Morgunblaðið - 30.08.2013, Side 25

Morgunblaðið - 30.08.2013, Side 25
linga – en þá þyrfti að ráða inn til viðbótar við núverandi starfsfólk sjúkraþjálfara og lækni í hálfa ef ekki heila stöðu. Ef stafsemin yrði í sparnaðarskyni lögð til annarrar stofnunar, eins og rætt hefur verið, sé í raun og veru sjálfhætt. Til mikils að vinna „Þegar fólk kemur hingað í meðferð, sem að jafnaði er tvær vinnuvikur, er mikilvægt að gefa sér tíma. Fara í annað umhverfi úti á landi, taka það rólega og endurmeta stöðu. Að taka vinnu eða nám með sér hingað getur truflað meðferð,“ segir Hrefna Frímannsdóttir, deild- arstjóri sjúkraþjálfunar. Kemur sú lýsing hennar heim og saman við það sem margir telja: að orsök sjúk- dóma er oft óheppilegur lífsstíll sem fólk hefur tileinkað sér. „Þjálfunin er heildræn. Hún byggist á æfingaáætlun sem útfærð er fyrir hvern og einn sérstaklega og miðar að þjálfun nýja vöðva til átaka og fyrir betri líkamsstöðu og -beitingu. Förum í styrkjandi æfing- ar og þjálfun. Þetta er spennandi starf og árangurinn er yfirleitt góð- ur. Langvarandi verkir í baki geta haft áhrif á einstaklinga félagslega, andlega og fjárhagslega svo eitt- hvað sé nefnt. Því er til mikils að vinna að sjúklingar fái hjálpi sem fyrst.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Samstarfsfólk Hrefna Frí- mannsdóttir yfirsjúkraþjálf- ari og Jósep Blöndal læknir, sem hefur sérhæft sig í með- ferð bakveikra. 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 Starfsemi kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hefur lengi sett svip á mannlíf í Stykkishólmi. Nunnur úr St. Franciskusreglunni komu vestur árið 1936 og voru í Hólminum fram undir aldamót. Fyrir þeirra tilstilli var sjúkrahús reist í Hólminum, þær starfræktu leikskóla, prentsmiðju og sinntu ýmsu trúarlegu starfi. Í dag eru þrjár nunnur úr reglu Maríusystra í Stykkishólmi. Klaustur þeirra og kapella er í vest- urhluta St. Franciskusspítala, sem er áberandi kennileiti í bænum. Þar er iðkað bænalíf og sungin kaþólsk messadag hvern. Heilög Barbara er vernd- ardýrlingur systranna. Þerna móðurlegs kærleika „Príorína frá Róm kom í heimsókn til Íslands og var beðin að útvega kaþólska systur hingað til lands. Hún sendi kort til Maríusystra í Brasilíu og ég tók boðinu,“ segir hin brasilíska Mae de Deus – sem í lauslegri þýðingu upp á íslensku útleggst sem María Guðsmóðir. Hún kom til Íslands fyrir átta ár- um; var fyrstu sjö árin í klaustrinu í Hafnarfirði en kom í Hólminn á sl. ári. „Kærleikurinn er okkar stóra hlutverk. Hugga og styðja.“ Þetta segir María um líf nunnanna sem við inn- töku í reglu og klaustur undirgangast heit um skír- lífi, hlýðni og fátækt. „Ég hef heitið því að ástunda skírlífi fyrir Guðs- ríki. Er fátæk því til staðfestingar á því að Guð er hin eina sanna auðlegð mannsins. Er hlýðin, jafnvel allt til dauða á krossi, svo að ég geti fylgt enn betur Orðinu sem varð hold í skírlífi hans. Og svo að ég megi betur þjóna Kristi vígi ég mig Maríu mey með heiti mínu, sem þernu hennar móðurlega kærleika.“ Fyrirbænir í 33 löndum María er 36 ára að aldri. Hún gekk í kaþólsku regluna í Brasilíu fyrir þrettán árum og svo lá leiðin til Íslands. Í Hólminum er hún einskonar abbadís systranna þriggja. Í þeirra ranni er í mörg horn að líta. Þær eru til dæmis við kistulagningar hjá lút- erskum sóknarpresti bæjarins. Á laugardögum er kirkjuskóli fyrir yngstu börnin og einnig unglinga- starf. Þá er komið við hjá fólki kaþólskrar trúar á Snæfellsnesi, en þar býr til dæmis fjöldi Pólverja sem meðal annars starfa við fiskvinnslu. Einnig sinna nunnurnar fyrirbænum. Fólk um víða veröld – sjúkt og sorgmætt – leitar gjarnan huggunar og máttarorða hjá kaþólsku kirkjunni – og er fyrirbænarefnum svo miðlað áfram til nunna í Maríusystraklaustrum í alls 33 löndum. „Íslendingarnir leita lítið