Varð strax mikil bæjarprýði, segir Sturla Böðvarsson um húsið góða, sem er byggt árið 1867 og er áberandi í Stykkishólmsbæ. Þá skyldi ég láta rífa gömlu kofana í bænum Agnar er maður margra hlutverka og ekki er ofsögum sagt að hann gæti smellpassað inn í heilaga ritningu. Persónugallerí, heitir þetta á máli bókmenntafræðinga. Agnar er sjálfur Lykla-Pétur og lætur sem hann sofi – en samt mun hann vaka, eins og er sungið. Sér til þess að Hólm- arar fái sitt daglega brauð því enginn lifir á því einu saman. Fólk þarf andlega næringu; sitt daglega Morgunblað sem Agnar er umboðsmaður fyrir. Og svo er hann líka í kirkjukórnum, þar sem annan hvern sunnudag og oftar eftir atvikum er sungið drottni til dýrðar. PERSÓNUGALLERÍ Á FERÐINNI Daglegt brauð og næring eldisbændum. „Við vinnum þarna um 4.000 til 5.000 tonn af silungi á ári og þetta selst vel. Þetta fer t.d. mikið til Benelux-landanna,“ segir Sigurður. Hvað grásleppuna íslensku áhrærir eru hrognin verðmætust og eftirsótt í kavíar. Margir gera sér hana hins vegar að góðu sem matfisk t.d. austur í Kína og þar er hún mat- reidd með ýmsu móti. „Grásleppuna má ofnbaka, steikja og sjóða, en eigi að matreiða hana þarf hún að hanga uppi í svo sem tvær vikur,“ segir Sigurður, sem með sínu fólki ætlar að halda upp á 80 ára afmæli fyrirtækisins nú í haust. Þangað verður ýmsum boð- ið, en hjá fyrirtækinu starfa alls um 200 manns – þar af hér heima um 50 sem eru að störfum til sjós og lands. Sjávarfang Tekið rösklega til hendi við vinnslu og pökkun á makrílnum. Við bjóðum frábæra þjónustu í Stykkishólmi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.