til okkar um fyrirbænir, en okkar væri ánægjan. Bænin gefur styrk og von,“ segir Guðsmóðirin. Í skírlífi í Stykkishólmi fyrir Guðsríki Morgunblaðið/Styrmir Kári Systur Porta Coeli frá Bandaríkjunum og hin brasilíska Mae de Deus eru í reglu Maríusystra í klaustrinu í Stykkishólmi. Þær sinna þar ýmsum störfum og hugga sjúka og sorgmædda með góðum fyrirbænum. Ég er fátæk í auðlegðinni  Elsta mannvirki í vegagerð hér á landi, sem vitað er hverjir unnu, er Berserkjagata sem er nálægt vega- mótunum til Bjarnarhafnar. Gatan var rudd af tveimur sænskum berserkj- um, þeim Halla og Leikni sem Ver- mundur hinn mjóvi í Bjarnarhöfn flutti til landsins árið 962, að því er fram kemur í Eyrbyggju. Vermundur fékk berserkina hingað til lands en þeir voru svo óstýrlátir að hann réð ekki við þá og kom þeim því til Styrs bróð- ur síns. Styr átti fullt í fangi með bræðurna ódælu, ekki síst eftir að Halli sótti fast að giftast Ásdísi, dóttur Styrs. Hann samþykkti ráðahaginn með einu skilyrði: að bræðurnir ynnu nokkrar þrautir og var ein þeirra að ryðja göt- una. Er því var lokið drap hann bræð- urna og enn má sjá leifar af dys þeirra við götuna. annalilja@mbl.is Ódælir bræður ruddu veg Morgunblaðið/Einar Falur Berserkjahraun Þar ruddu sænsku og ódælu berserkirnir götuna.  Níu stiga hiti, rigning, sjö metra sek- únduvindur og tíu kílómetra skyggni. Þannig var veðrið í Stykkishólmi í gær- morgun, skv. veðurlýsingunni sem var lesin í útvarpinu um klukkan tíu. Það er merkilegur póstur í bæjarlífinu í Hólm- inum að þar hafa veðurathuganir verið stundaðar allt frá árinu 1845, þegar Árni Thorlacius byrjaði að færa til bók- ar hvernig vindurinn blési. Það hefur verið gert óslitið síðan og frá 2007 hef- ur Wiloletta Maszota frá Varsjá í Pól- landi haft þetta hlutverk með höndum. Veðurupplýsingar úr Hólminum þykja haldgóðar með tilliti til langtímasögu en einnig er athugunarstöðin þannig í sveit sett að í hinu stóra samhengi fæst þaðan, ef svo má segja, ágætt með- altal um veðráttu á Íslandi. sbs@mbl.is Meðaltal veðráttunnar Veður Wiloletta er á vaktinni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi  Næsti viðkomustaður 100 daga hringferðar Morgunblaðs- ins er Búðardalur. Á morgun Starfandi er á vegum land- læknis hópur sem Jósep Blön- dal veitir forstöðu og yfirfara á verkferla í sambandi við mál baksjúklinga og þá meðferð sem því fólki stendur til boða. Þau efni sem í brennidepli verða hjá hópnum eru menntun fag- stétta sem sinna verkjum í baki og hálsi, fjallað verður um úr- ræði sem sjúklingum standa til boða, nýtingu þeirra, árangur og kostnað og svo auðvitað fræðsla til almennings. „Hér á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi höfum við, með stuðningi systrasjóðs spítalans, að undanförnu verið að skoða kostnaðartölur í löndum með sambærilega heilbrigðis- og fé- lagsþjónustu í því augnamiði að fá vísbendingar um kostnað vegna háls- og bakvandamála hér á landi. Sé miðað við tölur frá Danmörku gæti kostnaður í íslenskri velferðarþjónustu vegna bak- og hálsvandamála verið á annan tug milljarða króna,“ segir Jósep Blöndal læknir. Veikindi sem kosta millj- arða króna STARFSHÓPUR KANNAR Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | bilalind.is Vantar alltaf fleiri bíla á skrá! Fylgstu með okkur á facebook Fylgstu með okkur á facebook MIKIL SALA SUBARU FORESTER 09/2008, ekinn 94 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 2.990.000. Raðnr.283499 FORDKuga Trend Diesel. Árgerð 2011, ekinn 77 Þ.KM, lyklalaust aðgengi, 6 gírar. Verð 3.890.000. Rnr.400021 SUBARU FORESTER 06/2006, ekinn aðeins 87 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 1.690.000. Raðnr.135968 VOLVO XC90 D5 Dísel. Árgerð 2007, ekinn aðeins 67 Þ.KM, sjálfskiptur, leður. Verð 6.450.000. Rnr.103902

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.